Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1989, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989. 33 fþróttir Frétta- stúfar Samningur Nike við KKÍ Körftiknattleikssam- band Íslands hefur gert nýjan samning við Nike-umboðið, Austurbakka, sem er til tveggja ára. Umboöiö gefur alla búninga á karlalandsliðiö ásamt skóm og sjúkratösku og gefur samband- inu auk þess 50 minni-körfuholta sem dreift verður á meðal skóla- bama. Enn fremur mun Nike- uraboðið veita liði ársins í karla- og kvennaflokki vegleg verðlaun á lokahófi KKÍ en það era leik- menn félaga sem leika í Flug- leiöadeildinni og 1. deild kvenna sem kjósa þau liö. KKÍ semur við RÚV KKÍ hefur ennfremur gert samn- ing við Ríkisútvarpið um sýning- ar á landsleikjum í körfuknatt- leik. Felur hann í sér aö Ríkisút- varpið hefúr forgang að beinum útsendingum frá öllum lands- leikjum á vegum KKI keppnis- tímabiiið 1988-89. Griffith útnefnd Florence Grifftth Jo- yner, bandaríska hlaupadrottningin, var útnefnd „meistari meistaranna" á árinu 1988 af al- þjóölegri dómnefnd, skipaðri íþróttafréttamönnum. Franska íþróttadagblaöiö L’Equipe skýröi frá’þessu á mánudagmn. Griffith hlaut þrenn guliverðlaun á ólympíuleikunum í Seoul og bar í kjörinu sigurorð af austur- þýsku sundkonunni Kristinu Otto sem fékk sex guliverðlaun í Seoul: Tenniskonan Steffi Graf frá Vestur-Þýskalandi varð þriðja og er þetta í fyrsta skipti sem konur hreppa þrjú éfstu sætin í þessu kjöri. Aouita byrjar í mars Said Aouita, langhlauparinn frægi frá Marokkó, hefur vænt- anlega keppni á ný í lok þessa mánaöar. Hann hefur átt við meiösli aö striöa frá því á ólymp- íuleikunura i Seoul, þar náöi hann sér ekki á strik en Aouita er handhafi heimsmetanna í 1500 og 5000 metra hlaupum. Hann stefhir aö því að verða kominn í sitt gamla form þegar heimsleik- arnir fara fram i Búdapest í mars. Gascoigne ekki með? Hastta er á að Totten- ham veröi án hins snjalla Paul Gasco- igne er liöiö sækir 2. deildar liö Bradford heim í ensku bikarkeppninni 1 knattspymu á morgun. Gascoigne er meiddur á ökkla og óvíst aö hann geti leikið. Leikurinn verður sýndur beint í íslenska sjónvarpinu og eftir frammistöðu sína undanfarið má telja öruggt aö Guðni Bergsson veröi í byijunarliöi Tottenham. Sigurðurí bann Brottreksturimi í leiknum við Coventry á dögunum verður Sig- urði Jónssyni dýrkeyptur. Hann hefur veriö dæmdur í þriggja leikja bann meö Sheffield Wed- nesday í ensku knattspymunni fyrir vikiö og tekur banniö gildi þann 16. janúar. Hann verður því með í bikarleik hðsins á morgun og einnig gegn Liverpool í 1. deildinni 14. janúar. Hann veröur ekki með gegn Arsenal 21. janúar og Aston Villa 4. febrúar og ef Sheff. Wed. kemst áframí bikam- ura missir hann af leik Uðsins í 4. umferö 28. janúar, annars af deildaleik við Manchester United þann 11. febrúar. Þetta gæti þó breyst. Elvar gerði 15 - HK vann UMFA og Þór lagði UMFN Þór vann Njarövík 25-24 í 2. deild karla í handknattleik. Leikurinn fór fram á Akureyri í gærkvöldi. Heimamenn gerðu sigurmarkið á síöustu sekúndunni eftir aö Narövíkingar höföu haft ráöin lengst af. í Kópavogi vann HK Aftureldingu, 29-22. Atkvæöamestir í Uöi HK voru Elfar Oskarsson meö 15 mörk, en hann fór harrífórum frá upphafi til leiks- loka, og þeir Hilmar Sigurgíslason ogLPáll Björgvinsson sem skoruðu 4 mörk hvor. í liöi Mosfellinga var hins vegar Gunnar Guðjónsson iönastur við kolann og gerði 8 mörk. Tólf brottrekstrar voru í leiknum og læti mikil en HK-menn reyndust sterk- ari þegar upp var staðiö. -JÖG/GK Evrópuleiklr í kvennahandknattleik: Leikir Spartak Kiev og Fram á íslandi - báðir leikirnir í Hölliimi „Þaö má segja aö það sé alveg ör- uggt aö viö leikum báða leikina gegn Spartak Kiev hér á landi. Þaö á að- eins eftir aö semja um leikdagana," sagði Sigúröur Tómasson, formaður handknattleiksdeildar Fram, í sam- tali við DV í gær. Framstúlkurnar uröu sem kunn- ugt er fyrir því óláni aö dragast gegn sovéska liðinu Spartak Kiev i Evr- ópukeppni meistaraUöa í handknatt- leik sem af flestum er taUð eitt besta, ef ekki besta, félagsUð heims í dag. Það er þó huggun harmi gegn fyrir Framstúlkurnar, sem ekki era taldar eiga mikla möguleika gegn þessu sovéska liði, aö báðir leikirnir skuli fara fram hér á landi. Þess má geta að þjálfari Spartak Kiev er taUnn einhver sá skrautleg- asti í „bransanum". Fyrir nokkram árum var hann dæmdur í eins árs leikbann fyrir dólgslega framkomu en hann hefur aldrei áður komiö til íslands. Aösókn aö kvennahand- knattleik hefur ekki verið mikil hér á landi undanfarin ár en búast má við að handknattleiksunnendur láti komu þessa sterka Uös sig einhverju varða. Sovéska liöiö er talið eiga möguleika á sigri gegn mörgum karlalandsUðum og sýnir það vel styrkleika liðsins sem verið hefur í fremstu röö í heiminum um margra ára skeiö. -SK Vígsla hjá Gróttu - nýtt íþróttahús vlgt á Nesinu Fyrsti 1. deildar leikurinn í handknattleik í hinu nýja íþróttahúsi á Seltjarn- amesi fer fram á sunnudagskvöldiö og hefst kl. 20. Þar eigast við Grótta og ÍBV og er þama að sjálfsögöu um stóra stund aö ræða fyrir byggðarlagið. Húsið verður vígt kl. 14 um daginn en kl. 18 hefst dagskrá hjá handknatt- leiksdeild Gróttunnar. Leikurinn við ÍBV verður miðpunktur hennar en á undan verða leikir í yngri flokkum og síöan skemmtiatriði í hálfleik og fleira í þeim dúr. — Góðar rispur okkar manna gegn Hapoel - íslendingar lágu fyrir gestunum, 80-98 íslenska iandsliðið í körfuknattleik átti góðar rispur gegn ísra- elska félaginu Hapoel Galil, en þessir aöilar mættust í gærkvöldi í Laugardalshöll. ísraelsmennirnir, sem eru rækilega studdir af bandarískum sniU- ingum, unnu sigur, 80-98, en sóttu þó á brattann framan af fyrri hálfleik. íslensku piltarnir léku þá vel í vörn og sókn, sérstaklega skilaði Valur Ingimundarson þá sínu verki en hann hirti mörg fráköst og geröi aö auki hverja glæsikörfuna í kjölfar annarrar, þar af tvær þriggja stiga körfur. Undir lok fyrri hálfleiks sýndu gestimir loks sárafáum áhorfend- um hvers þeir eru megnugir og tóku þá forystu sem aldrei var látin af hendi. Bestir í liði þeirra voru Brad Leaf, sem var sérdeil- is áræöinn og hittinn, og Wayne Freeman sem var snöggur og tróð grimmt í hraðaupphlaupum. í íslenska liðinu léku þeir allir ágæt- lega, Valur Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason og Magnús Guð- finnsson. Þá átti Jóhannes Kristbjörnsson frábæran leikkafla. Geröi átta stig á örfáum mínútum. Stig íslands: Valur Ingimundarson 20, Jón Kr. Gíslason 19, Magn- ús Guðfmnsson 17, Matthías Matthíasson 12, Jóhannes Kristbjöms- son 8, Guðjón Skúlason 2 og ívar Ásgrímsson 2. Stigahæstir í liöi Hapoel voru þeir Brad Leaf með 25 stig og Wayne Freeman meö 24. -JÖG r>v Tveir af bestu mönnum vallarins í Höllinni: Valur Ingimundarson snýr þama á Brad Leaf. Þeir tveir voru einmitt stigahæstir i liðum sínum í gær en þá áttust við íslenska landsliðið í körfubolta og Hapoel frá ísrael. Leaf gerði 25 stig en Vaiur skoraði 20. DV-mynd Brynjar Gauti Vestmannaeyingar enn í fallsæti í 1. deild: 5 víti í vaskinn - er Eyjamenn lágu heima gegn Víkingum, 1&-20 Friðbjöm Valtýsson, DV, Eyjum: Víkingar gerðu góöa ferð til Vest- mannaeyja í gærkvöldi og sigraðu lið ÍBV, 18-20. Leikurinn, sem var höur í 1. deildar keppni karla í handknattleik, var býsna fjörugur en ekki vel spilaður að sama skapi. Víkingsliðiö viröist ekki svipur hjá sjón miöað viö síöustu ár og Eyjamenn eiga bersýnilega langt í land. Þeir misnotuðu meðal annars 5 vita- köst og má segja aö þetta sé annar leikur liösins á tímabilinu þar sem vítaköstin ráöa úrslitum en Eyjamenn biluöu í 7 vítum gegn FH-ingum á dögunum. Víkingar höíðu yfirleitt frumkvæðið í leiknum og höíðu forystu í hléi, 9^1. ÍBV jafnaði þó strax eftir tesopann, 11-11, og er 10 mínútur voru til leiksloka var staö- an hins vegar aftur gestunum í vil, 16-17. Þeir reyndust síðan menn til aö halda fengnum hlut, voru sterkari á enda- sprettinum og unnu örugglega, 18-20. Yfirburöamenn í liði Eyjamanna voru Sigmar Þröstur í markinu og Sigurður Gunnarsson sem gerði mörg ágæt mörk. Víkingsliðiö var mjög jafnt í þessum leik en Sigurður Jensson var þó einna mest áberandi en hann varöi vel. Mörk ÍBV: Sigurður Gunnarsson 8, Sigbjöm Óskarsson 4/1, Höröur Pálsson 2, Siguröur Friðriksson 2, Björgvin Rúnarsson 1, Þorsteinn Viktorsson 1. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 4/1, Árni Friðleifsson 4/2, Siggeir Magnússon 3, Karl Þráinsson 3/1, Sigurður Ragnars- son 3/1, Guðmundur Guðmundsson 2, Einar Jóhannesson 1. Dómarar vom Árni Sverrisson og Egill Markússon, voru ekki slakari en aörir á vellinum. Staðan 1 Valur ....10 10 0 0 266-197 20 2 KR ....10 8 0 2 256-229 16 3 Stjarnan ....10 7 0 3 229-207 14 4 FH ....10 6 0 4 265-247 12 5 Víkingur.... ....10 4 1 5 252-266 9 6 KA ....10 4 0 6 233-235 8 7 Grótta .... 9 3 1 5 187-202 7 8 Fram ....10 1 3 6 210-246 5 9 ÍBV .... 10 1 2 7 202-234 4 10 UBK .... 9 1 1 7 191-228 3 Góð ferð Framkvenna yf ir heiðar - unnu Þór, 14-22 Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Framstúlkur geröu góða ferð norður yflr heiðar í gærkvöldi. Þar öttu þær kappi við stallsystur sinar úr Þór í 1. deild í handknattleik. Þórsstúlkur áttu litla möguleika gegn meisturunum sem unnu öruggan sigur, 14-22, en í hléinu var bilið 3 mörk, 7-10. Guðríður Guðjónsdóttir var atkvæðamest í liði Fram, eins og oft áður, en hún gerði 8 mörk. Inga Huld Pálsdóttir gekk vasklegast fram í hði Þórs og gerði 6 mörk. íþróttir -ingar með Skota í sigtinu - svipast um eftir miðjuleikmanrti og vamarmaimi í Skotlandi Eóberl Robertssan, DV, Glasgow: Svo kann aö fara að tveir skoskir knattspymumenn leiki með nýlið- um FH í 1. deildinni í knattspymu á komandi tímabili. Hafnarftarðarliöiö, sem vann 2. deildina í fyrra, hefur handgenginn mann í Skotlandi sem er að svipast um eftir leikmönnum eftir því sem heimildir DV herma. Hefur sá aðili nú gríðarlega leik- reyndan knattspymumann í sigt- inu, mann sem hefur spilað á fimmta hundrað leiki í bresku deildar- og bikarkeppninni, bæði í Skotlandi og Englandi, og skoraö í þeim á áttimda tug marka. Getur leikið hvaða stöðu sem er Þessi leikmaður, sem er mjög al- hliöa aö sögn heimildarmanns og getur leikið nánast hvaða stöðu sem er á vellinum, hefur verið í röðum Dundee og Hibemian i .Skotlandi en í liði Bristol City i Englandi. Þess má geta að breskur knatt- spymumaður hélt um stjómvölinn hjá FH í 1. deildinni 1987, Ian Flemming að nafni, og lék hann samhliða því sem hann þjálfaði lið- ið. Níu ungmenni til Albertville - í boði ól-neöidar Frakka og undirbúningsaðila leikanna 1992 Franska ríkisstjómin, ásamt ólympíunefnd Frakklands og undir- búningsaðilum vetrarleikanna í Al- bertville, hafa ákveðiö aö bjóða 2000 ungmennum alls staðar að úr heim- inúm í kynnisferð til keppnisstaðar-' ins á tímabilinu frá 1988 til 1992. Vetr- arleikamir fara einmitt fram síðast- talda árið. Er ætlað að hópar ungl- inga dvelji 10 daga hver í Savoie- héraði í Albertville og er ferðakostn- aður og uppihald greitt af Frökkum. Markmiðiö með þessu boði er að efla samhug og styrkja ólympíuhug- sjónina í heiminum. Fyrir nokkm barst ólympíunefnd íslands boð um að senda 9 ungmenni ásamt fararstjóra til Frakklands til dvalar þar frá 3.-13. janúar. Ólymp- íunefndin hefur þekkst þetta boð og munu eftirfarandi halda utan: Halldóra Blöndal.........Seyðisfirði Sigurður Hreinsson...........Húsavík María Magnúsdóttir..........Akureyri Bjami Jóhannsson..............Dalvík Guömundur Óskarsson.......Ólafsfirði Valdís Arnardóttir.........Reykjavík Margrét Rúnarsdóttir........ísaflrði Sölvi Sölvason............Siglufiröi Daníel Jakobsson............Isafirði Fararstjóri verður Hreggviöur Jóns- son. „Það var lagt til grundvaUar að þessi börn væm af öllum skíðasvæö- um á landinu," sagQi Siguröur Ein- arsson hjá skíöasqpibandinu, að- spurður hvað heföi»ráðiö valir.u á unglingunum nvi. „Þau ungmenni sem vom valin oru keppnisfólk en þó ekki úr landsliöi þar sem þetta er ekki beinhörð íþrótta- eða keppnisferð heldur kynnisferð þar sem bömin munu kynnast landi og þjoö og unglingum frá fjölmörgum öðrum þjóðum," sagði Sigurður við DV. JÖG Þór hættir Þór frá Akureyri er hættur viö þátttöku í bikarkeppni KKÍ. Sam- kvæmt upplýsingum KKI er það vegna kostnaðar. Þór átti aö leika við sigurvegara úr viðureign Vestur-Húnvetninga og Breiða- bliks í 16 liða úrslitum. UBK vann þar fyrri leikinn, 59-A7. -VS UIMFN áfram B-Iið Njarðvíkinga vann í gær lið Laugdæla, 91-63, í bikar- keppni KKÍ. B-liðið er utan deilda en liö Laugdæla er í 1. deild. Stað- an var 40-30 í leikhléi og má segja að Njarðvíkingar hafi fariö nokk- uð létt með andstæðinga sína. í liðinu em meöal annars Júlíus Valgeirsson, Árni Lárusson, Þor- steinn Bjamason og Stefán Bjarkason. ÆMK „Einvígi ársinsu í snóker hér á landi 17. janúar: Einvígi á teppa- lögðu dansgólfi - tveir af þremur bestu 1 heimi leika á Hótel íslandi Steve Davis - hafði 90 milijónir króna i tekjur á siðasta ári. Neal Foulds - þriðji besti atvinnu- maðurinn í snóker. „Þetta er gífurlega kostnaðarsamt fyrirtæki en að sama skapi spenn- andi. Þetta er einstakur viðburður og við vonum að þetta einvígi verði íþróttinni hér á landi til uppdrátt- ar,“ sagði Kjartan Kristjánsson í Gleraugnaverslun Keflavíkur sem stendur fyrir komu tveggja sntilinga í snóker hingað til lands um miðjan þennan mánuð. Hér er um aö ræða einvígi þeirra Steve Davis og Neal Foulds og fer það fram á Hótel ís- landi 17. janúar. Steve Davis ætti að vera íþróttaá- hugafólki að góðu kunnur en marg- oft hefur hann sést innbyrða glæsi- lega sigra í sjónvarpinu. Hann er fimmfaldur heimsmeistari og enginn breskur íþróttamaður vann sér inn meiri peninga á síðasta ári en Steve Davis. Samtals vann hann sér inn um 90 mtiljónir króna. Davis er að- eins 31 árs gamall en 31. október sl. var hann sæmdur MBE orðunni af Elísabetu Bretadrottningu fyrir framlag sitt tti snókeríþróttarinnar. Steve Davis býr hjá foreldrum sínum og er ógiftur. Foulds sá 3. besti Andstæðingur Steve Davis á Hótel íslandi verður landi hans Neal Fo- ulds en hann er 3. besti atvinnusnó- kerspilari í heiminum í dag. Foulds er ungur en í mikilli sókn og ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan hann vann Davis í úrslitum á mjög sterku móti atvinnumanna. Davis hefur því harma að hefna er að ein- víginu kemur hér á landi. Einvígi á teppa- lögðu dansgólfinu Eins og fram hefur komiö fer einvígi snillinganna tveggja fram á Hótel íslandi 17. janúar. Gífurlega stóru og miklu snókerborði verður komið fyr- ir á miðju dansgólfinu og dansgólfið verður teppalagt. Eflaust hafa mörg einvígi verið háð á dansgólfinu á Hótel íslandi um dagana en gera verður ráð fyrir því að einvígi þeirra Steve Davis og Neal Foulds taki hin- um fram. Þess má geta að snóker- borðið vegur um 1,4 tonn, er þyngra en meðalstór bifreið. Þá kemur hing- að til lands sérfræðingur til að gera borðið klárt fyrir átökin. Þá veröur sérstökum áhorfendastæðum fyrir 500 manns komið fyrir á Hótel ís- landi og er því eins gott fyrir áhuga- sama menn um snóker að fara að fá sér miða. Þeir em tti sölu á flestum billiardstofum landsins og í Btiliard- búöinni Ármúla. -SK v '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.