Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989. Fréttir Launþegahreyfíngin í vanda: Kröfurnar eru óljósar við upphaf samningaviðræðna - veiMeikinn opinberaðist á fundi Kvennalistans á Hótel Borg Það er ljóst, eftir að forystumenn allra helstu launþegasamtaka lands- ins sátu fyrir svörum á fundi Kvennalistans á Hótel Borg á mið- vikudaginn, að launþegahreyfingin í landinu er í vanda. Það er komið að kjarasamningaviðræðum en samt sem áður hafa engar ákveðnar kröf- ur verið lagðar fram. Menn tala um að ná kaupmættinum upp í það sem hann var snemma á síðasta ári. Eng- inn nefnir hvernig fara á að því. Segja má aö þessi fundur hafi opin- berað veikleika launþegasamtak- anna um þessar mundir. Þó voru Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson spurningarnar, sem bornar voru fram á fundinum, frekar einhæfar og snérust mest um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Eigi aö síður komu fram spurningar sem forystumenn- irnir áttu í erfiðleikum með að svara nema með almennu orðahjali og slagorðum, sem var mismunandi út- færsla á hinni frægu setningu: „Sam- einaðir stöndum vér en sundraðir fóllum vér." Alþýðusambandið í póker Asmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambandsins, skýrði frá sam- þykkt formannafundar ASÍ á dögun- um um að félög innan þess ætluðu að hafa samflot í komandi kjara- samningum. Hann lýsti því einnig yfir að óbreyttur kaupmáttur fyrsta ársfjórðungs þessa árs, út árið, kæmi ekki til greina. Að öðru leyti skýrði hann ekki frá krófum Alþýðusam- bandsins í komandi kjarasamning- um. Það mun enda sannast sagna að þær hafa ekki verið mótaðar enn. Því er haldið fram að þær verði ekki lagðar fram við upphaf kjarasamn- inga. Ásmundur, sem ætlar að stýra samningagerðinni í samfloti, vill hafa nokkuð frjálsar hendur þegar hann tekur til við að tefla við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og ríkisstjórnina um aukningu kaup- máttar inn í einhverjum félagsmála- pakka. Vitað er að mjóg stirt er á milli þeirra Ásmundar og Ólafs innan Al- þýðubandalagsins. Hefur Ásmundur enda notað hvert tækifæri á opin- Fundur um verkalýösmál: Útvarpíð bannaði auglýsingu frá Kvennalistanum Kvennalistinn gekkst fyrir fundi um verkalýðsraál á Hótel Borg í gær undk yfirskriftinni „Þorir verkalýðshreyfingin, get- ur hún, vill hún?" Auglýsing undir þessum kjörorðum þótti of djörf og fékkst ekki lesin í Ríkis- útvarpinu í gær, að þvi er upplýst var á fundinum, sem var fjöi- mennur. Þarna sátu fyrir svörum verka- lýðsleiðtogarnir Svanhudur Kaa- ber formaður Kennarasambands íslands, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Þórir Guöjóns- ; son, formaður Félags bókagerö- armanna, Htarik Greipsson, for- maöur Félags bankamanna, og Pá31 Halldórsson, formaður BHMR. S.dór berum vettvangi til að lýsa óánægju sinni með flest það sem ríkisstjórnin og alveg sérstaklega fjármálaráð- herra hefur sagt eða gert. Það er því hætt við að viðræður samflotsnefnd- ar ASÍ undir forystu Ásmundar og ríkisstjórnarinnar með þá Steingrím Hermannsson og Ólaf Ragnar í broddi fylkingar verði stirðar og gangi hægt. Ofan á allt saman bætist svo að engin vissa er fyrir því að samflotið innan ASÍ verði órofið. Forystumenn nokkurra félaga og sambanda eru ekki hrifhir af því og má þar nefna Alþýðusamband Vest- fjarða og Verkamannafélagið Dags-. brún í Reykjavík. BSRB best undirbúið í máh Ögmundar Jónassonar á fundinum kom fram að kröfugerð Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er í þremur liðum. Þessar kröfur eru að hvert félag fyrir sig innan banda- lagsins fari í viðræður við ríki og sveitarfélög nú þegar um sín sérmál. Stjórn BSRB fari með þá samninga sem snúa að ríkinu og félagsmála- pakkanum og að kaupmáttur verði aukinn frá því sem nú er. Þetta er gott svo langt sem það nær en þarna kemur ekki fram hvernig á að ná auknum kaupmætti né hvað BSRB vill að verði í félagsmálapakkanum. Samt er ljóst að BSRB er best undir- búið fyrir þá samninga sem nú eru að hefjast. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambandsins, sagði að samninganefhd þess hefði hafnað því sem ríkið bauð á fyrsta samninga- fundinum, en hún nefndi ekki hverj- ar væru kröfur kennarasambands- ins aðrar en aukinn kaupmáttur. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að hann teldi að ekki yrði hjá því komist að launþegahreyfingin gripi til þess eina vopns sem atvinnu- rekendur skildu, verkfallsvopnsins. Hann sagði að á næstunni yrðu at- kvæðagreiðslur hjá félögum innan BHMR um að boða til verkfalls. Ef það yrði ekki gert væri ljóst að ekk- ert gerðist í kjaramálunum fyrr en í haust í fyrsta lagi. Það var greinilegt að Páll var harðastur þeirra foringja í málflutningi. Verkamannafélögin í klemmu Hvort heldur það verður samn- inganefnd Alþýðusambandsins eða Verkamannasambandsins sem fara mun með samningagerð fyrir verka- mannafélögin í komandi kjarasamn- ingum er ljóst að þau eru í langerfið- ustu aðstöðunni. Úti um allt land er atvinnuleysi. Jafnvel nú á vetrarver- tíð er fólk atvinnulaust í sjávarpláss- unum. Ástandiö á eftir að versna Svanhildur Kaaber, formaður kennarasambandsins, í ræðustól á fundi Kvennalistans á Hótel Borg. Við borðið sitja Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ögmuhdur Jónasson, formaður BSRB, Þórir Guðjónsson, formaóur Fé- lags bókagerðarmanna, Hinrik Greipsson, formaöur Félags bankamanna, og Páll Halldórsson, formaður BHMR. DV-mynd GVA þegar nær degur sumri. Undir slík- um kringumstæðum er staða verka- lýðsfélaganna á þessum stöðum ekki sterk. Það er mun auðveldara fyrir þá sem vinna hjá hinu opinbera, hvort heldur þeir tilheyra BSRB eða BHMR, að taka stórt upp í sig og hóta hörku. Fullyrða má að erfitt er að benda á þann verkalýðsforingja verkamannafélags sem er tilbúinn til að boða verkfall, náist ekki þetta eða hitt fram í komandi kjarasamning- um. En jafnvel þótt staða þessara félaga sé ekki sterk að þessu sinni sýnir það ákveðinn veikleika hjá verkalýðs- forystunni að hafa ekki undir þeim kringumstæðum fullmótaö kröfur sínar, nú þegar komið er að samning- um. Það getur aldrei tahst sterkt í samningum að vita ekki hvað menn vilja. Eða ef menn nefna eitt atriði, eins og kaupmáttaraukningu, að geta ekki bent á leiðir að markinu. í þessu liggur veikleiki launþegahreyfingar- innar að þessu sinni. Sameining gegn ríkisvaldinu Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, lagði fram þá hugmynd á dög- unum að launaþegahreyfingin færi sameinuð í samninga við ríkisstjórn- ina um félagsmálapakka. Þessari hugmynd var vel tekið á formanna- fundi Alþýðusambandsins á dögun- um. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hér eru á ferðinni orðin tóm eða hvort hugmynd Ögmundar verð- ur að veruleika. Fyrir verkalýðs- hreyfinguna skiptir slík samstaða afar miklu máli vegna veikrar stöðu hennar til átaka. Þótt samningaviðræður eigi að heita hafnar hjá BSRB og BHMR eru það varla nema þreifingar ennþá. Alþýðusambandið hefur óskað eftir samningaviðræðum við Vinnuveit- endasambandið. Það er hins vegar vitað að Vinnuveitendasambandið semur hvorki um eitt eða neitt fyrr en það veit hvert verður innihald þess félagsmálapakka sem allir aðil- ar eru sammála um að nú verði sam- ið um. Það má því gera ráð fyrir að kjarasamningar gangi hægt og drag- ist fram á vorið, jafnvel fram á sum- ar. Fari hins vegar svo að félög innan BHMR og jafnvel BSRB boði til verk- falla í byrjun apríl getur verið að það reki á eftir og að samningum verði lokið fyrir vorið. S.dór Komandi kjarasamningar: „Eg sé ekki neina ástæðu til bjartsýni" - segir formaður Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafírði Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Eins og efnahagsástandið er hjá okkur. í dag og miðað við það hvern- ig þróun atvinnumála hefur verið að undanförnu, sé ég ekki neina ástæðu til bjartsýni varðandi þær kjara- samningaviðræður sem framundan eru," segir Sævar Frímannsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði. „Það er þó ljóst að það verður að koma til móts við þá sem lægst hafa launin. Að öðru leyti tel ég að nú fyrst reyni alvarlega á ríkisstjórnina, hún verður að koma mun meira inn í þessar viðræður en áðúr hefur tíðk- ast og það verður með einhverju'm ráðum að finna lausn á því érfiða máh sem framundan er. E.t.v. hggur lausnin fyrst og fremst í því sem menn vilja kaUa félagsmálapakka og þar kemur ríkisstjórnin til skjal- anna. Það er ekki síst vegna þess að þrí- hliða viðræöur verkalýðsforustunn- ar, atvinnurekenda og ríkisstjórnar- innar eru nú fyrir höndum sem við hjá Einingu höfum allt frá áramótum lagt höfuðáherslu á að verkalýðs- hreyfingin hafi heildarsamflot í þeim samningaviðræðum sem framundan eru, og ég fagna því að samstaða virð- ist nú ríkja um að svo verði. Næst hlýtur aö hggja fyrir að sú samráðsnefnd, sem verkalýðsforust- an skipar, komi saman, leggi heild- arlínurnar og tilnefni menn til að fara í viðræður við atvinnurekendur og ríkisstjórn," sagði Sævar Frí- mannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.