Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. Utlönd Aðalmál síðustu kosninga í Kanada var fríverslunarsamningurinn milli Bandaríkjanna og Kanada. Skopteiknarinn Lurie hefur hér krýnt Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, sigurvegara kosninganna. Samningurinn tók gildi um áramótin og í kjölfar hans hefur orðið fyrirtækjasamruni í Kanada. Hræringar á fjármálamark- aði í Kanada Talsmenn stjórnarandstöðunnar og neytendasamtaka í Kanada hafa farið fram á opinbera rannsókn á kaupum stórfyrirtækja á smærri samkeppnisað- ilum. Stærsti samningurinn í síðustu viku var kaup Imperial Oil eða Esso á Texaco Canada. Kaupverðið var 4,9 milljarðar dollara. Agúst Hjörtur, DV, Ottawa; Fríverslunarsamningur Kanada og Bandaríkjanna, sem tók gildi nú um áramótin, virðist hafa ýtt af stað miklum hræringum á íjármálamark- aði Kanada. í síðustu viku var til- kynnt um þrjá aðskilda samninga þar sem eitt stórfyrirtæki kaupir annað. Bjórframleiðendumir Molson og Carling O’Keefe ætla að sameinast og verða þá stærsti bjórframleiðandi í Kanada með um 55 prósent mark- aðshlutdeild og árlega sölu áætlaða um 2,3 miUjarða dollara. Megln- markmið samrunans er, að sögn tals- manna fyrirtækjanna, að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri sem mun gera nýja fyrirtækinu kleift að keppa við bandaríska framleiöendur, bæði í Kanada og á Bandaríkjamark- aði. Atvinnumissir Uagræðingin mun valda því að ein- hverjum verksmiðjum fyrirtækisins verður lokað, með þeim afleiðingum að nokkur hundruð manns munu missa vinnu sína. Þá keypti Canadian Airlines Int- ernational, næststærsta flugfélag landsins, Wardair, sem er þriðja stærsta flugfélagið, fyrir 248 milljón- ir dollara. Rekstri félaganna verður haldið aðskildum fyrst um sinn en alls hafa fyrirtækin tvö nánast jafn- mikla markaðshlutdeild og veltu og ríkisflugfélagið Air Canada. Wardair hefur fyrst og fremst stundað leigu- flug en það áætlunarflug, sem félagið var með, verður lagt niður. Að sögn fyrrum eigenda Wardair munu um 1.500 manns missa vinnuna vegna kaupanna. Kaupin rannsökuð Stærsti samningurinn, sem til- kynnt var um í síðustu viku, er kaup Imperial Oil, eða Esso, á Texaco Canada. Er kaupverðið 4,9 milljarðar dollara. Imperial Oil var fyrir stærsta olíufélagið í landinu og verð- ur nú langstærst, með um 15 þúsund starfsmenn, nærri 5 þúsund útsölu- staði og olíuhreinsunarstöðvar sem afkasta nærri 500 þúsund olíutunn- um á dag. Ekki er búist við uppsögn- um starfsmanna vegna þessara kaupa. ÖU þessi fyrirtækjakaup þurfa aö fá samþykkt sérstakrar opinberrar nefndar sem er ætlað að tryggja að kaupin minnki ekki samkeppni á markaðnum. Bæði formaður nefnd- arinnar og fjármálaráðherra lands- ins hafa lýst því yfir að fyrirtækja- kaup þessi verði rannsökuð ofan í kjöhnn áður en þau verða samþykkt. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að talsmenn neytendasamtaka og forsvarsmenn stj órnarandstöðunnar hafi farið fram á opinbera rannsókn á þessari nýju þróun þar sem stórfyr- irtæki kaupa upp þau smærri. Það veldur stjórnarandstöðunni einnig áhyggjum að aðalkeppinautar bæði Imperial Oil og Canadian Airlines Intemational eru ríkisfyrirtæki sem ríkisstjóm íhaldsflokksins hefur lýst áhuga á að selja einkageiranum á þessu kjörtímabili. Vill að markaðurinn ráði Nú em þrjú ár þar til sameigin- legur innri markaður Evrópu- bandalagsins tekur til starfa. Einn þeirra sem kemur til með að hafa úrslitaáhrif á það hvernig hann verður samansettur er Sir Leon Brittan sem er hinn nýi samkeppn- isstjóri Evrópubandalagsins. Hann veit nákvæmlega hvar hann stend- ur og þrjú ár í pólitískri útlegð hafa ekki vfllt honum sýn. Hann trúir því statt og stöðugt að mark- aöurinn eigi aö vera sem frjálsast- ur. Það sýndi hann í umræðum um það hvernig væri best að undirbúa evrópsk fyrirtæki undir sameigin- legan markað og alþjóðlega sam- keppni við bandarísk og japönsk fyrirtæki. „Ég held ekki að ríkisstjómir séu vel til þess fallnar að endurskipu- leggja iðngreinar í einu landi og ég hef enga ástæðu til að ætla að opin- ber yfirvöld myndu standa sig neitt betur á evrópskum vettvangi," sagði Brittan í viðtah við Reuters. „Með því að leggja áherslu á sam- keppni er best hægt að auka styrk bandalagsins gagnvart umheimin- um.“ Geysilega áhrifamikill Brittan, sem er fjörutíu og níu ára að aldri, er lögfræðingur að mennt. Hann var viðskipta- og iðnaðarráð- herra Bretlands og er einn af sautj- án meðlimum í framkvæmdanefnd Evrópuráðsins sem er það yfirvald sem framkvæmir stefnu banda- lagsins og leggur tU ný stefnumark- mið, er nokkurs konar ríkisstjórn Evrópu. En þeir em fáir sem geta haft jafngeysUeg áhrif á fyrirtæki og fólk á jafnskömmum tíma og sá sem fer með samkeppnismál. Forveri Brittans í starfi, Peter Sutherland frá írlandi, notaði vald embættis síns samkvæmt stofn- samningi Evrópubandalagsins tU aö hrista upp í flugfélögum í álf- unni, ráðast á einokunarfyrirtæki á sviði rafeindasamskipta og koma í veg fyrir samruna nokkurra stóira alþjóðlegra fyrirtækja. „Ég fagna því sem hann gerði og ætla, að miklu leyti, að fylgja hans stefnu,“ segir Brittan. Sér einnig um peningamál Hann fær einnig á sínar herðar ábyrgðina á fjármálafyrirtækjum sem landi hans, Cockfield lávarður, hafði áður með að gera. Hann telur að á því sviði megi taka til hend- inni og auka samkeppni milli landa, sérstaklega á sviði trygg- inga. Hann telur að tryggingamál séu einna erflðust viðureignar á þessu sviði en að þar Uggi stærstu mögu- leikamir og að viðskiptavinir tryggingafélaga geti unnið stóra vinninginn. Brittan neitar því algerlega að hann hafl oröið fyrir nokkrum þrýstingi um að sanna sjálfstæði sitt frá Margréti Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, sem er tahn andvíg mörgu því sem Evrópuráðiö hefur lagt tU í sambandi við sam- einingu, frá því að hann tók við af Cockfield. Cockfield er af mörgum dáður sem höfundur innri markaðarins sem tekur við árið 1992 en hann hefur skapað sér óvUd Thatchers með því að hvetja tU þess að Bret- land hafi forystu um sameiningu Evrópubandalagsins bæöi á póli- tísku og efnahagslegu sviði í stað þess að reka lestina í þeim efnum. Þurfti að segja af sér Brittan lét af ráðherraembætti í bresku ríkisstjóminni 1986 er hann var neyddur tíl að segja af sér í tengslum við hugsanlega yfirtöku Sikorski þyrluverksmiðjanna á Westland þyrlufyrirtækinu í Bret- landi. Hann hafði verið á móti yfir- tökunni og var síðar neyddur til að segja af sér vegna þess að upp- lýsingar láku út úr ráðuneyti hans um máhð. Hann telur ekki að þetta mál muni há sér í hinu nýja starfi. Seg- ir hann að menn hti á það sem smámál sem tilheyri fortíðinni. Reuter Leon Brittan stjórnar samkeppnismálum innan Evrópubandalagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.