Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 28
44 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Andlát Þorgeir Jónsson bóndi, Gufunesi, lést 5. janúar á Sólvangi, Hafnarfirði. Pálmi Frímannsson heilsugæslu- læknir, Stykkishólmi, lést í Land- spítalanum fimmtudaginn 5. janúar. Ragnheiður Magnúsdóttir frá Sönd- Um, Akranesi, Laugavegi 98, Reykja- vík, lést aðfaranótt 5. janúar á Borg- arspítalanum. Alda Kristín Jóhannsdóttir, Sólvalla- götu 16, Keflavík, lést í Landspítalan- um miðvikudaginn 4. janúar. Jón Árnason, Sunnubraut 3, Grinda- vík, andaðist þann 5. janúar. Jarðarfarir Matthías Oddsson, Móhúsum, Garði, andaðist í Landspítalanum 30. des- ember sl. Hann verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14. Steingrímur Guðjónsson, Kroppi, Eyjafirði, verður jarðsunginn að Möðruvöllum í Hörgárdal laugar- daginn 7. janúar kl. 14. Aðalsteinn Sigurðsson, Austurbrún 2, andaðist í Landakotsspítala 2. jan- úar. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Sesselja Jónsdóttir frá Hnífsdal verð- ur jarðsungin frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 7. janúar kl. 14. Útför Karólínu Pálsdóttur, Borgar- holtsbraut 45, fer fram frá Prest- bakkakirkju á Síðu laugardaginn 7. janúar kl. 13.30. Ósk Hallgrímsdóttir verður jarð- sungin frá Bíldudalskirkju laugar- daginn 7. janúar kl. 14. Pálína Ágústa Arinbjarnardóttir lést 28. desember. Hún fæddist 2. júh 1928 í Reykjavík, dóttir hjónanna Arin- bjarnar Þorkelssonar og Ágústu Guöríðar Ágústsdóttur. Pálína lauk námi frá Verslunarskóla íslands árið 1947. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Friðrik Ingvarsson og eignuöust þau þrjú börn. Þau slitu samvistum. Seinni maður Pálínu var Þorsteinn Friðriksson en hann lést árið 1977. Þau eignuðust einn son. Útför Pálínu verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Solveig B. Jónsson lést 30. desember. Hún fæddist í Vinstra í Guöbrands- dalnum í Noregi 26. maí 1936 og eru eftirlifandi foreldrar hennar Redvald og Gina Budsberg. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Einar Jóhann Jónsson. Þau eignuðust tvö börn saman. Sólveig átti eina dóttur fyrir sem Einar gekk í föðurstað. Útför Solveigar verður gerð frá Lágafells- kirkju í dag kl. 13.30. Bryndís Elín Einarsdóttir lést af slys- förum í Bandaríkjunum 26. desem- ber sl. Hún fæddist 1. desember 1971 í Lúxemborg, dóttir hjónanna Einars Ólafssonar og Ingibjargar Jónsdótt- ur. Bryndís fluttist til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni 11 ára gömul og bjó þar síðan. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 8. janúar nk. í félagsheimilinu eftir messu sem hefst kl. 14. Allir velkomnir. Jóladagatalahappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykjavík afhenti nýlega vinning í jóladagatala- happdrætti klúbbsins, nýjasta videotæk- ið frá Hitachi, til mæðgina, frú Svan- hildar Sveinbjörnsdóttur og Sveinbjörns Hjálmssonar. 14. janúar nk.> veröur Kiw- anisklúbburinn Hekla 25 ára og um leið Kiwanishreyfmgin á íslandi. Verður þess minnst meö ýmsum hætti sem síðar verð- ur skýrt frá. Hin árlega flugeldasýning klúbbsins fyrir vistfólk Hrafnistu, Reykjavík, verður í kvöld (á þrettándan- um) kl. 21. Sýningin veröur í umsjá björg- unarsveita Slysavarnafélags íslands viö aðalinngang Hrafnistu. Námskeið Borgaraleg ferming 1989 Miðvikudaginn 18. janúar 1989 hefst námskeiö til undirbúnings borgaralegri fermingu. Alls verður það í ellefu skipti og eru umræðuefnin sem hér segir: 1. Siðfræði, 2. Samskipti foreldra og ungl- inga, 3. Unglingar fyrr og nú og til hvers borgaraleg ferming, 4. Að vera saman, 5. Vímuefni, 6. Réttur unglinga í þjóð- félaginu, 7. Jafnrétti, 8. Umhverfismál, 9. Stríð og friður, 10. Mannréttindi, 11. Eftmmáli: Að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ferming er áætluð á sumar- daginn fyrsta. Fermingargjald er kr. 5.000. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku hringi í sima 73734 fyrir 7. janúar. Námskeið fyrir reykingafólk „Öndum léttar" er námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þetta er kvöldnám- skeið, 8 kvöld alls, u.þ.b. 2 stundir í senn. Það hefst miðvikudaginn 11. janúar nk. kl. 20 í Háskóla íslands, Lögbergi, stofu 101. Einvalalið lækna, allir sérfræðingar, leiðbeina og fræöa. Stjórnandi og aðal- leiðbeinandi verður Jón Hjörleifur Jóns- son. Þátttaka tilkynnist í síma 91-13899 á skrifstofutíma og 91-36655 eftir kl. 18. Fundir Kvenfélag Laugarness Sameiginlegur jólafundur kvenfélaga í Langholts- og Laugamessóknum og safn- aöarfélagsins Áss verður haldinn að Holyday Inn v/Sigtún þriðjudaginn 10. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Erindi, upplest- ur, glens og gaman. Félagskonur taki eig- inmennina með. Þátttaka tilkynnist til Margrétar, s. 32558, Jónínu, s. 32902 eða Guðnýjar, s. 35434. Hádegisverðarfundur presta verður mánudaginn 9. janúar nk. í safn- aðarheimili Bústaðakirkju. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund í safnaðarheimili Bústaða- kirkju mánudagskvöld 9. jan. kl. 20.30. Bræðrafélag Bústaðasóknar heldur fund í fundarherbergi Bústaða- kirkju mánudagskvöld 9. jan. kl. 20.30. Ragnar Guðmundsson segir frá ferðum sínum um framandi lönd og heimsóknum í kirkjur þar á sl. ári. Fréttir Steingrímur Hermannsson: Neikvæðir vextfr ekki óeðlilegir „Ég mun beita mér fyrir því í ríkis- stjórninni að vextir verði lækkaðir töluvert umfram það sem er nú,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra á blaðafundi í gær. „Það langmikilvægasta á næstu dögum og vikum er að ná tökum á fiármagnskostnaðinum. Ég tel að það eigi að lækka vexti töluvert mikið enn. Ég get tekið undir það sem sum- ir fulltrúar atvinnurekenda segja að í raun og veru væri ekki óeðlilegt að vextir yrðu neikvæðir í einhvern skamman tíma meðan við værum að fara í gegnum þennan vanda. En ég vil taka þaö skýrt fram að ég tel ekki aö vextir á sparifé eigi að vera nei- kvæðir til lengri tíma litið, til dæmis eins árs. En við getum ekki haldið hér uppi 4 til 5 prósent raunvöxtum á sparifé. Það gerir ekki nokkur þjóð,“ sagði Steingrímur. -gse Mánaðarfrí hjá Alþingi Þegar fiárlög hafa verið sam- þykkt verður mánaðarhlé á þing- haldi og er gert ráð fyrir að þing komi saman aftur 6. febrúar en ekki 23. janúar eins og starfsáætl- un Alþingis gerði ráð fyrir. Rætt hafði verið um að þing kæmi saman um mánaðamót en það gat ekki orðið vegna undir- búnings fyrir Norðurlandaráðs- þing sem hefst 27. febrúar en þrír ráðherrar og allir Norðurlandar- áösþingmenn verða þar. Vikuhlé verður síðan vegna þingsins sjálfs. Samkomulag varð viö stjórnar- andstöðuna um þetta fyrirkomu- lag gegn því að ekki yrði beitt bráðabirgðalögum á þessum tíma. -SMJ Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra býr sig undir blaðamanna- fundinn í gær. DV-mynd GVA Ríkisábyrgð bundin við íslenska smíði - segir forsætisráðherra „Það verður að sjálfsögðu aldrei veitt ríkisábyrgð fyrir skipum sem smíðuð eru erlendis. Ef ríkisábyrgð á að koma til þá verður framkvæmd- in að vera hér heima að miklu leyti en mér skilst að fimm togara af níu eigi að smíða hér,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um samning Stálvíkur á sniíði 14 togara fyrir Dubai. Steingrímur sagði að þetta virtist vera mun skynsamlegra mál en smíði Marokkótogaranna. Þetta til- boð væri mun álitlegra og tryggara. Þarna væri beðið um ákveðna ríkis- ábyrgð sem fiármála- og iðnaðarráð- herra þyrftu að meta hvort væri skynsamleg. -SMJ Fjárlög hækka um 75 millj- ónir vegna Þjóðleikhúss Gert er ráð fyrir að hefia mjög viðamikla endurbyggingu á Þjóðleik- húsinu í sumar og þar eð ekki var gert ráð fyrir því í fiárlögum kom fram 75 milljón króna hækkun vegna þess við þriðju umræðu í gær. Er ætlunin að taka lán fyrir þessu. Á endurbyggingin að hefiast strax og leikárinu lýkur en búist er viö að hún verði mjög kostnaðarsöm í heild sinni. Hafa 500 milljónir verið nefnd- ar í því sambandi. Þá er ógetið að Þjóðleikhúsið hefur stofnað til mikillar launaskuldar við ríkissjóð og sagði Sighvatur Björg- vinsson, formaður fiárveitinga- nefndar, að ekki væri fyrirsjáanlegt að tækist að greiða þessa skuld. Sagði hann að ekki væri heldur fyririrsjá- anlegt að þessari skuldasöfnun lyki nema meö umtalsverðum breyting- um og endurskipulagningu á rekstri hússins. Leggur fiárveitinganefnd til að rekstur hússins veröi skoðaður á meðan starfsemi liggur þar niðri vegnaviðgerða. -SMJ Ríkissjóður: 2 milljarðar í vexti til Seðlabanka Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs borgaði ríkissjóður Seðlabankanum rúma 2 milljaröa í vexti. Það er um 1,3 milljörðum meira en árið áður. Yfirdráttur ríkissjóðs á viðskipta- reikningi hjá Seðlabankanum var í lok nóvember rúmlega 10 milljarðar. Á fyrstu ellefu mánuöum ársins var ekki tekinn nema um 1,4 milljaröar að láni innanlands og erlendis til þess að mæta um 6,5 milljarða halla. Langstærstur hluti hallans var fiár- magnaður með yfirdrætti. -gse 'Kaupmátturinn: Rýmar um 11 prósent Samkvæmt endurskoðaðri þjóð- hagsspá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að kaupmáttur dragist sam- an um tæp 7 prósent á þessu ári. Það er ívið meiri samdráttur en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Stofnunin telur nú að kaupmáttur hafi minnkaö um 4,4 prósent á síð- asta ári en í þjóöhagsáætlun var kaupmáttarrýrnun ekki talin nema um 1,2 prósent. Samkvæmt þessu gerir Þjóðhags- stofnun ráð fyrir um 11 prósent kaupmáttarrýrnun. á árunum 1988 og 1989. -gse 14 milljarða viðskiptahalli Þjóðhagsstofnun spáir nú 14 millj- arða viðskiptahalla á þessu ári í stað 12.5 milljarða eins og gert var fyrir tveimur mánuðum. Eins og fyrr er gert ráð fyrir um 11.5 milljarða halla á síðasta ári. Hallinn á árunum 1987,1988 og 1989 stefnir því aö verða um 38 milljarðar á meðalverðlagi yfirstandandi árs. Það jafngildir því að erlendar skuldir hvers íslendings hafi vaxið um 150 þúsund krónur vegna halla á við- skiptum við útlönd á þessum árum. -gse Enn meiri í endurskoðaðri þjóðhagsspá Þjóð- hagsstofnunar er gert ráð fyrir meiri samdrætti í landsframleiðslu en spáð var í þjóðhagsáætlun. Samdráttur- inn á síðasta ári er nú áætlaður um 2.5 prósent í stað 1,5 prósent í þjóð- hagsáætlun. Gert er ráð fyrir um 2 prósent samdrætti á næsta ári í stað 1.5 prósent í þjóðhagsáætlun. Saman- lagt er því gert ráð fyrir samdrætti upp á 4,5 prósent á þessum tveimur árum. Ástæðan fyrir þessu er að bæði neysla og útílutningur dróst meira saman á síðasta ári en Þjóðhags- stofnun spáði. Hún spáir síðan áframhaldandi samdrætti á næsta ári. -gse Fiskeldið: Hröð afgreiðsla Ætlunin er að afgreiða lög um tryggingarsjóð fiskeldislána frá Al- þingi í dag og var málið á dagskrá neðri deildar fyrir hádegi. Með þessu frumvarpi er komið upp afurðalána- kerfi fiskeldisstöðva að upphæð 1800 milljónir. Málið kemur seint fyrir en það kom úr nefnd í gær. Þótti mönn- um óvíst hvort frumvarpiö yrði sam- þykkt og kvartaði stjórnarandstaðan yfir að málið yrði afgreitt nánast ó- rætt. Sagði forsætisráðherra að sam- komulag hefði tekist um að hraða afgreiðslu málsins enda væri búið að gera á þvi nokkrar breytingar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.