Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 30
38 FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989. Föstudagur 31 SJÓNVARPIÐ 18.00 Gosi (14) (Pinocchio). Teikni- myndaflokkur um ævintýri Gosa. Leikraddir Örn Árnason. 18.25 Kátlr krakkar (6) (The Vid Kids). Kanadískur myndaflokkur i þrettán þáttum. Þýöandi Reynir Harðarson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders). Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Leðurblökumaðurinn (Bat- man). Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Trausti 'Júllusson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Barnamál. I þessum þætti verður fjallað um nýliðna barna- og unglingaviku. Umsjón Sjón. 21.05 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingi- marsson, 21.30 Derrick. Þýskursakamálaflokk- ur með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. 22.30 Týnda flugvélin. (The Riddle of the Stinson). Áströlsk kvik- mynd frá 1987. Leikstjóri Chris Noonan. Aðalhlutverk Jack Thompson, Helen O'Connor, Norman Kaye og Richard Rox- burgh. Þann 19. febrúar árið 1937 lagði þriggja hreyfla flugvél af Stinson gerð í sina hinstu flug- ferð. Hún hvarf á leið sinni til Sydney i Ástralíu og hófst strax viðtæk leit sem stóð yfir í sex daga. Ekki fannst tangur né tetur af flugvélinni og voru þeir sem í henni voru, tveir flugmenn og fimm farþegar, taldir af. Einn mað- ur, Bernard O'Reilly, neitaði að gefast upp og var sannfærður að hann gáeti fundið flugvélarflakið svo hann lagði einn síns liðs út í auðnir Ástralíu til leitar. Myndin er byggð á sannsögulegum at- burðum. Þýðandi Gunnar Þor- steinsson. 00.20 lltvarpsfréttir i dagskrárlok. 15.45 Santa Barbara. 16.30 í bliðu og striðu. Made for Each Other. Myndin fjallar um tvo ein- staklinga, karl og konu, sem hitt- ast á námskeiði fyrir fólk sem þjá- ist af minnimáttarkennd. Þau verða ástfangin og lýsir myndin tilhugalifi þeirra sem var uppfullt af skemmtilegum uppákomum. Aðalhlutverk: Renee Taylor, Jos- eph Bologna, Paul Sorvino og Olympia Dukakis. 18.25 Pepsí popp. islenskur tónlistar- þáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl, get- raunir, leikir og alls kyns uppá- komur. 19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringa- þáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Klassapiur. Golden Girls. Gam- anmyndaflokkur um hressar mið- aldra konur sem búa saman á Flórída. 21.05 Chara. Spennumyndaflokkur um litla, snarpa lögregluþjóninn og sérkennilegar starfsaðferðir hans. Aðalhlutverk: Pat Morita. 21.50 Útlagablús. Outlaw Blues. Tugthúslimurinn Bobby ver tíma sínum innan fangelsismúranna við að læra að spila á gítar og semja sveitatónlist. Einn helsti snillingur sveitatónlistarinnar, Dupree, sækir fangelsið heim og verður við bón Bobbys að hlusta á nokkur laga hans. Skömmu áður en Bobby hefur afplánað dóminn til fullnustu kemst hann að þvl að Dupree hefur slegið í gegn með lagi sem hann hafði samið en Dupree kynnti það sem sitt. Aðalhlutverk: Peter Fonda, Susan Saint James, John Craw- ford og James Callahan. Leik- stjóri: Richard T. Heffron. 23.30 Hvatvísi. Impulse. Myndin fjall- ar um lltið bæjarsamfélag þar sem allir lifa í sátt og samlyndi. En ógnvænlegur atburður gerir það að verkum að þetta samheldna fólk snýst hvert á móti öðru og reiöi og illska ræður ríkjum. Þena finnur Jennifer glöggt, ung stúlka sem snýr heim eftir langa fjanreru. Hvað hefur komið fyrir? Aðal- hlutverk: Tim Matheson, Meg Tilly og Hume Cronyn. 1.00 Ánastasia. Ingrid Bergman og Yul Brynner fara með aðalhlut- verkin i þessari víðfrægu mynd þar sem rakin er saga Anastasíu sem talin var vera eftirlifandi dón- ir Rússlandskeisara. Leikstjóri: Anatole Litvak. 2.55 Dagskrárlok. mars dv Sveitasöngvari er myrtur í Útlagablús. Stöð 2 kl. 21.50: Útlagablús Útlagablús (Outlaw Blues) er tólf ára gömul kvikmynd sem fjallar um Bobby Odgen sem eyðir tíma sínum innan fangelsismúranna við að semja sveitatónlist. Þegar ein af stjörnum sveitatónlistarinnar birtist innan fangelsis- múranna sýnir Odgen honum iög sín. Nokkrum mánuðum seinna, rétt áður en Odgen losnar úr fangelsi, fréttir hann að eitt laga hans, Outlaw Blues, er orðið mjög vinsælt með sveitastjörnunni sem segir lagið vera eftir sig. Odgen sættir sig ekki við það og krefst réttar síns. Stuttu síðar er stjarnan myrt og beinast öll spjót að Odgen ... Kvikmyndahandbókin telur Útlagablús á köflum hina skemmtilegustu kvikmynd og eru henni gefnar þrjár sljörn- ur. Aöalhlutverkin eru í höndum Peter Fonda og Susan Saint James. -HK Stöð 2 kl. 23.30: Rás I FM 92,4/93,5 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 i dagsins önn - Börn og tungumálanám. Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson. (Einnig útvarpað nk. miðvikudagskvöld kl. 21.30.) 13.35 Miðdegissagan: „I sálar- háska", ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar. Skráð af Þórbergi Þórðarsyni. Pétur Pétursson les (22.) 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jak- obsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að lokn- um fréttum kl. 2.00.) 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um ástand og horf- ur í íslenskum skipasmíðaiðn- aðf. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. (Endurtekinn þáttur frá mið- vikudagskvöldi.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Símatími. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Arnar Páll Hauksson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45.) Tónlist. Tilkýnningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Umsjón: Friðrik Rafns- son og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatiminn - „Agnar- ögn" eftir Pál H. Jónsson. Heimir Pálsson, Hildur Heimisdóttir og höfundur lesa (5.) (Endurtekinn frá morgni.) 20.15 Blásaratónlist. 21.00 Kvöldvaka. a. Um nafngiftir Isfirðinga 1703-1845. Gísli Jóns- son flytur fyrra erindi sitt. c. Sunnukórinn á Isafirði og Karla- kór Isafjarðar syngja. Söngstjóri er Ragnar H. Ragnarog undirleik- ari Hjálmar H. Ragnarsson. d. LJr sagnasjóði Árnastofnunar. Hall- freður Orn Eiríksson flytur þáttinn. Umsjón: Gunnar Stefánsson. (Áður útvarpað 3. mars sl.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur - Tónlistarmaður vikunnar, Rut Ingólfsdóttir. Um- sjón: Leifur Þórarinsson. (Endur- tekinn frá fimmtudagsmorgni.) 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu. Gestur Einar Jónasson leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.05 Milli mála, Oskar Páll á út- kíkki. og leikur ný og fín lög. - Útkíkkið upp úr kl. 14 og Arthúr Björgvin Bollason talar frá Bæ- heimi. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigriður Einars- dóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustendaþjónustan kl. 16.45. - lllugi Jökulsson spjall- ar við bændur á sjötta timanum. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. 18.03 Þjóðarsálin. Þjóðfundur í beinni útsendingu. Málin eins og þau horfa við landslýð. - Hug- myndir um helgarmatinn og Ódáinsvallasögur eftir kl. 18.30. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir kynnir tíu vin- sælustu lögin. (Einnig útvarpað á sunnudag kl. 15.00.) 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum þýsku. Þýskukennsla fyrir byrj- endurá vegum Fjarkennslunefnd- ar og Bréfaskólans. (Endurtekinn þáttur frá 20. mars sl.) 22.07 Snúningur. Áslaug Dóra Ey- jólfsdóttir ber kveðjur milli hlust- enda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja. Skúli Helga- son kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi.) 03.00 Vökulögin.Tónlistafýmsutagi i næturútvarpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagöar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veður- stofu kl.4.30. Fréttirkl. 2.00,4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. 8.07 - 8.30 Svæðisútvarp Norð- urlands. 18.03 - 19.00 Svæðisútvarp Norð- urlands. 18.03 - 19.00 Svæðisútvarp Aust- urlands. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Föstu- dagstónlist. Fréttir kl. 10, 12 og 13. Potturinn kl. 11. Bibba kemur með Halldór milli kl. 11 og 12. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Föstu- dagsskapið allsráðandi á Bylgj- unni, óskalagasíminner61 1111. Fréttir kl. 14 og 16. Potturinn kl. 15 og 17. Bibba og Halldór á sín- um stað. 18.00 Fréttir. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. 20.00 íslenski listinn. Ólöf Marín kynnir 40 vinsælustu lög vikunn- ar. 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á nætur- vakt. 2.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. 10.00 Helgi Rúnar Oskarsson. 14.00 Gisli Kristjánsson. 18.00 Af líkama og sál. Bjarni Dagur Jónsson. Fyrirspurnir í síma 681900. 19.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Öskalagasíminn er 681900. 23.00 Darri Ólason á næturvakt. Kveðjur og óskalög i síma 681900. 4.00 Næturstjörnur. Ökynnt tónlist úr ýmsum áttum til morguns. Fréttir á Stjörnunni kl. 8.00,10.00, 12.00, 14.00 og 18.00. Fréttayfirlit kl. 8.45. Hljóðibylgjan Reykjavík FM 95,7 Akuréyri FM 101,8 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Perlur og pastaréttir. Snorri Sturluson sér um tónlistina þína og lítur m.a. I dagbók og slúður- blöð. Símanúmerin fyrir óskalög og afmæliskveðjur eru 27711 fyr- ir Norðlendinga og 625511 fyrir Sunnlendinga. 17.00 Siðdegi i lagi. Þáttur fullur af fróðleik og tónlist í umsjá Þráins Brjánssonar. Meðal efnis er Belg- urinn, upplýsingapakki og það sem fréttnæmast þykir hverju sinni. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist 20.00 Jóhann Jóhannsson í sínu sér- staka föstudagsskapi. Jóhann spilar föstudagstónlist eins og hún gerist best. 24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar. Þær gerast ekki betri. 4.00 Ókynnt tónlist til morguns. ALFA FM-102,9 10.00 Morgunstund. Guðs orð og bæn. 10.30 Atfa með erindi til þin. Marg- víslegir tónar sem flytja blessunar- ríkan boðskap. 15.00 í miðri viku. Endurtekið frá mið- vikudagskvöldi. 17.00Orö trúarinnar. Blandaður þáttur með tónlist, u.þ.b. hálftíma kennslu úr orðinu og e.tv. spjalli eða viðtölum. Umsjón: Halldór Lárusson og Jón Þór Eyjólfsson. (Endurtekið á mánudagskvöld- um.) 19.00 Alfa með erindi til þín. Frh. 24.00 Dagskrárlok. 9.00 Rótartónar. Leikin fjölbreytt tónlist fram til hádegis og tekið við óskalögum og kveöjum I síma 623666. 13.00 Geðsveiflan. Tónlistarþáttur I umsjá Hilmars V. Guðmundsson- ar pg Alfreðs Jóhannssonar. 15.00 Áföstudegi. Grétar Miller leikur fjölbreytta tónlist og fjallar um iþróttir. 17.00 I hreinskilni sagt. Pétur Guð- jónsson. 18.00 Upp og ofan. 19.00 Opiö. 20.00 FES. Unglingaþáttur í umsjá Gullu. 21.00 Uppáhaldslögin. Tónlistarþátt- ur, opið til umsóknar fyrir hlust- endur að fá að annast þáttinn. 23.30 Rótardraugar. Lesnar drauga- sögur fyrir háttinn. 2.00 Næturvakt til morguns með Jónu de Groot. Svarað I síma 623666. FM 104,8 12.00 IR. 14.00 IR. 16.00 MH. 18.00 FÁ. 20.00 MS. 22.00 MR. 24.00 Næturvakt Útrásar. Öskalög, kveðjur og góð tónlist. Sími 680288. 04.00 Dagskrárlok. 18.00-19.00 Hafnarfjöröur í helgar- byrjun. Leikin létt tónlist og sagt frá menningar- og félagslífi á komandi helgi. 22.00-24.00 Útvarpsklúbbur Flens- borgarskóla lætur gamminn geisa. Hvatvísi er spennumynd er gerist í smásveitaþorpi. Allt í einu taka ibúarnir aö breytast á hinn óhugnanleg- asta hátt. Meg Tilly leikur unga stúlku, Jennifer, sem snýr aftur tii heimabæjar síns. Hún tekur fljótlega eftir þvi að íbúarnir virðast tilfinn- ingalausir og ekki sjálfráðir geröa sinna. Þeir myröa börn, ræna banka og gera þarfir sinar hvar sem er. Vinur hennar, sem kemur með henni, er læknir og grunar hann að þetta brjái- æöi sem gripið hefur íbúana sé ekki af þessum heimi... Meg Tilly, er leikur aðal- hiutverkið, vakti fyrst veru- lega athygli er hún lék ungu stúlkuna í The Big Chill. Hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir leik sinn í Agnes, bam guðs og Psycho H. Auk hennar leika stór hlutverk Tim Matheson og Hume Cronyn. Hvatvísi er ófógur framtíðarsýn og ekki fyrir viökvæmar taugar. -HK Jack Thompson leikur aðalhlutverkið i Týndu flugvélinni. Sjónvarp kl. 22.30: Týnda flugvélin í febrúar 1937 hvarf Stinson flugvél með fimm farþegum og tveimur flugmönnum yfir Ástralíu á leið til Sidney. Geysimikil leit leiddi ekki til neins og fljótlega voru far- þegar og áhöfn talin af. Ruglingslegar upplýsingar og aðrar ástæður gerðu það þó að verkum að alltaf var leitað að vélinni á röngum stað. Staðreyndin var aö tveir farþegar voru lifandi og þeirra beið nú ekkert nema dauðinn. Þaö var þó einn maður, Bernhard O’Reilly, sem grunaði að leitað hafði verið á röngum stað og eftir nákvæmar rann- sóknir hélt hann inn í auðnir Ástralíu á þeim staö er hann hélt af flugvélin hefði hrapað í leit að flakinu. Týnda flugvélin er ný áströlsk kvikmynd sem segir frá leit O’Reilly að flugvélinni og þeim sem eftir lifðu. Það er einn allra besti leikari Ástrala, Jack Thompson, er leikur O’Reilly. -HK Stöð 2 kl. l.OO: Anastasia Ingrid Bergman fékk á sínum tíma óskarsverölaun fyrir ieik sinn i þessari kvik- mynd frá árinu 1956 sem fjallar um sögu Anastasiu sem talin var sú eina af dætrum Rússakeisara sem liföi af byltingu 1918. Með leik sinum í þessari mynd reis frægðarsól Ingridar á ný eftir að hún haföi lent milli tanna almennings fyr- ir ástarævintýri sitt með Rossellini. Yul Brynner leikur skúrk- inn sem velur Anastasiu úr hópi flóttamanna. Hún hef- ur misst minniö og eftirlif- andi meölimir fjölskyld- unnar verða að gera þaö upp við sig hvort um gabb er að ræða eða ekki. Leikstjóri er Anatole Lit- vak. TV-Guide gefur mynd- inni fjórar sfjömur og segir uppgjörssenu myndarinnar glæsílega. Kvikmyndahandbók Halliwells gefur myndinni tvær stjömur og telur hana glæsilega, nær óaöfinnanlega skemmtun. Ingrld Bergman tekur við óskarsverlaunum árið 1975 fyrir besta leik i aukahlut- verki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.