Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989.
33
Heimilisaðstæður á tímamótum
LífsstOl
Fermingarveisla eða
framtíðaráform
Senn gengur í garö tími ferminga og
alls þess tilstands sem þeim fylgir.
Mömmur og pabbar eru farin aö
huga að því hvernig híbýli þeirra
muni líta út þegar ættingjar og vinir
knýja dyra og líta heimilið augum.
30, 40, 50 og jafnvel upp í 100 manns
koma og óska fermigarbarninu, for-
eldrum og systkinum til hamingju
meö áfangann.
Allt kostar þetta peninga - ógrynni
fiár að flestra mati. Fyrst og fremst
þarf að gefa fermingarbarninu gjöf
við hæfi. Tíðarandinn í dag er orðinn
þannig að gerðar eru miklar kröfur.
Stereogræjur fyrir hátt í hundrað
þúsund krónur, skíðaferð til útlanda,
geislaspilari, tölva og jafnvel hestur
heyrist nefnt þegar verið er að tala
um að gera ungviðinu á 14. aldursári
til hæfis.
Margra daga vinna
að halda veislu
Svo kemur til kostnaður við að
gefa gestunum eitthvað gott í munn
í veislunni og skipta fjárhæðir vegna
þess tugum þúsunda. Auk þess vill
fólk að heimilið líti sem best út og
er því „tekið í gegn“ með ýmsum
hætti. Sett ný gólfefni, málað, skipt
um húsgögn, gardínur og fieira í
þeim dúr. Ef það vantar peninga er
bara að taka lán.
Þegar haldin er fermingarveisla fer
mikil vinna í allar framkvæmdir.
Kunnugir segja að margra daga
vinna fari í slíkt hjá heimavinnandi
húsmóður. Það verður jafnvel að fá
lánaða stóla, borðbúnað, þrífa heim-
ilið, baka og útbúa mat. Að veislu
lokinni þarf að skila öllu, ganga frá
og þrífa aftur. Þegar hér er komið
skyldi maður ætla að fólk staðnæmd-
ist og hugsaði sinn gang. Er þetta
hægt með góðu móti - hefur fólk efni
á þessu á þeim tíma þegar landsmenn
hrósa happi að halda vinnu sinni?
Ofangreind atriði eru fjarri lagi í
huga fólks sem einfaldlega telur sig
ekki hafa efni á að halda upp á ferm-
ingu með þessum hætti. Krakkamir
ráða því jú sjálf hvort þau fermast
eða ekki. Síðan er það fjölskyldunnar
að ákvarða hvernig tilhögun verður.
Gólfefni:
Heimilið undirbúið
fyrir fermingu
Margir nota tækifærið til að
standsetja íbúðir sínar fyrir ferm-
ingar. Þá er algengt að fólk setji
ný gólfefni t.d. parket eða flísar,
það er málað og þriíið og þar fram
eftir götunum. Nokkur atriði ætti
að hafa í huga þegar ráðist er í slík-
ar framkvæmdir.
Parket- og flísalagning krefst
nokkuð mikillar kunnáttu. Því er
nauðsynlegt að hafa kunnuga með
í ráðum þegar menn ætla að leggja
sjálfir. Verslanir, sem hafa gólfefni
á boðstólum, geta bent á fagmenn
sem taka verkin að sér. Haft er eft-
irlit með þeim og reynt að tryggja
að þjónusta þeirra sé áreiðanleg.
Hins vegar þarf það ekki að þýða
að verslanir beri ábyrgð á vinn-
unni.
Það er eins og gefur að skilja
umtalsvert dýrara að fá fágmann
og er þá betra að hafa vaðið fyrir
neðan sig. Þannig er best að láta
fagmenn ráðleggja sér um val á
efni. Einnig er sjálfsagt að láta
þessa aöila gera grein fyrir vænt-
anlegum kostnaði. Oft eru gerð til-
boð og mun það vera auðveldast
þegar um einfalda fleti er að ræða
(þegar ekki þarf aö skera mikið og
sniða).
Varhugaverðar teg-
undir fyrir veislur
Parket getur verið varhugavert
að því leyti að sumar tegundir t.d.
úr furu og birki geta látið verulega
á sjá eftir eina veislu. Þannig geta
myndast skófór og það hreinlega
eyðilagt parketið.
Þegar gólfefni er valið er sjálfsagt
að styðjast við þá reglu að hafa
sterk efni í eldhúsi og forstofu. Þeg-
ar flísar eru lagðar í eldhús er
mælt með að hafa svokallaðar 4ra
punkta (brotþolsstyrkleiki) flísar á
gólfi þar því þær eru sterkastar og
kvarnast ekki upp úr þeim. Á bað
og gang má notast viö 2-3ja punkta
flísar.
Verð fyrir góðar flísar nú er á
bilinu 1.600- 2.600 kr. fermetrinn.
Líka veröur að reikna með hmi og
má þá gera ráð fyrir 250-350 króna
kostnaði í það á fermetra. Fúgu-
sement, sem dugar fyrir 20 fer-
metra, kostar svo um 1.000 krónur.
Algengt verð fyrir vinnu við lagn-
ingu er á bilinu tvö til tvö þúsund
og fimm hundruð krónur á fer-
metra.
Eins og gefur að skilja vilja sölu-
menn ávallt tíunda gæði þeirra
vara sem þeir selja. Þetta geta ver-
ið prýðis ábendingar en rétt er að
hafa í huga hvað heildarpakkinn
kemur til með að kosta þegar upp
er staðið.
Má í því sambandi nefna fljótandi
og niðurlímt parket og þar felst
mikiU munur í verði. Það tekur
lengri tíma að leggja límt parket.
Það þarf að slípa það og lakka og
þetta getur orðiö til þess að mikil
röskun verður á heimilinu um all-
langan tíma - þó þetta virðist ein-
falt við fyrstu sýn. Heildarkostnað-
ur við niðurlímt parket er miklu
hærri en vegna fljótandi parkets.
-ÓTT
Verður haldin fermingar-
veisla með öllu tilheyrandi
eða verður f jármunum var-
ið í að gera híbýli unga
fólksins áhugaverð með til-
liti til næstu ára? Fæstir
hafa efni á öllu saman með
góðu móti
Síðasti áfanginn áður
en flutt er að heiman
Burtséð frá sjálfri fermingunni
eru krakkar á þessum aldri að ná
vissum áfanga í lífi sínu. Þau eru að
komast til þroska og eru ekki börn
lengur, a.m.k. að eigin mati. Þess
vegna telja hugulsamir foreldrar
ráðlegt að undirbúa táningana sem
best undir síðasta áfangann sem þau
búa heima, þ.e.a.s. áður en þau flytja
í burtu.
Þetta er gert með því að gera hi-
býli þeirra sem hagstæðust og hjálpa
til með áhugamál - til að þau hafi í
eitthvað áhugavert að sækja í heima-
við. Vissuiega skyldi ætla að það sé
fyrst og fremst andrúmsloftið á
heimilinu sem á að vera áhugavert
fyrir táningana svo þeir virkilega'"
vilji vera heima - að þeir þurfi ekki
að sækja annað tii að þroskast eða
ræða sín vandamál.
Með því að gera ráö fyrir því að
krakkarnir fái svigrúm og möguleika
til að láta sér líða vel á heimilinu er
margt unnið. Þannig myndast meira
traust á milli foreldra og barna -
samvinna um tilhögun heimkomu-
tíma og lífsstíl unga fólksins ætti aö
vera án tortryggni og árekstra. Það
ætti því ekki að þurfa að horfa með
tárin í augunum í þá peninga sem
fara í aö gera upp vistarverur krakka
á þessum aldri. Fólki er í sjálfsvald
sett hvort það eyðir peningum sínum
í eina stórveislu eða hugar meira að
framtíð barna sinna inni á heimilinu. . _
-ÓTT
Verð á innanhussmálningu hækkaði um áramótin og mun væntanlega hald-
ast óbreytt á næstunni.
Hvað kostar inn-
anhússmálning?
- ekki væntanlegar hækkanir á næstunni
Um áramótin hækkaði málning
um 14% vegna vörugjalds sem lagt
var á byggingavörur. Þó verðstöðvun
sé lokið er ekki útlit fyrir að málning
muni hækka á næstunni, þó vilji
kaupmanna fyrir því sé fyrir hendi
- þeir telja álagningu á málningar-
vörum vera of lága.
Verð fyrir venjulega vatnsmáln-
ingu með 5% gljástigi er nú sam-
kvæmt verðskrám 446 kr. lítrinn og
418 kr. séu keyptar tíu lítra dósir.
Málning með 10% gljástigi og inn-
byggðum herði kostar 486 kr. og verð
lítrans í tíu lítra dósum er 455 kr.
Málning með 25% gljástigi kostar 665
kr. lítrinn. Verð á málningu eftir teg-
undum, Kópal, Harpa eða Sjöfn, er
mjög svipað.
-ÓTT