Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. Spumingin Lesendur Finnst þér að verðstöðv- unin hefði átt að gilda iengur en tii 1. mars? Ásbjörn Jónsson læknir: Þessar verð- hækkanir, sem nú dynja yfir, eru nyög slæmar en verðstöðvun er ekki rétta aöferðin til að halda þeim í skefjum. Jóhann Steinsson veitingastjóri: Já, það hefði verið óhætt eins og hækk- animar eru hræðilegar núna. Móses Aðalsteinsson verkfræðingur: Ég vildi hafa verðstöðvun að eilífu ef það gæti hamlað gegn þessum hroðalegu verðhækkunum. Kristjana Benediktsdóttir sundlaug- arvörður: Maður hefur ekki við að fylgjast með öllu sem er að hækka en það hefði aldrei átt að vera verð- stöðvun. Unnur Melsted skrifstofumaður: Já, það finnst mér - þetta er hræðilegt, það hækkar allt nema launin. Torfi Ásgeirsson myndlistarmaður: Já, hún hefði átt að gilda áfram. Þetta er ekki hægt að hækka allt nema launin. TillLtssemi - tillitsleysi: Þakkir tö SVR Ólafur I. Hrólfsson skrifar: Fyrir rúmum 3 vikum varð ég þeirrar náðar aðnjótandi að yfirvöld í þessu landi skenktu mér athygli sína skamma stund. Tilefnið var að sjálfsögðu ekki það ánægjulegasta - þau tóku númerin af bílnum mínum. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Og í þessu tilfelli var „nokkuð gott“ - mikið gott. Ég kynntist kerfi - þjónustu og lip- urð SVR. Oft er það svo að þeir sem skrifa lesendabréf eru að agnúast út í hitt og þetta og ætla ég ekki að vera neinn eftirbátur þeirra í þessu bréfi. - En ekki út í SVR. Þið, ágætu menn sem akið á leiðum 1,4,8,9 og 17 og þeirri mjög svo vin- sælu 00 - takk fyrir aila lipurðina, hjálpsemina, tilhtssemina og elsku- legheitin. Það er ekki nóg með að þið hélduð áætlun í veörinu fúla hér um daginn - skap ykkar, hjálpsemi og elskulegheit voru hin sömu og á góð- viðrisdögum þegar allt gengur sinn vanagang. En, kæru vinir og samborgarar á einkabílunum - tillitsleysi ykkar og yfirgangur gagnvart vagnstjórunum er fyrir neðan allt velsæmi - t.d. þú sem ókst flautandi á eftir leið 4 fyrir neðan Sæviðarsund og Skipasund, vegna þess að vagnstjórinn sýndi mér og öðrum tillitssemi og hjálp- semi í vitlausu veðri - og þú sem tafðir leið 17 við Kjarvalsstaði og héls't víst að það væru liðamót á vagninum eða aö hægt væri að mjókka hann með því að ýta á takka! Góðir samborgarar, sýnum þessum mönnum, vagnstjórunum sem oft aka við erfiðar aðstæður, tillitssemi, greiðum fyrir akstri þeirra. Þeir eiga það margfaldlega skilið. Leggjum ekki þannig að blikkbeljurnar okkar standi út í götuna. Gefum strætis- vögnunum tækifæri þegar þeir þurfa að komast áfram í umferðinni. Við töpum kannski 10 eða 15 sekúndum en fimm eða jafnvel 50 samborgarar okkar græöa ennþá meira. Kerfi SVR er svo frábærlega skipu- lagt að það er með ólíkindum og þeir sem aka þessum vögnum eru svo elskulegir að mér er skapi næst að hætta að aka eigin bíl innanbæjar. Þar að auki hef ég kynnst borginni upp á nýtt og hef haft tækifæri til að virða þessa fegurstu borg veraldar fyrir mér en þarf ekki að glápa á misjafnlega óhreinan útblástur bíls- ins fyrir framan mig. „Kerfi SVR er svo frábærlega skipulagt að það er með ólíkindum," segir bréfritari m.a. Duldar hættur í umferðinni Bílstjóri skrifar: Nú nýlega var tekið í notkun nýtt númerakerfi á bíla og hefur það væntanlega ekki farið fram hjá nein- um. Þaö sem knýr mig til að vekja athygli á þessu máli er ekki áhugi á númeraplötum heldur áhugi minn á umferðaröryggi hér á höfuðborgar- svæöinu sem er ógnað með þessu fyrirkomulagi. Þar sem ekki er hægt að sjá á þess- um nýju númerum hvaöan af landinu bílarnir eru er með engu móti hægt að greina utanbæjarmenn frá öðrum í umferðinni. Þetta þýðir að reykvískir bfistjórar hafa enga möguleika á að vara sig á þessum utanbæjarmönnum sem hafa enga reynslu af akstri á höfuðborgarsvæði inu - og hafa kannski ekki snert ann- að farartæki en dráttarvélina sína í langan tíma þegar þeir koma í bæinn. Það að utanbæjarmenn þekkist úr er nauðsynlegt öryggisatriöi sem kemur öllum til góða. Bílstjórar hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið sérstakt tillit tfi utanbæjarbílstjór- anna og um leið gætt þess að veröa ekki fyrir barðinu á reynsluleysi þeirra í umferðinni. Ég vil því hvetja forráðamenn um- ferðarmála til að taka upp númera- kerfi þar sem sjá má hvaðan af landinu bílarnir eru. Það er aUra hagur. Á Vegagerðin að ryðja? Grímur hringdi: Ég var að hlusta á þáttinn Þjóðar- sálina á rás 2. Þar hringdi m.a. kona ein á Vestfjörðum. Hún var að kvarta yfir eða lýsa því að ekki mokaði Vegagerðin afleggjara heim að ákveðnum bæ. Mér fannst hún eigin- lega vera að mælast til að þetta ætti nú Vegagerðin aö gera. Þessu er ég algjörlega ósammála og tel að hlutverk Vegageröar ríkis- ins eigi ekki að vera annað en að reyna að halda opnu þjóövegakerfi landsins að eins miklu leyti og hún getur og sem er þó allt annað en Unniö viö snjóruðning í dreifbýlinu. auðvelt verk að vetri til. Það er reyndar ekki á færi okkar landsmanna að krefjast þess að hið opinbera sé allt í öllu um allt land og alls ekki í fámennari byggðarlög- um landsins. Það er nú einu sinni svo að fjölmennari landshlutarnir hljóta að hafa forgang um þjónustu, því þaðan koma skattpeningarnir að mestu leyti til framkvæmdanna. Það er einnig umhugsunarefni það sem sama kona sagði í samtali sínu við þáttinn Þjóðarsál. Hún spurði „Eigum við kannski öll að koma suð- ur til Reykjavíkur þar sem atvinnu- leysi er að skapast?" Ég myndi svara þessu játandi. Það væri mun auð- veldara fyrir þjóðarbúið að sem flest- ir byggju hér á höfuðborgarsvæðinu, heldur en að þurfa að þjónusta af- skekkta landshluta, eins og t.d. Vest- firði eða Noröausturlandið. - Alveg án tillits til gjaldeyristekna þessara svæöa í þjóðarbúið. Það er nefnilega ekki búið að reikna það til fulls hvort það er svo hagkvæmt að halda uppi byggð á Vestfjörðum og víðar þegar allt kem- ur til alls. Það er ekki bara að fjár- magn til Vegagerðarinnar til fram- kvæmda á þessum svæðum myndi sparast, þaö myndu líka sparast óhemju stórar fjárhæðir sem fara til félags-, mennta- og heilbrigðismála. Þessar fjárhæðir myndu nýtast mun betur í einum stórum byggðarkjarna. Það kemur senn aö því að þetta verð- ur að meta í alvöru. svo hinum megin á þessum seðli. Nýjar númeraplötur: Boðnar á Visa-kjörum Bifreiðaeigandi skrifar: Nú síðast er ég fékk innheimtuseð- il minn frá VISA fékk ég meðfylgj- andi ílangt spjald sem passaði akk- úrat í umslagið. Þessi snepill var líka frímerktur fyrir mig mér til mikils hugarléttis (eða hitt þó heldur!). Þetta var sem sé hvatningarmiði til að kaupa nú nýjar númeraplötur á bifreið mina - fyrir aðeins 3.800 krón- ur! Þetta átti ég síðan að senda í. póst með undirskrift minni, kortnúmeri og tiltaka hvert ég vildi láta senda númeraplötumar. Ég vildi auðvitað ekki gera þessi viðskipti og sendi ykkur hér með þennan seðil ef hann mætti nota til að birta sem mynd með þessum Mnum. En svo er það hinn þáttur málsins. Hver vill fara að borga fyrir nýju númerin ef hann fær þau ókeypis með þeim notaða bíl sem hann kannski kaupir síðar? - Ekki ég. Ég læt pappírsbarónana og þá sem skipta um bíl ár hvert eöa annað hvort ár borga fyrir númeraplöturn- ar og fæ þær ókeypis áfram á bílnum þeirra sem þeir eru svo vænir að setja á bílasöluna eftir stutta notkun. - Én að detta svona „business" í hug! Frábært. Siðlaust Sjónvarp: Soranum sleppt lausum Kristiim Eiiiaisson skiifer: Það virðist sem aldrei ætli að taka enda sá hroði og það svínastíusið- ferði sem forráðamenn hins íslenska ríkissjónvarps gera sig bera að gagn- vart þeim landsmönnum sem kúgað- ir eru til að greiða afnotagjöld af sjón- varpskössum sínum af því að hér ríkir lögvernduð óöld á sviði við- skipta við ríkisbákniö. Sl. laugardagskvöld (25. febr.) var sýnd ein sú óhugnanlegasta og sóða- legasta framleiðsla sem sett hefur verið saman fyrir hvíta tjaldið, þýski viðbjóðurinn Dýragarðsbömin. Þeir sem ekki höfðu döngun til að loka fyrir sjónvarpið sátu dolfallnir yfir þessu djöfullega verki sem forráða- menn sjónvarpsins íslenska töldu rétt að landsmenn berðu augum. Ég er einn þeirra sem er einhleypur eldri maður og hef ekki mikið annað við að vera á kvöldin en horfa á sjón- varpið og hlusta á útvarp. Það þýðir lítiö að svara þvi til að maður geti bara lokað á það sem manni geðjist ekki að. Svo enfalt er þetta ekki og enginn getur skikkað mann til að loka fyrir eitt eða annað. Hins vegar eiga greiðendur sjónvarpsins (a.m.k, á meðan þeir eru skyldaöir til að greiða fyrir Sjónvarpið gegn vilja sínum) kröfu á að vera ekki settir upp við vegg með óhugnanlegum myndum sem hvergi nema hér hjá þessu ósiðaða veiðimannaþjóðfélagi myndu teljast boðlegar til sýninga. Ég lýsi vantrausti mínu á forráða- menn hins íslenska sjónvarps og tel að þeir eigi skömm fyrir að nota tæk- ifærið til að sýna sitt innra eðli með því að læða slíkum óþverra inn á heimili landsmanna sem þeir geröu sl. laugardagskvöld. - Vona bara að fólk myndi fjöldasamtök gegn þeim óhróðri sem Sjónvarpið í skjóli ríkis- valdsins treður inn á heiðvirða borg- ara. Megi skömm ríkissjónvarps lengi endast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.