Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. Fréttir Skoðanakönnun DV: Hinn innlendi og ódýrari bjór hefur meirihlutann Meirihluti fólks velur hinn inn- lenda og ódýrari bjór fram yfir er- lendan, átappaðan hér eða ixmflutt- an, samkvæmt skoðanakönnun DV. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Þar sem verðið verður mismunandi og skiptir auðvitað miklu var spurt: Hvaða bjór vilt þú helst fá: a) inn- lendan bjór á um 125 krónur, b) er- lendan bjór, átappaðan hér með leyfi, á um 145 krónur eða c) innfluttan bjór á um 160 krónur? Verðhlutfólhn fékk DV hjá ríkinu rétt áöur en könn- unin fór fram. Þetta eru því nýjustu verðhugmyndimar. Þær geta eitt- hvað breyst en hlutföllin ættu aö haldast miðaö við yfirlýsingar sfjómvalda. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar urðu þær að af heildinni kváð- Margir bíða spenntir eftir bjómum. ust 46,7 prósent mundu velja inn- lenda bjórinn, miðað við verðhlut- föllin sem fólust í spumingunni. 11,7 prósent sögðust mundu velja hinn erlenda bjór sem yrði tappað á hér. 9.3 prósent völdu innflutta bjórinn. 14.3 prósent af heildinni sögðust eng- an bjór vilja. Óákveðnir vom 15 pró- sent og 3 prósent vildu ekki svara. Af þeim sem tóku afstöðu með ein- hverjum framangreindra flokka bjórs sögðust því 69 prósent mundu velja íslenska bjórinn, 17,2 prósent hinn erlenda sem yrði tappaö á hér og 13,8 prósent völdu innflutta bjór- inn. DV kannaði í fyrra hvaða bjórteg- undir fólk vildi helst. Var þar ekki gert ráð fyrir að íslenski bjórinn nyti forréttinda í verði, enda völdu flestallir erlendar tegundir. Hein- eken, Carlsberg og Tuborg vora lang- vinsælastar. í þeirri könnun völdu aðeins um 15 af hundraði íslenskar tegundir. -HH DV Símiim í Vogum: Vonum að þetta sé komið í lag „Viö vonum að þetta sé komið í lag. Við höfum í tvlgang skipt um þaö í stööinni sem við höfum talið að orsakaði þessar bilanir. Við gerðum það síöast á þrettánd- anum og síðan hefur þetta verið í lagi. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvort svo er eða ekki,“ sagöi Hafidór Heiðar Agnarsson, tæknimaður hjá Pósti og síma. Símasamband í Vogum og á Vatnsleysuströnd hefur átt til að rofiia. I desember skiptu starfs- menn Pósts og síma um hluta í símstöðinni í von um að koma meö því í veg fyrir frekari bilan- ir. Það dugði ekki og síðast rofn- aöi sambandið á þrettándanum. Þá var aftur skipt um þá hluti í stöðinni sem líklegastir þóttu til aö vera valdir að bilununum. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi viögerð dugir til aö tryggja betra símasamband við Voga. -sme Smiði á togskipi senn að Ijúka GytB Kréstjánsson. DV, Akureyri: Smíöi á 250 tonna skipi hjá Slippstöðinni á Akureyri er nú komin á lokastig og segir Sigurð- ur G. Ringsted að hægt verði að afhenda skipiö eftir 4 mánuði ef kaupandi hafi þá fengist Skipið er fyrst og fremst byggt með togveiöar í huga, og sagði Sigurður að veröið á því væri sambærilegt og á sams konar skipi erlendis frá sem þá væri niðurgreitt af viökomandi ríki. Skipið var boðið ákveönum aðila í nóvember sl. á 230 milijónir króna en samningar tókust ekki. Þrátt fyrir það segist Sigurður G. Ringsted ekki reikna með aö Slippstöðin muni lenda í erfiö- leikum með að seJja skipið þegar smíöi þess lýkur. Ekki hefúr verið mikið um viö- gerðarverkefni h)á Slippstöðinni á Akureyri að undanfömu. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Vilja helst innlendan bjór á um 125 kr.......................... 280 eða 46,7% Vilja erlendan, átappaðan hér, á um 145 kr.............................. 70 eða 11,7% Viljainnfluttanáum160kr................ 56 eða 9,3% Vilja engan bjór....................... 86 eða 14,3% Óákveðnir.............................. 90 eða 15,0% Svaraekki.............................. 18 eða 3,0% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu með einhverjum umræddra flokka bjórs, verða niðurstöðurnar þessar: Vilja innlendan bjór á um 125 krónur.......... 69,0% Vilja erlendan, átappaðan hér, á um 145 kr.... 17,2% Vilja innfluttan á um 160 krónur............ 13,8% Niðurstöður skoðanakönnunar DV | Vilja innlendan bjór á um 125 kr. I I Vilja erlendan, átappaðan hér, á um 145 kr. □ Vilja innfluttan á um 160 kr. Kakan sýnir hlutföllin hjá þeim, sem á annað borð ætla að fá sér bjór, ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu. Ummæli ffollcs Karl sagöi að meira en nóg væri bjórinn yrði alltof dýr en skást fyrir af áfengi. Karl sagðist velja væri þá að velja íslenskan. Kona innfluttan bjór fyrir hvem mun, kvaöst óttast að margir unglingar þótt hann væri dýrari. Kona kvaöst mundu prófa bjórinn. Kona sagðist mundu taka hinn innlenda vegna vera á móti bjór. Hann mundi verðsins. Kona kvaðst mundu gefa leggja þjóðfélagið í rúst. Karl innlenda bjómum tækifæri. Verð kvaöst í byrjun velja ódýrasta bjór- og gæði þyrftu ekki endilega að inn. Síðan færi þaö eftir gæðum. fara saman. Kona sagði aö íslensk- Karl kvaö innfluttan bjór mundu ur þjór væri vondur. Karl sagði að verða bestan. Annar kvaðst auðvit- fyrst bjórinn kæmi myndi hann aðveljaíslenskt -HH prófa íslenskan bjór. Karl sagöi að í dag mælir Dagfari - Nú er það nýjast úr stórpóhtíkinni á íslandi að Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra sé orð- inn leiður á fjölmiðlafólki. Morgun- blaðið flutti okkur þessar fréttir um helgina og Dagfara fannst þessi tíðindi vera einhver þau alvarle- gustu sem gerst hafa í íslenskum stjómmálum um árabil. Steingrím- ur Hermannsson hefur verið ráð- herra í tíu ár. Hann er vakinn og sofinn í starfinu og hefur látiö mynda sig við öU möguleg tæk- ifæri. Hann er í laugunum, hann er í afmæUsboði, hann er í laxi, hann er við sjúkrabeð Stefáns Val- geirssonar og raunar hefur þessi maður ekki mátt hreyfa sig spönn frá rassi öðmvísi en ljósmyndari sé mættur á staðinn. Ekki vissi Dagfari annað en að Steingrími líkaði þetta vel. Hann hefur ekki aðeins látið mynda sig, heldur er hann reiöubúinn til að tjá sig við fjölmiðla um aUt milli himins og jarðar og ef hann er ekki plataður þá er hann að plata ein- hveija aðra og það hefur aldrei verið neitt lát á Steingrími. Þetta hefur gengið svo vel að Steingrím- ur er fyrir löngu orðinn langvin- sælasti stjómmálamaður landsins og gUdir þá einu hvort hann er plat- Steingrímur leiður aður eða aðrir era plataöir. Aðrir stjómmálamenn hafa öf- undast út í Steingrím fyrir alla þess athygU og ijölmiðlaumfiöllun og Jón Baldvin og Ólafm- Ragnar hafa gripið til þess örþrifaráðs að efna tíl kabarettsýninga á rauðu ljósi og Stefán Valgeirsson lagðist veikur og fékk myndir af sér í blöðuninn fyrir vikið. Minna er talað við Þor- stein Pálsson, en hann viU líka vera í sviðsljósinu og skrifar ákaft í málgagnið til að minna á sig. Al- bert er á fórum til Frakklands en hann hefur verið í fremstu röð þeirra stjómmálamanna sem hafa notið góðs af fjölmiðlafárinu og gerir það heldur ekki endasleppt. Albert er hættur að agnúast út í Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjóm- ina en gerir það að svanasöng sín- um að atyrða sinn eigin flokk og mælist það vel fyrir. Má af þessu sjá að menn gera ýmislegt tíl að komast í fjölmiðlana eins og Stein- grímur og lái þeim hver sem viU. Þess vegna em það tíðindi þegar Steingrímur snýr aUt í einu við blaðinu og segist vera orðinn leiður á þessu fjölmiðlafári. Honum hefur meira að segja dottið í hug að loka Stjómarráðinu fyrir blaðasnápum til að hafa frið. í ljósi þeirrar stað- reyndar aö sá er vinsælastur sem mest er í fjölmiðlum og í ljósi þess að allir aörir stjómmálamenn keppast um að komast í fjölmiðlana eins og Steingrimur, þá er Dagfari hálfhissa á þessum hringsnúningi í Steingrími. Hvða meinar maður- inn? Er honum Ult eða hvað? Ætlar hann að hætta í póUtík? Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef Steingrímur hættir að koma fram í fjölmiðlum og enginn veit hvenær hann verður plataður og enginn veit hvað Steingrímur er að gera eða hugsa þá stundina. Menn koma til með að gapa og gleypa vind og þjóðin verður átta- viUt og ráðalaus og aðrir stjóm- málamenn vita ekki sitt rjúkandi ráð þegar Steingrímur hættir að vilja tala við fjölmiðla. Kannske er hann orðinn leiður á sjálfum sér? Kannske er hann orðinn leiður á því að láta plata sig fyrir opnum tjöldum eða þá hann ætlar að hætta að segja frá því þegar hann er plat- aður. Enginn segir Dagfara aö Steingrímur hætti að láta plata sig þótt hann taU ekki við fjölmiðla. Maður með svona yfirburðagreind og mikla þekkingu á öUu miUi him- ins og jarðar hættir ekki aö láta plata sig. Maður sem nýtur jafn- mikiUa vinsælda og Steingrímur fyrir að láta plata sig hlýtur að vfija að hann verði plataður áfram. Það getur vel verið að þjóðin sé orðinn leið á Steingrími og fjölmiðl- arnir orðnir leiðir á aö segja frá því hvað Steingrímur segir. En það er útilokað mál að Steingrímur sé orðinn leiður sjálfur. SennUega er þetta ómerkUegur áróður gegn Steingrími, sem Morgunblaðið finnur upp til aö gera lítiö úr hon- um. En Steingrímur á þetta ekki skUið og það er líka misskUningur hjá Mogganum að verða leiður á Steingrími. Enginn hefur gert íhaldinu meiri greiöa en einmitt Steingrímur. Það sýna skoðana- kannanimar. í guðanna bænum ekki láta Steingrím hætta að láta plata sig! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.