Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. 7 DV Fréttir xtvt úrskuröur í læknamálinu: - búið aö kæra úrskurðinn til Hæstaréttar Ásgeir Eiríksson, aöaifulltrúi bæjarfógetans í Grindavík, hefur fellt nýjan úrskurö í deilumáli Rik- isendurskoðunar og Kristmundar Ásmundssonar, heilsugæslulækn- is í Grindavík. Samkvæmt úr- skurðinum er Ríkisendurskoðun heimill aðgangur að sjúkraskrám Heilsugæslu Suðumesja í Grinda- vík. Úrskurðarorðið hljóðar svo: „Krístmundi Ásmundssyni er skylt aö veita starfsmönnum og trúnaðarlækni Ríkisendurskoðun- ar aðgang, í þágu starfa sinna, að sjúkraskýrslum þeirra sjúklinga sem leituöu til Heilsugæslustöðvar Suðurnesja, Grindavík, í mánuð- unum mars, apríl og mai 1988. Meö þeim hætti að trúnaðarlæknir Rík- isendurskoðunar fai einn færi á að kynna sér efni þeirra og geti þann- ig staðfest að þau læknisverk, sem greint er í gjaldskrárreikningum, í formi gjaldskrárnúmera, og annar starfsmaður Ríkisendurskoðunar les upp fyrir trúnaðarlækni, séu þar skráö.“ Þetta er í annað sinn sem Ásgeir Eiríksson fellir úrskurö í þessu sama máli. í fyrra tilfellinu hafnaöi Hæstiréttur kröfú Ríkisendurskoð- unar þar sem mat dómsins var aö úrskuröurinn næði yfir meira en Ríkisendurskoðun hefði krafist. Kristmundur Ásmundsson kæröi úrskurðinn þegar til Hæstaréttar. -sme niKisendurskoðun heimill aðgangur Ingimar Skjóldal varðstjóri með símann sem lögreglumenn á B-vaktinni keyptu og gjafabrétið góða. DV-mynd gk Fengu ekki að endumýja síma hjá varðstjóranum: Lögreglumennirnir keyptu síma sjálf ir - létu fylgja með gjafabréf til fjármálaráðherra Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglumenn á Akureyri voru fyrir jólin orðnir langeygir eftir því að fjárveiting fengist til símakaupa fyrir varöstjóra lögreglunnar og leystu málið með því að kaupa sím- ann sjálfir! Síminn á skrifstofu varðstjóranna var orðinn „ansi lúinn“ eins og einn varðstjóranna orðaði það í samtali við DV. Þrátt fyrir óskir um fjárveit- ingu til aö kaupa nýjan síma fékkst ætti að valda litlum erfiðleikum. þaö ekki í gegn. Því var það að ein vakt lögreglumanna tók sig til og keypti síma sem afhentur var fyrir jólin og fylgdi honum gjafabréf til Ólafs Ragnars Grímssonar íjármálaráð- herra. í gjafabréfinu sagði m.a.: „Mörg undanfarin jól hefur sá siður tíðkast hjá lögreglunni á Akureyri að starfs- menn vakta hafa gefið bók í bókasafn lögreglunnar a aðfangadag. Að þessu sinni hefur B-vaktin séð ástæðu til að breyta út af þessari annars ágætu reglu og eru til þess eftirtaldar ástæður: Nú um alllangt skeið hafa varð- stjórar hér í lögreglunni verið að nuða í yfirmönnum sínum að kaupa nýjan síma á skrifstofu þeirra, enda sá gamh orðinn lúinn af langriþjón- ustu og af þeirri gerð sem nú er álíka sjaldgæf á skrifstofum ríkisstofnana og sjálfstæðismenn í ábyrgðarstörf- um hjá KEA. Þrátt fyrir góöan vilja hefur yfirvöldum ekki tekist aö aura saman fyrir tæki þessu, enda að sögn vitra manna kreppa í landinu og fast lagt að stjórnvöldum að gæta aðhalds í peningamálum. Vegna þessa hefur það oröið aö ráði að fyrrnefnd vakt hefur ákveðið að gefa nýja síma í téða skrifstofu, þó okkur sé ljóst að það verður á kostnað hins andlega fóðurs...“ Gjaldþrot frystihússlns Búrfells á Rifi: Landsbankinn tap- ar tugum milljóna - kröfur bankans 1 þrotabúið nema 97 milljónmn Frystihúsið Búrfell á Rifi er nú til gjaldþrotameðferðar hjá sýslumanni Snæfellsnessýslu. Lýstar kröfur í þrotabúið nema 132 milljónum króna. Af þeim á Landsbankinn 97 milljónir. Bankinn keypti sjálft frystihúsið á nauðungaruppboði fyr- ir 24 milljónir króna en samkvæmt upplýsingum Stefáns Péturssonar, lögfræðings Landsbankans, er brunabótamat frystihússins á milli 90 og 100 milljónir króna. Stefán sagði ljóst að Landsbankinn myndi verða fyrir tjóni af þessu gjaldþroti. Hann sagði hins vegar of snemmt að segja til um hve mikið það yrði. Hann sagði að erfitt yrði að selja frystihúsið aftur, jafnvel þótt það væri tahð mjög gott sem slíkt. Eftir er að bjóða upp aðrar eignir Búrfells og eignir sem veðsettar voru fyrir skuldum og sagði Stefán að það væri ekki fyrr en því væri lokið sem hægt yrði að segja til um hve mikilh upphæð Landsbankinn tapaði. -S.dór Sjúkrasamlög: Stjórnun og fjárhagsleg ábyrgð f ara ekki saman Stjórnun og fjárhagsleg ábyrgð sjúkrasamlaga fara ekki saman, seg- ir' í skýrslu ríkisendurskoðunar. Út- gjöld sjúkrasamlaga'1987 voru um 3.800 milljónir króna. Ríkissjóður greiðir um 71,3% og sveitafélögin um Á árinu voru rekin 40 sjúkrasam- lög og eru flest smáar rekstrareining- ar og valda mörg ekki hlutverkum sínum. Bókhaldsþekkingu og lögum um almannatryggingar er víða ábótavant. 28,7%. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.