Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Vafasamar hótanir Ýmis verkalýðsfélög og samtök launafólks hafa haft í hótunum um að hætta viðskiptum félagsmanna sinna við Flugleiðir. Orsökin er sú að Vihnuveitendasamband- ið hefur, að undirlagi Flugleiða, kært til félagsdóms at- vik og atferli Verslunarmannafélags Suðurnesja í verk- fallsátökunum á síðasta vetri. Þá hindruðu verslunar- menn yfirmenn Flugleiða í afgreiðslu farþega á Kefla- víkurflugvelh. Kom til átaka og ryskinga sem enn eru mönnum í fersku minni. Flugleiðir telja að aðgerðir verslunarmanna hafi verið ólögmætar og vilja fá úr- skurð dómstóla um rétt sinn og skyldur þegar til verk- falla kemur. Heldur er það óvanalegt að til slíkra málaferla komi. Oftast er gert samkomulag um að láta eftirmál falla niður þegar kjarasamningar takast. Þrátt fyrir löng og ströng verkföll hér á landi og allítarlega löggjöf þar að lútandi hefur aldrei fengist úr því skorið hvar málsaðil- ar standa, né heldur hversu langt verkfallsmenn geta gengið til að hindra starfsemi yfirmanna sem ekki eru í verkfalh og ganga 1 störf annarra. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi er ekki óeðlilegt þótt upp úr sé kveðið um það hvað má og hvað má ekki í verkfollum. Ætti það að vera beggja hagur því ólíklegt er að launafólk vHji standa að lögbrotum þótt það berj- ist fyrir bættum kjörum. Eins er það áreiðanlega ekki áhugi yfmnanna eða atvinnurekenda að brjóta rétt á starfsfólki sínu. Kæra vinnuveitenda vegna atburðanna á Keflavíkur- flugvelh í fyrra sýnist því hafa skynsamlegan tilgang og eiga fuUan rétt á sér. Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar brugðist hart við og lætur samtök sín hóta hálfgerðu viðskiptabanni á Flugleiðir ef kæran verður ekki feUd niður. Það er jafnvel tahð koma til greina að beina viðskiptum tH erlendra flugfélaga í hefndarskyni við íslenska flugfélag- ið. Það er í sjálfu sér umhugsunarvert hvort launasam- tök hafi siðferðHegan rétt til þess að skikka félagsmenn sína tH að hHta þessari afstöðu. Er ekki fólk frjálst ferða sinna? Er það gefin staðreynd að hver og einn launamað- ur vHji sniðganga Flugleiðir þótt fyrirtækið hafi uppi málsókn gegn Verslunarmannafélagi Suðumesja? Er verkalýðshreyfmgin á móti því að lögum sé hlýtt og dómstólar skeri úr um ágreiningsmál? Það er enginn að hafa á móti verkfoUum heldur því einu að verkföU séu misnotuð eða að línur séu skýrðar hvar deHuaðUar standi næst þegar tH sambærilegra verkfaUa kemur. Viðbrögð og hótanir verkalýðshreyfingarinnar eru veikleikamerki - ómálefnalegt upphlaup í krafti fjölda- samtaka sem vUja fara sínu fram utan við lög og regl- ur. Hótanimar benda til að verkalýðsforingjamir efist um málstað sinn og hræðist formlegan dóm og fordæm- ið sem þannig fæst. Og ef verkalýðshreyfingin er í stríði við Flugleiðir, hvað ætlar hún þá að gera ef og þegar Flugleiðir sitja einir að markaðnum hér heima ef Amar- flug verður sett undir hatt Flugleiða? Ætlar verkalýðs- hreyfingin að beina viðskiptum sínum tU erlendra flug- félaga sem eflaust em hálfú skilningsminni á hagsmun- um íslensks launafólks? Það væri skaði ef Flugleiðir gefa efdr í þessu máh. Það á enginn að þurfa að beygja sig fyrir hótunum. ís- lensk verkalýðshreyfmg á að virða rétt annarra, alveg eins og aðrir virða hennar eigin rétt. EUert B. Schram Flugvél varnarliösins af gerðinni Orion á eftirlitsflugi fyrir sunnan Vestmannaeyjar. Keflavik og kjamavopn Kvennalistakonur hafa nú mas- að og hjalað sig saman til þeirrar niöurstöðu að úr því að risaveldin séu að minnka kjamorkuvígbúnað sinn eigi íslenthngar að minnka sinn vígbúnað líka, til dæmis með því að stöðva framkvæmdir við flughlöð við flugstöðvarbygging-- una í Keflavík. Forsætisráðherra hefur gert það þeim til geðs að lýsa ísland kjam- orkuvopnalaust svæði með bros á vör enda útlátalaust fyrir hann. Hann veit sem er aö þetta er ekki annað en innihaldslaust slagorð. Sjálfur hef ég aldrei skihð hvað átt er við með kjamorkuvopnalausu svæði, allra síst getur það átt við ísland sem er umkringt kjamorku- vopnum á hveijum degi. Þessi vopn em að vísu hvorki sjáanleg né áþreifanleg og því óraunveruleg fýrir marga en þau era engu að síður mjög raunveruleg. Hlutverk okkar íslendinga á ekki að vera aö torvelda eftirht með þeim heldur þvert á móti efla það. Það er á því sviði sem hlutverk ís- lands í afvopnunarmálum getur verið stórt. Ef einhvem tímann kemur til raunverulegrar afvopn- unar munu íslendingar geta gegnt mikilvægu hlutverki í eftirhti með að það samkomulag sé virt, meðal annars með þvi að manna þær rat- sjárstöðvar sem nú er verið að reisa. Eftirlit Það hggur í hlutarins eðh að risa- veldin gefa ekki hvort öðra upplýs- ingar um herstyrk sinn, viðbúnað eða vígbúnað. Fyrir 16 árum gerði ég yfirgripsmikla úttekt á hlutverki herstöðvarinnar í Keflavík í al- þjóðlegu samhengi og fékk til þess aílar upplýsingar sem þurfti h)á æðstu stjóm Nató og Bandaríkja- hers, auk upplýsinga í herstöðinni sjálfri. Á þessum 16 árum hefur mikil- vægi Keflavíkurstöðvarinnar auk- ist ef eitthvað er, með sívaxandi vígbúnaði á hafinu. Aliir kafbátar Sovétmanna, sem fara út á vestan- vert Atlantshaf, verða að fara fram hjá íslandi og þaö em Orionvélam- ar í Keflavík sem finna þá flesta með aðstoð SOSUS hlustunardufla- keðjunnar á hafsbotni, aht frá Grænlandi til Skotlands. Árið 1973 fundu þessar vélar um þijá fjórðu ahra kafbáta á vestan- verðu Atlantshafi sem yfirher- stjómin í Pentagon hafði á sínum kortum. Síðan hefur þetta hlutfah hækkað og er nú yfir 90 prósent. Þessir kafbátar fara nú orðið flestir norður fyrir, mihi íslands og Grænlands, og em hluta leiðarinn- ar innan 200 mílna efnahagslögsög- unnar. Aö auki fara nokkrir fyrir sunnan land. Bandarískir kafbátar em hka á ferðinni og halda sig fyrir austan land á siglingaleiðum sovéska flot- KjaUaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður ans frá Kólaskaga. Sumir þessir kafbátar, sem em flestir kjam- orkuknúnir, em búnir langdræg- um flugskeytum sem hafa aht að fimm Kjamaodda hvert og í hveij- um þeirra geta verið 60 th 80 kjamaoddar. Hvernig getur ísland verið kjam- orkuvopnalaust svæði með slíkan gjöreyðingarkraft í sjónum aht umhverfis nær þvi daglega? Upplýsingar um þessar kafbáta- ferðir em mikilvægasta hlutverk herstöðvarinnar í Keflavík þótt hún sinni hka eftirhti með flugi Sovétmanna suðvestur eftir Atl- antshafi frá bækistöðvunum á Kólaskaga. Raunhæfar upplýsing- ar um vígbúnáð era sá grunnur sem öh afvopnun verður að byggj- ast á ef til kemur. Keflavíkurstöðin hefur mjög takmarkaða árásargetu enda er það ekki hennar hlutverk. Afvopnun í því andrúmslofti afvopnunar, sem nú ríkir eftir samkomulagið um eyðingu meðaldrægra kjam- orkuvopna, vih gleymast að meðal- dræg kjamorkuvopn em aht að því aukaatriði í vígbúnaöi risaveld- anna. Þau gjöreyðingarvopn, sem mest ógn stendur af, era langdrægu vopnin. Ahar aðrar tegundir kjamavopna skipta minna máh. Það er ekkert samkomulag um fækkun langdrægra vopna. Við- ræður um þau, svokahaðar START viöræður (Strategic Arms Reduc- tion Talks), era þær viðræður sem öh raunveruleg afvopnun veltur á. Aðrar viðræður, sem era í gangi, svo sem MBFR fundimir í Vín um gagnkvæma fækkun í herhði og minnkun hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu, hafa ekki verið annað en árangurslaust þjark í 17 ár. Jafnvel þótt skriður kæmist á MBFR við- ræðumar mundu þær ekki snerta Keflavíkurstöðina beint, hún fehur ekki innan þess ramma. Þær START viðræður, sem fyrir- hugaðar era mihi risaveldanna, snúast um langdræg flugskeyti á landi, MX flugskeyti og fleiri af því tagi. Það síðasta sem samkomulag verður gert um, ef þá eitthvert sam- komulag verður gert, verður um langdræg flugskeyti um borð í kaf- bátum. Kafbátamir era þau tromp sem síðast verður sphað út því að þeir era trygging beggja fyrir því að þeim verði aldrei komið svo í opna skjöldu að þau geti ekki svar- að árás með gagnárás. Það er ipjög langt í land að tortryggni mihi risa- veldanna eyðist nóg th þess aö þau fari að fækka kjamorkukafbátum. Hjutverk íslands ísland er ekki kjamorkuvopna- laust svæði þótt hér séu ekki kjam- orkuflugskeyti th árása. Kjama- vopnin eru aht umhverfis okkur í seilingarflarlægð. Sá kjamorku- vígbúnaður, sem er í höfunum umhverfis, er fyrst og fremst sov- éskur. Það er ekki leiðin th að draga úr þessum vígbúnaði að mótmæla við Nató. Herskip frá Nató, sem kannski og kannski ekki hafa kjarnavopn innanborðs, era aftur á móti áþreif- anleg og þeir sem viija taka sér Dani eða Svía th fyrirmyndar, sem sjálfir era umkringdir kjamavopn- um, geta mótmælt ef herskip kem- ur í heimsókn. En sú leið, sem ein er fær th að íslendingar geti eitt- hvað lagt af mörkum th afvopnun- armála, er fólgin í samstarfi við bandalagsríki okkar um eftirht með þeim langdrægu kjamavopn- um sem stöðugt er að finna á okkar yfirráöasvæði. Þær upplýsingar, sem þannig er aflað, geta síðar lagt grunn aö raunhæfum viðræðum risaveld- anna um að draga úr vígbúnaði á höfunum. Þær svoköhuðu hemað- arframkvæmdir, sem nú er unnið aö á íslandi, era hður í aö efla þetta eftirht og tryggja með því friöinn, bæði aö óbreyttu ástandi og ekki síður þegar og ef th afvopnunar kemur. „ísland er ekki kjamorkuvopnalaust svæöi þótt hér séu ekki kjamorkuflug- skeyti til árása. Kjamavopnin eru allt umhverfis okkur í seilingarfjarlægð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.