Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989.
15
Hin íslenska efnahagsfáfræði
Lesandi góður. Hefur þú gert þér
grein fyrir því að öll mannleg
vandamál eru í raun og veru eitt
og sama vandamálið?
Og hvað skyldi það nú vera? Jú,
öll mannleg vandamál eru ekkert
annað en fáfræði. Fáfræði í einni
eða annarri mynd. Efnahagsmál
eru þau mannlegu vandamál sem
brenna hvað heitast á okkur ís-
lendingum þessa dagana, hafa gert
æði lengi og munu gera um ófyrir-
sjáanlega framtíð.
Einföld fræöi
Efnahagsmál í sinni einfoldustu
mynd fjalla um það aö eiga fyrir
skuldum og afla meira en eytt er.
Hvort þessi mjög svo einfalda hug-
myndafræði snýst um fjölskyldu,
fyrirtæki, stjómmálaflokk, fjöl-
miðil, þjóðfélag eða eitthvað annað
skiptir í raun ekki nokkru einasta
máli. Kjami málsins er alltaf sá
sami og öll grundvaUaratriðin al-
veg eins.
Þetta virðuifist við íslendingar
aldrei ætla að læra.
Ég ætla ekki að fara að þylja hér
tölur um milljarða, prósentur eða
annað, máli mínu til stuðnings.
Einstaklingar, fjölskyldur, fyrir-
tæki og heilu byggðarlögin era
núna komin á heljarþröm. Ástand-
ið á höfuðborgarsvæðinu er ekkert
betra en úti á landi. Atvinnuleys-
isvofan er komin á stjá. Sú mann-
lega plága sem við íslendingar höf-
um stælt okkur hvað mest af að
vera lausir við. Forsætisráðher-
rann hefur sjálfur réttilega lýst
ástandinu sem þjóðargjaldþroti.
Þarf frekar vitnanna við?
Það sem er alvarlegast í þessu
máli er að núna er ekki hægt að
kenna utanaðkomandi aðstæðum,
svo sem aflabresti, verðfalli á sjáv-
arafurðum, náttúmhamförum eða
öðm um. Nei, takk! Núna búum
viö við eitthvert mesta góðæri sem
Kjallariim
Brynjólfur Jónsson
hagfræðingur og formaður
efnahagsnefndar
Borgaraflokksins
komið hefur í þau 1115 ár sem við
höfum verið á þessari eyju.
Núna er skýringin mislukkuð
efnahagsstjórn á íslandi. Og vand-
inn leysist ekki fyrr en efnahags-
stjórnunin er komin í rétt lag. Svo
illa er hægt að stjórna efnahags-
málum að hér verði algjört hmn,
hrun í góðæri, hrun sem á sér ekki
hliðstæðu í vestrænni sögu á frið-
artímum. Og því miður er það hmn
ekki langt undan.
Hvernig má þetta vera? Svarið er
átakanlega einfalt!
Það er þetta eina vandamál, eins
og öll önnur mannleg vandamál.
Svarið er. Mannleg fáfræði!
Hugsið ykkur að mannleg fá-
fræði, heimska á alvarlegu háu
plani og stjómleysi geta jafnast á
við náttúruhamfarir, hallæri og
jafnvel drepsóttir til foma.
Nú er vont að geta ekki kennt
Dönum um!
Ég ætla rétt að drepa á þau atriði
sem að dómi okkar borgaraflokks-
manna em byggð á hvað mestri
fáfræði í íslenskri efnahagsstjóm í
dag.
Verðlag og vísitölur
Vísitölur og sjálfvirk tenging
verðlags við vísitölur af öllum
mögulegum og ómögulegum sort-
um hefur hvergi í veröldinni, svo
vitað sé, leyst meiri vandamál en
það skapar. Vísitölutrygging á alla
vega íjárskuldbindingum, miðað
við lánskjaravísitölu svona eða
lánskjaravísitölu hinsegin, bygg-
ingavísitölu, framfærsluvísitölu,
húsaleiguvísitölu og hvað þær
heita nú allar þessar vísitölur, em
séríslenskt fyrirbrigði og sýna al-
varlegan skort á greindarvísitölu
og ekkert annað.
Gengisskráning, sem skráir gengi
íslensku krónunnar árum og ára-
tugum saman þannig að miklu
meira fjármagn streymir út úr
landinu en inn í það, hefur mjög
einföld áhrif. Skuldasöfnun eða
hallæri ella. Fyrirtæki og fjölskyld-
ur, sem eyða meira en aflað er, fara
bara á hausinn. íslenska þjóðar-
búið er ekkert annað en allar fjöl-
skyldur og einstaklingar á íslandi,
öll fyrirtækin og samtök þessara
aðila samanlagt.
Var einhver að tala um þjóðar-
gjaldþrot?
Efnahagsstefna, sem beinlínis
hefur það að markmiði að tryggja
það að meira af verðmætum renn-
ur út úr landinu en inn í það kem-
ur, setur fjölskyldumar, fyrirtækin
og þjóðarbúið sjálft fyrr eða síðar
á hausinn. Svona vinnubrögð við
skráningu gengis em landráð ef
þeir menn sem að slíku standa hafa
vit á því sem þeir eru að gera. Ég
vil ekki brigsla löndum mínum um
það. Fáfræði á afar alvarlega háu
stigi hlýtur því að vera skýringin.
Þama er önnur tegund fáfræði á
ferðum.
Allra hagur
Á fáu hefur verið klifað jafnoft
og ítarlega á síðustu árum og þörf-
inni á að lagfæra kjör hinna lægst
launuðu og þeirra sem minna mega
sín í þjóðfélaginu. Þetta tekur Borg-
araflokkurinn heils hugar undir og
er í dag eini stjómmálaflokkurinn
sem beitir sér fyrir því að eitthað
sé gert í málinu. Að afnema skatt-
lagningu á matvælum er einfald-
asta, tryggasta og fljótlegasta leiðin
til að jafna verulega lífskjörin í
þessu landi. Við skulum sækja tekj-
ur ríkisins í vasa skattborgaranna
með öðrum hætti.
Þama er þriðja tegund fáfræð-
innar að hrella landsmenn, ef þeir
meina eitthvað með þyí sem þeir
segja.
Fjármagnskostnaður einstakl-
inga, fjölskyldna, fyrirtækja og rík-
issjóðs er allt of hár. Fjármagns-
kostnaður, sem heimilin, atvinnu-
fyrirtækin og meira að segja ríkis-
sjóður stendur ekki undir, leiðir
af sér eyðslu umfram það sem aflað
er og fær ekki staðist. Að ætla ís-
lensku þjóðarbúi að búa við slíkt
er heimska. Það er allra hagur að
raunvextir séu jákvæðir en okur
er öllum til bölvunar. Hver hagnað-
ist á starfsemi Avöxtunar hf.? Fyr-
irtækin sem fóm á hausinn vegna
okurlána? Einstaklingamir sem
vom að ávaxta fé sitt með óraun-
hæfum ávöxtunarkröfum? Eigend-
ur fyrirtækisins? Nei, þama höfum
við í smækkaðri mynd gott dæmi
um það hvemig sú mannlega fá-
fræði að ætla sér að ávaxta pund
sitt á óraunhæfan hátt endar.
Stjórnlaus útþensla ríkisbákns-
ins upp á síðkastið er enn ein teg-
und mannlegrar fáfræði og skapar
meiri vandamál en hún leysir.
Borgaraflokkurinn vill taka af
festu á máhnu en hvemig? Komið
með raunhæfar tillögur, er sagt.
Hið eina raunhæfa í málinu er að
skipta ríkisbákninu, sem enginn
virðist ráða lengur viö, niður í við-
ráðanlegar einingar. Gera eitt stórt
og óviðráðanlegt vandamál að
mörgum smærri og viðráðanlegum
vandamálum. Þar verður að byrja.
Borgaraflokkurinn vill færa svo
mikið af ríkisumstanginu og
ákvörðununum út í hin dreifðu
hémð sem frekast er unnt og held-
ur of mikið en of lítið og hefur flutt
um það raunhæfar og góðar tillög-
ur.
Ég held nú að það sé ekki lengur
spumingin hvort heldur hvenær
og hvernig þessar tillögur verða
framkvæmdar og kannske líka
hver eignar sér þær þegar þar að
kemur.
Þær em nefnilega æði margar
góðu hugmyndimar sem hafa kom-
ið frá borgaraflokksmönnum og
verið framkvæmdar í nafni ann-
arra. Að vinna heiðarlega og mál-
efnalega og horfa svo á aðra hirða
afraksturinn er hluti af því að vera
sannur borgaraflokksmaður. Það
er samt ein leið til að láta gott af
sér leiða.
Stefna Borgaraflokksins í efna-
hagsmálum er í mjög einfóldu máli
þannig. Mannlegt átak gegn fá-
fræði.
Brynjólfur Jónsson
„Svo illa er hægt að stjórna efnahags-
málum að hér verði algjört hrun, hrun
í góðæri, hrun sem á sér ekki hliðstæðu
í vestrænni sögu á friðartímum. Og því
miður er það hrun ekki langt undan.“
Svarti listiim:
Abending til ráðherra
Á dögunum var forsætisráðherra
íslands á ferð hér á Suðumesjum
og hélt fund með kjósendum. Margt
fróðlegt kom þar fram en því miður
fátt skemmtilegt. í ágætu erindi,
sem ráðherrann flutti, lét hann í
ljósi þá skoðun að skuldir fyrir-
tækja mættu að jafnaði ekki vera
meiri en velta viðkomandi aðila á
ári. Að sjálfsögðu sagði ráöherrann
að hér væri um að ræða eins konar
„þumalputtareglu" sem ekki væri
algild.
Til dæmis væri ekki sama hvort
skuldir væru til langs tíma eða
skamms. Einnig hefði hæð vaxta
sitt að segja í þessu efni. Ég held
að þetta sem ráðherrann sagði sé
mikið rétt. Og það sem meira er -
ég held að þetta eigi ekki eingöngu
við fyrirtæki heldur einnig heimili.
Offjárfesting heimilanna
Eitt af því sem menn hafa haft
sem ádeilu á gjaldþrota einstakl-
inga, félaga G-samtakanna á ís-
landi, er það að þeir hafl eytt um
efni fram. Þetta er sjálfsagt rétt í
mörgum tilvikum. En hvemig hafa
þeir þá fjárfest um of? Örugglega
oft í hinn mesta óþarfa. En ég held
að þess þurfi ekki með til að lenda
í vandræðum. Stofnun heimihs á
íslandi er í sjálfu sér offjárfesting
ef við notum sömu reglu og Stein-
grímur hafði um fyrirtækin. Þegar
ung hjón, sem hafa 12-15 hundruð
þúsund í laun á ári (ársveltu),
kaupa íbúð, sem kostar 4-5 milljón-
ir króna, þá hafa þau reist sér hurð-
arás um öxl. Af þessari upphæð em
rúmar 2 milljónir húsnaeðismála-
lán (langtímalán), ef þessi ungu
hjón era svo heppin að fá shkt lán,
en það er engan veginn gefið. Nú
KjaUarinn
Grétar Kristjónsson
framkvæmdastjóri
bíða víst einar 10 þús. umsóknir
afgreiðslu. En hinar skuldimar eru
þetta ca 2 mihjónir (skammtíma-
skuldir). Eftir reglu Steingríms,
sem ég sé ekki betur en sé góð og
gild regla, þá hafa þessi hjón offjár-
fest. En hvað geta þau annað? Hef-
ur forsætisráðherra hugsað út í
hvað það myndi þýða ef þau ættu
annarra kosta völ? Hvað t.d. gætu
þau hugsanlega sætt sig við lægri
laun ef þau ættu kost á leiguhús-
næði með sama hætti og tíðkast
víða hjá öðrum þjóðum (t.d.
Svíum)?
Gjaldþrot einstaklinga
Þegar forsætisráðherra svaraði
fyrirspurn minni á fyrmefndum
fundi þótti mér vænt um að heyra
hann segja að allir íslendingar
hefðu eytt um efni fram - „bæði
ég og þú,“ sagði hann. En þótt þessi
yfirlýsing sé siðferðilegur styrkur
þá er hún ósköp létt í vasa þrota-
manna. Daglega er fólk úrskurðað
gjaldþrota.
Staðreynd er að „fólk deyr af völd-
um greiðsluerfiðleika" á íslandi Ég
hef undir höndum bréf frá land-
lækni um sjálfsvíg á íslandi. Þar
má sjá skuggalegar tölur. Land-
læknir segir að rannsóknir erlend-
is sýni ótvírætt að allar sveiflur í
efnahagslífi, upp eða niður, hafi
áhrif á tíðni sjálfsvíga. Þetta held
ég að sé umhugsunarefni fyrir okk-
ur sem varla þekkjum annað en
upp og niðursveiflur í fjármálum.
Og því vona ég að þú sért að lesa
þessa grein, Steingrímur.
Og svo er það listinn
A þessum fundi með forsætisráð-
herra spurði ég hann hvaða skoðun
hann hefði á „vanskilalistanum".
Hann var ekki í neinum vandræð-
um að svara því. Hann sagði: „Ef
einhver einkaaðili er að gefa út
svona lista og selja hann þá tel ég
það rangt.“ Að þessu svari fengnu
var efnt til stjómarfundar í G-
samtökunum. Þar bar ég upp eftir-
farandi erindi: „Ef þið eruð mér
sammála um að þessi hsti sé sið-
laus og til óþurftar þá fer ég hér-
með fram á að samtökin kaupi
þennan hsta og færi mér hann að
gjöf.“ Og það stóð ekki á viðbrögð-
um. Nokkrum dögum seinna var
opið kaffihús hjá G-samtökunum.
Þar mætti kona úr okkar röðum
með þennan hsta, sem ég hér eftir
nefni „svarta hstann“, undir hend-
inni. Hún sagði þessa sögu:
„Ég hringdi þarna í Reiknistof-
una hf„ sími 651344, og spurði
hvemig maður bæri sig til við að
eignast svona hsta. Stúlkan,,sem
svaraði í símann, sagði að venju-
lega væri hann sendur í póstkröfu.
Ég sagði að ég væri nú hér nánast
í næsta húsi - hvort ég gæti bara
ekki „droppað" inn - eða þann-
ig...? Jú, að sjálfsögðu, svaraði
stúlkan, - gjörðu svo vel. Og ég lab-
baði yfir. Ég var ekki spurð um
nafn, ekki á hvers vegum ég væri
og ekki þurfti ég að kvitta fyrir
móttöku hstans, aðeins greiða kr.
7.650,-. Og stúlkan, sem afgreiddi
mig, átti aðeins eina ósk mér til
handa, þ.e. að hstinn mætti koma
mér að notum. Ég kvaddi og gekk
burt með svarta listann undir
hendinni."
Þar með hggur það ljóst fyrir að
einkafyrirtæki á íslandi gefur út
og selur hsta yfir vanskh fólks.
Þess vegna vona ég að þú sért enn
að lesa, Steingrímur.
„Þegar ung hjón, sem hafa 12-15 hundr-
uð þúsund í laun á ári (ársveltu), kaupa
íbúð, sem kostar 4-5 milljónir króna,
þá hafa þau reist sér hurðarás um öxl.“
En hvernig er þá þessi listi?
Þyngd:
Lengd:
Breidd:
Þykkt:
Blaðsíðutal:
Hehdarlengd:
3,780 kg.
28 cm.
23 cm.
9cm.
2990 bls.
688 metrar!!!!
Ekki er gott að segja hve mörg
nöfn er þama að finna. Ég hef reynt
að áætla það. Útkoman hefur verið
aht frá 46 þús. nöfnum upp í 85
þús. En það sem kannski er athygl-
isverðast við þetta fyrirbæri er það
að þetta er ahs ekki vanskhahsti,
enda nefnir höfundurinn hann
„dómaskrá". Þetta er skrá yfir
dóma sem lögaðhar hafa fengið á
sig vegna greiðslu skulda sl. þrjú
ár.
Og svo er það þetta með thgang-
inn. Hver er meiningin með útgáfu
svona hsta? Maður gæti haldið að
hún væri að vara heiðvirða borg-
ara við þeim aðhum sem á honum
era. En þá strandar maður bara á
því að hér segir ekkert um það
hvort þær skuldir, sem um er rætt,
em yfirleitt nokkuð í vanskhum.
Aðeins að dómur hafi gengið um
að viðkomandi bæri að greiða th-
skhda upphæð.
Þaðan af síður er þess getið hver
saga hggur að baki. Ekki blandast
mér hugur um að þarna er að finna
fólk sem ég treysti alveg fullkom-
lega. Og þama má finna þekkt nöfn.
Og svo er það eitt sem stendur á
öftustu síðu, en það er: „Birt án
ábyrgðar á vihum". Ef þú því, les-
andi góður, ert á þessum hsta en
átt þar ekki heima þá er það ekki
á ábyrgð þeirra sem gefa listann
út!!!!
Grétar Kristjónsson