Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. Spumingin Finnst þér vera of margar útvarpsstöðvar á íslandi? Araar Guðmundsson nemi: Nei, það held ég ekki. Markaöurinn verður að ráða þessu. Karl T. Einarsson nemi: Þær eru allt- of margar og allar leiðinlegar nema rás 2, dægurmáladeild. Valur Kristjánsson rafvirki: Þær eru of margar sem sést á því hvað þær eru lélegar. Það er.einna helst rás 2. Elín Ingimundardóttir sjúkrahús- starfsmaður: Nei, alls ekki, þær mættu vera fleiri. Það veitir ekki af samkeppninni. Jón Gunnarsson byggingaiðnfræð- ingur: Mér fiimst þær vera nógur margar eins og er. Guðrún Jónsdóttir bankamaður: Þær eru alveg nógu margar. Sam- keppnin sér um að þær séu hæfilega margar. Lesendur___________________________________________________dv Formenn A-flokkanna funda: Agaleysi á Akureyri Snorri hringdi: Við Norðlendingar erum ekki allir ýkja ánægðir meö heimsókn þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars til Akureyrar til að boöa heimamenn á sinn fund á sunnudegi og það á þeim tíma sem ekki er tíðkaö að hafa uppi fundahöld. Þrátt fyrir tilmæli Akureyrar- presta um að ekki yrði haldinn pólit- ískur fundur á tilteknum tíma, frá kl. 11 f.h. til 15 síðdegis, þurftu þessir formenn A-flokkanna endilega að sniðganga þau. Þar varð þeim veru- lega á í messu sinni, og á ekki eftir að verða þeim til framdráttar, a.m.k. ekki hér norðanlands. En það sem rekur mig til að hringja til lesendadálks DV er svo stuttur sjónvarpsþáttur sem var á dagskrá í kvöld, sunnudaginn 22. jan., og íjall- aði um aga og agaleysi íslendinga - sama dag og fundur formannanna var á Akureyri. í þessum sjónvarps- þætti kom nefnúega fram annar fundarboðenda A-flokkanna, Jón Baldvin Hannibalsson. SAFJÖRÐUR Formenn A-flokkanna funduöu m.a. á Akureyri. - „Þar varð þeim verulega á i messu sinni“, segir hér m.a. Flokksformaður Alþýðuflokksins var einmitt meðal þeirra sem fram komu í þættinum til að segja álit sitt á agaleysi íslendinga. Hann talaði mikið um agaleysi kennara og aga- leysi heimila. Það var einkennileg tilfinning að sitja undir lýsingum hans í sjónvarpi á agaleysi, eftir að hann sjálfur hafði átt þátt í að brjóta þær reglur sem gilda um fundahöld á frídegi í landinu. Ég veit að þetta skiptir ekki sköp- um um framgang fundahalda þeirra hringferöarriddaranna til að kynna landsmönnum sameiningarhug- myndir þeirra og hvaö þeir ætla að gera til að bjarga fólki frá fijáls- hyggju og færa því sannan jöfnuð á siifurfati. Mér finnst þó að þeir sýni litla fyrirhyggju en þeim mun meira agaleysi með því aö boöa til fundar á Akureyri í trássi við reglur sem þeir eiga að þekkja manna best. Sverrir vann vaxtamálið Gunnar Ólafsson hringdi: Ekki leikur nokkur vafi á því að vegna þeirrar baráttu, sem Sverrir Hermannsson bankastjóri var í for- svari fyrir, var þaö hann sem fyrst og fremst vann orrustuna um vaxta- málin í landinu. Hann tók auðvitað upp hanskann fyrir sína stofnun fyrst og fremst, en um leið fyrir sparifjáreigendur. Þetta er að vísu aöeins fyrsta lotan. Ráðherrar vinstri stjórnarinnar eiga eftir að gera aðra atlögu að sparifjáreigendum til að fá vexti lækkaða og blekkja um leið forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar, þegar kemur aö samningaviðræðum á næstunni. - En með því að Sverrir Hermannsson var sá skeleggi tals- maður bankanna sem hann var, og þess stóra hóps sem sparifjáreigend- ur mynda, verður ekki eins auðvelt fyrir núverandi ráðherra að blekkja launþegahreyfinguna með vaxtamál- inu og gera það að einhveiju lykil- máli sem eigi aö geta leyst allan vanda launamanna. Launamenn eru nú ekki allir skuldugir upp fyrir haus og eru því ekki algjörlega upp á lágvaxtapóhtík stjórnmálamanna komnir. Það verða því fleiri en launamenn sem þessi vinstri stjórn mun höfða til með lág- vaxtastefnu sinni í 30% verðbólgu. Þeir ætla að líka að reyna til við at- vinnurekendur á þeirri forsendu að þeir vilji umfram allt sjá vextina færða niður. Vonandi eiga atvinnurekendur sinn Sverri Hermannsson fyrir tals- mann, þótt enginn sé nú sjáanlegur í svipinn. - En Sverrir stóð sig með mikilli prýði og gott ef það er ekki honum að þakka hvemig úrslit skoð- anakannana þeirra sem gerðar voru nú nýlega réðust. Ríkisstjórn sem sýnir ábyrgðarleysi og boðar nýárs- brennu á sparifé landsmanna hún á ekki fylgi landsmanna og getur ekki með nokkru móti endurheimt þaö. Skattpíndir piparsveinar: Dæmið ekki Þorbjörg skrifar: Mig langar til að svara pipar- sveinunum skattpíndu sem skrif- uöu eða hringdu til lesendadálks- ins um miðjan mánuðinn. Þeir voru greinilega svekktir út i okkur einstæðu mæðurnar (sera ég vil nú kalla „sjálfstæöar mæður“ því mér finnst hitt mjög svo eymdarlegt), og dauðsáu eftir barnabótunum til okkar. Þeir sögðu skemmtistaðina fyll- ast af þessum mæðrum eftir hvem útborgunardag barnabótanna - og þeir gáfu í skyn að flestar yröum við „einstæðar“ mæður af lauslæti einu saman! Mig langar til að benda þessum heiðursmönnum á að þaö þarf tvo til aö búa til bam svo að karlmenn eiga þar jafnan hlut aö máli og við konur. Einnig það að margar verð- um við einar efdr skilnað. Þaö má vel vera að margar konur noti barnabætumar sínar í ball- feröir og sukk - en það á ekki við um þær allar og það er varhuga- vert að dæma heilan hóp af nokkr- um svörtura sauðum! - Alla vega veröa mínar bamabætur góð búbót og þeira er varið til þarfari hluta en ballferða. Hringið í síma 27022 miUi kl. 10 og 12 eða skrið Hjá Hljóöbylgjunni eru Bubbi og Megas i hávegum hafðir, segir útvarps- stjórinn nyrðra. - Bubbi Morthens og Megas. Pálmi Guömundsson, útvarpsstj. Þá er það þungarokkiö. Á mánu- Hljóðbylgjunnar á Akureyri, skrif- dagskvöldum kL 20 ér á dagskrá ar: IHjóðbylgjunnar þáttur sem nefn- Vegna skrifa G.L.S. á lesendasíðu ist Rokkbidnn, og er þar leikiö rokk DV hinn 18. jan sl. langar okkur á af öllum stærðum og geröum, létt- Hljóðbylgjunni að benda á aö hjá rokk, millirokk og þungarokk. okkur eru Bubbi og Megas í háveg- Fjallað er um nýjar þungarokks- um haíðir sem og aðrir tónlistar- plötur og hlustendum færðar frétt- menn innlenndir jafnt sem erlend- ir úr þungarokksheiminum. ir. Svo er rétt aö minna á í lokin, aö Stuðmenn fá einnig sinn tíma, og tiðni Hljóðbylgjunnar er FM 95.7 á þá frekar eldri lög þeirra en þau Suövesturlandi, en 101.8 á Norður- yngri. landi Aldraðir og öryrkjar: Hvenær fá þeir uppbótina? Reykvíkingur skrifar: Þessir svokölluðu ráðamenn ís- lensku þjóðarinnar, ef ráðamenn skyldi kalla, hafa æ ofan í æ þrástag- ast á því að aldraðir og öryrkjar þyrftu nú endilega á lagfæringu að halda varðandi þá smánarlegu styrki sem þeir hafa haft fram að þessu. Ég veit ekki betur en bæði forsætis- ráðherra og núverandi utanríkisráð- herra hafi marglýst því yfir, að þetta skyldi ganga eftir. Meira að segja sjálfur heilbrigðisráðherrann hefur líka látið þessi orð falla. Þetta er orð- inn svo mikill þjóðarlöstur og skrípa- leikur að til háborinnar skammar er. Ég legg til að stofnuð verði nefnd sem sjái um að þetta mál fái af- greiðslu hið fyrsta. Guðrún Helga- dóttir gerir ekkert í málinu, Jóhanna Sigurðardóttir gerir þó nokkuð, og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fær sömu einkunn hjá mér og Guörún. - Örorkustyrkur er nú 39 þúsund. Matur, vægt reiknaður, gæti kostað 12 þúsund. Gamall bíll og tryggingar af honum eru 28 þúsund krónur. Afborgun af skuldabréfi kr. 5.500.- og ýmislegur annar kostnaöur um 12 þúsund. Samtals gerir þetta kr. 57.500.- Engar aörar tekjur, og reikn- ið þið nú!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.