Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. Lífcstm___________________________________dv Átta tíma ferðalag í stað þriggja - kröfum um endurgreiðslu hafnað Svo virðist sem áætlanir Flugleiða standist ekki alltaf eins og efni standa til. 23. nóvember keypti Linda Jóns- dóttir farseðil fyrir sig og 11 mánaða dóttur sína með Flugleiðum til Gautaborgar á söluskrifstofu Flug- leiöa í Lækjargötu. Að sögn Lindu var fullyrt að flogið væri beint fram og til baka. Ferðin til Gautaborgar gekk áfalla- laust en þegar Linda sneri heim 1. desember hófust vandræðin. Á flug- vellinum í Gautaborg var henni tjáð Neytendur að beint flug hefði verið fellt niður og yrði flogið gegnum Osló. Hún fékk ekki að tékka sig inn fyrr en 15 mín- útum fyrir brottför sem kom sér illa' vegna þess að hún var með nótur sem þurfti að fá endurgreiddar. Þegar hún svo kom út í ranann, þar sem ganga átti um borð, var engin flugvél þar fyrir héldur þurfti hún að ganga langa leið í 11 stiga frosti með barnið illa klætt og setjast um borð í Fokker sem flutti farþegana til Osló. í Osló var klukkutíma bið eftir flugvél sem flytja átti farþegana til Keflavíkur en millilenti í Stokkhólmi þar sem beðið var í tæpar tvær klukkustundir. All- an þann tíma fengu farþegar ekki að fara frá borði. Þegar lent var í Keflavík hafði ferðalagið frá Gautaborg tekið alls um átta tíma í stað þriggja tíma þeg- ar flogið er beint. Farangur Lindu skemmdist í þess- um hrakningum og dóttir hennar kvefaðist. Það ásamt töfinni varð til þess að hún ritaöi Flugleiðum bréf og krafðist bóta og endurgreiðslu. Svar Flugleiða Flugleiðir höfnuðu öllum kröfum um endurgreiðslu og bætur. í bréfi þeirra er staðhæft að aldrei sé beint flug frá Gautaborg á fimmtudögum heldur alltaf millilent í Osló. Ástæð- an til seinkunar og tilfærslna á far- þegum í þessu tilfelli er sögð vera bilun í flugvél og seinkun á leiguflugi sem flytja átti farþega frá Stokk- hólmi. Síðar í bréfinu segir: „Við getum því miður ekki tekið á okkur ábyrgð vegna þess að farþegar eru ekki nógu vel klæddir því hvergi kemur fram í samningum að farþegum sé lofað að ganga í gegnum svokallaða rana, en við vonum þó að dóttir yðar hafi nú náð fullri heilsu“. -Pá Fyrir hvaða sjónvarp á að greiða? Frjálst,óháð dagblað Askrifendur Léttið blaðberunum störfin og spariö þeim sporin. Notiö þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. VISA Meðþessum boðgreiðslum vinnst margt: e Þærlosaáskrifendur vlðónæðivegna inn- heimtu. # Þær eruþægilegur greiðslumáti sem tiygglr skilvtsar grelðslurþráttfynr annireðaQaivistir. # Þær létta Maðberan- um stórfin en hann heldurþóóskertum tekjum. # Þæraukaóryggl. Blaðberar eru til dæmisoftmeðtölu- verðarflárhæðirsem getaglatast Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 i sima 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. 1.800 óskráð tæki þegar fundin - allir sem geta séó eiga að borga „Ég get ekki betur séð en að inn- heimtudeild sjónvarpsins ætli að loka fyrir Stöð 2 hjá mér þó svo að ég hafi ávallt greitt af afruglaran- um,“ sagði óánægður ungur maður sem hafði samband við neytendasíð- ima. Hann hafði nýlega fengið menn frá Ríkissjónvarpinu í heimsókn og þeir innsigluðu sjónvarpstækið. Umræddur maður á sjónvarpstæki sem er í xaun aðeins svokallaður monitör, þ.e. sjónvarpstæki sem er ekki með móttakara. Fram til þessa hefur verið Jitið á þá á sama hátt og tölvuskjái og ekki greitt afnotagjald sjónvarps af þeim. Með þessu um- rædda tæki notar ungi maðurinn myndbandstæki sem er reyndar með sjónvarpsmóttakara. Auk þess hefur hann afruglara fyrir Stöð 2. Þetta fyrirkomulag hefur verið um tveggja ára skeið og sjónvarpseigandinn un- að glaður við sitt og einungis greitt útvarpsgjald tfl ríkisins og afnota- gjald sjónvarps tfl Stöðvar 2. Nú vifl innheimtudeildin að hann fari að greiða sjónvarpsafnotagjald tfl rikisins frá og meö áramótum og hefur innsiglað tækin. Búnir að finna 1.800 óskráó tæki „Það er ótvírætt kveðið á um það í lögunum að gjaldskylda sé miðuð við möguleika á afnotum. Sá sem á svona monitor eða skjá og mynd- bandstæki er þvi ótvírætt skyldur tfl að greiða," sagði Theódór Georgsson, innheimtustjóri Sjónvarpsins, í sam- tali viö DV. Herferð hefur verið gangi til þess að hafa uppi á óskráðum sjónvarps- ¥ Innheimtustjóri segir sína menn hafa fundið 1.800 óskráð sjónvarps- tæki nú þegar. Hann segir ótvírætt að allir sem hafa möguleika á afnot- um séu gjaldskyldir. tækjum. Sveit manna á vegum Sjón- varpsins hefur gengið í hús og hefur þegar haft uppi á 1.800 tækjum sem ekki voru á skrá. Á síðasta ári var afnotagjald fyrir sjónvarpið 14.400 krónur á ári þannig að hér er um 26 milljóna tekjuauka fyrir Sjónvarpið að ræða. „Þessi herferð er enn í gangi og þetta kemur svona hægt og bítandi," sagöi Theódór. Hann sagði ennfrem- ur að fjöldi þeirra sem hefðu fundist með óskráð tæki hefði verið með afr- uglara og greitt sín gjöld skilvíslega tfl Stöðvar 2. Þeir sem eru með óskráð sjónvörp eða skjái og myndbandstæki mega því eiga von á heimsókn frá inn- heimtudefldinni. -PJU Zero-3 með eða án lyfja Vegna misskflnings, sem fram hef- ur komið í kjölfar umíjöllunar DV um zero-3 megnmarhylkin, er rétt að taka fram að fólki, sem er á lyfj- um, er óhætt að taka hylkin. Einung- is þarf að gæta þess að þá sé að minnsta kosti liðin ein og hálf klukkustund frá því að síðast voru tekin inn zero-3 hylki. Einnig má taka lyfm fyrst og láta síðan líða sama tíma þar til zero-3 hylkin eru tekin inn. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.