Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGURÍ22.:DESEMBER 1988. Andlat Guðgeir Þorvaldsson, Æsufelli 2, andaðist í Borgarspítalanum 21. des- ember. María Magnúsdóttir frá Syðri- Löngumýri, Depluhólum 3, síöast' Hátúni lOb, andaðist 19. desember. Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, Odd- eyrargötu 14, Akureyri, lést í Landspítalanum þann 20. desember. Sesselja Jónsdóttir frá Hnífsdal and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík 19. des- ember. Sveinn Ólafsson, Faxabraut 66, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 20. desember. Jarðarfarir Útför Sæmundar G. Ólafssonar, Mið- braut 2, Seltjarnarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. des- ember kl. 13.30. Útför Sigmars S. Péturssonar, Hrísa- teig 41, verður gerö frá Fossvogs- kirkju 23. desember kl. 15. Guðjóna Jakobsdóttir, Meðalholti 7, sem andaðist 18. desember í Borgar- spítalanum, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fóstudaginn 23. des- ember kl. 13.30. Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir lést í Hafnarbúðum 13. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Útfór Gunnars Össurarsonar húsa- smíðameistara. frá Kollsvík í Rauða- sandshreppi, fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 23. desember kl. 10.30. Gísli Guðmundsson frá Bjarnastaöa- hlíð, Hraunbraut 45, Kópavogi, sem andaðist á Vífilsstöðum 16. desem- ber, veröur jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 28. des- ember kl. 10.30. Guðmundur R. Bjarnason, frá Látr- um í Aðalvík, til heimilis á Ásbraut 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 27. desember kl. 13.30. SigurðurÁgúst Hermannsson lést 15. desember. Hann fæddist 16. janúar 1940. Sigurður nam ungur húsgagna- bólstrun og starfaði við iön sína til æviloka, lengst af með eigin verk- stæði. Eftirlifandi eiginkona hans er Ardís Erlendsdóttir. Þau hjónin eign- uðust þrjú böm. Útför Sigurðar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Agnar Gunnlaugsson lést 16. septem- ber. Hann fæddist á Kolugili, Víðidal 10. desember 1915, sonur hjónanna Sesselju Sigrúnar Jónsdóttur og Gunnlaugs Daníelssonar. Hann vann lengst af sínum starfsaldri við garð- yrkju í Reykjavík. Eftirlifandi eigin- kona hans er Þorgerður Kristjáns- dóttir. Útför Agnars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Úlfar Jacobsen lést 15. desember. Hann fæddist í Reykjavík 29. mars 1919, sonur hjónanna Soííiu og Egils Jacobsen. Úlfar rak Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen um langt árabil. Hann var frumkvöðull í hálendis- ferðum um ísland í sinni tíð. Eftirlif- andi eiginkona hans er Bára Júlíus- dóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útför Úlfars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Nýjar plötur Er ást í tunglinu? Út er komin ný plata með Geira Sæm og Hunangstunglinu. Hún inniheldur 11 ný lög sem eru eftir hljómsveitina en textar eftir Geira. Geiri Sæm er þekktur fyrir að fara eigin leiðir í tónlistinni og ber platan þess merki. Upptökustjóri plöt- unnar er Tony Clark. Hunangstunglið skipa: Kristján Edelstein á gítar, Þor- steinn Gunnarsson á trommur, Þorvald- ur Þorvaldsson á hljómborð og Skúli Sverrisson á bassa. Þá spilar Geiri á gítar ásamt því að sjá um allan söng. Upptökur fóru fram í Hljóðrita og Vesturbæjar- stúdíói í september og október. /LÍLiV/Jít CHORAL MVS1C. J>Ml | The Hamrahuo Ciioír | Thorgcrdur lngólfsdóíiir Nýr hljómdiskur með Hamrahlíðarkórnum íslensk tónverkamiðstöð hefur gefið út hljómdiskinn Kveðiö í bjargi með Hamra- hlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þar er um að ræða kórverk eftir þá Jón Nordal, Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörnsscn, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Þessi verk hafa verið á efnisskrá kórsins á undanfórnum árum og eru flest samin fyrir Hamrahlíð- arkórinn eða hafa verið frumflutt af hon- um. Val verkanna lýsir vel því hlutverki sem Hamrahlíðarkórinn hefur gegnt í íslensku tónlistarlifi, en hann hefur veriö eins konar lifandi tilraunasmiðja fyrir íslensk tónskáld. Hljómdiskurinn er gef- inn út af íslenskri Tónverkamiðstöð í samvinnu við Ríkisútvarpið. Disneyrímur á hljómdiskum Háskólakórinn hefur hljóðritað og gefið út á tveimur hljómdiskum Disneyrímur Þórarins Eldjárns við tónhst eftir Árna Harðarson. Flytjandi ásamt kórnum er Halldór Bjömsson leikari. Stjórnandi er Árni Harðarson. Tíu ár eru liöin frá því Disneyrímur komu fyrst út á prenti og hafa þær notið umtalsverðra vinsælda. Rímurnar QaUa um Walt Disney, hina amerísku hetju. í sex rímum, sem eru ortar undir mismunandi bragarháttum er fylgst með Disney, lífi hans, störfum og draumum. Bæklingur fylgir hljóm- diskunum , þar sem m.a. em prentaðar allar rímurnar. Einnig er þar að finna hugleiðingu Illuga Jökulssonar um „frá- leitar vísur“ Þórarins Eldjárns. Tilkyrmmgar Tombóla nýlega héldu þessir krakkar, sem heita Eva Björk Sveinsdóttir, Dagbjört Ósk Halldórsdóttir, íris Traustadóttir ásamt yngri systkinum, Emu og Þorkeli, tvær tombólur. Önnur var til styrktar Kvennaathvarfinu og færðu krakkarnir Kvennaathvarfmu 1.374 krónur. Þá færðu þau Rauða krossi íslands 740 krón- ur. Menning dv Ys og þys út af engu Séra Gunnari Björnssyni hefur hlotnast, einum presta á íslandi, sá vafasami heiður að vera rekinn frá sama söfnuði og það í tvígang, 1985 og 1988. í kring um brottrekstra þessa hafa risið úfar með mönnum sem oftar en ekki hafa haft á sér grátbroslegt yfirbragð og verið nefndir Fríkirkjudeilan. En um hvað hefur þessi deila snúist og hvers vegna var presturinn rek- inn? Hver er svarti sauðurinn í þessu sjónarspili sem flutt hefur verið frammi fyrir alþjóð? Þrátt fyrir mikla umfjöllun fjölmiðla og greinaskrif hinna ýmsu aðila er almenningur litlu nær um hvað deilan snýst. Og stendur ef til vill hjartanlega á sama. Ef marka má orð Gunnars Björnssonar í lok bókar sinnar, Svarti sauðurinn - séra Gunnar og munnsöfnuðurinn, hefur það lítið upp á sig að kafa ofan í kjölinn á því máli. Hann svarar því einfald- lega að deilan í Fríkirkjunni fjalli um ekki neitt. „Það er bara þetta, að dálitill hóp- ur fríkirkjufólks getur aldrei látið prestinn í friði,“ segir séra Gunnar og bætir því við að pokaprestar, sem flestum prestum þyki voðalegt viðurnefni, séu hins vegar alltaf látnir í friði, hversu pokalegir sem þeir kunni að vera. Gunnar bætir um betur og vitnar í „mikinn kirkjunnar mann“ sem notar orðið marmelaðiprestar. Það á við um presta sem einungis hafa áhyggjur af því þegar þeir vakna hvort konan hafi munað að kaupa marmelaði ofan á ristaða brauðið. Segist hann oft hafa óskað þess af öllu hjarta að vera svoleiðis prest- ur. En það er þetta með fólkið sem alltaf er að atast í prestinum út af engu af því hann er ekki marmel- aðiprestur eða gufa. Til að gera langa sögu stutta er það stjórn Fríkirkjunnar, fyrir ut- an „betri stjórnina“ sem vár við stjórnvölinn 1987-1988, sem Gunn- ar segir leynt og ljóst hafa gert sér lífið leitt í starfi. Þetta fólk sem vildi gufu fyrir prest að sögn Gunnnars. Góðir gæjar og vondir Til að skýra sjónarmið sitt og útskýra gjörðir sínar í samskiptum sínum við stjórn Fríkirkjusafnað- arins og fleiri hefur Gunnar skrifað 208 blaðsíðna bók - á 13 dögum. Upphafskafli- bókarinnar fjallar stuttlega um prestskaparárin vest- ur í Bolungarvík. Strax í kaflanum Skiptar skoðanir er stjórninni Séra Gunnar Björnsson. Bókmenntir Haukur L. Hauksson sendur tónninn og eftirfarandi orð lýsa í hnotskurn atburðunum eins og Gunnar sér þá og lýsir þeim í flestum köflum bókarinnar. „Öll vinnubrögð í Fríkirkjunni þótti mér bera svip af þeim skiln- ingi safnaðarstjórnar að hún væri yfir prestinn sett.“ Þá koma kaflarnir einn af öðrum um sönginn, organistann, stjórnar- menn, prestlegheit, kirkjuverði, svipmyndir úr safnaðarstarfi, betri stjórn, andann í Fríkirkjunni, líf- legt haust og síðasta vers að sinni. Það væri að æra óstöðugan að rekja hvern kafla fyrír sig. I sinni allra einföldustu mynd úallar bók Gunnars um góðu gæjana og vondu gæjana og útskýringar á ýmsum atburðum og sögusögnum sem af stað hafa farið í kring um þetta íra- fár þeirra. Það fer töluvert pláss í að útskýra og segja frá atvikum sem áttu að hafa komið fjölda sögu- sagna af ætt Gróu af stað og fmnst manni ósjaldan vera um ansi smá- vægileg atvik að ræða. En þegar htið er til þess aö stjórn Fríkirkjunnar hefur lagt ríka áherslu á þessi atriði við brottvikn- ingu séra Gunnars og á þá stað- reynd að séra Gunnar er í raun brauðlaus prestur, sem hefur æru sína að verja, er ekkert skrítið þótt allt sé týnt til, smátt sem stórt. Gunnar fjallar stuttlega um hvernig stjórnin fer yfir á verksviö prestsins, sem ætti að vera um- hugsunarefni fyrir alla söfnuði, en sú umræða týnist gjaman innan um allar sögurnar af einstökum atvikum. Skrattinn hittir ömmu sína Séra Gunnar er ágætlega máli farinn og á víða góða spretti. Þó er bókin ekki nægilega aðgengileg fyrir þá sem ekkert þekkja til Frí- kirkjudeilunnar. Þar sem deilunni virðist ekki lokið og af öðmm ókunnum ástæðum nefnir Gunnar nöfn stjórnarmanna eða annarra andstæðinga ekki á nafn. Það minnkar áhrifamátt bókarinnar fyrir þá sem ekki era verseraðir í Fríkirkj ufræðum. Aö nefna mótmælaskrif sín vegna ráðhússins og stólræðu þar sem Maja pæja og Marta parta léku hlutverk sem skýringar á brott- rekstrinum er frekar langsótt. Eins hugmyndir Gunnars um fjarstýrt fólk sem skrifar greinar í blöð og kemur að öðru leyti illa fram við hann. Sú mynd af Gunnari sjálfum sem situr eftir í huga lesanda að lestri loknum er líka frekar ótrúverðug. Meiri sjálfsgagnrýni hefði ekki sakað. Gunnar gefur þó í skyn, og það ekki óskemmtilega, aö hann sé kannski ekki snillingur í mannleg- um samskiptum frekar en safnað- arstjórnin eða formaður hennar, ónefnd kona. „í ættfræðidálkum DV komst umsjónarmaðurinn að þeirri niðurstöðu í sumar, að við værum eitthvað skyld, ég og þessi kona. Og viö erum ekkí alveg ólík í því að þykja einleikurinn oft best- ur.“ Ef ég hef ekki misskilið séra Gunnar má segja að skrattinn hafí þarna hitt ömmu sína og af því sprottið illvig deila. Deila um ekki neitt eftir því sem séra Gunnar segir. Hefði ekkí mátt kveðja til sál- fræðing að greiöa úr þessum sam- skiptaerfiðleikum? Gunnar segir í inngangsorðum að þetta veröi öðruvísi bók en hann hefði langað aö skrifa um Fríkirkj- una. Hann hefði frekar viljað skrifa fallega og ljóðræna bók um hug- næmt efni. Það held ég að fari honum miklu betur en að skrifa bók eins og þessa sem þrátt fyrir góða spretti skilur lesandann eftir í lausu lofti. Gunnar Björnsson - Svarti sauðurinn, 211 bls. Tákn, Reykjavík, 1988. hlh Ljóðabók eftir dr. Sturlu Friðriksson Dr. Sturla Friðriksson hefur ferðast víða um heim og komið til margra forvitni- legra staða í fjarlægum löndum í fimm heimsálfum. Hann hefur skrifað ýmsar greinar um feröalög sín og lýst staðhátt- um og náttúruundrum margra framandi landa en einnig-ort um þau ljóð á hefð- bundinn hátt. Þessi kvæði birtast nú í bók hans, „Ljóö langföruls". í bókinni er brugðið upp ljóðrænum myndum af sögu, umhverfi og lifheimi á ýmsum landsvæð- um jarðar allt frá Svalbarða til Suður- skautslandsins. Sem dæmi um yrkisefni má einnig nefna kvæði frá Eldlandi, Galapagos- og Falklandseyjum og ýmsum svæöum Afríku, Asíu og Evrópu. í bók- inni eru yfir fimmtíu ljóð. Niðjar Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Kristjánsdóttur halda jólafagnað miðvikudaginn 28. des- ember kl. 17 í samkomuhúsinu í Garði. Mætum öll. Tónleikar Þorláksmessutónleikar Bubba og Megasar Bubbi og Megas halda sína árlegu Þor- láksmessutónleika á Hótel Borg föstu- dagskvöldið 23. desember. Tilefniö er Blá- ir draumar sem er fyrsta sameiginlega . útgáfa þeirra félaga. Eins og við var að búast eru Bláir draumar orðnir metsölu- plata. í fyrstu vikunni varð hún að gulli og nú nýverið hefur hún náð platíumark- inu. Þessi plata kom út 1. desember í til- efni af 70 ára afmæli fullveldis íslensku þjóðarinnar. Á Þorláksmessu verða svo lokatónleikar þeirra félaganna, í bili að minnsta kosti. Húsið verður opnaö kl. 21 en tónleikamir hefjast kl. 22 TAKII> J»ÁTT í JOU- (ilTltAIA Síðasti skilaí 28. desem restur ber. Sendið inn alla 10 seðlana í einu umslagi. G1 æsil< 2gi r vinningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.