Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. 11 IMönd Ekkert lát á SENDLAR OSKAST á afgreiðslu DV strax Upplýsingar í síma 27022. ofbeldi Leyniskyttur skutu á hermenn sem voru að reyna að róa niður óeirðir sem urðu vegna verðhækk- ana í Venesúela. Hermennirnir voru á eftirlitsferð um fátækrahverfi í Caracas í gær á fjórða degi óeirðanna sem hafa orðið allt að tvö hundruð manns að bana. Carlos Andres Perez, forseti lands- ins, fór í þyrluferð um hluta höfuð- borgarinnar í gær. Hann hét því að halda til streitu þehn sparnaðarað- gerðum sem urðu til þess að óeirðirn- ar hófust. „Við verðum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum lagt til svo að Venesúela megi komast út úr efnahagslegri óvissu, út úr þeirri vit- leysu sem við erum í núna," sagði hann við fréttamenn. Allt að sautján borgir í landinu hafa orðið fyrir barðinu á óeirðun- um, sem hófust á mánudag eftir að bensínverð hafði hækkað um 90 pró- sent og fargjöld strætisvagna um 30 prósent. Skömmu eftir að hann tók við emb- ætti í síðasta mánuði kynnti Perez sparnaðaraðgerðir og skar niður nið- urgreiðslur í þeim tilgangi að upp- fylla skilyrði þau sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn setur fyrir lánveiting- um. Óeirðirnar nú eru mesta ofbeldis- alda sem riðið hefur yfir landið í þrjátíu ár. Landið þarf nú að glíma við erlendar skuldir upp á þrjátíu og tvo milljarða dollara og efnahags- kreppu sem hefur grafið undan lífs- kjörum. Hér áður fyrr var Venesúela ríkt land vegna ohuauðæfa. Útgöngubann er í höfuðborginni og hafa tíu þúsund hermenn verið flurtír til borgarinnar til að halda uppi lögum og reglu. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í gær að foringi úr hernum hefði verið skotinn til bana af „vopnuðum skríl brjálæðinga" á miðvikudagskvöld. Talsmaður ráðuneytisins sagði að foringinn ásamt tuttugu öðrum her- mönnum hefði verið á eftirhtsferð Akureyrarbær ráðgjafadeild Sálfræðingur/félagsráðgjafi óskast til starfa við ráð- gjafadeild. Uppl. um starfið veita starfsmannastjóri í síma 96-21000, sem einnig hefur umsóknareyðu- blöð, og deildarstjóri ráðgjafadeildar í síma 96-25880. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Deildarstjóri ráðgjafadeildar. Þróttarar Aðalfundur Handknattleiksdeildar Þróttar verður haldinn í Þróttheimum laugardaginn 4. mars og hefst kl. 11.00. Mætum öll og ræðum framtíð handboltans innan félagsins. Stjórnin A A B L AÐ t i ¦% BURÐARFOLH Leifsgötu Egilsgötu A * i Mótmælandi flýr undan þjóðvarðliðum í Caracas fyrr vikunni. Símamynd Reuter þegar á vegi þeirra urðu fimmtíu vopnaðir menn. Hermennirnir reyndu að fá þá til að leggja niður vopn en því var svarað með því að skjóta einn hermannanna í brjóstið. Reuter -%f ¦¦% Lindarbraut f\ Miðbraut Vallarbraut Sendlar óskast á afgreiðslu strax. n A A A ft A A n A A A A AFGREIÐSLA k k ÞVERHOLTI 11 TT t ¦ -í I .1 SIMI 27022 gla sat á kvisti, i missti, eitt tvð þrjú.....og það varst þú! Pú getur notað sömu tölumar aftur og aftur - með því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða. Sími 685111. Upplýsíngasímsvari 681511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.