Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988. 9 dv Utlönd Tyrkinn Huseyin Yildirim var hand- tekinn í gær í Bandarikjunum ásamt bandarískum hermanni. Eru þeir grunaðir um njósnir fyrir Austur- Þjóðverja. Símamynd Reuter Handtekinn vegna gruns um njósnir Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington; Bandarísk alríkisyfirvöld hand- tóku í gær bandarískan hermann, James HiU, vegna gruns um njósnir. Hill, sem starfaði í leyniþjónustu- deild hersins, var ákærður fyrir að selja Austur-Þjóðveijum leynilegar upplýsingar um dulmálslykla og fjarskipti bandaríska hersins fyrir tugi þúsunda dollara. Það var íburðarmikill lífsstíll Hills sem kom upp um njósnastarfsemi hans, að sögn yfirvalda. Hann var handtekinn þegar hann státaði af afrekum sínum við bandarískan leyniþjónustumann sem Hill taldi vera útsendara handan jámtjaldsins. Talið er að HiU hafi stundað njósnastarfsemi frá árinu 1982 og komið á framfæri við Austur-Þjóð- veija og ef til vill Sovétmenn mörg- um mikilvægum upplýsingum. Sér- fræðingar telja að afleiðingar at- hafna Hills verði dýrkeyptar þegar fram líða stundir. Þó er ekki talið að hann hafi valdið eins miklum skaða og önnur nýleg njósnamál sem kom- 'ið hafa upp innan hersins síðastliðna mánuði. Óljóst er hvort hér sé um að ræða víðtækan njósnahring. Auk Hills var tyrkneskur maður, sem búsettur er í Bandaríkjunum, handtekinn vegna gruns mn aðild að málinu. Rannsókn málsins er þó ekki enn lokið og gætu fleiri verið handteknir áður en yfir lýkur. Hreinsanir í pólska kommúnista- flokknum Átta nýir umbótasinnaðir menn komu inn í forystuliö pólska komm- únistaflokksins í gær í stað sex félaga sem látnir voru víkja úr stjórnmála- ráði flokksins. Þetta var árangur tveggja daga miðstjórnarfundar flokksins sem þó hafnaði skilyrðum Samstöðu, hinna bönnuðu verka- lýðssamtaka, fyrir hringborðsum- raeðum um framtíð landsins. í staðinn bentu ræður Jaruzelskis hershöfðingja og annarra háttsettra leiðtoga til þess að stefna flokksins gagnvart formlegu samkomulagi við Samstöðu hefði harðnað og að horfur á viðræðum hefðu minnkað. Jaruzelski sagði í ávarpi að það væru margar ástæður til þess að menn væru með efasemdir vegna viðræðna við Samstöðu. Forsætis- ráðherra landsins, Rakowski, sagði einnig í ræðu að flokkurinn myndi ekki gefa loforð um að íhuguð yrði lögleiðing Samstöðu til þess að fá samtökin til viðræðna. Sagöi hann Samstöðu eiga að setjast að hring- borðsumræðum án nokkurra skil- yrða. Reuter BONDSTEC ”1 aocK 1 6 ÖOICK p y afpRðfcif EINN FULLKOMNASTI OG BESTI ÖRBYLGJUOFNINN Á MARKAÐNUM! GETUM NÚ BOÐIÐ TAKMARKAÐ MAGN AF ÞESSUM FULLKOMNA BONDSTEC OFNI. Á EINSTÖKU JÓLABOÐI. VERÐIÐ GILDIR AÐEINS MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. 650 VATTA ELDUNARORKA. 10 ORKUSTIG. 32 LÍTRA INNANMÁL. 99 MÍN. OG 99 SEK. KLUKKA. MATREIÐSLUPRÓGRÖM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.