Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. 9 Útlönd Lik f jöldamorðingjans flutt frá aftökustaðnum. Símamynd Reuter Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington; Laust eftir hádegi í gær að íslensk- um tíma var fjöldamorðinginn Ted Bundy tekinn af lífi í rafmagnsstóln- um í ríkisfangelsinu á Flórída í Bandaríkjunum. Rúmlega fjörutíu vitni fylgdust með aftökunni en um tvö þúsund manns höfðu safnast saman fyrir framan fangelsið. Mann- fjöldinn úti fyrir fagnaði ákaft þegar fréttin af láti Bundys barst út fyrir veggi fangelsisins. Það eitt í sjálfu sér segir meira en nokkuð annað um hversu hataður maður Ted Bundy var. Bundy er grunaður um þrjátíu og sex morð en hefur einungis viður- kennt rúmlega tuttugu. Hann hlaut dauðadóma fyrir þrjú morö framin á Flórída fyrir rúmum áratug en fór í rafmagnsstólinn fyrir morðið á rúm- lega tólf ára gamalli skólastúlku. I viðtah skömmu fyrir aftökuna sýndi Bundy sjaldgæf merki iðrunar. Hann kvaðst eiga skihð þyngstu refs- ingu sem þjóðfélagið gæti veitt hon- um. Bundy hefur aldrei gefið fuhnað- arskýringu á hinum blóðuga ferli sínum en í viðtahnu gaf hann til kynna að ofbeldi í fjölmiðlum, sér- staklega ofbeldi tengt kynlífi, ætti þar hlut að máh. Hann varaði þjóð- félagið við mönnum af sínu tagi og sagði að daglega æstu fjölmiðlar upp hættulegar hvatir í brjósti þessara manna. Heildarfjöldi fómarlamba Bundys er tahnn vera rúmir þrír tugir. Hann hefur áður sagt að fjöldinn sé nær því að vera þriggja stafa tala. Héðan af kemur sannleikurinn aldrei fram í dagsljósið. Fjöldi manna hatði safnast saman til að fagna aftöku Teds Bundy á Flórida í Bandaríkjunum. Simamynd Reuter Fjöldi fagn aði aftökunni Aðgerðir boðaðar Grikkir munu í dag tilkynna um nýjar aðgerðir gegn hryðjuverka- mönnum í kjölfar skotárásanna á þrjá saksóknara í þessum mánuði. Haldinn var fundur með æðstu ráða- mönnum landsins um málið í gær- kvöldi. Papandreou forsætisráðherra boð- aði ráðherra og yfirmenn öryggis- mála á sinn fund í gær eftir að vinstrisinnaðir skæruliðar skutu Vernardos saksóknara til bana á mánudaginn. Skotið var á tvo aðra saksóknara fyrr í mánuðinum en þeir sluppu naumlega með skotsár. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum, 17. nóvember og 1. maí. Svipaðar ástæður eru gefnar upp fyr- ir hryðjuverkunum, það er að sak- sóknararnir hafi þjónað spihtum stjórnmálamönnum og að hluta til borið ábyrgð á fjármálahneykslum. Reuter Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hélt neyðarfund í gær með ör- yggisráðgjöfum vegna árásanna á saksóknarana. Papandreou er hér með vinkonu sinni, Dimitra Liani. Simamynd Reuter Kalevi Sorsa segir af sér Kalevi Sorsa, utanríkisráðherra Finnlands, rauf á dramatískan hátt fund með fréttamönnum í gær með því að thkynna að hann yrði að draga sig í hlé th þess að fara með afsagnar- beiðni sína til Mauno Koivisto for- seta. Forsetinn er sagður hafa harmað ákvörðun Sorsa og tilkynnt aö hann yrði að ræða máhð við Harri Holkeri forsætisráðherra áður en hann sam- þykkti afsagnarbeiðnina. Sorsa vísaði til kreppu í jafnaðar- mannaflokknum sem ríkt hefur í nær eitt ár. Hefur málið snúist um það hvemig 'koma megi formanni flokksins, Pertti Paasió, inn í stjórn- ina. Þegar stjómin var mynduð árið 1987 var ákveðið að flokksformaður- inn yrði fyrir utan stjórnina en að- stæðumar hafa smám saman orðið óþolandi fyrir Paasio. Sorsa kvaðst vonast th að ákvörð- un hans hefði það í for með sér að flokksformaðurinn kæmist inn í stjórnina. Sjálfur sagðist hann ætla að snúa sér að bankastörfum. Spurningin um ráðherraembætti th handa Paasio hefur upp á síðkast- ið orðið að skopleik. Rætt hefur verið um ýmsa ráðherrastóla sem setja mætti hann í en enginn af hinum sjö ráðherrum úr jafnaðarmanna- Kalevi Sorsa, utanríkisráðherra Finnlands, olli miklu uppnámi í stjórnmálalífi Finna er hann sagði óvænt af sér í gær. Símamynd Reuter flokknum hefur vhjað víkja. Á síð- asta ári hafa ráðherrarnir oft tekið ákvarðanir án þess að ræða við flokksstjórnina. FNB Skilaboð frá Vanden Boeynants Belgíska lögreglan hefur nú hert leitina að fyrrum forsætisráðherra Belgíu, Paul Vanden Boeynants, sem saknað hefur verið síðan 15. janúar. Ríkissaksóknari Belgíu segir fjöl- skyldu fyrrum forsætisráðherrans hafa þekkt rithönd hans á miða sem sendur var th dagblaðsins Le Soir ásamt nafnskirteini hans. Með fylgdi miði frá þeim vinstrisinnuðu sam- tökum sem segjast bera ábyrgð á ráninu á Vanden Boeynants. Þar mátti lesa að fyrrum forsætisráð- herrann væri á lifi og að hann yrði látinn laus ef gengið yrði aö kröfum mannræningjanna um lausnargjald. Vanden Boeynants skrifaði sjálfur að hann væri reiðubúinn að borga umtalsvert fé th góðgerðarstarfsemi. Mannræningjarnir hafa farið fram á að fjölskylda hans og stuðningsmenn greiöi hálfa milljón dollara til bág- staddra og tvö hundruð og fimmtíu þúsund dollara til þeirra sjálfra. Reuter STÚRÚTSALA ð teppum og mnttum. afsláttur. ssn fepnabútar TEPPAVERSLUN FNÐRIKS BERTELSEN SAMNINGAR SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 68 62 66

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.