Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Blaðsíða 32
6
RM.......
/\ S K O
I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifíng: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblaö
FOSTUDAGUR 3. MARS 1989.
Endurskoðunarprófið:
Tveir af
hverjum
þremur
féllu
Rúmlega tveir þriðju þeirra sem
þreyttu löggildingarpróf í endur-
skoöun fyrir skömmu féllu. Af 35
viöskiptafræöingum sem reyndu við
prófið náðu einungis 13 tilskildum
árangri. 22 viðskiptafræðingar, sem
flestir eru útskrifaðir af endurskoð-
unarkjörsviöi, féllu á prófmu. Þeir
__höfðu auk þess aflað sér starfs-
reynslu með vinnu á endurskoðun-
arskrifstofum.
„Þetta er meira fall en venjulega,
vanalega hefur um helmingur þeirra
sem taka prófið fallið," sagði Halldór
V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi
og einn þriggja prófnefndarmanna.
- Er þessu prófi beitt til þess að tak-
marka aðgang í stéttina?
„Nei. Prófið er svona þungt til þess
að tryggja að endurskoðendur séu
hæfir," sagði Halldór.
Sumir þeirra sem féllu nú voru að
' f7!511a í annað sinn. Þrátt fyrir fjógurra
ára háskólanám og nokkurra ára
vinnu á endurskoðunarskrifstofu
hafa þeir ekki áunnið sér rétt til að
starfa sem sjálfstæðir endurskoð-
endur.
-gse
Vikudagskrá útvarps- og sjón-
varpsstöðva fylgdi DV í gær, fimmtu-
dag, eins og lesendur tóku eftir. Svo
verður framvegis. Dagskrárnar
fylgdu áður blaðauka um helstu at-
Jjurði helgarinnar á föstudögum. Sá
T)laðauki verður áfram í fóstudags-
blaði. Vitað er að fjölmargir lesendur
geyma vikudagskrá útvarps og sjón-
varps alla vikuna. Með því að birta
dagskrárnar degi fyrr, þ.e. á fimmtu-
dögum, nýtist hún lesendum betur,
sérstaklega þeim sem búa á lands-
byggðinni.
ih
ALÞJÓÐ4.
Lf FmYGGINGARFELAGIÐ HF.
LÁGMÚLl5 - REYKJ AVÍK
r-1 SimÍ (>HÍ(yU
LOKI
Já, það eru víðar
frystir peningar en
í Seðlabankanum!
Verðhækkanaskriðan:
Steingrímur er
ekki undrandi
„Ég er út af fyrir sig ekki undr-
andi á þeim veröhækkunum sem
ég hef séð þó ég hefði að sjáifsögðu
vujað aö þær yrðu minni," sagði
Steingrírmir Hermannsson forsæt-
isráðherra.
„Verðlagsráð hefur dregiö úr
umbeðnum verðhækkunum í
mörgum tDfellum. Ég held þvi að
þetta herta verðlagseftirlit hafi
þegar haft góð áhrif. Við bjuggumst
alltaf við að það yrðu verðhækkan-
ir bæði eftír. fimm mánaöa verö-
stöðvun og sömuleiðis umtalsverð-
ar gengisbreytingar, sem stjórnar-
andstaðan taldi reyndar að þyrftu
að vera mehi. Gengisbreytingum
fylgja verðhækkanir á öllu sem
fiutt er inn og þær hafa þvi miður
áhrif i gegnum afit þjóðfélagið."
- Mun ríiusstjórnin tryggja að
þetta verðbólguskot komi ekki
fram i hækkun nafhvaxta?
„Við höfum ekki vald til þess aö
skipa fyrir um vextina eins og er.
Þau frumvörp eru ekki komin I
gegnum Aiþingi. En það er hins
vegar búið að ræða þetta við Seðla-
bankann og viðskiptabankana og
beita þannig fortolum. Það verður
gert áfram. Aðaiatriöið erað gengið
verði stöðugt í framtiðinni og þá á
verðbólgan að hjaðna aftur. Ef
tekst að komast fram úr erfiðleik-
um fiskvinnslunnar erum við á
réttri leið," sagöi Steingrímur.
-gse
Selma Jónsdóttir útibússtjóri við „peningageymsluna". Selma heldur á 120 þúsund krónunum sem þjófarnir fundu
ekki. „Ég geymi ekki peninga oftar á þessum stað. Framvegis verður farið með peningana í banka í Keflavík - það
er' ekki þorandi að hafa þá í versluninni," sagði Selma. DV-mynd KAE
Veðrið á morgun:
Éljagangur
og
A morgun verður austan- eða
norðaustanátt, víða nokkuð
hvöss. Snjókoma verður um
sunnan- og vestanvert landið í
fyrramálið og éljagangur á Vest-
fjörðum. Líklega fer að snjóa
norðanlands þegar líður á dag-
inn. Heldur dregur úr frosti og
verður líklega frostlaust syðst á
landinu síðdegis.
Loðnuskipið Júpíter:
Gat á stef ni
skipsins
Loðnuskipið Júpíter frá Reykjavík
tók niðri vestur af Eldey í nótt. Verið
var að leita að loðnu þegar óhappið
varð. Um 700 tonn af loðnu voru í
lestum skipsins.
Gat kom á stefni skipsins og komst
sjór í stefnistank. Skipinu var haldið
til Reykjavíkur þar sem gert verður
við það og aflanum landað. Komið
var til Reykjavíkur klukkan rúmlega
fjögur í nótt. Hvorki skip né áhöfn
var í teljandi hættu. Veður var mjög
gott og gekk siglingin til Reykjavíkur
með ágætum.
„Ég var sofandi og vaknaði þegar
skipinu var bakkað á fullu. Ég vakn-
aði ekki við höggið sjálft," sagði einn
skipverja á Júpíter. Ekki náðist í
yfirmenn skipsins í morgun.
-sme
„Hef geymt
peninga
ífrysti-
kistunni
í mörg ár"
„Ég hef geymt peninga í frystikis-
tunni í mörg ár. Hér er enginn banki
og því verð ég að fela dagssöluna.
Þrátt fyrir að mörg innbrot hafi ver-
ið framin í kaupfélagið hefur enginn
fundið þennan geymslustað. Lögregl-
an sagði við mig að ég skyldi ekki
segja neinum frá þessu. Einn lög-
reglumannanna sagði síðan öllum
frá því að peningarnir hefðu verið í
frystikistunni. Nú eigum við á hættu
að versluninni verði rústað ef brotist
verður inn aftur," sagði Selma Jóns-
dóttir útibússtjóri Kaupfélags Suður-
nesja í Vogum, í morgun.
Þjófar sem brutust inn í verslunina
fundu ekki 120 þúsund krónur sem
geymdar voru í frystikistunni. Þjó-
farnir höfðu á brott með sér 2.000
krónur, 50 karton af sígarettum, kjöt,
álegg, sokka, pylsur, og fleira úr
versluninni.
Þjófarnir brutust inn hjá fjórum
öðrum fyrirtækjum og stofnunum í
sömu byggingu. Þeir brutu upp átta
hurðir og unnu því talsverð
skemmdarverk. Úr bókasafni náðu
þeir 1.000 króna ávísun og lyfseðla-
blokk náðu þeir í á heilsugæslustöð.
Þetta er þriðja innbrotið í verslun
Kaupfélagsins á fáum mánuðum. Hin
tvö eru upplýst. . -sme
Kjötið
hækkar
Fimm manna nefnd ákvað í gær
hækkun á heildsölukostnaði á kjöt-
vörum. Eftir þá ákvörðun er ljóst að
kindakjöt í heilum skrokkum hækk-
ar um 5,5 prósent og nautaskrokkar
um 4,2 prósent. Frjáls álagning er á
hlutuðu kjöti en búist er við aö það
muni almennt hækka í kjölfar
ákvörðunar fimm manna nefndar.
Fimm manna nefhd hafði áður
hækkað mjólk um rúm 7 prósent og
aðrar mjólkurvörur um 5 tíl 11 pró-
sent. -gse