Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 28
44 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. Jardaifarir Ólafur Á. Hjartarson lést 4. febrúar sl. Hann var fæddur í Reykjavík 10. ágúst 1898. Foreldrar hans vc oi Hjörtin: Jónsson og kona hans, Margrét Sveinsdóttir. Ólafur kvænt- ist Kristínu Benediktsdóttur og eign- uðust þau fjögur böm en eitt þeirra lést á fyrsta ári. Kristín lést árið 1985. Ólafur vann lengst af sem verkstjóri í kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaab- er. Útför hans verður gerð frá Dóm- kirKjunni í dag kl. 13.30. Petrína Þorvarðardóttir, fyrrv. hjúkrunarkona, Rauðalæk 36, and- aðist 1. febrúar. Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. ^Olga Egilsdóttir, Víðivöllum 16, Ak- ■^ureyri, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Ingólfur Lárusson, Dvalarheimihnu fflíf, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 11. febrúar kl. 14.30. Andlát Ólöf Ágústa Jónsdóttir, Efstasundi 73, Reykjavík, lést af slysförum 8. febrúar. 'Stefán Gunnlaugsson frá Reykjum á Dalvík er látinn. Tapað fundið Myndavél tapaðist Olympus myndavél tapaðist aðfaranótt fóstudagsins 3. febrúar. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 53569 eða sendi filmuna til Þóru Ingvadóttur, Njarðar- grund 3, 210 Garðabæ. Fundarlaun. Tilkynningar Opiðhúsfyrir krabbameinssjúklinga í Skógarhlíð 8 er „opið hús“ fyrir alla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17-19. Bækur og blöð liggja frammi, spil og töfl. Um- ræðuhópar eru settir í gang og félagsleg og sálfræðileg þjónusta veitt þeim sem þess óska. Allir eru velkomnir. Nýr bókaflokkur fyrir börn frá Vöku-Helgafelli Vaka-Helgafell hefur hafið útgáfu á nýj- um flokki bóka fyrir böm. Efni bókanna er sígild ævintýri og sögur með mynd- skreytingum frá Walt Disney, en bóka- flokkurinn hefur komið út víða um heim og notið mikilla vinsælda. Fyrstu þrjár bækumar em: Bambi og vinir hans, Skógarlif og Gosi og brúðuleikhúsið. Þessar bækur em ekki til í bókaverslun- um heldur bjóðast þær eingöngu félögum í Bókaklúbbi bamanna sem Vaka-Helga- fell starfrækir. Félagar fá mánaðarlega senda bók úr bókaflokknum Ævintýra- heimurinn ásamt félagsblaði klúbbsins, Gáska. í Gáska er ýmiss ffóðleikur, gát- ur, leikir og efni frá klúbbfélögum. Þeir sem gerast klúbbfélagar fá fyrstu send- inguna með helmingsafslætti, en mánað- aráskrift kostar 598 krónur. Bækumar em allar litprentaðar, 48 bls. að stærð, innbundnar og plasthúðaðar. Letur er allstórt og myndir skipa mikið rúm á síð- um bókanna. Rýmingarsala í Skóla- vörubúðinni Dagana 9.-17. febrúar gengst Skólavöm- búð Námsgagnastofnunar fyrir rýming- arsölu á ýmsum vörum. Má þar nefna ritföng, bækur, fóndurvörur, skrifstofu- vaming, kennslutæki og ýmis kennslu- gögn. Sérstök athygli er vakin á þvi að kennurum og forráðamönnum skóla gefst nú kostur á aö kaupa hluti til skóla- starfsins á mjög niðursettu verðj. Þess má geta að mikið af þessari vöm verður ekki til sölu í Skólavörðubúðinni að rým- ingarsölunni lokinni þar sem forráða- menn verslunarinnar leitast stöðugt viö að bjóða nýjungar á sviði kennslugagna. Félag áhugamanna um heimspeki heldur sinn fyrsta fund á nýju ári nk. sunnudag, 12. febrúar, kl. 14.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari verður Gunnulf Myrbo, heimspekiprófessor við Pacific Lutheran háskólann í Tacoma í Was- hington. Fyrirlestur sinn nefnir hann „Perils of Rationality". Gunnulf Myrbo er gistiprófessor í heimspeki við Háskóla íslands á vormisseri 1989. Bræðrafélag Bústaðakirkju heldur aðalfund í safnaðarheimili kirkj- unnar mánudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Kaffiveitingar. Félagar hvattir til þátt- töku. Tombóla Nýlega héldu þessir strákar, þeir Haukur styrktar Rauða krossi íslands. Alls söfn- Hrafnkell, Baldur og Gunnar tombólu til uðu þeir kr. 1.000. Vitni vantar Ekið var á hvlta Toyota Hílux bifrelö fyrir utan Þverholt 13. TJónvaldur stakk af. Atburðurinn gerðist milli kl. 8 og 10 í gærmorgun. Vitni að árekstrinum eru beöin að hringja í síma 54340 eöa lögregluna í Reykjavík. Menning Ein af stóru dívunum lleana Cotrubas ásamt Sinfóniuhljóm- svelt íslands Stjórnandi: Petri Sakari Óperutónlist eftir Berlloz, Massenet, Blzet, Donizetti, Mascagni, Puccinl, Verdi og Strauss Háskólabiói 9.2. 1989 Nú eru þeir famir aö koma hér við á hverju ári, margir helstu söngfuglar vorra tíma, enda hefur hér myndast stór hópur áhugafólks um óperutónlist. Þó áttu menn tæplega von á aö fá hingað í bráö söngkonu á borð við Ileönu Cotrubas sem sungið hefur hlutverk Mímíar (La Bo- heme), Súsönnu (Brúökaup Fíga- rós) og Víólettu (La Traviata) betur en flestar aðrar dívur og á móti öllum bestu tenórum heims. íslendingar hafa ekki farið var- hluta af söng hennar, þökk sé sjón- varpsstöðvunum. Efnisskrá Ileönu Cotrubas í gær- kvöldi var bæöi löng og skemmti- leg, hvorki meira né minna en átta aríur ásamt sex forleikjum og milli- spilsköflum en þó blés söngkonan varla úr nö§ í lokin, færöist raunar öll í aukana eins og berlega kom í ljós er hún söng aukalög úr La Boheme og Leðurblökunni eftir Strauss. Sá sem hér skrifar á skerm þyk- ist þess varla umkominn að setja út á nokkurn skapaðan hlut í túlk- un þessarar stórkostlegu listakonu. Þaö litla sem rödd hennar hefur látið á sjá í tímans rás bætir hún upp með háþróaðri tækni og heill- andi sviðsffamkomu. Hljómsveitinni okkar hafa sflrnd- um verið mislagðar hendur í suð- rænum óperubókmenntum, hefur þá freistast til að leika þær með lliena Cotrubas sópransöngkona á TÓNLIST Aðalsteinn Ingólfsson skandinavískum áherslum, en í þetta sinn vár hæfilega léttúð og leikgleði að finna í nær öllu hennar spili, þökk sé Pétri „okkar“ Sakari. æfingu i Háskólabíói i fyrradag. DV-mynd Brynjar Gauti Meðan á þessu stóð lamdi Kári húsið utan eins og til að minna okkur á tónlistarhúsið sem við ætl- um að byggja yfir listamenn eins og Ileönu Cotrubas. Söngkonan ætlar ekki aö gera það endasleppt við okkur íslend- inga því á laugardaginn mun hún einnig fremja sígildan ljóðasöng í íslensku óperunni, syngur þá Wolf, Schumannogfleiri. -ai Kviktnyndir_________________________ Barátta á milli góðs og ills Nancy Allen og Tom Skerritti, tveir af aóalleikurum myndarinnar. Endurkoman (Poltergeist'ill) Aðalhlutverk: Tom Skerritt, Nancy Allen Leikstjúri: Gary Sherman Handrit: Gary Sherman, Brlan Taggart Tónllst: Joe Renezetti Sýnd í Bióborglnni Carol Anne (Heather O’Rourke) er flutt til Chicago. Hún býr núna hjá móðursystur sinni Pat (Nancy ÁRen) og manni hennar Bruce (Tom Skerritt), ásamt dóttur Bruce, Donnu (Lara Flynn Boyle), sem er á táningsaldri. Carol Ánne er í sérstökum skóla hjá Dr. Seaton (Richard Fire), en hann reynir að fá hana til að gleyma þessu „rugli“ um verur úr neðra. Þegar Carol Anne fer aö rifia upp liðna tíð, þá birtist Kane (Nathan Davis) aftur og reynir að lokka hana til sín. Skyggna konan, Tangina, (Zelda Rubinstein) sem hjálpaði Carol Anne áöur (sbr. fyrri myndir) verð- ur vör við aö Kane er enn á ný að reyna að fá Carol Anne til sín og heldur af stað til Chicago til hjálp- ar. Undarlegir atburðir fara að ger- ast í kringum Carol Anne og Dr. Seaton telur sig hafa skýringar á þeim. Kvöld eitt eru þær Carol Anne og Donna skildar einar eftír heima. Donnu er boðið í partý og Carol Anne hvetur hana til að fara. Hún fer og þá er ekki að sökum að spyija, Kane gerir aUt sem hann getur til að ná í Carol Anne. Upp- hefst nú hinn mesti dföfulgangur og Carol Anne reynir aö flýja und- an Kane. Donna og Scott vinur hennar sjá hana á flóttanum og reyna að koma henni til hjálpar, en Kane nær þeim öllum. Öryggis- verðimir í húsinu segja Bruce frá undarlegum atburðum og hann fer, ásamt Pat, að leita að Carol Anne og Donnu. Kane er nærri því búinn að ná þeim líka en það er Tanginu að þakka að það mistókst. Hún er komin á svæðið til að hjálpa. Dr. Seaton er einnig mættur, en hann hefur ekki mikla trú á Tanginu. Upphefst nú barátta á milli góðs og Uls, og hafa báöir aðUar sigur í lokin. Tom Skerrit (AUen, Top Gun) hefur átt betri dag en í þessari mynd óg Nancy AUen (RoboCop, Dressed to KiU) nær aldrei að skapa sannfærandi persónu. Það er helst Richard Fire sem nær einhveiju út úr sínu hlutverki. Aörir skUa sínu þokkalega. Stærsti veikleiki myndarinnar er handritið. Það er í raun ekkert nýtt sem kemur fram í því, sagan sUtrótt og endurtekur sig aftur og aftur. Það virðist vera gert tíl að sýna tæknibreUumar aftur og aft- ur. Þær em vel úr garði gerðar og samfara kvikmyndatökunni mynda þær sterkasta þátt myndar- innar. TónUstin nýtur sín vel í hinu nýja hljóðkerfi BíóhaUarinnar og oft er það hún sem heldur uppi spennunni og gæsahúðinni. Það má búast við aö þetta sé síðasta myndin í röðinni, því Heather O’Rourke lést stuttu eftir gerð myndarinnar. Þetta er mynd fyrir þá sem hafa gaman af því að láta hræða úr sér Uftóruna. Sfiömugjöf: * /i HÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.