Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 6. JANUAR 1989. 3 Fréttir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Samningar að hefjast við Long John Silver niðurstaðan getur haft áhrif á fiskverð á markaðnum „Samningar við veitingahúsak- eðjuna Long John Silver um kaup á flski frá Coldwater eru að hefjast í Bandaríkjunum. Niðurstaða þeirra viðræðna og það verð, sem þar fæst, getur haft áhrif á fískverð á mankaðnum sökum þess hve stór Long John Silver keðjan er,“ sagði Bjarni Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, í samtali við DV. Bjarni sagði að engin hreyfmg hetði orðið á fiskverði á Banda- ríkjamarkaöi síðan verðið fór upp í 1,40 dollara á blokkarpundið skömmu fyrir jól. Þó sagði hann að heyrst hefði að úrvalsblokk hefði verið seld í htíu magni fyrir 1,50 dollara pundiö. Hins vegar sagði Bjarni aö nú gengi á físk- birgðir og það gæti haft eitthváð • að segja þegar á liði. Þá er ljóst að sá samdráttur, sem fyrirsjáanlegur er i þorskveiðum, bæði hér við land, í Barentshafi og i Norðursjó, muni hafa áhrif á fisk- verð vestra. Bjarni tók þó fram að slíkt gerðist ekki í einu vetfangi, það tæki alltaf nokkurn tíma. Síðan væri oft eins og skriða færi af stað. Alveg það sama gerðist þegar um verðlækkun væri áð ræða eftir að einhverjum verðtoppi væri náö. Aðspurður um hve mikiö magn Long John Silvers keypti afUold- wa'tár- Ságðí- Bjarni’áð'þe'gár’sem- mest var keypt hefði það verið um það bil einn sjötti hluti þess sera Coldwater selur i Bandaríkjunum en þetta magn hefði eitthvað minnkað á síðustu mánuðum. Og nú ætti eftir að koma í ijós hvað þeir samningar, sem i hönd fara, leiða af sér, bæði um verð og magn. -S.dór Magnús Oddsson, stjórnarmaður i Ferðamálaráði, horfir á Ingjald Hanni- baisson, framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, taka í hönd Lindu Pétursdóttur til staðfestingar á samningi um að hún vinni við landkynningu. Einar Gúst- afsson frá Flugleiðum stendur á milli. Linda kynnir íslenskar vörur Dubai-togaramlr: „Mun betra tilboð en Marokkó- togararnir“ „Það þarf engan ríkisstyrk í þessu dæmi - það þarf bara aðstoð. Þetta eru það stórar upphæðir að okkar litla bankakerfi ræður ekki við þetta. Ég er ekki í nokkrum vafa um aö þetta er mun betra tilboð en Ma- rokkótogararnir," sagði Júlíus Sól- nes, stjórnarformaður Stálvíkur, en fyrirtækið hefur undirritað samning við útgerðarfyrirtæki í Dubai um smíði 14 togara fyrir fyrirtækið, hvers að verðmæti 300 milljónir. Sagði Júlíus að það væri miðað við teikningar að skuttogurum sömu tegundar og Hólmadrangur. „Það þarf að gefa ábyrgð fyrir mót- töku á fyrirframgreiðslunni. Kaup- andi borgar 20% af samningsupp- hæðinni við undirritun samnings gegn ábyrgð á móti. Það eru nær 800 milljónir." Það er sú upphæð sem farið hefur verið fram á að ríkissjóð- ur gangi í ábyrgð fyrir. Hefur hug- myndin þar um þegar verið kynnt á ríkisstjórnarfundi af iðnaðarráð- herra. Júhus sagði að þetta mál væri allt annars eðlis en smíði Marokkótogar- anna því að þar hefði verið óskað eftir fjármögnun hér á íslandi. í Dubai eru hins vegar til staðar mjög ijársterkir aðilar. Hugmyndin er að togararnir verði smíðaðir í Egyptalandi undir umsjón Stálvíkur. -SMJ Linda Pétursdóttir, ungfrú heim- ur, mun kynna íslenskar fram- leiðsluvörur og ferðaþjónustu víða um heim á þessu ári. Samningur um kynningarstarf Lindu'var undirritaður á milli eig- enda Miss World keppninnar annars vegar og Ferðamálaráðs íslands, Flugleiða og Útflutningsráðs hins vegar. Linda mun á árinu ferðast víða um heim og eitt að aðalverkefnum henn- ar veröur samkvæmt samningnum kynning á íslandi sem ferðamanna- landi, í þeim tilgangi að vekja at- hygli á landi, þjóð og framleiðslu. pv Verðfall á minka- og refaskinnum: Líkur á miklum sam- drætti í loðdýrarækt „Það lítur út fyrir verulegan samdrátt í loðdýraræktinni og menn virðast hafa lítinn áhuga á að fara út í þá grein. Enda er t.d. rekstrargrundvöllur refaræktar við óbreyttar aðstæður ekki hvetj- andi til þess að menn haldi þeim búskap áfram eða hefji hann," sagði Sveinbjörn Eyjólfsson í land- búnaðarráðuneytinu er DV ræddi við hann. Talsvert verðfall hefur orðið á minka- og refaskinnum að undan- förnu. Á uppboði í Kaupmanna- höfn á dögunum lækkuðu minka- skinn um allt að 24% í verði. Refa- skinn hafa lækkað um 25% milli ára. Sveinbjörn sagði að á síðasta ári hefðu verið veitt 7-9 ieyfi fyrir minkabúskap hér á landi. Árið áð- ur heföu þau verið 60-70. „En nú veit ég ekki um neina sem ætla sér í þennan búskap," sagði hann. „Að vísu munu einhverjir ætla að söðla um úr ref yfir í mink en þeir munu ekki vera margir.“ Sveinbjörn sagði að ekki væri fyrirhugað að hið opinbera hlypi undir bagga með loðdýrabændum vegna verðfallsins. Stutt hefði ver- ið að uppbyggingu í minkaræktinni og menn styrktir til uppbyggingar húsnæðis fyrir búskapinn þegar þeir hófu hann. „Minkabændur hafa fengið styrk til búháttabreyt- inga úr Framleiðnisjóði og einnig kemur þeim til góða sú endur- skipulaging sem fariö hefur fram í fóðurstöðvunum," sagði Svein- björn. „Þá var ákveðið að greiða bændum í loðdýrarækt upphæð sem ákvörðuð var í tengslum við söluskatt sem greiddur hefur verið af rekstrargjöldum áranna 1986 og 1987. En frekari aðgerðir af hálfu hins opinbera hafa ekki verið á dagskránni." -JSS < - ——^ - -T— , C - y*TF*»-«-• :. . -o WP *■. * -9- \ S> \ : ' • • • . ■ , v- %. j.a ■ ' jr*•••.•? c \ ,;vV; -V Ja, hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Láttu ekki þrefalt happ úr hendi sleppa! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.