Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. Spumingin Fer veðurfarið í taugarnar áþér? Fjölnir Ásbjörnsson nemi: Já, mér finnst að það ætti að vera sól og hiti. Kristján Kristjánsson nemi: Já, alveg hræðiiega - strætó situr fastur og ekkert stenst áætlun. Auður Sigurðardóttir sölumaður: Já, mér finnst rigningin og rokiö alveg hræðilega leiðinlegt. Gunnar Elíasson bilamálari: Já, frek- ar. Það er alltaf ófærð og rigning. Sæmundur Björnsson flugumsjónar- maður: Nei, vetur er vetur og við verðum að sætta okkur við það. Við höfum haft það svo gott undanfama vetur. Hendrik Stören læknanemi: Já, ég er Norðmaður og við erum ekki vanir svona umhleypingum. Þetta eru mjög dramatískar sveiflur í veðrinu. Lesendur Staðsetning sorp- eyðingarstöðvar Önnur rök voru þau að „þetta væri nú einu sinni það sem væri inni í eldhússkáp á hverju heimili"! Fárán- legt er að leggja að jöfnu einn poka af nýtilföllnu sorpi og 500 (fimm hundruð) tonn af margra daga göml- um úrgangi sem er áætluð losun á dag! Einnig var því lofað að lyktin bær- ist ekki yfir lóðamörk sorpstöðvar- innar. Með þessu er það viðurkennt, sem aliir vissu, að lykt (og hún vond) er af sorpi en erfitt er að trúa því að hún viti hvar lóðamörkin eru. Lykt berst víöa um í okkar vindasömu veðráttu. - Vel að merkja: Ríkjandi vindátt á svæðinu er austlæg, frá stöðinni og yfir hverfið. Viðbrögð borgarstjóra eftir fund- inn voru frekar óljós. Hann talaði um meiri kynningu. Það er svo sem gott og blessað. En það er ekki nóg að kynna mál, fá almenn mótmæli, en halda svo sínu striki. Ef einhveijum finnast Árbæingar vera að gera veður út af litlu þá bið ég fólk aö spyija sig sjálft: Vildi það fá sorpgreiningar- og pökkunarstöð fyrir hálfa þjóðina í 300 metra fjar- lægð frá heimili sínu? Taka má sem dæmi að um 300 metrar eru frá Lækj- artorgi að Þjóðleikhúsinu. - Ef svarið er já er sá hinn sami vinsamlegast beðinn aö láta borgarverkfræðing vita af þeim staðsetningarmöguleika. En við Árbæingar segjum NEI. Árbæingur skrifar: Á fundi, sem haldinn var í Félags- miðstöðinni Árseli 30. jan. sl. um fyr- irhugaða sorpgreiningar- og pökkun- arstöð fyrir höfuðborgarsvæðið, troðfylltu Árbæingar húsið þrátt fyr- ir aftakaveður og ófærö. Á þessum fundi kom skýrt fram hversu haldiít- il rök borgaryfirvöld hafa gegn mót- mælum hverfisbúa vegna staðsetn- ingar þessarar stöðvar, nánast á bæjarhlaðinu hjá þeim. Þama var talað um að „pakka ætti inn lyktinni“. Vel getur verið að fýl- an verði minni af sorpinu eflir inn- pökkun en hún verður óhjákvæmi- legur fylgifiskur þegar úrgangurinn kemur á staðinn í tonnatali. Arbæingar á fjölmennum fundi um sorpeyðingarmál. Fyrirtæki knésett meö sköttum: Allt að sigla í strand Þorsteinn Sigurðsson hringdi: Nú er ailt útlit fyrir að hér sé fram- undan sú mesta kreppa og eignaupp- taka sem nokkru sinni hefur blasað við. Nú á aideiiis að sauma að fyrir- tækjunum, þessum bölvöldum ís- lenskrar efnahagsstefnu! Það á að skattleggja öll fyrirtæki til viðbótar því sem áður var ráðgert, setja sér- stakan og aukinn skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. - En síðan á að heimila þessum fyrirtækjum að taka erlend lán til að geta staðið und- ir greiðslum á sköttunum til hins opinbera! Loksins á svo Seðlabankinn að fá vald og nú til að framkvæma stefnu ríkisstjómarinnar. Nú má hann, sem aldrei hefur mátt minnast á við ráð- herranana tvo sem þeystu um landið til að ná í samskotafé í bauka sína af landsbyggðarfólki, taka til hend- inni. Þegar gengið hefur verið fellt, nú um 2,5%, segir svo einn ráðherrann (sjávarútvegsráðherra) að ekki hafi verið gengið nógu langt í gengisfell- ingunni til þess að rétta hag fyrir- tækja í sjávarútvegi. Hverju á maður að trúa í þessu öllu? Það eina sem maður sér er að stöðvim virðist vera framundan á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Daglegu lífi er samt haldið gang- andi með nýjum og nýjum ráðstöfun- um og reynt að láta svo líta út sem þetta sé allt í fóstum skorðum. Meira að segja ætla verkalýðsfélögin að halda vana sínum og krefjast við- ræðna við vinnuveitendur um launa- hækkanir og kjarabætur ýmiskonar! Skuldastaða einstaklinga svo og þjóðarbúsins við útlönd er óhugnan- leg og verðbólga er á hraðri uppleið. - Það er líklega sannast mála að eins og nú er komið málum munu margir ráðherranna vilja komast úr ríkis- stjóm sem allra fyrst en að því frá- gengnu koma af sér vissum mála- flokkum í ráðuneytum sínum. - Kannski fá þau Aðalheiður og Óli Þ. að sjá um afgangsembætti þau sem ráðherrar vilja losna við. -- Það mun hins vegar ekki breyta því að hér er allt að sigla í strand hverju nafni sem nefnist. „Þagað gat ég þá með sann“ Sigurjón Jónsson skrifar: Kristján Benediktsson var nýlega að kvarta yfir því í lesendadálkum DV að tveir fréttamenn, þeir Ólafur Friðriksson og Kristján Már Unn- arsson, hefðu verið aðgagngsharðir við forsætisráðherra í sjónvarps- þaetti. Ég vil hins vegar segja að þótt þessir fféttamenn stæðu sig þama ágætlega hefðu þeir gjaman mátt vera aögangsharðari og tannhvass- ari. Eða því skyldi hlífa þeim „þjóð- arleiðtoga“ sem verið hefur nær tvo áratugi á þingi og mestallan tímann í ríkissfjóm með þeim hroðalegu afleiðingum að nú hggur við þjóðargjaldþroti samkvæmt mati þessa sama þjóðarleiðtoga. Og víst em þjóðargjaldþrotin mörg. Og þegar hinn sami þjóðar- leiðtogi talaði í fyrra um að Róm brynni mætti ætla að nú stæði allur Ítalíuskaginn í björtu báli! Nei, leiðtogum, sem standa sig ekki betur en þetta, á ekki að hlífa. Því þama er svipað ástatt og hjá kerlingunni austur í sveitum forð- um er mælti af munni fram hinar frægu ljóðlínur: Þagað gat ég þá með sann þegar hún Skálholtskirkja brann. FF.RDAFÉIAC. ÍSUNDS 1927 1977 Isiensk frímerki eru mörg falleg - en límið á þeim er ákaflega bragðvont, svo ekki sé meira sagt. Obragð af frímerkjum Eiríkur skrifar: Eins og flestir gera sem þurfa að setja frímerki á bréf nota ég gamla háttinn og sleiki frímerkið eða frímerkin og smelli svo á bréfið. Þessi aðferð held ég að gildi hjá mörgum sem ekki senda nema örfá bréf enda er fólk yfirleitt ekki með votan frímerkja- svamp við höndina dagsdaglega. Gallinn við þessa aðferð álímingar er hins vegar sá að bragðið af lím- inu, sem er á íslenskum frímerkjum, er svo slæmt að maður er lengi að ná sér eftir þessa fremur ógeðfelldu framkvæmd. Þetta væri nú ekki svo slæmt ef annað og geðfelldara bragð væri í þessu blessuðu lími á merkj- unum. Því sting ég upp á því að fund- ið verði ráð til þess að setja í límið eitthvert það bragð sem fólk getur sætt sig við, t.d. súkkulaðibragð, app- elsínubragð eða þ.h. - Nú, eða þá að límið sé algjörlega hlutlaust að bragði til. Það hljóta mörg kíló af lími að fara á íslensk frímerki á hveiju ári svo að það er ekki úr vegi að þessu máli sé frekar sinnt af viðkomandi aðil- um. Það mundi gera margan bréfrit- arann ánægðari. Vltni vantar lyar Gunnarsson skrifar: hálfiiinm sunnudagiim 5. februar Mig langar til að koma eförfarandi sl. í Álmgeröi, milli Hlyngerðis og á framfreri í leaendadálki ÐV. Vitni Furugeröis. - Þðir sem einhverjar vantar aö árekstri milli hvítrar upplýsingar geta gefið eru teðnir Toyots. Corolla. bifreiöar og hvítrar aö hafa samband við ívar í síma Fiat Pöndu bifreiðar. 31413 eða 79397, Areksturinn áttí sér staö um 1U.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.