Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. Merming Ný íslensk tónlist á geisladiskum Gefnir voru út í desember þrír at- hyglisveröir geisladiskar sem ýmist höföu að geyma verk ís- lenskra nútímatónskálda, flutning íslenskra tónhstarmanna eöa hvort tveggja í senn. Kristján Jóhannsson syngur meö ríkishljómsveit Ungverjalands undir stjórn Maurizio Barbacini sem hefur áður starfað með Kristj- áni. Efnisvaliö á diskinum er bund- iö viö þaö sem Kristján er frægast- ur fyrir, nefnilega aríur úr ítölsk- um óperum seinni hluta síöustu aldar. Aö vísu voru nokkrar þeirra samdar eftir síðustu aldamót. Þrátt fyrir þaö tilheyra þær allar sömu síðrómantísku stefnunni. Diskur Kristjáns er skemmtilegt sambland þekktra og lítt þekktra aría. Aríur Verdis, Leoncavallos og Puccinis eru flestar vel þekktar. A hinn bóginn er ekki hægt aö segja það sama um aríur Ponchiellis, Giordanos og Cileas. Söngur Kristjáns er eins og viö þekkjum öll af fyrri reynslu; tóninn er víðast hvar hreinn, opinn og tær. Þaö liggur þó viö að hér fáum Geisladiskar Douglas A. Brotchie við hreinlega of mikiö af því góöa. Þessar þrettán aríur eru oftast nær meöal hápunkta upprunalegu óp- eranna og hugsaöar af hálfu tón- skáldanna sem hápunktar klukku- tíma tónverks meö rólegri köflum inni á milli. Þennan afslöppunar- tíma vantar á diska eins og þessa sem leiöir til tilþreytingarleysis og á endanum þreytu. Þvi veröa síö- Kristján Jóhannsson. ustu mínútur úr „Otello" eftir Verdi, „Niun mi tema“ vel þegin tilbreyting (þó aö alrangt vær hugsa um þessa tónhst sem aJU slöppunarefni!). Óbrigðul gæði Fræga arían úr Aidu, „Celeste Aida“, er meöal þeirra sem ná sér- staklega til hlustandans, en ekki er fullvíst hvort síðasti tóninn í aríunni getur tahst pianissimo morendo, eins og tónskáldið bað um. Upptakan og undirleikur hljóm- sveitarinnar eru að öllu leyti mjög góð. í heild er diskurinn ánægju- legur. Islensk tónverkamiðstöö gefur út disk meö upptökum Hamrahlíðar- kórsins, undir stjórn fastastjórn- ands hans, Þorgerðar Ingólfsdótt- ur. Gæöi kórsins hafa oft komið fram á tónleikum og bregöast ekki hér. Verkin á diskinum eru eftir Jón Nordal, Jón Leifs, Þorkel Sigur- björnsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Efnis- skráin er óvenjulöng, 72 mínútur, samsett af 13 atriöum. Þar af leið- andi fáum við nokkuð góða mynd af tónsmiðum fyrir kór hér á landi á undanförnum árum. Requiem Jóns Leifs kemur mjög sterkt út nú, fjörtíu árum eftir aö það var samið. Verkiö er tignar- legt; kyrrðin, sem tónskáldiö kallar Áskell Másson. fram til að tjá sorg sína við andlát dóttur sinnar, er mjög áhrifamikil. Á diskinum er einnig aö finna falleg og vel þekkt verk eftir Þor- kel, Heyr himnasmiður, svo og fall- eg, nýleg, og væntanlega minna þekkt verk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, Kvöldvísur um sumarmái. Madrigaletto eftir Atla Heimi er sérkennilegt verk, skrifaö mjög í anda 16. aldar madrigalista. Erfitt er aö átta sig á hvað tónskáldið er aö fara í verkinu. Diskurinn er Þorgerði og kór hennar til sóma. Ásláttur Áskels Á vegum Gramms hf. hefur kom- iö út geisladiskur sem inniheldur verk eftir Áskel Másson. Þetta er safndiskur meö fimm verkum, sem öll eru skrifuö á fyrri helmingi þessa áratugar. Diskurinn er gagn- legur aö því leyti að hann gefur yfirlit yfir þróun Áskels á þessu tímabili. Eins og oft áöur hjá Áskeli eru verk fyrir ásláttarhljóöfæri nokkuð áberandi hér, sjá verk fyrir einleikstrommu, fyrir gítar og mar- imbu, svo og fyrir einleiks mar- imbu. í tveimur síöastnefndu verk- unum leikur Svíinn Roger Carls- son vel á marimbuna og ýmis önn- ur hljóðfæri; Josef Ku Cheung Fung spilar ásamt honum í Partitu frá 1984. Umfangsmesta verkið á diskin- um er konsert fyrir klarínettu og hljómsveit sem Einar Jóhannesson flytur ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Verkiö er áheyrilegt og líkist e.t.v. fantasíu um einn tón. Hér er nútímatréblásturstækni notuð í einleikshlutverki og er þaö gert á óvenjusannfærandi hátt og . fellur mjög vel að verkinu. Eins og svo oft áöur hefðu fiðlur hljóm- sveitarinnar mátt vera íleiri því tónn þeirra er stundum þunnur. Þrátt fyrir það þregöur fyrir falleg- um fléttum klarínettu og strengja. Maöur kemst ekki hjá því að spyrja sjálfan sig viö hlustun hvort síðasta hendingin hjá einleikaran- um sé ekki tilvísun í „Abime des oiseaux" eftir Messiaen sem einnig er skrifað fyrir einleiksklarínettu. Er þetta meðvitaður endurómur? Þessi diskur gefur hlustandanum kærkomiö tækifæri til að kynnast betur þessum verkum, svo og þró- unÁskelssemtónskálds. -dab ítalskar aríur - Kristján Jóhannsson - Iðunn Kveðið i bjargi - Hamrahlíðarkórinn & Þorgerður Ingólfsdóttir - ITM 6-01 Ýmis verk eftir Áskel Másson - Gramm GCD-101 Ferð án fyrirheits Þetta er fimmta skáldsaga Hafliöa. Hún gerist í Svíþjóö, á hæli fyrir þroskahefta unglinga. Varla er vik- iö frá þessum staö, sem er í næsta nágrenni Stokkhólms, skreppi söguhetjur frá hælinu, þá er ekki dvalist viö það, lítt sagt frá staö- háttum. Hins vegar er rammi sög- unnar annars staöar, hún hefst í rútunni á leið til Keflavíkurflug- vallar en það eru aðstæður sem margir lesendur bókarinnar munu geta sett sig inn í, brottfór frá hinu kunnuglega til hins óþekkta. Loks lýkur henni á annarlegum stað fyr- irheita. Draumur um konu Sögumaður er líka haldinn eftir- væntingu á leiðinni frá sínu ís- lenska umhverfi, nánar tiltekiö rómantískum draumum um „kvenmynd eilífðarinnar“. Mikill hluti hugsana hans er mæltur til þessarar konu, sem hann elskar innilega en hefur aldrei séö, og sér raunar aldrei andlit hennar fyrir sér í draumum sínum. En henni fylgir umfram allt friður og kyrr- látur unaður. Þessir draumórar blandast saman viö bemskuminn- ingar um þaö sem móðir hans sagði honum af sínu rómantíska til- hugalífi. En andstæðan er sambúð sem hann er að flýja, og er ekki beinlínis sagt hvers vegna, hitt hggur í augum uppi aö ekkert sam- band við mannveru gæti komið heim og saman við ofangreinda draumóra. Sagan snýst svo að verulegu leyti um aö hann finnur andlit hinnar útvöldu - um hríö. Þegar hún hafn- ar honum er hann furðufljótur að jafna sig, brátt er eins og hann hafi aldrei þekkt hana. Enda er Bókmermtir Örn Ólafsson mynd hennar alla tíð mjög ein- hliða, yfirborðsleg. Þessir draum- órar sögumanns um fullkomna upplausn í sambandi við aðra veru blandast mjög trúarlífi hans, hann er kaþólskur, og María mær renn- ur oft saman við draumadísina. Einkum er það þó í sögulok, þegar spádómur rætist í klausturrústum, söguhetjan finnur loksins hina einu sönnu á helgum stað. En eftir það sem á undan er gengið held ég aö lesendur hljóti að skilja þetta sem enn eina sjálfsblekkinguna er leiði örugglega til ófarnaðar. Hér komum við að því hvernig söguhetja horfir við lesendum. Svokallaðar afþreyingarbók- menntir eru jafnan meö söguhetju sem er einfölduð og „bætf ‘ mynd meöaljóns, venjuleg manneskja, en hrein og bein, á ekki til ótuktar- skap. Enn draumkenndari bækur hafa söguhetjur sem eru undurfríð- ar konur, óvenjugáfaðir menn, eða þá hálærðir eðlisfræðingar sem í þokkabót eru bráðmyndarlegir o.s.frv. En Hafliði gengur hér eins og oftar i hina áttina, söguhetjan er á flestan hátt venjuleg, en að vissu leyti fyrir neðan sjálfsmynd lesenda. Þetta birtist einkum i stílnum, söguhetja er mærðarleg, en auk þess býst ég við að lesendum verði yfirleitt ljósir ágallar hans, jafnvel að þeir fari í taugarnar á mörgum. En það er einmitt mikil- vægt atriði þessarar sögu að taka fyrir þennan algenga draum um „hina einu sönnu ást“ og gera les- endum ljóst í hvílíkar ógöngur hann leiðir. Ég held hins vegar að það hefði orðiö sterkara - og list- rænna - aö hafa þetta ekki svona augljóst, gera sálarlíf söguhetju margbrotnara, og umfram allt að sýna hvernig hann eyðileggur sam- bönd sín með þessum ýktu tilætl- unum. Það kemur óljóst fram í minningum hans um sambúðina á íslandi. En þessum aöfinnslum mínum mætti svara þvi, að sagan sé þá þeim mun aðgengilegri al- menningi. Hælið er heimur í hnotskurn enda lítið fariö út fyrir þaö eins og áður seg- ir. Þar fer í fyrsta lagi mikið fyrir ástamálum, og skiptir í tvö horn með það eins og annað á hælinu. Ástir gæslumanna einkennast af ófullnægju og eirðarleysi, þeir viröast almennt haldnir fyrrnefnd- um draumi -um fullkomnun. Þetta á við um karlana frekar en konurn- ar, einn þeirra virðist þó vaxa upp úr þessu. Vistmennirnir ganga hins vegar heilshugar upp í sinni ást. Hér birtast aörar meginandstæð- ur sögunnar. Gæslumenn eru margs konar tilbrigði við sögu- hetju, leita að tilgangi með lífi sínu eftir ýmsum leiðum, með því að annast aðra. Þeir eru oft áberandi ófullkomnir, upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja þessa lítil- magna sem þeim er trúað fyrir. Og eins og ÁB á Þjóöviljanum hefur bent á þá er framkoma söguhetju við vistmenn góður mælikvarði á líðan hans í ástarsambandinu. En vistmenn eru umfram allt persónu- gervingar ákveðinna eiginleika, það verður trúveröugt vegna þess einmitt aö þeir eru takmarkaðir, vanþroska. Hins vegar eru gæslu- menn stundum að velta því fyrir sér hvert sé eiginlega takmarkiö sem þeir vinni að, yrðu vistmenn á einhvem hátt betri sem meðal- borgarar en það sem þeir nú eru? Eftir hvaða mælikvarða? Gæslu- menn eru yfirleitt í einhvers konar „grænni" andstöðu við neysluþjóð- félagið, hví ættu þeir þá að aðlaga þessa sakleysingja því? Þetta er sérstaklega áleitin spurning um vistmanninn Sven, sem er eins og líkamningur þeirrar útbreiddu hugsjónar að vera „spontan“, veita tilfinningum sínum útrás. Annar vistmaður er ekkert nema meðal- mennskan í einu og öllu, ekki síst þrúgandi heimskulegum viðhorf- um. En hann öðlast reisn í sinni samkynhneigöu ást. Gegn henni ræðst söguhetjan af offorsi, og les- endur hljóta að hugsa til hans eigin ástamála, eru þau á einhvern hátt æðri eða betri? Hér hefur vonandi komið fram að þetta er á margan hátt merkileg saga, vekur spurningar um mikil- væg efni. Og síst skal henni láð að hún víkur því til lesenda að finna úrlausnir. Hafllði Vilhelmsson: Gleymdu aldrei að ég elska þig Hlöðugil 1988, 238 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.