Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Page 30
MIÐVIKUDAGUR' 15. MARS 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Cher ætlar aö feta í fótspor Eltons John sem um daginn hélt uppboð á gleraugum, fotum og alls konar hlutum sem safnast höföu saman hjá honum. Cher hefur ekkl not- að gleraugu en á löngum söng- ferli hefur safnast fyrir mikið af sviðsfötum sem hún hefur haldið til haga. Ástæðuna fyrir upp- boðinu segir hún eingöngu vera að rýma til á heimili sínu. Sýning SÚM-ara á Kjarvalsstöðum: Iistaverk eða furðuhlutii? Það heyrðust mörg andvörpin frá opnunargestum á yfirlitssýningu SÚM-hópsins á laugardaginn, enda engin furða. Mörg verkanna, sem eru öll frá 1965-1972, eru ekki beint í anda þess sem flokkast undir list. Á sýningunni eru um það bil eitt hundrað verk eftir fimmtán lista- menn er voru hluti SÚM. Listamenn sem á sínum tíma boðuðu nýja list þar sem hefðbundin list var látin lönd og leið og hugmyndafluginu sleppt lausu. Það eru margir sem minnast þess að á sínum tíma ollu listaverkin deil- um og hneykslun margra. í dag vekja verkin athygli og skemmtun og minna á skemmtilegan tíma í menn- ingarlífi þjóðarinnar. Á myndunum hér á síðunni eru nokkur sérkennileg verk og má sjá viðbrögð áhorfenda sem voru mis- jöfn. -HK Sjálfsagt eru konur þessar aö hugsa hvort Ijós sem þetta myndi auðvelda þeim vinnuna við að strauja. Hrúgan heitir þetta verk eftir Kristján Guðmundsson. Og ætti engan aö undra þótt margir hafi sett upp furðu- og undrunasvip fyrir framan verkið. Það hlýtur að vera í lagi að snerta, þetta er bara hey, gæti konan á mynd- inni verið að hugsa. Sigurður Guðmundsson á heiðgrinn af þessu verki sem hann hefur nefnt A Nice Girl And A Boy. Stjörnur af himnum fallnar heitir þetta verk eftir Þórð Ben Sveinsson. Eins og sjá má eru þetta kartöflur og gerðu margir stutt stopp við kartöflurnar og hugsuðu stift. DV-myndir: GVA. Þessum litla dreng líst örugglega vel á kálfinn og skilur sjálfsagt ekki hvernig hann fer að því að vera allt- af í sömu sporum. Annars heitir verkið Góðan daginn, Góðan daginn og er eftir Þórð Ben Sveinsson. Hjörtur Hjálmarsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, flytur gamanmál á þorrablótinu. DV-mynd Reynir Flateyri: Reynir Tiaustason, DV, Flateyri: Stútungur, árlegt þorrablót Flat- eyringa, var haldið í febrúar aö venju. Þar mætti fjöldi manns til aö gera sér glaöan dag. Stútungur var aö þessu sinnl haldinn f 55. sinn og má geta þess að nafiigiftin vísar til stórfisKjar. Hér áður voru haldn- ar þrjár samhangandi háflðir, það er „Stútungur" fýrir hjónafólk og húseigendur, „Bútungur" fyrir einhleypa, 16 ára og eldri, og „síla- ball“ fyrir börnin. Nú er Bútungur aflagöur en síla- ball og Stútungur árvissir við- buröir, sem fáir láta framhjá sér fara. AHICEGIRL ANDAgQy J Sean Connery hefur fengið skipun frá lækni sín- um um að þegja í óákveöinn tíma. Leikarinn frægi, sem er orðinn 58 ára gamall, hefur undanfarið veriö við tökur á kvikmyndinni Family Business. Þar leikur hann fóður Dustins Hoffman og hlut- verk hans kallar á mikil öskur og rifrildi og er greinilegt að álag- ið hefur veriö of mikið fyrir radd- böndin. Boy George hefur ákveðið að taka tíma í sjálfsvamarlist. Ástæðan er að ráðist var á hann fyrir stuttu fyr- ir utan upptökustúdíó þar sem hann er aö vinna að plötu. Þrír menn réðust á hann og rændu hann úri, skartgripum og pening- um. Ekki nóg með það heldur skildu þeir við hann í blóði sínu á götunni. Tveir listunnendur af eldri kynslóðinni, Guðmundur Árnason og Þorvaldur Guðmundsson. Guðmundur er faðir Sigurðar og Kristjáns sem eru meðal þeirra er sýna á yfirlitssýningunni. Skilur þú þetta, gæti stúlkan verið að segja við manninn gegnt sér. Verkið heitir Handhæga settið og er eftir Magnús Tómasson. Verkið samanstendur af skjalatösku, þyrn- um og nöglum. Kona þessi starir athugulum augum á gamalt útvarp og hrífu. Verk þetta heitir annars Stöð A og er eftir Sig- urð Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.