Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989. 9 DV Útlönd Neyðarástand eftir sprengingu Neyðarástand er nú í austurhluta Beirút í Líbanon eftir að eitrað gas komst út í andrúmsloftið í kjölfar sprengingar í gastanki. Fimmtíu og þrjr eru sagðir hafa slasast er sprengingin varð. Eldtungumar náðu fimm hundruð metra upp í loftið frá tankinum sem sprakk vegna elds í tíu eldsneytis- tönkum í grenndinni. Kviknað hafði í þeim eftir að skot höfðu lent á þeim. Reykjar- og rykmökkur var yfir allri höfuðborginni og himinninn varð öskugrár. Sérfræðingar segja að annar tank- ur, sem inniheldur 3.500 tonn af gasi, hafi verið í hættu er eldtungurnar teygðu sig í átt tii hans. Tahð er að fólki, sem býr nálægt svæðinu þar sem sprengingin varð, sé hætta á köfnun vegna of mikilla skammta af Reyntað slökkva eld í vörubíl sem kviknaði í af völdum sprengingarinnar i gastankinum í Beirút. Simamynd Reuter Skipstjórinn rekinn vegna ölvunar Skipstjórinn á olíuflutningaskip- inu Exxon Valdez, sem strandaði í Prince Wilhams sundi síðasthðinn föstudag, var rekinn í gær eftir að upp komst um að fundist hefði áfengi í blóði hans eftir strandiö. Dave Parish, talsmaður Exxon, sagði að Joseph Hazelwood skip- stjóri hefði veriö leystur frá störf- um en vildi ekki tjá sig frekar. „Við getum ekki sagt annað en að hann hefur verið leystur frá störfum," sagði Parish. Einnig fannst áfengi í blóði rat- sjárumsjónarmanns bandarísku strandgæslunnar sem starfaði í landi. Skipið, sem er 312 metrar á lengd, strandaði síðasthðinn föstudag á rifi, fjörutíu kílómetra suður af Valdez. Tvö hundruð og fjörutíu þúsund tunnur af ohu flæddu í sjó- inn. Þetta er mesta olíuslys í sögu Bandaríkjanna. Olíubrákin hefur breiðst meira en sextíu og fimm kílómetra í suð- vestur frá skipinu og ógnar nú dýralífi og fiskimiðum. William Woody, yfirmaður þeirr- ar stofnunar sem fer með öryggis- mál í sambandi við samgöngur, sagði að blóðsýni, sem tekin voru úr áhafnarmeðhmum níu klukku- stundum eftir strandið, hefðu sýnt að áfengismagnið í blóöi Hazel- woods skipstjóra hefði verið 0,9 prómhl. Samkvæmt reglum strandgæsl- unnar telst stjómandi skips vera ölvaður ef áfengismagn í blóði hans mæhst yfir 0,4 prómih. Woody skýrði ennfremur frá því að Bruce Blandford ratsjárumsjón- , . ...... .... armaður hefði mælst með 2 pró- Nu he,ur komið i Ijos að bæði skipstorinn a Exxon Valdez og ratsjárum- mhl áfengisinnihald í blóði sínu sjónarmaðurinn í landi, sem átti að leiðbeina honum, voru vel slompaðir. Reuter Símamynd Reuter Eldtungur teygðu sig fimm hundruð metra upp i loftið úr gastankinum sem sprakk í austurhluta Beirút í gær. Sprengingin heyrðist um alla höfuðborgina. Símamynd Reuter karbondíoxíð. Gamalmennum, böm- um og brjóstveikum er talin mest hætta búin. Tilraunir starfandi forsætisráö- herra ráðuneytis múhameðstrúar- manna th að stöðva árásirnar á svæði kristinna fóru út um þúfur í gær. Eftir sprenginguna gerðu byssumenn í vesturhluta Beirút ár- ásir á austurhlutann og strandlengj- una í norður. Kristnir svöruðu með skothríð í austurhlutann. Reuter AÐAL FUNDUR Aðalfandur Útvegsbanka íslands hf. árið 1989, verður haldinn í Ársal Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, föstudaginn 7. apríl 1989 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 28. greinar samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega uppborin. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 4., 5. og 6. apríl nk. svo og á fundardag við innganginn. Reikningar bankans fyrir árið 1988, dagskrá fundarins, ásamt tillögum þeim sem fyrir fund- inum liggja verða hluthöfum til sýnis á framan- greindum stað í aðalbanka frá 31. mars nk. úo ag Útvegsbanki íslands hf Bankaráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.