Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988.
FRA RAFMAGNSVEITU
REYKJAVÍKUR
Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir
verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um
jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt
rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda
notendum á eftirfarandi:
1
2
3
4
5
6
Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni
yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga-
dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota
mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns-
ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta-
vélar - einkum meðan á eldun stendur.
Farið varlega með öll raftæki til að forðast
bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar
taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar.
Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og
af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti
ríkisins.
í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar-
rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi).
Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum.
Helstu stærðir eru:
10 amper - Ijós
20-25 amper - eldavél
35 amper - aðalvör fyrir íbúð.
Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir-
farandi ráðstafanir:
- Takið straumfrek tæki úr sambandi.
- Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð,
(t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um
vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum-
laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir
íbúðina í aðaltöflu hússins.
Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að
taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka-
straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er
nauðsynlegt að kalla til rafvirkja.
Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma
686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan
sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er
einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í
síma 686222.
Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir
samstarfið á hinu liðna.
4
RAFMAG NSVEITA
REYKJAVÍKUR
_____^ (Geymið auglýsinguna)
Útlönd
Nær 300fórust
í flugslysinu
Allir hinir tvö hundruð fimmtíu og
átta farþegar og áhafnarmeðlimir
breiðþotunnar, sem hrapaði til jarð-
ar í skoska bænum Lockerbie í gær-
kvöldi, eru taldir af. Auk þeirra fór-
ust fimmtán bæjarbúar þegar brenn-
andi hlutar úr þotunni lentu á heim-
ilum þeirra. Tólf bæjarbúar voru
fluttir á sjúkrahús með brunasár.
Greint var frá því í breska sjón-
varpinu í morgun að íbúarnir, sem
fórust, væru grafnir undir rústum
en alls eyðilögðust fjörutíu hús þegar
breiðþotan, sem var af gerðinni Bo-
eing 747, sprakk.
Gigur myndaðist þar sem þotan féll til jarðar. Símamynd Reuter
Þotan, sem var í eigu Pan Americ-
an flugfélagsins bandaríska, var á
leið frá London til New York þegar
hún hvarf af ratsjám klukkan 19.08.
Hrapaði þotan klukkan 19.15 í Loc-
kerbie sem er við þjóðveginn milli
Skotlands og Englands. Breyttist þot-
an á svipstundu í eldhaf er hún hrap-
aði, í þremur hlutum að því að talið
er, úr 31 þúsund feta hæð á bensín-
stöð og logandi brak úr henni lenti á
húsþökum og í húsagörðum. Brak
úr þotunni fannst í um 16 kílómetra
radíus frá staðnum þar sem hún
hrapaði. Sérfræðingar hafa ekki vilj-
að aðhyllast þá kenningu að „málm-
þreyta" hafi valdið því að þotan
splundraöist. Benda þeir á að þotan,
sem tekin var í notkun áriö 1970,
hafi verið gerð upp í fyrra og eftir
það hafi hún verið sem ný.
Margir héldu að jarðskjálfti hefði
gengið yfir þegar þotan hrapaði. Hús
hristust og himinninn virtist í björtu
báli er hundrað metra háar eldtung-
ur risu í loft upp.
Fyrstu fréttir hermdu að flestir far-
þeganna hefðu verið hermenn á leið
heim í jólafrí. Flug þotunnar hófst í
Frankfurt og millilenti hún í London.
Tveir háttsettir menn hjá Volks-
wagen í Bandaríkjunum eru sagðir
hafa verið í þotunni. Um borð í henni
var einnig Svíinn Bernt Carlsson,
sem annaðist málefni Namibíu fyrir
Sameinuðu þjóðirnar. Það er einmitt
í dag sem undirritað veröur sam-
komulag um sjálfstæði Namibíu hjá
Sameinuðu þjóðunum í New York.
Heimildarmenn hjá suður-afríska
sendiráðinu í London segja að utan-
ríkisráðherra Suður-Afríku, Pik Bot-
ha, hafi ætlaö að fara í þetta flug sem
endaði svo hörmulega. Hann hefði
hins vegar breytt feröaáætlun sinni
fyrir nokkrum dögum og var hann
kominn til New York er slysið átti
sér stað.
Reuter
Brak úr þotunni dreifðlst um stórt svæði. Hér skoðar lögreglumaður nef
þotunnar. Nýjustu fréttir herma að hún hafi komið niður í þremur hlutum.
Simamynd Reuter
SKOTLAND
Glasgow A
Edinborg
Flugvélin hrapaði
hér og lenti á
bensínstöð
ENGLAND
Carlisle
■-..•.■■■l,,,';,,,?,.........
Um' fjörutiu hús i skoska bænum Lockerbie stóðu í Ijósum logum eftir að breiðþota með rúmlega tvö hundruð
farþpga hrapaði þar í gærkvöldi. Símamynd Reuter