Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1989, Qupperneq 32
F R ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1989.
Endurskoðunarprófið:
Tveir af
hverjum
þremur
féllu
Rúmlega tveir þriöju þeirra sem
þreyttu löggildingarpróf í endur-
skoðun fyrir skömmu féllu. Af 35
viðskiptafræðingum sem reyndu við
próflð náðu einungis 13 tilskildum
árangri. 22 viðskiptafræðingar, sem
flestir eru útskrifaðir af endurskoð-
unarkjörsviði, féllu á prófinu. Þeir
-Jiöfðu auk þess aflað sér starfs-
reynslu með vinnu á endurskoðun-
arskrifstofum.
„Þetta er meira fall en venjulega,
vanalega hefur um helmingur þeirra
sem taka prófið fallið,“ sagði Halldór
V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi
og einn þriggja prófnefndarmanna.
- Er þessu prófi beitt til þess að tak-
marka aðgang í stéttina?
„Nei. Prófið er svona þungt til þess
að tryggja að endurskoðendur séu
hæfir,“ sagði Halldór.
Sumir þeirra sem féllu nú voru að
1 r7Slla í annað sinn. Þrátt fyrir fjögurra
ára háskólanám og nokkurra ára
vinnu á endurskoöunarskrifstofu
hafa þeir ekki áunnið sér rétt til að
starfa sem sjálfstæðir endurskoð-
endur. -gse
Vikudagskrá útvarps- og sjón-
varpsstöðva fylgdi DV í gær, fimmtu-
dag, eins og lesendur tóku eftir. Svo
verður framvegis. Dagskrárnar
fylgdu áður blaðauka um helstu at-
burði helgarinnar á föstudögum. Sá
fölaðauki verður áfram í föstudags-
blaði. Vitað er að fjölmargir lesendur
geyma vikudagskrá útvarps og sjón-
varps alla vikuna. Með því að birta
dagskrárnar degi fyrr, þ.e. á fimmtu-
dögum, nýtist hún lesendum betur,
sérstaklega þeim sem búa á lands-
byggðinni.
ALÞJÓÐA
LÍFTRYGGINGARFELAGIÐ HF.
LÁGMÚLI5 - RKYKJAVÍK
Simi M1ÍVL4
LOKI
Já, það eru víðar
frystir peningar en
í Seðlabankanum!
Verðhækkanaskriðan:
Steingrímur er
ekki undrandi
„Ég er út af fyrir sig ekki undr- stöðvun og sömuleiðis umtalsverð- gegnum Alþingi. En það er hins
andi á þeim verðhækkunum sem ar gengisbreytingar, sem stjórnar- vegar buið að ræða þetta við Seðla-
ég hef séð þó ég heföi að sjálfsögðu andstaðan taldi reyndar að þyrftu bankann og viðskiptabankana og
viljað aö þær yrðu minni,“ sagöi að vera meiri. Gengisbreytingum beita þannig fortölum. Það verður
Steingrímur Hermannsson forsæt- fylgja verðhækkanir á öllu sem gertáfram. Aðalatriðiðeraðgengið
isráðherra. flutt er inn og þær hafa því miður verði stöðugt í framtíðinni og þá á
„Verðlagsráð hefur dregið úr áhrif í gegnum allt þjóðfélagið." verðbólgan að hjaðna aftur. Ef
umbeönum verðhækkunum í - Mun ríkisstjórnin tryggja að tekst að komast fram úr erfiðleik-
mörgum tilfellum. Ég held því aö þetta verðbólguskot komi ekki um fiskvinnslunnar erum við á
þetta herta verölagseftirlit hafi fram í hækkun nafhvaxta? réttri leið,“ sagöi Steingrímur.
þegar haft góð áhrif. Við bjuggumst „Við höfum ekki vald til þess að -gse
alltaf við að það yrðu veröhækkan- skipa fyrir um vextina eins og er.
ir bæði eftir fimm mánaða verð- Þau frumvörp eru ekki komin i
Selma Jónsdóttir útibússtjóri við „peningageymsluna". Selma heldur á 120 þúsund krónunum sem þjólarnir fundu
ekki. „Ég geymi ekki peninga oftar á þessum stað. Framvegis verður farið með peningana í banka í Keflavík - það
er ekki þorandi að hafa þá í versluninni," sagði Selma. DV-mynd KAE
Veöriö á morgun:
Éljagangur
og
snjókoma
Á morgun verður austan- eða
norðaustanátt, víða nokkuð
hvöss. Snjókoma veröur um
sunnan- og vestanvert landið í
fyrramálið og éljagangur á Vest-
fjörðum. Líklega fer að snjóa
norðanlands þegar líður á dag-
inn. Heldur dregur úr frosti og
verður líklega frostlaust syðst á
landinu síðdegis.
Loðnuskipið Júpíter:
Gat á stefni
skipsins
Loðnuskipið Júpíter frá Reykjavík
tók niðri vestur af Eldey í nótt. Verið
var að leita að loðnu þegar óhappið
varð. Um 700 tonn af loðnu voru í
lestum skipsins.
Gat kom á stefni skipsins og komst
sjór í stefnistank. Skipinu var haldið
til Reykjavíkur þar sem gert verður
við það og aflanum landað. Komið
var til Reykjavíkur klukkan rúmlega
fjögur í nótt. Hvorki skip né áhöfn
var í teljandi hættu. Veður var mjög
gott og gekk siglingin til Reykjavíkur
með ágætum.
„Ég var sofandi og vaknaði þegar
skipinu var bakkað á fullu. Ég vakn-
aði ekki við höggið sjálft,“ sagði einn
skipverja á Júpíter. Ekki náðist í
yfirmenn skipsins í morgun.
-sme
„Hef geymt
peninga
í frysti-
kistunni
í mörg ár“
„Ég hef geymt peninga í frystíkis-
tunni í mörg ár. Hér er enginn banki
og því verð ég að fela dagssöluna.
Þrátt fyrir að mörg innbrot hafi ver-
ið framin í kaupfélagið hefur enginn
fundið þennan geymslustað. Lögregl-
an sagði við mig að ég skyldi ekki
segja neinum frá þessu. Einn lög-
reglumannanna sagði síðan öllum
frá því að peningarnir heföu verið í
frystikistunni. Nú eigum við á hættu
að versluninni verði rústað ef brotíst
verður inn aftur,“ sagði Selma Jóns-
dóttir útibússtjóri Kaupfélags Suður-
nesja í Vogum, í morgun.
Þjófar sem brutust inn í verslunina
fundu ekki 120 þúsund krónur sem
geymdar voru í frystikistunni. Þjó-
farnir höföu á brott með sér 2.000
krónur, 50 karton af sígarettum, kjöt,
álegg, sokka, pylsur, og fleira úr
versluninni.
Þjófamir brutust inn hjá fjórum
öðrum fyrirtækjum og stofnunum í
sömu byggingu. Þeir brutu upp átta
hurðir og unnu því talsverð
skemmdarverk. Úr bókasafni náðu
þeir 1.000 króna ávísun og lyfseðla-
blokk náðu þeir í á heilsugæslustöð.
Þetta er þriðja innbrotið í verslun
Kaupfélagsins á fáum mánuðum. Hin
tvö eru upplýst. -sme
Kjötið
hækkar
Fimm manna nefnd ákvað í gær
hækkun á heildsölukostnaði á kjöt-
vörum. Eftír þá ákvörðun er ljóst að
kindakjöt í heilum skrokkum hækk-
ar um 5,5 prósent og nautaskrokkar
um 4,2 prósent. Frjáls álagning er á
hlutuðu kjöti en búist er viö að það
muni almennt hækka í kjölfar
ákvörðunar fimm manna nefndar.
Fimm manna nefnd haföi áður
hækkað mjólk um rúm 7 prósent og
aðrar mjólkurvörur um 5 til 11 pró-
sent. -gse