Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989.
Fréttir
Ræktunarsamband Vestur-Barðastrandarsýslu:
Félagsmenn f ullvissir um að
fjársvik hafi verið framin
- sambandið er til gjaldþrotaskipta
„Við höfum grun um að ekki
hafi allt verið með felldu í þessiun
rekstri. Við teljum að fuU ástæða
sé til að rannsaka sölu á eignum
Ræktunarsambandsins. Það er
greinilegt aö hluti eignanna, aðal-
lega tæki, var seldur talsvert undir
kostnaðarverði. Bróðir fyrrverandi
framkvæmdastjóra keypti meðal
annars eitt tæki, sem var ónotað
með öllu, fyrir aðeins hluta þess
verðs sem tækið var keypt á. Eins
hafa ársreikningar fyrir undanfar-
in þrjú ár ekki verið endurskoðað-
ir. Við teljum fullvíst að við gjald-
þrotameðferðina komi sitthvað í
Ijós sem rennir stoðum undir grun
okkar,“ sagði einn þeirra sem á
hlut í Ræktunarsambandi Vestur-
Barðastrandarsýslu.
„Við fengum ekki menn til að
endurskoða ársreikningana. Það
var samþykkt aö félagið starfaði
ekki lengur og það er nú til gjald-
þrotaskipta hjá sýslumanni. Ef það
er rétt að ekki sé allt eins og það á
að vera þá kemur það væntanlega
fram við gjaldþrotameðferðina.
Það er rétt að ekki var staðið að
sölu eignanna eins og ætlað var.
Það átti að halda fund um söluna
en var ekki gert. Sumt af tækjunum
mun hafa gengið á móti skuldum.
Við höfum ekki séð ástæðu til að
leggja fram kæru á hendur neinum
vegna þessa,“ sagði Ólafur Sveins-
son sem var stjómarformaður
Ræktunarsambands Vestur-Barða-
strandarsýslu.
„Það er ekki víst að það verði
skipaður bústjóri. Bústjóra þarf að
greiða laun og það er alls óvíst að
þrotabúið eigi eignir til að greiða
þau laun. Það verður haldinn
skiptafúndur fljótlega og þá ætti að
koma fram ef eitthvað er athuga-
vert við sölu eigna eða annað hjá
Ræktunarsambandinu," sagði
Stefán Skarphéðinsson sýslumað-
ur í Barðastrandarsýslu.
„Ég veit ekki hvað er að gerast í
þessu máli. Það er kannski ekki það
versta að Ræktunarsambandið er
ekki lengur til. Hitt er verra að vita
með hvaða hætti það lagðist af. Það
er nóg að horfa upp á Sparisjóðinn
okkar fara svona þó að þetta bætist
ekki við. Ég er þess fullviss að það
vantar töluverða peninga úr sjóð-
um Ræktunarsambandsins. Til
dæmis var hús sem Ræktunarsam-
bandið átti í Tálknafirði selt á
nauöungaruppboði. Mestur hluti
þeirra skulda sem var á húsinu var
vegna vangoldins söluskatts.
Framkvæmdastjórinn skilaði ekki
inn söluskattsskýrslum og því var
söluskatturinn áætlaður. Þetta
sýnir vel hvemig sfjóm var á
þessu. Eins virðist enginn vita hvar
öll þau verkfæri sem Ræktunar-
sambandið átti em nú niður kom-
in,“ sagði bóndi í Rauðasands-
hreppi. Hann vildi ekki láta nafns
sínsgetiðfrekarenaðrir. -sme
Kærumál Flugleiða hf.:
Strandar á því hvor
eigi að haf a frumkvæðið
- fondur deiluaðila hefur verið boðaður í dag
Samkomulag hefur enn ekki tekist
í kæmmáh Flugleiða hf. gegn Versl-
unarmannafélagi Suðumesja þrátt
fyrir tilraunir til sátta án þess aö
málið komi fyrir dóm. Málið stendur
nú þannig að þeir sem fara með
málið fyrir Flugleiðir hf. em tilbúnir
til að draga kæruna til baka ef verka-
lýðshreyfingin gefur yfirlýsingu um
að millilandaflugið verði ekki stöðv-
að komi til verkfalls í framtíðinni.
Verkalýöshreyfingin aftm- á móti vill
að kæran verði dregin til baka fyrst.
Þá um leið gefi þeir Flugleiðum hf.
tryggingu fyrir því að allt verði gert
sem hægt er til að tryggja að milli-
landaflugið stöðvist ekki.
Þeir aðilar innan verkalýðshreyf-
ingarinnar sem DV hefur rætt við
segja að engin leiö sé fyrir hana að
gefa út opinbera yfirlýsingu þessa
efnis. Hún geti heldur ekki fullyrt
að ekki komi til verkfalls viö milli-
landaflugið. Orðalagið yrði að vera
mjög loðið.
í dag hefur verið boðað til fundar
þeirra sem vinna að lausn kæm-
málsins án þess að það komi fyrir
dóm.
í könnun, sem Gallup á íslandi
gerði fyrir Vinnuveitendasambandið
um kærumálið, kom út einkennileg
niðurstaða. Spurt var hvort rétt hefði
verið af Flugleiðum hf. að kæra VS
til að fá skorið úr þessu deilumáli
sem upp kom í verkfallinu í fyrra.
Því svöraðu 61,2 prósent aðspurðra
játandi. Einnig var spurt hvort rétt
væri að fara með deilur sem upp
koma í verkfóllum fyrir dómstóla og
því svaraði mikill meirihluti neit-
andi, eða 329 en 229 töldu það rétt.
Meirihluti taldi rangt af verkalýðs-
félögunum að hóta því að hætta að
skipta við Flugleiðir hf. vegna þessa
máls.
-S.dór
Flugvöllurinn á Akureyri er nú
nánast kominn i það form sem
hann þarf að vera til þess að upp-
fylla alþjóðlegar kröfur um vara-
fiugvelli Þetta sagði Steingrímur
J. Sigfússon samgönguráðherra á
AlWnoi f oflar hooflT hmcroálvlfhin-
artillaga um alþjóðaflugvöll á Eg-
ilsstöðum var rædd. Sagði ráðherra
að nú þegar væm nokkrir flugvell-
ir varaflugvellir í handbækur flug-
manna.
Þá gerði samgönguráðherra
grein fýrir stefnu sinni varðandi
en hann ítrekaði aö
ráðherra hafa óskað eftir
því við flugmálastjóra að unnið
yrði að lausn þess
ramma flugmálaáætlunar. Hefðu
flugmálastjóri og flugmálastjóm
veriö beðin um skýrslu um þetta
efhi Sagöist ráðherra hafa fengið
þessa skýrslu í hendur í janúar og
væri stefnumörkun hans byggð á
henni. Stefna ráðherra er þessi:
1. Samgönguráðherra telur rétt
að fára í ákveðnar viöbótarúrbæt-
ur á Akureyrarflugvelli Það verði
til þess að hann geti betur þjónað
því hlutverki sem varaflugvöllur
fyrir millilandaflug sem hann hef-
ur þegar í dag, bæöi fyrir Boeing
vélar Amarflugs og Flugieiða. Þaö
kostar á bilinu 50 til 60 mifljónir
króna.
2. Í
framkvæmdir á
velli, sem þar standa yfir og verða
verði fullbúinn sera
alþjóðlegur flugvöllur. Það verði
þá miðað við ýtrustu afkastagetu
tveggja hreyfla flugvéla og almennt
farþegaflug. Þetta felur það í sér
að reiknað veröur með að brautin
á Egilsstöðum verði lengd í allt að
2.700 metra. Heildarframkvæmdir
á Egilsstöðum, aukinn útbúnaður
ónir króna.
3.
verði ákveðið hvaða flugvellir á
hefur hann þe^rgerttiliögurum.
endurskoðun á 10 ára
. Hana á að endur-
-SMJ
Hafskipsmálið:
Dómsformaðurinn vill losna
Pétur Guðgeirsson, dómsformaður
í Hafskips- og Útvegsbankamálinu,
hefur óskað þess að verða leystur frá
störfum í máiinu. Pétur er venslaöur
tveimur aöilum sem tengjast málinu
- þó ekki neinum ákærðu. Gunnlaug-
ur Briem yfirsakadómari hafiiaði
beiöni Péturs. Sama geröu meðdóm-
endur hans - þau Amgrímur ísberg
og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Jónatan Þórmundsson, sérstakur
saksóknari í málinu, hefur kært þá
ákvöröun Sakadóms til Hæstaréttar.
„Pétur hefur fullgilda ástæðu til að
óska þess að verða leystur frá þessu
starfi. Þetta er gert í góðu samkomu-
lagi og þaö er nauðsynlegt að Hæsti-
réttur skeri úr um þetta atriöi,“ sagöi
Jónatan Þórmundsson.
-sme
Þeir Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páisson mættust á opnum
fundi á Hótel Borg í gær eins og hér sést. Á milli þeirra situr Baldur Guð-
iaugsson lögmaður. Mikið fjölmenni fylgdist með fundinum en þar sagöi
Steingrímur meöal annars að hann óskaði þess að hérlendis yrði efnt til
opins fundar meö Greenpeace-samtökunum. Hefur forsætisráöherra sent
þeimboðþarum. DV-myndKAE
Verslunarráð íslands:
Viðskipti við ísland
víða orðin „vandamál“
Verslunarráð íslands hefur farið
fram á það við sjávarútvegsráðherra,
Halldór Ásgrímsson, að hann kalli
saman sérstakan samráðsfund allra
útflytjenda í landinu. Þar verði tekið
fyrir hvort verið sé að stefna allt of
miklum hagsmunum í voða vegna
óbreyttrar stefiiu í hvalveiðimálun-
um. Segir Verslunarráðið að víða
erlendis séu viðskipti við íslendinga
að verða „vandamál.“ Fleiri og fleiri
kaupendur íslenskrar vöm og þjón-
ustu muni leitast við að leysa
„vandamálið" með því að hætta við-
skiptum við íslendinga.
Verslunarráðið segist ekki sjá neitt
athugavert viö hvalveiðar sem slíkar
og hingað til ekki hafa mælt gegn
stefnu stjómvalda í málinu. Nú virð-
ist málið hins vegar vera komið á
nýtt stig þar sem ótti og óþægindi
íslenskra útflytjenda em að breytast
í töpuð viðskipti. íslenskir útflytj-
endur séu nú í sífellt auknum mæli
að fá á sig vandamálastimpil.
Barátta íslendinga á erlendum
mörkuðum er gífurlega hörð, segir
Verslunarráðiö. Því sé Ijóst að það
hjálpi ekki til að velja sér baráttuað-
ferðir þar sem jafnframt þarf aö yfir-
vinna þann andróður sem íslending-
ar verða fyrir vegna hvalamálsins.
-S.dór
Hrun lagmetismarkaðarins í Þýskalandi:
Núhefur41 maður misst atvinnuna
Að því er segir í skýrslu Sölustofn-
unar lagmetis til Halldórs Ásgríms-
sonar sjávarútvegsráðherra hefur 41
maöur nú þegar misst ptvinnuna
vegna ákvarðana þýskra verslana
rnn að selja ekki íslenskt lagmeti
vegna hvalamálsins. Enn fremur
segir að ef sölutregða á lagmeti frá
íslandi aukist enn á Þýskalands-
markaði séu 119 störf til viðbótar í
hættu. Þar með hafi 160 manns misst
vinnu sína vegna hvalveiðimálsins.
Nú þegar hafi tapast markaðir í
Þýskaíandi upp á 430 mifljónir króna
og óbreytt stefna íslendinga í hval-
veiðimálinu muni leiða til þess að
tapaðir markaðir í Þýskalandi fyrir
niðurlagða vöm árin 1988, 1989 og
1990 nemi samtals 1400 mifljónum
króna. Þær lagmetisverksmiðjur,
sem unnið hafa fyrir Þýskalands-
markað, em tíu talsins. Segir í
skýrslunni að ljóst sé að nokkrum
þeirra verði að loka alveg en aðrar
verði að draga stórlega saman seglin.
Því er spáð að óbreytt hvalveiði-
stefna okkar muni leiöa til minnk-
andi sölu á lagmeti í fleiri löndum
en Þýskalandi.
Þá er á það bent hve mikil og dýr
vinna liggur aö baki markaðsöflun
þeirri sem Sölustofnun lagmetis hef-
ur unnið að undanfarin ár í sam-
vinnu við verksmiðjumar. Nú sé það
starf aö engu orðið og því fari fjarri
að verksmiðjumar hafi fjármagn til
að kosta markaðsleit og uppbyggingu
í einhverjum öðram löndum.
-S.dór