Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989. 41 ll Jr Axarfjöröur ifil 1 .. ss Brekkurnat Þrífst ekki á öli einu saman „Þaö er veriö að hanna seðil yfir þær veitingar sem við verðum með á boðstóium. Veitingar Ölkjallarans veröa í bjórstíl, það er bjór og smá- réttir ýmiss konar. En það er klárt að viö lifum ekki á bjómum einum saman, til þess er útsöluverð hans frá áfengisversluninni of hátt og álagn- ing veitingamannsins of lág. Þess vegna verðum við líka að byggja á sterkum vínum og mat,“ sagði Sva- var Sigurjónsson veitingamaður í samtah við DV. Svavar mun reka ÖlkjaUarann í kjallara Pósthússtrætis 17. Þar er unnið hörðum höndum við að gera allt klárt fyrir bjórdaginn 1. mars. Bjami Marteinsson er eigandi Öl- kjaUarans. Bjami segir Ölkjallarann vera umfram allt íslenskan kjallara þar sem vonir standi til aö íslensk ölstemningmyndist. -hlh Vörubillinn er mikið skemmdur eftir velturnar. DV-myndir Jón Sigurðsson Iðnaðarmenn vinna við frágang á kjallara Pósthússtrætis 17 þar sem öl- kjallarinn verður til húsa eftir bjórdaginn 1. mars. DV-mynd GVA íslenskur ölkjállari: Bílstjórinn stökk út rétt áður en bfllinn steyptist fram af - vörubíll stórskemmdist þegar hann rann út af vegi á svelli Jón Sigurðsson, DV, Kelduhveifi: Það óhapp varð fyrir skömmu í Auðbjargarstaðabrekku á Tjörnesi að vömbíU rann út af veginum, fór tvær veltur og stöðvaðist á toppnum. BíUinn skemmdist mikið. Bílstjórinn áttaði sig á hvað var að gerast og náði að stökkva út úr stýrishúsinu rétt áður en bíUinn fór fram af. BUl- inn stöðvaðist tuttugu metra fyrir neðan veginn. TUdrög óhappsins vom þau að tveir flutningabUar vora að koma fyrir Tjömes og þegar fyrri bíUinn kom í brekkuna fór hann að renna á svelU sem þar hafði myndast á vegin- um á um tuttugu metra kafla. Stöðv- aði bílstjórinn bUinn skammt neðan við hálkuna og hugðist setja keðjur á. Síöan kom hinn bílinn og það fór á sömu leið. Hann byijaði að renna á sveUinu en bUstjóranum tókst þó að stöðva hann. Afturhjól .bílsins MMMMMóMMMMMpMMMMMðMMMMMMMMMMMMOMMOMMó Bílvelta á Tjörnesi Bifreiðin ualt út af ueginum suonefndum i fluðbjargarstaða- ibrekkum. vom þó á sveUinu. Vegurinn haUar fram og fór svo að afturendi bUsins fór að renna í áttina að vegarbrún- inni. Fór bíllinn síðan fram af án þess að nokkuð væri hægt að gera en bUstjóranum tókst að forða sér. Fréttir Kerfísbundin úttekt gerð á snjóflóðahættu á landinu: Hættumati lokið á Súðavík, Siglufirði og Seyðisfirði „Samkvæmt lögum ber Al- mannavömum að hættumeta snjó- flóðabyggðir landsins og gera ráð- stafanir tíl að koma í veg fyrir snjó- fjóö. Þannig hefur vinnukort veriö tekið af öUum snjóflóðastöðum landsins. Verið er að vinna að hættumati á þrem stööum á landinu; Súöavík, Siglufirði og Seyöisfiröi, og er upp- lýsingasöfhun um snjóflóð á þess- um stöðum lokiö og grundvöUur fyrir fyrirbyggjandi framkvæmd- ir. Fjóröi staðurinn er Flateyri og upplýsingasöfnun fyrir ísafjörð er vel á veg komin,“ sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna, í samtali viö DV. Sagði Guöjón að búið væri að setja upp reiknilíkan í tölvu til að meta skriðlengd, hraða og þrýsting snjóflóða á hverjum stað. Vamar- virki hafa þegar verið samþykkt fyrir utan Ólafsvik, þar sem em sérstök snjóflóðavarnanet, sett upp fyrir nokkrum árum, og við Holta- hverfi á ísafirði, þar sem gerðir hafa verið vamargaröar fyrir ofan hverfiö. „Á ísafirði þótti snjóflóöahættan það mikU aö það var ekki beðiö eftir heUdarhættumati fyrir allan ísafiörð heldur var það reiknað út fyrir hverfiö og framkvæmdir viö vamargarð hafnar strax. Fyrir utan þessar framkvæmdir og undirbúningsvinnu voru öUum fiölskyldum á Norður- og Austur- landi sendir upplýsingabæklingar um snjóflóð í desember í fyrra.“ Hólar, garðarognet Guðjón segir að á hverjum stað verði að meta hvers konar snjó- flóðavamir séu hentugastar miðaö við aðstæður. Þannig hátti tíl á mörgum stöðum aö best sé að byggja hóia eða garða tíl að taka kraftinn úr og kljúfa snjóflóðin. Sé það tíl dæmis vænlegast þar sem eitthvert flatlendi er miUi byggðar og fialls. Þar sem byggð nær alveg upp að fiaUi sé best aö fara upp í fiaUiö og komi þá sérstök snjóflóða- net meðal annars tíl greina. Slík snjóflóðanet voru sett upp fyrir of- an Heilsugæslustöðina í Ólafsvík fyrir nokkmm ámm og fyrir ofan veginn við Auðbjargarstaðabrekku í Kelduhverfi. Siguröur Oddsson hjá Vegagerö- inni á Akureyri vann að uppsetn- ingu netanna og segir netiö við Auðbjargarstaðabrekku hafa gefið góða raun. Þar hangi snjórinn fram af klettabrún og ef netiö væri ekki færi hengjan af stað og lokaði veg- inum. Hafi vegurinn þarna ætíð lokast í smóum áður en netin vora sett upp. Okostur við netin sé hins vegar mfiol og erfiö vinna viö upp- setningu þeirra og þau þyki í dýr- ari kantinum. Eftirlitsmenn Á hveijum stað þar sem hætta er á snjóflóðum era sérstakir eftir- litsmenn sem þjálfaöir era af veð- urstofunni. Em þeir útbúnir mæli- tækjum frá veðurstofunni en ör- yggisbúnaöi frá Almannavörnum. Þessir menn mæla útkomu kvöids og morgna og ef þeir teija hættu á snjóflóöum hafa þeir samband við Magnús Má Magnússon, jökla- fræðing hjá veðurstofunni, sem hefiir yfirumsjón með þessu snjó- flóöaeftirliti. „í umhleypingatíö, eins og nú er, hringi ég daglega í eftirlitsmennina og spyr tíðinda. Þeir meta stöðuna við mig og ég met síöan stöðuna út frá þeirra upplýsingum, sifió- flóöasögu staðarins, veöurhorfum og fieim. Ef hætta er talin á sifió- flóöum hef ég samband viö Al- mannavamir sem síöan hafa sam- band viö Ahnannavamir í héraöi. Annars er lögö áhersla á sterk tengsl milii þessara eftirlitsmanna og Almannavama á hveijum staö,“ sagði Magnús. -hlh „Málið er enn í biðstöðu“ - segir bæjarsljórinn á Ólafsfírði um fíystLhúsasanieiningu Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyit „Það má segja að málið sé enn í biðstöðu og lítið annað um það að segja á þessu stigi,“ segir Bjarni Grímsson, bæjarsfióri á Ólafsfirði, um sameiningarmál frystihúsanna tveggja á staðnum. Um er að ræða Hraðfrystihús Ól- afsfiarðar hf. og Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf. Vinna hjá fyrmefnda húsinu hefur legið niðri mánuðum saman en í hinu húsinu hefur veriö unniö við salt- fiskverkun að einhveiju leyti. Ekki er tahnn nokkur grundvöliur fyrir frystingu í húsunum hvoru í sínu lagi. „Hitt er annað mál að ég sé ekki þennan grundvöll fyrir fiskverkun í dag sem sjávarútvegsráðherra segist sjá. Fiskvinnslan er rekin með tapi og því ekki gáfulegt að ráðast í slíkt,“ segir Bjami Grímsson. En er þá til einhvers að vera að sameina húsin á Ólafsfirði og hefia vinnslu að nýju? „Það má svara þessari spumingu með því hvort það sé yfirhöfuð eitt- hvert vit í því að búa í þessu landi. Við höfum ætlað okkur það og þess vegna verðum við að fá rekstrar- grundvöll." Bjami sagði að Atvinnutryggingar- sjóður hefði ekki hafnað umsókn frystihúsanna um fyrirgreiðslu en frestað afgreiðslu málsins. Nú væri orðið brýnt að það færu að fást svör í þessu máh og vissulega væru ýmsar spumingar sem þyrfti að svara. „Ég er frekar bjartsýnn á að hægt verði aö finna flöt á máhnu, okkur er fariö að hggja mjög á að fá botn í þetta mál,“ sagði Bjarni Grímsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.