Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989. 3 Fréttir Hvað stöðvast í verkfalli háskólamanna? Ahrifin mest á sjúkra- hús og framhaldsskóla Ef til verkfalls 11 félaga háskóla- menntaöra ríkisstarfsmanna kemur 6. apríl mun það hafa áhrif á rekstur ríkisspítalanna, nær alla skólastarf- semi landsins, rannsóknastofnanir og hændur munu finna fyrir því ef dýralæknar fara í verkfall, en það hafa þeir boðað 11. apríl. Þau félög, sem boðað hafa verkfall, eru: Hið íslenska kennarafélag. Verk- fallið snertir nær alla skóla landsins. Stéttarfélag lögfræðinga hjá ríkinu. Verkfallið hefur áhrif í sakadómi, borgardómi Reykjavíkm-, hjá fógeta- embættum landsins og skattstof- unni. Félag bókasafnsfræðinga. Verk- fallið hefur áhrif á ríkisbókasöfnum. Félag íslenskra fræða. Verkfallið hefur áhrif á Þjóðminjasafni og Landsbókasafni. Félag íslenskra náttúrufræðinga. Verkfalhð hefur áhrif á Veðurstof- unni, Hafrannsóknastofnun, Orku- stofnun, Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Blóðbankanum og Iðn- tæknistofnun. Félag íslenskra sjúkraþjálfara. Verkfalhð hefur áhrif á ríkisspít- ulunum. Iðjuþjálfarafélag íslands. Verkfall- ið hefur áhrif á ríkisspítulunum. Matvæla- og næringarfræðingafé- lag íslands. Verkfallið hefur áhrif á allar rannsóknastofnanir atvinnu- veganna. Einnig vinnur fólk úr þessu félagi á Landspítalanum. Félag háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga. Verkfalhð hefur áhrif á ríkisspítulunum. Um 150 háskóla- menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa þar en 1420 félagar úr Hjúkr- unarfræðingafélagi íslands og þeir fara ekki í verkfall. Sálfræðingafélag íslands. Verkfall- ið hefur áhrif á ríkisspítulunum og í skólunum. Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa. Verkfallið hefur aðeins áhrif á ríkisspítulunum. Dýralæknafélag íslands hefur boð- að verkfah 11. apríl. S.dór Hið íslenska kennarafélag: Verkfall þess mun snerta alla skóla - nemendur við Háskólann gætu misst námslán Þótt flestir félagar í Hinu íslenska kennarafélagi, kenni við framhalds- skóla landsins, eru þeir einnig við störf í grunnskólunum, alveg niður í bekki 6 ára barna. Hið íslenska kennarafélag er félag háskólamennt- aðra kennara. Þegar nemendur út- skrifast úr Kennaraháskóla íslands geta þeir vahð um hvort þeir ganga í Hið íslenska kennarafélag eða eitt- hvert annað kennarafélag sem þá er innan Kennarasambands íslands. Tómas Einarsson, á Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur, sagði í samtali við DV, að segja mætti að félagar í HÍK væru starfandi í öhum skólum lands- ins. Það myndi því vart nokkur skóh sleppa alveg ef th verkfahs kemur 6. aprh. Samkvæmt lögum mættu kennarar úr Kennarasambandinu ekki ganga inn í störf félaga í HÍK við sama skóla, ef th verkfahs kem- ur. í grunnskólunum gætu því örfáar bekkjadehdir stöðvast, en allar hinar haldið áfram í verkfallinu. í mörgum framhaldsskólum lands- ins kenna háskólamenntaðir menn án kennararéttinda og eru þá í öðr- um stéttarfélögum. Þeir mega halda áfram kennslu í sínvun fögum, þótt kennsla leggist niður að öðru leyti. Ef th verkfalls félaga í HÍK kemur og það raskar prófum í vor, mimu fjölmargir nemendur á fyrsta ári við Háskóla íslands og aðra skóla þar sem nemendur fá námslán missa af námslánum. Það kerfi er í gangi að nemar verða að skha prófárangri th að fá námslán. Þeir sem eru að byrja fá því víxihán, sem þeir svo greiða þegar námslánið er fengið. Þetta gæti aht raskast ef kennaraverkfah dregst á langinn og truflar prófin í vor. S.dór Nemendur i Menntaskólanum viö Hamrahlíð veifa námsbókunum. Allt stefnir í verkfall á fimmtudaginn. DV-mynd KAE Akureyri: Getum enga þjónustu veitt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyit „Nemendur sjá auðvitað ekkert annað framundan en vandræöi ef til þessa verkfalls kemur, því við getum ekkert gert nema hafa skólahúsið opið, getum enga þjónustu veitt þeim,“ segir Jó- hann Sigurjónsson, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, um verkfall háskólamenntaðra kennara í framhaldsskólum sem allt bendir th að hefjist 6. apríl ,JÉg hef engar upplýsingar sem benda til annars en að til þessa verkfalls komi. Það er búið að binda þetta mál í skipulagslegan hnút því th þess að aflýsa verk- fallinu þarf að fara fram at- kvæðagreiðsla meðal félags- manna og shk atkvæðagreiðsla tekur a.m.k. hálfan mánuð, það tekur þann tíma að senda út gögn, greiða atkvæði og safna gögnum saman aftur th talningar.“ Jóhann sagði að allir kennarar við Menntaskólann á Akureyri færu í verkfall kæmi til þess, en þó væri spuming með einn kenn- ara skólans sem ekki er i HÍK. Hver fær milljónir á laugardaginn? PS. Þú getur notaö sömu tölurnar, viku eftir viku - meö því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða. Sími 685111. Upplýsíngasímsvari 681511 SAMEINAÐA/SIA wBUamUBr NU ER AÐ HROKKVA EÐA STÖKKVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.