Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Lisa Marie Presley
hin þungaða dóttir rokk-kóngs-
ins, á von á barnabami Elvis
Presley í mars. Hún segist ákveð-
in í því að láta sitt bam ekki al-
ast upp við þær ófullnægjandi
aðstæður sem hún ólst upp við.
Það sem hún ætlar á láta barninu
sínu eftir er að ala það upp sjálf.
Nokkur þau atriði sem hún taldi
sig óhamingusama yfir var að
barnfóstrur ólu hana upp, mam-
man var aldrei heima og þegar
hún var heima var hún alltaf með
nýja stjúpfeður handa Lisu Marie
litlu.
Þq að þetta komi kannski ekki
allt til með að standast segja vin-
ir hennar aö Lisa vilji ala barn
sitt upp án mikillar utanaðkom-
andi hjálpar.
Amy Imng
sem fyrir skömmu skildi við æv-
intýraleikstjórann Steven Spiel-
berg, hefur nú fundiö sér annan
mann sem hún getur grátið viö
öxlina á. Sá er einnig kenndur
við kvikmyndaheiminn og heitir
Jeroen Krabbe og lék annað aðal-
hlutverkið í Crossing Delancey.
Eftir skilnaðinn vantaði hana
einhvern til að vera góðan við
sig. Og svo fór að þama var herra
Krabbe. Upp frá því hefur tekist
með þeim mikil og góð vinátta.
Enda þýðir víst ekkert að eiga við
Spielberginn lengur. Hann er
kominn meö aöra dömu upp á
arminn. Hún heitir Kate Caps-
haw og lék í síðustu Indiana Jo-
nes myndinni.
Karólína prinsessa
af Mónakó má vænta þess að geta
erft krúnuna eftir fóður sinn
fljótlega ef svo ber undir. í meira
en fjögur ár hefur hún barist við
kaþólsku kirkjuna til að fá gift-
ingu sína og Stefano Casiragi við-
urkennda og að sama skapi börn-
in þeirra þrjú skilgetin innan
hjónabandsins. Nú virðist það
vera í höfn aö hún fái hjónband
sitt viðurkennt því sjálfur páfinn
hefur gefið vilyrði fyrir því. Hvað
varðar að hún verði arftakinn
hefur því sterklega verið haldið á
lofti þar sem hún þykir víst mun
efnilegri en prinsinn Albert.
Eiginmaður Onassis:
Ólafsvík:
Lyftistöng fyrir
„Þú mátt fá eins mikla peninga og
þú vilt, haltu hjákonununni þinni en
ekki yfirgefa mig.“ Þetta fór millj-
ónamæringurinn, Christine Onassis,
fram á við fyrrum eiginmann sinn,
Thierry Roussel.
Eftir hið óvænta og sorglega andlát
Christine hefur ýmsu, tengdu furðu-
legu ástarsambandi við síðasta eigin-
mann hennar, skotiö upp á yfirborð-
ið. Sérstaklega eftir að það uppgvöt-
aðist að Thierry átti í ástarsambandi
við ljóshærða fyrirsætu. Christine
leyfði glaumgosanum eiginmanni
sínum að halda í hjákonu sína til að
missa hann ekki.
Christine var svo mikiö í mun að
halda í eiginmann sinn að hún jós í
hann peningum, jafnvel þó að hann
hafi eignast börn með hinni sænsk-
ættuðu fyrirsætu, Gaby Landhage.
Sem kunnugt er skildu Christine
og Thierry á síðasta ári en þrátt fyr-
ir það ætlaði Christine enn að halda
í sinn fyrrverandi eiginmann. Hún
heimsótti hjákonuna og leyfði dóttur
þeirra hjóna að hitta hálfsystkini sin
eins oft og unnt var. ■
Aöeins þremur vikum fyrir dauöa
Christine birtist viðtal við hjákon-
una. Þar sagði hún að Christine væri
alltaf að bjóða sér í samkvæmi auk
þess sem hún gæfi börnunum hennar
stórgjafir. „Allir vinir hennar og
kunningjar vissu um þetta ástand en
það fékk ekkert á Christine," segir
Gaby í viðtalinu. Auk þess segist hún
aldrei hafa fundið fyrir neinni af-
brýðisemi af hennar hálfu þrátt fyrir
að hún vissi um ást hennar á Thi-
erry.
Þegar Christine og Thierry gengu
í hjónaband vissi hún ekkert um að
hann hefði átt í ástarsambandi við
Gaby undanfarin 10 ár og var enn
mjög ástfanginn af henni. Hann sagði
Gaby að það myndi hafa mjög mikið
að segja fyrir sig í viðskiptaheimin-
um ef hann giftist Christine og Gaby
játti því.
Þrátt fyrir að hjónabandið gengi
ekki of vel eignuöust þau dótturina
Aþenu í janúar 1985. Sjö mánuðum
síðar eignaðist Gaby son sem nefnist
Erik. Þar með vissu þeir sem vita
vildu um hið tvöfalda líf Thierrys.
Aðeins tveimur mánuðum eftir
skilnaðinn, í mars á síðasta ári, eign-
aðist Gaby annað barn sitt með Thi-
erry, stúlku að nafni Sandrine.
Christine tók þessu öllu með stó-
ískri ró og eins og áður segir tók hún
upp samband við hjákonuna. Með
þeim tókst vinskapur og er eins lík-
legt að Aþena litla komi til með að
búa hjá hjákonunni og fóður sínum
í Svíþjóð. Hins vegar eru ættingjar
Christine heldur óánægðir með þann
ráðahag þar sem þeim finnst Thierry
hafa komið illa fram við fyrrum eig-
inkonu sína, Christine Onassis. Það
má því búast við að mikið striö muni
ríkja um litlu 5 milljarða dollara telp-
una.
Thierry og Gaby. Hún er konan sem hann hætti aldrei að elska og átti með
tvö börn meðan hann var giftur Christine Onassis.
Christine Onassis ásamt milljarðadótturinni sem margir vilja eiga, þar
meðal viðhaldiö Gaby. Með Christine og Gaby rikti mikii vinátta.
Framara
Ámi E. Albertsson, DV, ÓLilsvík:
Nýr og glæsilegur salur Framsókn-
arfélags Ólafsvikur var vígður
sunnudaginn 4.desember. Salurinn
tekur með góðu móti milli 60 og 70
manns í sæti og kemur að sögn Atla
Alexanderssonar, formanns Fram-
sóknarfélags Ólafsvíkur, til með að
verða mikil lyftistöng í félagsstarf-
inu.
Það var fyrir tæpum tveimur árum
að stofnað var hlutafélag í um kaup-
in á húsnæðinu sem áður hafði hýst
vélsmiðju. Hlutafélagið hlaut nafnið
Miðbær hf. og eru hluthafar nær ein-
vöröungu félagar í Framsóknar-
flokknum. Endurbætur hófust fljót-
lega eftir kaupin og hafa að mestu
veriö unnar af flokksfélögum en þó
hafa verið keyptir iðnaðarmenn í
einstaka verkhluta. Salurinn var svo
vigður 4. desember og af því tilefni
voru mættir, auk íjölda annarra
Gestir viö veisluborð m.a. Guð-
mundur ráðherra og Alexander
þingmaður.
DV-mynd ÁEA.
gesta, Guömundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra og Alexander Stef-
ánsson, þingmaður og fyrrum ráð-
herra.
Það var hriðarbylur á Egilsstöðum svo ekki var hægt að taka myndir úti
en hér sést formaöur kiwanismanna, Jón Karlsson, afhenda Aldísi lyklana
að nýja bílnum. DV-mynd Sigrún
Skodi í jólagjöf
Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstöðunv
Félagar í kiwanisklúbbnum Snæ-
felli efndu til happdrættis fyrr í
haust. Gefnir voru út 500 miöar og
var miðinn seldur á 1000 krónur. Er
skemmst frá því að segja að allir
miöamir seldust eins og heitar
lummur.
Mánudaginn 5. desember var bíll-
inn afhentur eigenda miða nr. 4. Sá
stálheppni og nýbakaði skodaeigandi
er Aldís Kristjánsdóttir á Seyðisfirði.
Hún kvaðst mundu nota bílinn til að
skjótast á innanbæjar, svo sem í
vinnuna.
á
Bjó með tveimur
konum samtímis