Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. 13 Lesendur Albert Guðmundsson alþm. - „Orö hans vega alltaf þungt og eftir honum er alltaf tekið“, segir m.a. i bréfinu. Albert lægði öldurnar Ragnar skrifar: Það er búin að vera mikil spenna og allt að því órói í íslensku stjóm- málalífi undanfarið. Það má segja að hún hafi byrjað þegar Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur klufu sig út úr síðustu ríkisstjóm. Síðan magn- aðist spennan og hefur staðið óshtið síðan. Hún datt meira að segja ekki niður í jólaleyfi alþingismanna því ávallt vora uppi einhveijar yfirlýs- ingar ráðamanna, fundaferð for- manna A-flokkanna, tilraunir for- sætisráðherra til aö fá stuðning við stjómina með viðræðum við Borg- araflokkinn o.fl. o.fl. Þessar viðræður við þá borgara- flokksmenn með skipaðan formann í broddi fylkingar vora með einstök- um hætti og fólk var farið að hrista höfuðið yfir fádæma hringlanda- hætti í yfirlýsingum, bæði ráðherra og formanns Borgaraflokks. Það var ekki fyrr en Aiþingi kom saman og Albert Guðmundsson sté í ræðustól að þessum fíflagangi um hugsanlega „nýja stjómarmyndun" létti. Þegar Albert sté í ræðustól þótt- ust menn vita að nú væri viðburða að vænta. Og þegar hann spurði hvort ríkisstjórnin væri að hafa borgaraflokksmenn að fíflum og lýsti því yfir að hann teldi þær viðræður, sem fram hefðu farið, ekki hafa verið til neins var eins og öll spennan slaknaði. Máiflutningur Alberts var allur með þeim hætti að fólk lagði við hlustimar. Fólk gat enda séð og heyrt þungamiðjuna í málflutningi hans í sjónvarpsfréttum sama kvöld. Það er enginn vafi á þvi að Albert Guðmundsson hefur komið flestum á óvart með áhrifamiklum málflutn- ingi sínum og ekki síst flokksmönn- mn sínum sem snera skyndilega við blaðinu og tóku allir undir þá skoðun að frekari umleitan eftir stjómar- þátttöku væri úr sögunni. Það er ekki í fyrsta sinn sem Al- bert kemur fólki á óvart í málflutn- ingi sínum. Orð hans vega alltaf þungt hvenær sem hann flytur mál sitt dg eftir honum er alltaf tekið, hvað sem mönnum svo finnst um stjórnmálaskoðanir hans. Óskandi væri að Albert hefði ekki tekið þá ákvörðun að flytja af landi brott. Hann er maður og persónuleiki sem þj óðin má síst án vera, síst við núver- andi aðstæður. Ein úr Tungunum skrifar: Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti tíl R.A. kvartettsins úr Rangárvallasýslu. Þetta eru fjórir ungir strákar og þeír skemmtu á þorrablótí i Aratungu hinn 21. janúar sl. Þessir strákar eru alveg frábærir og það væri nú vel athugandi fyrir Hemma Gunn t.d. að fá þá í þáttiim til sín. - R.A. kvartett; þið eruð al- veg meiriháttar. Takk fyrir góöan söng og gott lagaval. Snjómokstur Vel útbúnartraktorsgröfurtil snjómoksturs. Uppl. í símum 985-21919, 985-29460, 44520 og 52973. B L Jk Ð BURDARFÓLK t, /weAsfjt, ■ REYKJAVIK Kjartansgötu Bollagötu Snorrabraut 67-86 Hrefnugötu Baldursgötu Bragagötu Safamýri, oddatölur Ármúli 1-9 Hjallaveg Kambsveg Langholtsveg 2-46 Dyngjuveg Kleppsveg 62-100 Hjallaveg 1-15 Kambsveg 1-13 Skipasund 30 - út Í ^ t t AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022 LÓÐAÚTHLUTUN Til úthlutunar eru 83 lóðir fyrir einbýlishús og lóðir fyrir 30 parhús norðan Lokinhamra í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í júlí 1989. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð og skipulags- skilmálar. Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með mánu- deginum 13. febrúar 1989 á skrifstofu borgarverk- fræðings. Athygli er vakin á því að endurnýja þarf eldri lóðarumsóknir. Borgarstjórinn í Reykjavík ' I: Sm. NÚ ER AÐ HROKKVA EÐA STÖKKVA Hver fær milljónlr á laugardaginn? PS. Þú getur notaö sömu tölurnar, viku eftir viku - með því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.