Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989. 7 Merkingarmenn nota ýmsar gerðir af búrum til að ná snjótittlingunum í. Hér er mynd af svokölluðu fellibúri. Fuglarnir eru fljótir að venjast því og koma stundum oft á dag í hendur merkingarmannsins. DV-myndir SÆ Sex þúsund f ugl- ar merktir í vetur Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi: Á vegum Náttúrufræðistofnunar íslands standa nú yfir merkingar á snjótittlingum hér á landi. Veturinn 1987-88 voru merktir um fjögur þús- und fuglar en á þessum vetri er búið að merkja um sex þúsund fugía. Þegar líður fram í apríl fara snjó- tittlingar að koma frá Bretlandseyj- um og geta menn þá átt von á fuglum er merktir hafa verið í Skotlandi. Merkingarménn eru á sjö stöðum hér á landi, þ.e.a.s. í Vestmannaeyj- um, á Kvískeijum í Öræfum, á Djúpavogi, í Jökulsárhlíð, á Húsavík, að Stóru-Tjörnum við Ljósavatn og á Akureyri. Tilgangurinn með þessum merk- ingum er m.a. sá að reyna að komast að því hvar þessir fuglar halda sig yflr vetrartímann en svo virðist sem karlfuglarnir haldi sig þar sem snjó- þyngra er og harðara en láti kven- fuglunum eftir snjóléttari byggðir. Enn sem komið er hafa endurheimt- ur fuglanna ekki verið svo miklar að þær varpað nægilegu Ijósi á þetta. Hafa fundist hér og erlendis Árið 1941 náðist fyrst merktur, er- lendur snjótittlingur hér á landi. Var hann frá New York. Árið 1957 náðist svo annar, merktur í Hollandi. Hinn þriðji náðist árið 1961 og var sá merktur í Danmörku. Sá flórði náðist 1973 og hafði verið merktur í Finn- mörku í Noregi. Árið 1988 náðist svo við Stóru-Tjarnaskóla í Þingeyjar- sýslu fugl, sem merktur var á Ang- magssalik í Grænlandi árið 1984. Bretland hefur vinninginn hvað snertir endurheimtur á merktum, erlendum snjótittlingum hér á landi því að náðst hafa níu fuglar þaðan, allir merktir í Skotlandi á síðustu árum. Hinn níundi þeirra náðist ein- mitt hér á Djúpavogi 11. mars síðast- liðinn. En snjótittlingar, merktir hér á landi, hafa einnig náðst ytra. Fugl náðist í Noregi árið 1949 og flórir hafa náðst í Skotlandi nýlega. Verður fróðlegt að vita hvað kemur út úr merkingum þessa vetrar. Þessi karlfugl er merktur á vegum British Museum og náðist á Djúpavogi 11. mars síðastliðinn. Á álmerkinu stóð: Brit.Museum, London, S.W.7, VE 09603. Auk þess var fuglinn litmerktur. Merktir, erlendir fuglar nást afar sjaldan hér á landi. Akureyri: Færri „stútar“ á ferð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:1 „Þrátt fyrir mjög aukið eftirlit með ölvunarakstri hafa mun færri verið teknir ölvaðir við aksturinn en áö- ur,“ segir Ólafur Ásgeirsson, aðstoð- aryflrlögregluþjónn á Akureyri. Ölafur sagði í samtali vð DV að hundruð bifreiða hefðu verið stöðv- uð á Akureyri síðan bjórinn hélt inn- reið sína en mjög fáir hefðu verið ölvaðir við aksturinn. „Ég kann ekki skýringu á þessu nema þá að menn hafi vitað af þessum hertu aögerðum og það er ekkert nema gott eitt um það aö segja,“ sagði Ólafur. Svo virðist sem ökumenn á Akur- eyri noti nú bílbelti og ökuljós í mun minna mæli en áður og sagði Ólafur að nú yrði farið að beita harðari að- gerðum vegna þess. „Við höfum til þessa ekki kært menn fyrir þetta eitt og sér heldur bent þeim á að spenna beltin og kveikja ljósin og þvi hefur verið vel tekið. Hins vegar fórum við nú að kæra menn fyrir þessi brot,“ sagði Ólafur. Olafur Ólafsson, fulltrúi bæjarfó- geta á Akureyri, sagði að þar sem lögreglan hefði ekki kært það að menn notuðu ekki beltin og ökuljósin hefði sektum ekki verið beitt enn sem komið væri en sektir fyrir þessi brot væru 1000 krónur. Fréttir Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri: Allt mælir með því að auka megi þorskkvótann - svara þessu í byijun næstu viku, segir Jakob Jakobsson „Að því hniga öll rök að auka hann er miklu betri en verið hefur smáfiski frá norðanverðum Vest- megi við þorskkvótann á þessu ári. lengi. Þetta á ekki síst við í togara- flarðamiðum og austur fyrir Flest bendir til þess að endurskoða rallinu svokallaða sem er nýlokið. Langanes, sem og i Faxaflóa og þurfi þá ákvörðun sem tekin var á í lögunum um stjóm fiskveiða seg- Breiðaflarðarfláka, að á þessum síöasöiðnu hausti um að þorskafl- ir að endurskoöa skuli aflaheimild- —*— u~“ inn á þessu ári yröi 10 prósent ir hvers árs fyrir 15'. apríl. Mér minni en afli síðasöiðins árs.“ þykir því sjálfsagt að þegar þaö Þannig hefst leiðari sem Guðjón verður gert verði þorskkvótinn A. Kristjánsson, skipsflóri og for- aukinn,“ sagði Guðjón í samtali við maður Farmanna- og fiskimanna- DV. sambandsins, ritar í Sjómanna- „Ég get ekkert um þetta sagt á blaðið Viking. Guðjón er einn mesti þessari stundu. Við erum aö vinna aflaskipsflóri landsins og því úr gögnum frá togararallinu og eig- hlusta menn þegar hann talar um um nokkuð eftir. Ég vonast þó til þessi mál. að geta svarað því sem Guðjón velt- „Það er alveg sama við hvaða sjó- ir þarna upp í byrjun næstu viku,“ menn maöur talar, þaö ber öllum sagði Jakob Jakobsson, forsflóri saman um aö nú sé meira um þorsk Hafrannsóknastofnunar. og hami vænni en veriö hefur und- Guðjón segir að þrátt fyrir spá anfarin ár. Þaö eina sem marktækt fiskifræðinga um að nú séu að al- er varðandi þetta er afli á sóknar- ast upp þrír lélegustu þorskárgang- einingu. Það hefur komið í ljós að ar síðustu 30 ára sé svo mikið af Sjóbirtingsveiðin hefst í fyrramálið: Dýrasti dagurinn á 2800 krónur Sjóbirtingsveiði hefst í fyrramáhð og munu veiðimenn renna þar sem hægt er. Ár sem munu örugglega verða opnaðar eru Varmá, (Þorleifs- lækur) Rangámar, Geirlandsá og Eldvatn. „Við erum þokkalega bjartsýnir á aö hægt verði að opna Geirlandsá 1. apríl en það lítur öllu verr út með Vatnamótin," sagði Þórhallur Guð- jónsson, formaður Stangaveiðifélags Kelfavíkur, í vikunni. „Snjórinn er mikill fyrir austan en það eru vakir á Geiríandsánni. Feiknavel hefur gengið að selja veiðileyfin en dagur- inn í vorveiðinni í Geirlandsá kostar 2500 kr. en í Vatnamóön 2300 kr.,“ sagði Þórhallur í lokin. „Það verður spennandi að sjá hvernig veiðist í Rangánum fyrsta daginn, þá mun maður renna, líklega veiðum við eitthvað," sagði einn af þeim sem opnar Rangárnar fyrsta daginn. Veiðileyfin í vorveiðinni eru ódýrust 1500 kr. og upp í 2800 kr. í Rangánum. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKIRXEINA RIKISSJOÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABiL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.89-15.04.90 kr. 2.097,81 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Laxá í Leirársveit var ekki beint veiðileg og munu líða nokkir dagar þang- að til hún verður opnuð fyrir sjóbirtingsveiði. DV-mynd G.Bender Silungasvæðið í Andakílsá verður opnað um leið og hægt er, þar verður dagurinn frá 1200 kr. upp í 2000. Laxá í Leirársveit og Leirá verða ekki opnaðar fyrr en fer að hlýna verulega. í Varmá (Þorleifslæk) munu veiði- klær eins og Haukur Haraldsson og Rósar Eggertsson renna fyrsúr manna í fyrramálið, en dagurinn í Varmá kostar 1200 kr. -G.Bender um skyndilokanir og nú. Þetta bætist við umtalsverða aukningu af góðum þorski á vertíðarsvæðun- um. I leiöara Guðjóns í Víkingnum segir síðan: „Þaö er svo annað mál hvort þessi hamingjusamasta gjaldþrotaþjóð í heimi mun endurskoða þær afla- heimildir, sem gefa munu veruleg- ar tekjur í þjóðarbúið, eða hvort eingöngu skuh litið á skýrslur, línurit ognýprentaða kvótaskýrslu ársins 1989 sem hinn fullkomna sannleik.” S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.