Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1989, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1989. 35 Afmæli Friðjón Sigurðsson Friöjón Sigurðsson, fyrrv. skrif- stofustjóri Alþingis, Skaftahlíö 14, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Friöjón er fæddur í Vestmanna- eyjum og varð stúdent frá MR1934; Hann lauk lögfræðiprófi í HÍ1941 og var sýslumaður í Strandasýslu 1941-1944. Friðjón var fulltrúi í skrifstofu Alþingis 1944-1956 og skrifstofustjóri Alþingis 1956-1984. Hann var framkvæmdastjóri ís- landsdeildar Norðurlandaráðs 1957-1984, ritari þingmannasam- bands NATÓ og alþjóðaþingmanna- saníbandsins. Friðjón sá um endur- skoðun tollamála iðnaðarins 1952, var formaður milbþinganefndar í tollamálum 1953 og ritari landskjör- stjómar 1959-1984. Friðjón kvæntist 7. nóvember 1936 Áslaugu Siggeirs- dóttur, f. 25. nóvember 1917. For- eldrar Áslaugar voru Siggeir Helga- son, b. í Teigi í Fljótshlíð, og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir. Synir Friðjóns og Áslaugar em Ásgeir Bergur, f. 22. maí 1937, sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum, kvænt- iur Kolfinnu Gunnarsdóttur félags- málafulltrúa; Sigurður Hólmgeir, f. 4. maí 1943, D.Ph. læknir og lífeðlis- fræðingur, lektor í HÍ; Jón Gunn- laugur, f. 24. ágúst 1944, dósent í HÍ, formaður stjórnar Orðabókar Há- skólans, kvæntur Herdísi Svavars- dóttur hjúkrunarfræðing; Ingólfur, f. 11. maí 1951, lögmaður í Rvík, sam- býbskona hans er Sigrún Bene- diktsdóttir, lögfræðingur í borgar- dómi, og Friðjón Öm, f. 19. maí 1956, lögmaður í Rvík, kvæntur Margréti Sigurðardóttur kennara. Systkini Friðjóns voru Júlíus, skipstjóri í Vestmannaeyjum, Kristinn, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyj- um, Pálmi, fyrrv. skipstjóri í Vest- mannaeyjum, og Sigríður, gift Krist- manni Magnússyni, trésmíðameist- ara í Vestmannaeyjum. Foreldrar Friðjóns vom Sigurður Ingimundarson, útgerðarmaður í Skjaldbreið í Vestmannaeyjum, og kona hans, Hólmfríður JÖnsdóttir. Sigurður var sonur Ingimundar, b. í Miðey í Landeyjum, Ingimundar- sonar, b. í Miðey, Kolbeinssonar, bróður Jóns, langafa Sigurbjargar langömmu Sigurðar Heiðars, rit- stjóra Úrvals. Móðir Sigurðar var Þuríður Ámadóttir, dóttir Áma, b. í Fíflholts-Norðurhjáleigu í Land- eyjum, Ólafssonar og konu hans, Guðrúnar Bjömsdóttur. Móðurbróöir Friðjóns var Jón, langafi Ingimars Ingimarssonar, þingfréttaritara á RÚV. Annar móð- urbróðir Friðjóns var Tómas, faðir Hauks jarðfræðings og afi Björns Ólafssonar verkfræðings. Móður- systir Friðjóns var Valgerður, amma Sigrúnar Sigurðardóttur, fréttamanns RÚV, og langamma Sigurlaugar Jónasdóttur dagskár- gerðamanns. Önnur móðursystir Friðjóns var Margrét, amma próf- essoranna Sigmundar og Þórðar Eydal Magnússona. Hólmfríður var dóttir Jóns, b. í Skammadal í Mýr- dal, Tómassonar, bróður Þórðar, afa Þórðar Tómassonar, fræðimanns í Skógum og langafa Ólafs Laufdals og Stefáns Harðar Grímssonar skálds. Systir jóns var Sigríður, langamma Jóns Þórs Þórhallssonar, forstjóra Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, og Erlendar Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Móðir Hólmfríðar var Hólmfríður Jónsdóttir, b. í Skammadal í Mýr- dal, Guðmundssonar og konu hans, Margrétar Einarsdóttur, b. í Giljum, Jónssonar. Móðir Margrétar var Hólmfríður, sýstir Hólmfríðar var Kristín, langamma Þórðar, fóður Þórbergs rithöfundar. Bróðir Hólm- fríðar var Kristján, langafi Bene- dikts, fóður Gunnars rithöfundar. Hólmfríður var dóttir Vigfúsar, prests á Kálfafellsstað, Benedikts- sonar, bróður Hólmfríðar, langömmu Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Friðjón verð- uraðheimanídag. Guðbjörg Guðjonsdottir Guðbjörg Guðjónsdóttir, Bjarteyj- arsandi, Hvalfjarðarströnd, var átt- ræö í gær. Guöbjörg er fædd í Vatns- dal í Fljótshlíð og ólst þar upp til 1931. Hún flutti þá að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd með foreldrum sínum og bróður, Sigurjóni, sem þar var prestur. Guðbjörg var ráðskona í Saurbæ 1931-1934 og flutti þá að Bjarteyjarsandi og hefur búið þar síðan. Farskóh var á Bjarteyjar- sandi í sj ö vetur og sinnti hún vel þeim bömum sem vom þar í námi. Guðbjörg er heiðursfélagi í Kvenfé- laginu Lilju. Guðbjörg giftist 2. júní 1934 Guðmundi Jónassyni, f. 16. maí 1903, b. á Bjarteyjarsandi. Foreldrar Guðmundar em Jónas Jóhannes- son, b. á Bjarteyjarsandi, og kona hans, Guðfinna Jósepsdóttir. Fóst- urdóttir Guðbjargar og Guðmundar er Guðbjörg Dúfa Stefánsdóttir, f. 7. nóvember 1934, gift Vífli Búasyni, b. á Ferstiklu á Hvalíjarðarströnd, og eiga þau fjögur börn. Synir Guð- bjargar og Guðmundar em Guðjón, f. 29. október 1939, d. 7. júní 1973, sjómaður á Akranesi, Jónas, f. 1. febrúar 1944, vinnuvélastjóri á Bjarteyjarsandi, kvæntur Guðrúnu Samsonardóttur og eiga þau sex börn, Hallgrímur, f. 27. ágúst 1945, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, kvæntur Rebekku Gunnarsdóttur og eiga þau þrjá syni, Ottar, f. 28. febrúar 1947, vélstjóri í Rvík, kvænt- ur Önnu Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn og Sigurjón, f. 5. ágúst 1948, b. á Bjarteyjarsandi, kvæntur Kolbrúnu Eiríksdóttur og eiga þau tvo syni. Langömmubörnin em níu. Systkini Guðbjargar em Gróa, f. 22. ágúst 1897, býr nú í Rvík, gift Jóni Sigurðssyni, sem er látinn, b. á Reynifelli og Reyðarvatni á Rangárvöllum, Sigurjón, f. 16. sept- ember 1901, fyrrv. prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, býr nú í Rvík, kvæntur Guðrúnu Þórarinsdóttur, Helga, f. 2. febrúar 1903, d. 1918, og Halla, f. 9. janáur 1914, d. 1943. Fóst- urbróðir Guðbjargar er Jón Árna- son, f. 20. júlí 1893, d. 1988, vann hjá Agli Vilhjálmssyni, kvæntur Krist- ínu Jónsdóttur, d. 1967. Foreldrar Guðbjargar vora Guð- jón Jónsson, b. í Vatnsdal í Fljóts- hlíð, og kona hans, Guðrún Magnús- dóttir. Guðjón var sonur Jóns, b. í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, Sveins- sonar, b. á Lambalæk í Fljótshlíð, Jónssonar. Móðir Guðjóns var Halla Jónsdóttir, b. í Hlíðarendakoti, Ól- afssonar, prests í Eyvindarhólum, Guðbjörg Guðjónsdóttir. Pálssonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir eldprests, prófasts á Prestsbakka á Síðu, Steingrímsson- ar. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á Teigi í Fljótshlíð, Guðmundssonar og konu hans, Gróu Ólafsdóttur, h. á Núpi í Fljótshlíð, Einarssonar. Móðir Ólafs var Ragnhildur Sigurð- ardóttir, prests í Reynisþingum Jónssonar og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, systur Helgu í Eyvind- arhólum. Lárus Thorberg Halldorsson Lárus Thorberg Halldórsson, Kópa- vogsbraut 1A, varð sjötugur í gær. Lárus Thorberg er fæddur á Skörð- ugili í Skagafirði og ólst upp á Syðstu-Fossum í Andakíl í Borgar- firði. Hann hefur unnið hjá Pósti og síma í fjörutíu og fimm ár og síöast- liðin tuttugu og fimm ár sem síma- verksfjóri. Lárus kvæntist 20. júli 1946 Ingibjörgu Sæmundsdóttur, f. 24. nóvember 1923. Foreldrar Ingi- bjargar eru Sæmundur Jóhanns- son, b. í Sólheimagerði í Blönduhlíð og kona hans, Guðný Jónsdóttir. Synir Lámsar og Ingibjargar em Halldór, f. 31. ágúst 1946, yfirdeildar- stjóri hjá Pósti og síma, kvæntur Kristjönu Jónsdóttur fulltrúa og Sæmundur, f. 27. september 1949, lögregluþjónn í Rvík. Bróðir Lárus- ar er Sigurður, f. 26. júní 1917, kaup- maðuríRvík. Foreldrar Lárusar voru Halldór Jónsson, b. á Syðstu-Fossum og kona hans, Sigríður Sigurðardóttir. HaUdór var sonur Jóns, b. í Ausu í Andakíl, bróður Guðmundar, afa Guðmundar Eggertssonar prófess- ors. Annar bróðir Jóns var Gísli, langafi Sigmundar Guðbjamasonar rektors. Jón var sonur Eggerts, b. á Eyri í Flókadal, bróður Gottskálks, langafa Sigurðar Pálssonar vígslu- biskups, fóður Sigurðar, prests á Selfossi. Eggert var sonur Gísla, prests í Hítamesþingum, Guð- mundssonar. Móðir Jóns var Guð- rún, systir Guðmundar, langafa Þorvaldar Skúlasonar listmálara. Guðrún var dóttir Vigfúsar, b. á Signýjarstöðum, Guðmundssonar, bróður Gísla í Hítamesþingum. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jóns- dóttir, prests og skálds á Breiðaból- stað á Skógarströnd, föður Jóns Hjaltalíns landlæknis. Móðir Hall- dórs var Þorbjörg Kláusdóttir, b. á Steðja í Flókadal, Sigmundssonar og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur, b. á Snorrastöðum í Kolbeinsstaða- hreppi, Jónssonar. Móðurbróðir Lárusar var Sigurð- ur Skagfield söngvari. Sigríður var dóttir Sigurðar, b. í Brautarholti, Jónssonar, b. á Bessastöðum, Ar- nórssonar, b. í Tobbakoti í Þykkvabæ, Sigurðssonar, b. á Kambi í Holtum, Þorgilssonar, bróð- ur Finnboga á Reynifelh, langafa Guðrúnar, móður Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Finnbogi var faðir Árna, langafa Júlíusar Sólnes al- þingismanns og Sigurðar, afa Þórð- ar Friðjónssonar, forstjðra Þjóð- hagstofnunar. Árni var einnig lang- afi Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Móðir Sigurðar var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Hryggjum, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Oddsdóttir, b. á Sólheimum, Jónssonar. Móöir Sigríðar var Jóhanna, syst- Lárus Thorberg Halldórsson. ir Steinunnar, móður Jóns Björns- sonar, tónskálds á Sauðárkróki. Jó- hanna var dóttir Steins, b. í Stóru- Gröf, Vigfússonar. Móðir Steins var Guðrún, systir Jóns, afa Jóns á Haf- steinsstöðum, langafa Áma Hjart- arsonar jarðfræðings. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Bessastöðum, Odds- sonar, bróður Guðrúnar. Móðir Jó- hönnu var Helga Pétursdóttir, b. í Vatnsleysu, Bjamasonar. Vegna mistaka fórst fyrir að birta þessa grein á afmælisdaginn og er Lárus hér með beðinn afsökunar á því. 85 ára 60 ára Emelía <J. Einarsdóttir, Köldukinn 5, Hafnarfirði. Benedikt Kjartansson, Miðvangi 41, Hafharfirði. 80 ára 50 ára Þórhildur Sveinadóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. Hörður Jónsson, Dugguvogi l, Reykjavík. Gunnar G. Bachmann, Vesturbergi 132, Reykjavík. Randver V. Alfonsson, Sandholti 26, Ólafsvík. 75 ára Vigdís Kristdórsdóttir» Guðmunda M. Jónsdóttir, Hásteinsvegi 18, Vestmannaeyjum. 40 ára María Þorbjarnardóttir, Grettisgötu 19A, Reykjavik. Steinn J. Guðmundsson, Vesturvegi 8, Þórshöfn. Bryjóifur I. Guðmundsson, Básahrauni 19, Þorlákshöfn. Rafn Sigurðsson, Öldugötu 14, Reykjavík. 70 ára Ingimundur Tómasson, Barmahlið 5, Sauöárkróki. Steingrimur Bergsson, Hamrafossi, Hörgslandshreppi. PáU M. Stefánsson, Hjailaseli 7, Reykiavík. Birna G, Magnósdóttir, Fannafold 133, Reykjavík. Bjðm Bjnrgsteinsson, Sæbakka, Borgarfjarðarhreppi. Baldvina Guðmundsdóttir, Upsum, Daivík. Gunnar Hjartarson, Grundargötu 2, ísafirði. Hjalti O. Jakobsson . ....................—— — HjaltiOlafurElías Jakobsson garð- 11 yrkjumaður, Laugagerði í Laugar- ási, Biskupstungnahreppi, varð sex- tugurígær. Hjalti fæddist í Mosfellssveit og ólst þar upp. Hann útskrifaðist frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum 1946 og var við garðyrkjunám í Dan- mörkuíeittár. Hjalti vann við garðyrkjustörf á ýmsum stöðum en 1957 hóf hann garðyrkjubúskap í Laugarási og hefur búið þar síðan. Hann hefur setið í stjórn Sölufé- lags garðyrkjumanna og var for- maður þess í sjö ár. Þá hefur hann ■ setið í stjóm Garðyrkjubændafélags uppsveita Ámessýslu. Kona Hjalta er Fríður Pétursdóttir húsmóðir, f. 21.3.1935, dóttir Péturs B. Guðmundssonar frá Rifi og Guð- bjargar Sæmundsdóttur, sem ættuð var af SnæfeUsnesi, en Pétur og Guðbjörg eru bæði látin. Hjalti og Fríður eiga sex böm. Þau em Pétur Ármann, f. 22.11.1953, búsettur á Selfossi, kvæntur Elísu Antonsdóttur og eiga þau þrjú böm; Erlingur Hreinn, f. 22.7.1955, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Sjöfn Ólafs- dóttur og eiga þau tvo syni; Haf- steinn Rúnar, f. 18.2.1957, búsettur á Selfossi, en sambýliskona hans er Anna Kristín Kjartansdóttir og eiga þau eitt barn; Jakob Narfi, f. 2.2. 1960, býr í Laugagerði; Guðbjörg Elín, f. 13.12.1964, búsett á Selfossi og á einn son, og Marta Ester, f. 8.8. 1968, búsett á Selfossi og er Þór Guðnason sambýlismaður hennar. Hjalti á fjögur systkini. Þau eru Amdís Guðríður, f. 19.9.1923, búsett Hjalti Olafur Elías Jakobsson. í Mosfellsbæ og á hún einn son; Sig- urður Narfi, f. 7.5.1926, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Guðbjörgu Sigurjónsdóttur og eiga þau fiögur börn; Jóhanna, f. 1.4.1936, búsett í Kópavogi, gift Sigurbjama Guðna- syni og eiga þau sex böm, og Hulda, f. 30.7.1937, búsett í Mosfellsbæ en maður hennar er Stefán S. Valdi- marsson en þau eignuðust sjö börn og eru sex þeirra á lífi. Foreldrar Hjalta vom Marta E. Hjaltadóttir, ættuð af Rauðasandi, f. 16.11.1894, d. 10.12.1970, og Jakob Narfason, sjómaður frá Hafnarfirði, f.12.8.1891, d. 18.6.1980. Foreldrar Mörtu vom Hjalti Þor- geirsson og Amdís Guðríður Árna- dóttir. Foreldrar Jakobs voru Sig- ríður Þórðardóttir og Narfi Jóhann- esson. Hjalti er að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.