Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Utlönd Efnavopn kjarnorku- sprengja fátæka mannsins Frakkar vona nú aö árás Banda- ríkjamanna á líbýsku herþoturnar stofni ekki í hættu ráðstefnu fjölda utanríkisráðherra um efnavopn í París um helgina. Helsta ástæðan fyrir ráðstefnuhaldinu er talin vera eyðileggingin sem varð af notkun efnavopna í Persaflóastríðinu. Rannsóknarmenn á vegum Sam- einuöu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að írakar hefðu beitt efnavopnum. Sannanir fyrir efna- vopnanotkun írana þóttu ekki al- veg nógu pottþéttar. Þó svo að sérfræðinga greini á um hvort notkun eiturgass hafi raunverulega skipt sköpum í stríð- inu milli íraks og írans, sem stóð í átta ár, viðurkenna þeir að það sé almennt álit manna að staða ír- aka hafi batnað með því að nota það. Auðveld í framleiðslu Sinnepsgas og taugagas hefur ekki að ástæðulausu verið kallað kjarnorkusprengja fátæka manns- ins. Ekki þarf mikla sérfræöiþekk- ingu viö gerð efnavopna og auðvelt er að verða sér úti um hráefni. Oft er hægt að búa efnavopnin til úr venjulegum efnum eins og illgres- iseyði. Aðaluppistöðuefnið í sinn- epsgasi er efni sem notað er í kúlu- penna og fleira. Sinnepsgas er framleitt með því aö bæta saltsýru við slíkt efni. Dagblaðið The Wall Street Journal greindi frá því í september síðasthðnum að árið 1983 heföu írakar fengið fimm hundruð tonn af fyrrnefndu efni frá belgískri deild bandariskrar efnagerðar. Útilokaði ekki árás Síðan upp komst fyrir fjórum árum um notkun efnavopna í Persaílóastríðinu hafa sumar iðn- aðarþjóðir haft eftirlit með útilutn- ingi á efnum sem hægt er nota til gerðar efnavopna. í Vestur-Þýska- landi fer nú fram rannsókn á nokkrum fyrirtækjum sem grunuð eru um að hafa séð írak fyrir efnum til eiturgassgerðar. Það var einnig vestur-þýskt fyrir- tæki sem Bandaríkjamenn sökuðu um að hafa aðstoðað við byggingu efnavopnaverksmiöju í Líbýu. Fyr- irtækið vísar ásökununum á bug og Gaddafi Líbýuleiðtogi segir að í umræddri verksmiðju fari fram lyfjagerð. í síðustu viku útilokaði Reagan Bandaríkjaforseti ekki áætlun um að sprengja verksmiðjuna í Líbýu. Á nýársdag sagði Robert Dole öld- ungadeildarþingmaður aö hann myndi styðja Reagan Bandaríkja- forseta ef hann vildi láta gera sprengjuárás á Líbýu. Árásina á líbýsku herþoturnar á miðviku- daginn segja Bandaríkjamenn ekki vera í neinum tengslum við meinta efnavopnaframleiðslu Líbýu- manna. Bannið ekki virt Eiturgas reyndist hættulegt vopn í fyrri heimsstyrjöldinni. Þjóðverj- ar beittu því gegn bandamönnum sem fljótlega hefndu sín með sams konar árásum. í styrjaldarlok höfðu hundrað þúsund manns látið lífið aif völdum eiturgass og ein milljón skaddast. Árið 1925 var gerð samþykkt í Genf um bann við notkun efna- vopna í stríði. Það var þó ekki bannað að framleiða efnavopn né hafa þau undir höndum. Hundrað og tíu aöilar stóðu að samþykktinni og á ráðstefnunni í París mun ætl- unin vera að staðfesta að enn sé fullur vilji til að virða bannið. ítalir virtu það að vettugi þegar þeir notuðu eiturgas í Abessiníu árið 1935. Japanir notuðu eiturgas gegn Kínverjum á árunum 1937 til 1942 og Egyptar gegn skæruliðum í Norður-Jemen á sjöunda áratugn- um. Þjóðverjar höföu undir hönd- um eiturgas í seinni heimsstyijöld- inni en Hitler notaði það aldrei af ótta við hefndaraðgerðir. Undan- farin ár hafa fullyrðingar um notk- un efnavopna í hinum og þessum stríðum veriö fjölmargar en erfitt hefur verið að sanna nokkuð. Eins og er viðurkenna aðeins Bandaríkin og Sovétríkin Opin- berlega að þau hafi efnavopn. Diplómatar segja að augljóst sé að Frakkland og Irak hafi þau einnig. Vestrænir embættismenn neita að greina hvar slík vopn sé að finna en segja þó að um fimmtán til tutt- ugu þjóðir hafi yfir þeim að ráða. Reuter íranskir byltingarverðir ásamt ungum dreng við leifar af íraskri sprengju sem þeir fullyrða að hafi innihaldið efnavopn. Símamynd Reuter Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum (eignum) fer fram á skrifstofu embættisins Aðalstræti 92, Patreksfirði. Fífústöðum, Bíldudalshreppi, þingl. eign Ama Jóhannessonar, föstudag- inn 13. janúar kl. 9.00. Uppboðsbeið- endur eru Tómas Heiðar lögfr., Skúli Bjamason hdl. og Jón G. Briem hdl. Skipinu Þiym BA-7, þingl. eign Hrað- frystihúss Patreksþarðar hf., föstu- daginn 13. janúar 1989 kl. 9.30. Upp- boðsbeiðendur em Sigurmar K. Al- bertsson hrl., Skúli Th. Fjeldsteð hdl. og Guðni Á. Haraldsson hdl. Iðnaðarhúsi v/Strandveg, Tálknafirði, þingl. eign Sigmundar Hávarðarson- ar, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 18.00. Uppboðsbeiðandi' er Iðnlána- sjóður. Skipinu Sigurey BA-25, þingl. eign Hraðfiystihúss Patreksfjarðar hf., föstudaginn 13. janúar 1989 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Garðar Garð- arsson hrL, Skúh Th. Fjeldsteð hdl., Guðni Á. Haraldsson hdl. og Gunnar Sæmundsson hrl. Túngötu 35, Tálknafirði, þingl. eign Viðars Stefánssonar og Svandísar Leósdóttur, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur em Sveinn Skúlason hdl., Ammundur Backman hrl., Guðmundur Jónsson hrl., Brunabótafélag íslands, Lands- banki íslands og Veðdeild Lands- banka íslands. Verkstæðishúsi í landi Þinghóls, Tálknafirði, þingl. eign Gunnars Eg- ilssonar, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 18.30. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Aðalstræti 105, Patreksfirði, þingl. eign Ólafs Gunnarssonar, fimmtudag- inn 12. janúar 1989 kl. 14.00. Uppboðs- beiðendur em Guðríður Guðmunds- dóttir hdl., Gunnar Sæmundsson hrl., Ævar Guðmundsson hdl., Rafmagn- sveita Reykjavíkur og Veðdeild Landsbanka Islands. Sigtúni 45,1. hæð, Patreksfirði, þingl. eign Patrekshrepps, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 15.00. Uppboðsbeið- andi er Veðdeild Landsbanka íslands. Sigtúni 49,1. hæð, Patreksfírði, þingl. eign Skúla Bergs og Önnu Guð- mundsdóttur, fimmtudaginn 12/ jan- úar 1989 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Byggingasjóður ríkisins. Sigtúni 63, Patreksfirði, þingl. eign Haralds Ólafssonar, fimmtudaginn 12. janúar 1989, kl. 16.00. Uppboðsbeið- andi er Byggingasjóður verkamanna. Strandgötu lla, Patreksfirði, þingl. eign Haralds Ólafssonar, fimmtudag- inn 12. janúar 1989 kl. 16.30. Uppboðs- beiðandi er Ammundur Backman hrl. Áhaldahúsi v/Mýrartorg, Patreks- firði, þingl. eign Patrekshrepps, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Jóhannes A. Sævarsson lögfr. Tjamarbraut 10, Bíldudal, þingl. eign Bíldudalshrepps, miðvikudaginn 11. janúar 1989 kl. 17.30. Uppboðsbeið- andi er Veðdeild Landsbanka Islands. Tjamarbraut 11, Bíldudal, þingl. eign Bíldudalshrepps, miðvikudaginn 11. janúar 1989 kl. 18.00. Uppboðsbeið- andi er Veðdeild Landsbanka íslands. Hellisbraut 57, a-b, Reykhólum, þingl. eign Dvalarheimilis aldraðra, fimmtu- daginn 12. janúar 1989 kl. 9.00. Upp- boðsbeiðendur eru Veðdeild Lands- banka íslands og Bmnabótafélag ís- lands. Lyngholti 7, Barðaströnd, þingl. eign Áma Svavarssonar, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 10.00. Uppboðsbeið- andi er Byggingasjóður verkamanna. Aðalstræti 15, Patr^ksfirði, þingl. eign Helga R. Auðunssonar, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 11.00. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka ís- lands. Aðalstræti 31, norðurenda, rishæð, Patreksfirði, þingl. eign Hraðfiysti- húss Patreksfiarðar, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 11.30. Uppboðsbeið- andi er Eyi-asparisjóður. Aðalstræti 31, miðhæð, Patreksfirði, þingl. eign Hraðfrystiþúss Patreks- fjarðar, fimmtudaginn 12. janúar 1989 kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landshanka Islands og Bruna- bótafélag íslands. Stekkum 19, Patreksfirði, þingl. eign Öivinds Solbakk, miðvikudaginn 11. janúar 1989 kl. 14.00. Uppboðsbeið- endur em Landsbanki íslands, Skúli J. Pálmason hrl., Verslunarbanki ís- lands hf. og Eyrasparisjóður. Bölum 4, Patreksfirði, þingl. eign Guðmundar Ólafssonar, miðvikudag- inn 11. janúai-1989 kl. 14.00. Uppboðs- beiðandi er Páll Skúlason hdl. Hjöllum 10, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Gísla Viktorssonar, mið- vikudaginn 11. janúar 1989 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Eyrasparisjóður. Hjöllum 10, neðri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Gísla Viktorssonar, mið- vikudaginn 11. janúar 1989 kl. 14. Uppboðsbeiðandi er Eyrasparisjóður. Dalbraut 18, Bíldudal, þingl. eign Ingi- bjargar Friðriksdóttur og Smára Jpnssonar, miðvikudaginn 11. janúar 1989, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em Brunabótafélag Islands og Kristinn Hallgrímssonar lögfr. Dalbraut 34, neðri hæð, Bíldudal, þingl. eign Magnúsar Inga Björgvins- sonar, miðvikudaginn 11. janúar 1989 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Dalbraut 34, efri hæð, Bíldudal, þingl. eign Kristjáns H. Kristinssonar, mið- vikudaginn 11. janúar 1989 kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. Sýslumaður Barðastrandarsýslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.