Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988. Fréttir _____________________________________________________DV Öll tekjuöflimarfrumvörpin að lögum fyrir jól: Aðalheidur greiddi atkvæði eins og stjórnarþingmaður fjárlög afgreidd eftir áramót Aöalheiöur Bjarní'reðsdóttir, þing- maður Borgaraflokksins, greiddi at- kvæöi í einu og öllu eins og stjórnar- þingmenn viö afgreiðslu stóru tekju- öflunarfrumvarpanna í neðri deild í gærkvöldi og tryggöi þar meö fram- gang þeirra. Þar með varö endaplega Ijóst aö ríkisstjórnin næöi öllum sín- um málum fram. Þegar Aðalheiður geröi grein fyrir atkvæðum sínum sagöi hún aö vegna aöstæðna í þjóðfélaginu þyrfti aö samþykkja lög um nýja tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Stjórnarandstaðan hefði engin slík frumvörp lagt fram. Það væri því ábyrgðarleysi aö fella frumvörp stjórnarinnar. Aðalheiður og Óli Þ. Guöbjartsson, flokksbróðir hennar, höfðu setið hjá fyrr um daginn við atkvæðagreiðslu í lok annarrar umræðu bráðabirgða- laganna. Þriðju umræðu um þau var frestað til 4. janúar á næsta ári. Stjórnarandstaðan féll frá þeirri kröfu sinni að gengiö yrði til lokaat- kvæða um lögin þar sem stuðningur þingsins viö þau var orðinn ljós. Afgreiöslu á fjárlögum var einnig frestað fram yfir áramót. Sameinað þing mun því samþykkja sérstakar greiðsluheimildir til íjármálaráð- herra í dag svo að hann geti greitt út laun og önnur óumflýjanleg út- gjöld fyrstu daga næsta árs. Lítils háttar breyting var gerð á tekju- og eignarskattsfrumvarpinu að kröfu Karvels Pálmasonar. Hann hafði lýst því yfir að hann styddi ekki hækkun tekjuskatts einstakl- inga umfram þau 2 prósent sem Al- þýðuflokkurinn hafði samþykkt. Að málamiðlun varð að í lögunum mun segja að 2,3 prósent hækkun skatts- ins sé til bráðabirgða og gildi aöeins næsta ár. í gær varð stjórnarliðum ljóst að verndartollar á innfluttu grænmeti myndu lækka úr 30 prósentum í 20 um næstu áramót. Því var lagt fram og afgreitt úr neðri deild frumvarp sem frestar þessari lækkun um eitt ár. í dag mun Alþingi afgreiða stóru skattfrumvörpin sem lög og greiöslu- heimildir til fjármálaráðherra. í kvöld hefst jólafrí þingmanna. Þing kemur aftur saman 4. janúar og situr í tvo til þrjá daga. Þá fara þingmenn aftur í frí. -gse Bráðabirgðalögin bíða fram í janúar Bráðabirgðalögin verða ekki af- greidd sem lög frá Alþingi fyrr en eftir áramót og þá væntanlega um leiö og fjárlögin eða í kring um 5. janúar. Þau verða hins vegar af- greidd frá neðri deild í dag en eftir er að afgreiöa þau með breytingartil- lögum í efri deild. Að sögn Guðrúnar Helgadóttur, forseta Sameinaðs þings, átti hún ekki von á löngum fundi í dag og taldi líklegt aö þingið kæmist í langþráð jólafrí síðdegis. Guðrún lagði mikla áherslu á það að þinghald yrði ekki milli jóla og nýárs og sagöist fagna því mjög að þaö heföi tekist. Reglulegt þinghald hefst aftur 23. janúar en þingmenn verða þó að koma í janúarbyrjun til að afgreiöa íjárlög og bráöabirgða- lögin. -SMJ Kind varð fyrir flugvél og drapst Kind drapst samstundis þegar hún varð fyrir flugvél á flugvellin- um i Vestmannaeyjum i gærmorg- un. Flugvél af gerðinni Piper Navjo frá Val Andersen var aö heíja sig til ílugs þegar flugmaöurinn, Pétur Jónsson, sá skyndilega íjórar kánd- ur á flugbrautinni. Þremur þeirra tókst að forða sér. Ein rakst á hjóla- legg flugvélarinnar. Pétur lenti vélinni strax aftur og við skoðun kom í Ijós að ekkert var aö vélinni svo hún var komin í fulla notkun skömmu síöar. Myrkur var er óhappið varð. Greinilegt er að kindurnar hafa komist inn fyrir girðingu sem er viðflugvöllinn. -sme Blómakörturnar streymdu til Lindu við komuna til Vopnafjarðar. Hér er hún við blómahafið ásamt foreldrum sinum, Ásu Hólmgeirsdóttur og Pétri 01- geirssyni. DV-mynd Ásgeir Llnda komin heim: Æðislegt að fá að sofa út Kríuhólar: Ráðist á tvær konur Lögregla og sjúkrahð voru kvödd aö íbúð við Kríuhóla í Reykjavík um klukkan átta í gærkvöldi. Þar hafði ungur maöur ráðist að tveimur kon- um. Flytja varð þær á slysadeild. Lögreglan leitaði árásarmannsins i gærkvöldi og í nótt. -sme „Ég hef aðallega slappað af síðan að ég kom heim og þaö er alveg æðis- legt að fá að sofa út,“ sagði Linda Pétursdóttir heimsfegurðardrottn- ing sem nú er komin til síns heima á Vopnafirði. Þegar Linda kom heim fyrr í vik- unni beið hennar múgur og marg- menni á flugvellinum. Þar voru flutt ávörp og henni færð blóm. „Ég held að þaö hafi aldrei annar eins fjöldi verið samankominn á flugvellinum," sagöi hún. Linda byrjaði á því að fara í heim- sókn á hótelið og í frystihúsið þegar hún kom austur en hún hefur unnið á báðum stöðum. Hún heldur suður til Reykjavíkur á nýársdag en að kvöldi hans verður hún heiðursgest- ur á Hótel íslandi. Á landinu dvelur hún svo til 13. janúar. Hún sagðist ekkert vera farin að hugsa til brott- fararinnar enn en aðspurð hvað hún vildi helst fá í jólagjöf.svaraði hún: „Góð og gleðileg jól.“ -JSS Bókalisti DV: Bókin um Leif Muller komin í annað sætið „Ég get ekki sagt að þetta komi athygli. Þar á meðal var Jón Karls- mér á óvart. Þeir sem sáu verkiö á son hjá Iðunni sem hafði mikla trú meðan ég var að vinna það sann- á þessari bók og veitti mér frá upp- færðu mig um að þetta væri góð bók hafi góðan stuðning. Bókin fór rólega sem ætti eftir áð vekja umtalsverða af stað en er nú að fá þær viðtökur Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar í síöustu viku: 1. (1) Ein á forsetavákt..................Steinunn Sigurðardóttir 2. (7) Býr íslendingur hér?....................Garðar Sverrisson 3. (5) Forsetavélinni rænt.:..........John Denis/AUstairMacLean 4. (2) Og þá flaug Hrafninn..................Ingvi Hrafn Jónsson 5. (3) Bryndís..............................Ólína Þorvaröardóttir 6. (9) Markaðstorg guðanna................Ólafur Jóhann Ólafsson 7. (-) Öldin okkar 8. (4) Á miöjum vegi í mannsaldur.........Guömundur Daníelsson 9. (6) íslenskir nasistar..............Illugi og Hrafn Jökulssynir 10.(-) Sigurbjöm biskup...................Sigurður A. Magnússon sem fyrstu lesendurnir sögðu mér að hún myndi fá og fyrir þaö er ég mjög þakklátur," sagði Garðar Sverrisson rithöfundur en bók hans um Leif Muller reyndist næstsölu- hæsta bókin þessa vikuna þó hún nái ekki aö skáka bókinni um Vigdísi. Garðar sagðist ekki hafa neina skýringu á því af hverju bækur sem fjölluðu um tengsl íslendinga og nas- ista nytu þvílíkrar hylli nú. Hluti af skýringunni gæti þó veriö að nægi- lega langur tími væri nú liðinn til að hægt væri að fjalla um þessa hluti. Það er ekki mikið um breytingar á listanum en þó koma tvær bækur þar inn sem ekki voru síöast. Það er ein- róma álit bóksala að bókin Ein á for- setavakt njóti langmestrar hyfli og eru reyndar ýmis teikn á lofti um að Bók Garðars Sverrissonar um Leif Muller og hörmungar þær sem Leif- ur upplifói i fangabúðum nasista nýtur mikillar hylli. sú bók fái einstaka sölu. Bóksalar voru bjartsýnir á söluna og töldu að bóksala yrði síst minni nú en í fyrra en flestir voru að biða eftir bóksöludeginum mikla, Þor- láksmessu. -SMJ Þingmenn Borgaraílokks: Harma afstöðu Aðalheiðar Allir þingmenn Borgaraflokksins, sem tóku til máls um hækkun vöru- gjalds og tekju- og eignarskatta, sögö- ust harma þá ákvörðun flokkssystur sinnar, Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, að styðja þessi frumvörp ríkisstjórn- arinnar í neðri deild. Aðrir þingmenn Borgaraflokksins í neðri deild greiddu atkvæði gegn þessum frumvörpum. Aðalheiður greiddi hins vegar atkvæöi eins og stjórnarþingmenn; bæði með tillög- um stjórnarliða og eins gegn tillögum stjórnarandstæðinga og þá einnig Borgaraflokks. -gse Kvennálistinn: Fékk ekki að samþykkja sætindaskatt Þaö fór ekki svo aö Kvennalistinn greiddi atkvæði með sérstökum skatti á sætindi á Alþingi í gær eins og flokkurinn hafði þó lýst sig fylgj- andi. Ástæðan var sú að frumvarp um breikkun vörugjaldsstofns og sér- staks skatts á sælgæti, gos og kex var boriö þannig upp að Kvennalistinn gat ekki greitt atkvæði með skatti á sætindi án þess að samþykkja næst- _um allt frumvarpið. í því var einnig "~ákvæðl“um að vörugjald skyldi lagt á byggingarvörur, húsgögn og bíla- varahluti sem Kvennalistinn var mótfallinn. Eftir sem áður var sætindaskattur- inn samþykktur ásamt öörum hlut- um frumvarpsins í neðri deild meö atkvæðum stjórnarþingmanna og Áðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. -gse Áfengi hækkar ekki fyrr en á næsta ári Þar sem staðfestingu bráðabirgða- laganna var frestaö fram yfir áramót á Alþingi í gær var jafnframt frestað breytingartillögu við þau sem heim- ilar íjármálaráðherra að hækka áfengi og tóbak þrátt fyrir þau ákvæði laganna að ólöglegt sé að hækka vöruverð umfram það sem nemur kostnaðarhækkunum erlend- is. Ef fjármálaráöherra ætlaöi að hækka áfengi og tóbak áður en þing- ið afgreiðir bráöabirgðalögin þyrfti ríkisstjórnin því aö setja sérstök bráöabirgðalög sem heimiluöu þessa hækkun. Það er því afar ólíklegt að áfengi og tóbak muni hækka fyrr en eftir fyrstu vikuna í janúar þegar Alþingi hefdur staðfest bráöabirgða- löginmeðbreytingum. -gSe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.