Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUK 22. DBSEMBE'R 1088. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Með bónus og afgangi Happaþrenna með bónus var núverandi ríkisstjórn kölluð, þegar þrír stjórnmálaílokkar mynduðu hana með hjálp Stefáns Valgeirssonar. Nú má kalla hana happaþrennu með bónus og afgangi, þar sem afgangur Borgaraflokksins styður hana óbeint, þegar á herðir. Eðlilegt er því, að viðræður hefjist milli ríkisstjórnar- innar og afgangsins af Borgaraflokknum um beina stjórnaraðild afgangsins, sem komist til framkvæmda upp úr áramótum. Þá fær Steingrímur loks huldumann- inn, sem hann vantaði. Eða öllu heldur hulduherinn. Ef ekki verður af inngöngu Borgaraflokksafgangsins eða hluta afgangsins í ríkisstjórnina upp úr áramótum, er eðlilegt, að Steingrímur gefist upp á að stjórna landinu með sífelldum upphlaupum og handarbakaafgreiðslu á borð við það, sem nú er að gerast. Og kosið verði í vor. Þjóðin borgar kostnaðinn af öilum látunum. Hún borgar fyrirgreiðslukerfið, sem komið var á fót í haust til að fá eitt atkvæði Stefáns Valgeirssonar til stuðnings við ríkisstjórnina. Þetta kerfi á mikinn þátt í erfiðleikun- um við að ná saman endum í sjóði skattgreiðenda. Þjóðin borgar svo núna fjölgunina í utanríkisþjón- ustunni, sem verður við að losna við Albert úr stjórn- málum, svo að Steingrímur geti fengið beint og óbeint liðsinni hjá afganginum af Borgaraflokknum. Öll her- kænska hans endar í reikningum til skattgreiðenda. Eitt alvarlegasta atriði svokallaðrar kænsku í stjórn- málum er, hversu ófeimnir þjóðarleiðtogar eru orðnir við að senda okkur reikninga. Sum gjafmildi ráðherra er að vísu ódýr, svo sem að gefa fegurðardísum rauða passa, en önnur er dýr, eins og handboltahöllin fræga. Hulduherinn hljóp inn í hlýjuna til Steingríms fyrir eitt stjórnarsæti í fyrirgreiðslusjóði Stefáns Valgeirsson- ar og væntanlega fleiri bitlinga síðar. Þar með slapp ríkisstjórnin með minni breytingar á bráðabirgðalögun- um en verið hefði með sameinaðri stjórnarandstöðu. Afgangurinn af Borgaraflokknum ber auðvitað á því fulla ábyrgð, að breytingar bráðabirgðalaganna urðu minni en ella. Hann ber líka ábyrgð á lögunum í heild, allt frá upphafi þeirra, því að hann hefur með atkvæðum sínum staðfest, að þau voru gild á sínum tíma. Til dæmis hefur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir tekið ábyrgð á ákvæðum bráðabirgðalaganna um afnám samningsréttar um nokkurn tíma, þótt endanleg útgáfa laganna feli í sér, að réttinum sé skilað aftur. Hún hefur með staðfestingu fallizt á heildarsögu laganna. Sennilega hafa herkænskumenn ríkisstjórnarinnar lengi vitað, að gefið sendiherraembætti í París mundi tryggja ríkisstjórninni líf fram yfir áramótin. Það mundi skýra, af hverju oddvitar stjórnarliðsins á alþingi keyrðu fram og aftur yfir stjórnarandstöðuna. Að þessu sinni var vikið frá venjubundnu samráði stjórnarliðs við stjórnarandstöðu á þingi. Reglubundnir samráðsfundir lágu að mestu niðri. Þar á ofan tók for- maður þingflokks Framsóknar upp grófari siði en áður við færibanda- og handarbakaafgreiðslu úr nefnd. Æðibunugangur og yfirgangur formannsins var slík- ur, að ætlunin var greinilega ekki, að nýbyijaðar við- ræður við stjórnarandstöðuna leiddu til samkomulags um niðurstöðu. Ætlunin var allan tímann að treysta á lítilþægni afgangsins af kjósendalausum Borgaraflokki. Vel fer á, að happaþrenna með bónus og afgangi mæti kjósendum sameinuð með allt á hælunum, er ekki verður lengur með herkænsku vikizt undan örlögunum. Jónas Kristjánsson Launastrið er eðlileg barátta og hlýtur að halda áfram meðan unnið er eftir núgildandi launakerfi. Af fjármálum Sjálfsagt fmnst mörgum að það sé að bera í bakkafullan lækinn að enn bætist einn í tölu þeirra sem skrifa um fjármál, afkomu ein- staklinga, fyrirtækja og ríkis. Enn verra er þó að það skuli vera mað- ur sem er víðs fjarri því að hafa orð á sér fyrir þekkingu á þeim málum er þetta tekur sér fyrir hendur. En vera má þó að einmitt það gefi þessum hugleiðingum nokkuð sérstæðan svip því aö venjulega rita um fjármál og af- komu menn sem bera af öðrum sökum vitsmuna og þekkingar. Það er því mál til komið að einhver rödd heyrist úr hinum hópnum, frá almennum skattgreiðanda sem eins og þorri þegna þessa lands er þolandi snilliverka fjármálavitr- inganna. Launabaráttan sígilt undrunarefni Ég hef löngum furðað mig á því að það sem fávísum mönnum, eins og mér, fmnst vera eðlileg afleiðing af því sem áöur hefur gerst skuli ævinlega koma jafnflatt upp á fjár- málaspekingana, að því er virðist. Sem dæmi um þetta má nefna af- leiðingar af kaupdeilum. Einhverjum hópi í þjóðfélaginu finnst hann hafa dregist aftur úr í launakapphlaupinu. Öðrum hópi hefur upp úr siðustu kaupdeilum tekist að þoka sér eitthvað ofar í launastiganum eftir skelegga bar- áttu, kannski átt málsnjallari for- mælendur og skotið fyrri hópnum aftur fyrir sig. Þeir sem nú eru neðar verða aö vonum sáróánægð- ir og hefja nýtt launastríð, segja upp samningum og fara í verkfall ef ekki semst. Þetta finnst oss, almúgafólki, afar eðlilegt og byggjum á þeirri réttlæt- iskennd aö sérhver vinna, sem stunduð er af alúð og samvisku- semi, skuli vera jafnt launuð og önnur, svo framarlega sem hún er þjóðfélaginu þörf. Okkur finnst þessi barátta mjög eðlileg og að hún hljóti að halda áfram meðan unnið er eftir núgildandi launakerfi. En fjármálaspekingarnir verða alltaf jafnundrandi ogjafnráðvilltir í hvert sinn sem greiöa skal úr slík- um deilum, rétt eins og þær séu að ske í fyrsta sinn og enginn hafi átt von á þeim. Svo tekst ef til vill að semja eftir langa mæðu og kyrrð kemst á í bili en einfóldum skatt- greiðanda dettur oft í hug sagan þegar apinn gerðist dómari og vildi skipta ostbita milli tveggja. Hann skipti bitanum í tvennt en hlutarn- ir reyndust misstórir. Apinn brá því á það ráð að bíta af stærri bitan- um sem við það varð minni og KjaUarinn Guðsteinn Þengilsson læknir, Kópavogi svona varð það koll af kolli uns dómarinn hafði etið allan ostinn. Gjaldþrot frjálshyggjunnar Annað dæmi um furður fjárvitr- inga er léleg afkoma fyrirtækja sem nú fara á hausinn hvert af öðru eöa verða aö fá ríkisstyrk ef ekki á verr að fara. Sum eru tengd undirstöðu- atvinnuvegi okkar, sjávarútvegin- um, og þrátt fyrir hvert metaflaárið af öðru vofir yfir þeim gjaldþrot. Undirritaður minntist á það hér fyrir einum tveimur árum að frjálshyggjan yrði okkur dýrkeypt ef hún næði að skella yfir okkur hindrunarlaust. Frelsi í vaxtamál- um var þá að komast á og náði hámarki nokkru síðar. Varla fer lengur milli mála að frelsisstefnan í vaxamálum hefur átt stærstan hlut í ógæfu áður- nefndra fyrirtækja en of mikill lær- dómur í hagspeki virðist hafa byrgt ráðamönnum sýn svo að þeir sáu ekki afleiðingarnar fyrir. Nú meg- um viö súpa seyðið af öllu saman. Fjármagnskostnaðurinn hefur orðið fyrirtækjunum ofurefli svo að komið hefur fyrir ekki þótt sjáv- arafli hafi slegiö öll met og náttúr- an verið okkur svo hagstæð sem verða má. Frjálshyggjupostularnir láta ekkert sannfæra sig og halda áfram aö kenna of háum launum um allan ófarnaðinn. - Það þarf víst ekki frekari útskýringa við hver hætta er á ferðum ef slíkir menn yrðu látnir ráða stefnunni áfram í fjármálum landsins. Lausnundan áþján Þeir sem nú sitja í ríkisstjórn eiga við gífurlegan vanda að stríða og verða ugglaust að grípa til ýmissa óvinsælla aðgerða. En þeir virðast vilja stinga við fótum og hverfa af óheillabraut þeirri sem farin hefur verið undanfarin ár. Þegar hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar í þá átt. En sá róður verður erfiður. AUt auðvald landsins, fjármagns- eigendur og stóreignamenn, mun snúast gegn þessum aðgerðum rík- isstjórnarinnar og gera allt sem það getur til að bregða fyrir hana fæti. Þar mun auömannastéttin beita fyrir sig obbanum af Sjálfstæðis- flokknum en einnig því sem er enn háskalegra, því valdi sem er fólgið í því að ráða yfir verulegum hluta af fjármagninu í landinu. Það vald er gífurlegt þótt það sé í rauninni skynlaust og beinist að því einu að halda sjálfu sér við, algerlega án tillits til almannavelferðar og þjóð- arhags. Þetta auðvald eða auðræði er sá múrveggur sem svo margar tilraunir til úrbóta á sviði félags- mála og heilbrigðismála stranda á, svo að dæmi séu tekin. Stuðningur þjóðarinnar við raunhæfar úrbætur Starfi ríkisstjórnin einhuga aö því áfram að hverfa af braut frjáls- hyggju en vinna í þess stað að jafn- rétti og almennri velferð verður hún að hafa þjóðina að baki sér. Og ég trúi ekki öðru en hún hafi með sér þann hluta hennar sem ekki er fastur á klafa auðhyggjunn- ar og þaö er sem betur fer stór meirihluti. Eina vonin til þess að einhvern hemil sé hægt að hafa á uppgangi auömannastéttarinnar er að lama slagkraft auðmagnsins, áður en því hefur tekist að vinna fleiri óhæfu- verk. Þótt fylgi ríkisstjórnarinnar á Alþingi megi e.t.v. ekki íæpara vera gerist hún sterk ef almenning- ur, sem nú á allt í húfl, stendur einhuga á bak við hana. En gegn gróðahyggjunni og valdi einkaauö- magnsins verður að tefla fram ein- valaliði að hörku, samviskusemi og heiðarleika. Bregðist það er orr- ustan töpuö. Guðsteinn Þengilsson „Þeir sem nú sitja 1 ríkisstjórn eiga við gífurlegan vanda að stríða og verða ugglaust að grípa til ýmissa óvinsælla aðgerða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.