Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1989. 13 Lesendur Kærir aðstööuleysi á þingi: Errétti ta'minn nú? til að leggja fram kæru vegna „að- stöðuleysis á vinnustað" sem er not- aður tæplega hálft árið! Ná þingmenn ekki árangri við núverandi aðstæður? - Frá tölvuvæðingu Alþingis á sínum tíma. GEFÐU FUÚGANDI FERMINGARGJÖF! Gjafaflugbréf Flugleiða er nýr valkostur, bráðskemmtileg lausn á gjafavandanum. Þú getur haft það eins og þú vilt; gefið heila ferð, hluta ferðar eða verið með fleirum um gjöfina. Gjafaflugbréf Flugleiða er öllu ungu fólki upplyfting! FLUGLEIÐIR R.T. hringdi: í fréttum nýlega mátti heyra og lesa að einn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins hefur kært vinnuaðstöðu sína til Vinnueftirlitsins. í einu dag- blaðanna mátti sjá mynd af þing- manninum þar sem hann situr glað- ur og reifur fyrir framan fullkomið ritvinnslukerfi, sem sé tölvu sem er einn hluti þess fjárfestingaræðis sem er að shga þjóðarbúið. Þingmaðuririn krefst þess að allir alþingismenn fái beina símalínu vegna álags á skiptiborði Alþingis. Og til að kóróna vitleysuna vill svo þingmaðurinn að fengið verði „er- lent ráðgjafarfyrirtæki" til að skipu- leggja starfsemi Alþingis og telur að eftir þá skipulagningu nýtist tími þingsins betur og vinnubrögð verði markvissari og vandaðri. Þá tel ég að fyrst yrði verulegur seinagangur hjá þingmönnum ef fara ætti að skipuleggja „ósómann" sem ég kalla vinnubrögðin á Alþingi. Þingmaðurinn segir í viðtali við fjöl- miðla að það sé frumskilyrði, ef ætl- ast er til að þingmenn nái árangri í starfi sínu fyrir þjóðina, að starfsað- staða og aðbúnaður sé sem bestur og í samræmi við það sem almennt gerist annars staöar í þjóðfélaginu. Eftir þessum ummælum að dæma álítur þingmaðurinn að við núver- andi aðstæður nái þingmenn ekki árangri í starfi sínu fyrir þjóðina. Úr því svo er, myndi þá ekki vera besti kosturinn að leggja niður störf á Alþingi þar til áðurnefnt erlent fyr- irtæki hefur skipulagt starfsemi Al- þingis? Varla er hægt að láta þing- mennina vera að mæta til einhverrar atvinnubótavinnu þangað til! En meðal annarra orða; Er ekki tími til kominn að taka í hnakka- drambið á alþingismönnum þjóðar- innar, þessum þröskuldum þróunar og framfara í þjóðfélaginu? Þeir sem efast geta htið til kæru alþingis- mannsins sem finnst að nú sé tíminn Friðsælasta borg í heimi Lúðvíg Eggertsson skrifar: Ég átti því láni að fagna að ferðast erlendis á síðasta ári. Kom ég í marg- ar stórborgir og dvaldi nokkra daga í hverri. Það vakti athygli mína að ég sá næstum aldrei lögreglubíl, og lögreglumenn sjaldan, og þá aðeins við umferðarstjóm. Hér í Reykjavík gengur maður ekki langan spöl án þess að mæta lög- reglumanni á rölti í miðbænum. Á leið mihi hverfa í strætisvagni eða á annan hátt mætir maður lögreglubif- reið nánast hvar sem er og hvenær sem er. - Þó segja yfirvöld að lögregl- an sé of fáhðuö og fleiri lögreglubíla vanti. Leyfist mér að spyrja: Er Reykja- vík, sem til skamms tíma var taíin friðsælasta borg í heimi, orðin að ribbaldabæli? DV áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.