Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 32
F R ÉTT A S KOTIÐ - Æhí JKim Tftnngft* . aMM Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Fjórtán ára fangelsis- vist fyrir manndráp Guðmundur Sveinbjörnsson, tutt- ugu og eins árs gamail Reykvíking- ur, hefur í sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsis- vist. Guðmundur hefur játað að hafa orðið Öldu Rafnsdóttur að bana á heimili hennar í Kópavogi aðfaranótt 3. september síðastiiðinn. Með játningu, krufningarskýrslu, ljósmyndum af vettvangi og blóð- flokkarannsókn er sannað að Guð- m mundur svipti Öldu lífi með þvi að stinga hana efst í kviðarholið með hnífi sem Guðmundur sótti í eldhús í íbúð Öldu. Við ákvörðun refsingar tók dómar- inn, Helgi I. Jónsson sakadómari, til- ht til þess að Guðmundur gaf sig fram sjálfur skömmu eftir verknað- inn. Eins var tekið tillit til aldurs hans og þess að hann hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðu atferli af neinu tagi. Gæsluvarðhaldsvist Guðmundar kemur til frádráttar. Honum var gert ■*' að greiða allan sakarkostnað. - sjá nánar Ms. 6 -sme Vonlausir um björgun „Við erum nánast vonlausir um að skipinu verði bjargað af strandstað. Ég held að það sé mat allra sem til þekkja. Það er ekki miklar skemmdir að sjá á skipinu ofansjávar en allt þetta nudd og nuð hlýtur að vera búið að skemma botninn mikið,“ sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Grindavík. Jón Gunnar sagði að bæjarstjórn myndi leggja mikinn þunga á kröfur sínar um að skipið yrði fjarlægt af strandstaðnum. í nótt var um 3000 htnun af smurol- íu dælt úr skipinu. Þá er búiö að dæla um 5000 htrum af smurohu. Tahð er að töluvert magn af glussa sé í spilleiðslum skipsins og stefnt er að því að ná honum sem fyrst. -sme NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN . 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR LOKI Það þykir táknrænt, nýja- nafnið á tryggingarisan- um: Sambruni! rauða „Ég sé ekki annað en að dóm- greindarleysiö sé yfirgnæ&ndi bjá þessum einstaklingum sem þama eru á ferðinni,“ sagöi Karvel Pálmason, alþingismaður Alþýöu- flokksins, um fundaherferðina „Á rauðu ]jósi“. Karvel og fieiri voru mjög gagnrýnir á ferðina þegar í upphafi en andstaðan við fundi þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar vdrðist hafa aukist frekar en hitt. Þykir mörgum þingmönnum fiokk- anna nóg um yfirlýsingagleði for- mannanna. Sérstaklega munu það vera Ai- þýðuflokksmenn sem hafa oröað andstöðu sína, enda ekki ánægöir með útkomuna i síðustu skoðana- könnunum. Óttast þeir að þessar hugmyndir hreki kjósendur yfir tii Sjálístæðisflokks og telja að skoð- anakannanir sýni það. í dag verður þingflokksfundur Alþýöufokksins þar sem þetta mál verður til um- ræðu. Ekki er þó líklegt að for- mennimir verði látnir hætta við fundina en ítrekað verður að þeir standa í þessu sem einstaklingar. -, „Ég sé ekki betur en þarna séu menn á póhtísku uppboði og í upp- boðsyfirlýsingum. Mér finnst að þetta sé bandarískur stæll, er ekki sé eftirhafandi, sem menn era hér að beita sér fyrir. Þrátt fyrir að það séu þessir tveir þá gengur það ekki upp. Þetta er ekki gott fordæmi fyrir þá sem á efiir koma,“ sagði Karvel. Hann sagðist ekki hafa far- iö á neinn af þessum fúndum og ekki hafa löngun til þess. Eiður Guðnason sagöist hafa far- iö á einn fund á Akranesi og líkað ágætlega. Hann væri hins vegar ekki hrifinn af því sem hann hefði heyrt af öörum fundum. Meðal þingmanna Alþýðubanda- lagsins var ekki mikil hrifning í upphafi. Reyndar voru þaö aðeins Guörún Helgadóttir og Margrét Frímannsdóttir sem mæltu með fundaherferöinni og Margrét með fyrirvara. Þessi andstaða hefur frekar vaxið en hitt -SMJ Varnarliðsbensín á umdeildan bíl Á myndinni er önnur þeirra bifreiða Varnarliðsins sem Póstur og sími hefur haft til afnota. Verið er að dæla bensíni á bifreiðina á bensínstöð Varnarliðsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hefur Póstur og sími fengið bensin endurgjaldslaust hjá Varnarliðinu. Rannsóknarlögreglan í Keflavik mun senda mál þetta til dómsmálaráðuneytisins. DV-mynd Ægir Már - sjá nánar á bls. 2 Veðrið á morgun: . Skúrir eða slydduél Á morgun verður sunnan- og suðvestanátt, skúrir eða slydduél ’ um sunnan- og suðvestanvert landið en víða bjart veður norð- anlands. Hitinn verður undir frostmarki á Norðurlandi en ann- ars staðar um frostmark. Lífeyrissjóð- irnir í mál við ríkið? Fyrir stjómarfundi í Sambandi al- mennra lífeyrissjóða í morgun lá hvort sambandið myndi höfða mál á hendur ríkinu til að fá reglugerð við- skiptaráðherra um nýjan grunn lánskjaravísitölu hnekkt. Stjóm Landssambands lífeyrissjóða mun síðan taka hugsanlega málshöfðun fyrir á fundi á morgun. Ákvörðim ríkisstjómarinnar hefur leitt til þess að minnka eignir lífeyr- issjóðanna um hátt í 400 milljónir króna. „Lífeyrissjóðimir, hagnast á þess- ari breytingu þegar til lengri tíma er htið. Það er hins vegar spurning hvort hægt sé að sætta sig við að skuldarinn, ríkissjóður, geti lækkað skuldir sínar einhliða," sagði Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða. Auk hugsanlegrar málshöfðunar munu stjómir sambandanna taka ákvörðun um hvort samkomulagi þeirra við ríkissjóð um kaup á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar verði rift. í því samkomulagi er kveð- ið á um að miða skuli við þá láns- kjaravísitölu sem reiknuð var af Seðlabanka í desember. Sú vísitala er ekki lengur til. Þá munu stjómim- ar og taka afstöðu til þess hvort líf- eyrissjóðimir taka við endurgreiðsl- um frá ríkinu 1. febrúar sem miðaðar verða við nýjan grunn lánskjaravísi- tölunnar. -gse Erlendar bjórtegundir: Valið nær aðeins til þessa árs „Það var verðið á bjómum sem réð við valið á erlendu bjórtegundunum sem selja á í áfengisverslununum. Samningar við þess þrjá aðila, Bud- weiser frá Bandaríkjunum, Tuborg ‘frá Danmörku og Kaiser frá Austur- ríki, gilda út þetta ár. í árslok mun- um við meta stöðuna upp á nýtt að fenginni ákveðinni reynslu. Þá mun koma í ljós hvort við höldum áfram með þessar tegundir eða efnum til útboös á ný. Við eram ekki að velja í eitt skipti fyrir öll fyrir komandi kynslóðir," sagði Höskuldur Jóns- son, forstjóri ÁTVR, við DV. Umboðsaöili fyrir Kaiser og Tu- borg er fyrirtækið K. Karlsson en fyrir Budweiser 3-K Trading. Fram- kvæmdastjóri K. Karlssonar er Ing- var Karlsson og hann er um leið annar aðaleigandi 3-K Trading ásamt Magnúsi Jónassyni. -hlh Húnavatnssýslur: Ekið á 3 hross frá áramótum Frá áramótum hefur verið ekið á þijú hross í Húnavatnssýslu og hafa þau drepist vegna áverka. Á réttum mánuði hafa fimm hross drepist eftir að hafa orðiö fyrir bílum. Engin slys hafa orðið á fólki vegna þessa en bíl- ar hafa skemmst töluvert. Um síðustu helgi var kúplum af neyðarljósum lögreglubílsins á Skagaströnd stolið. Þjófurinn hefur ekki fundist. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.