Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989. 35 Ólafur Skúlason Ólafur Skúlason vígslubiskup hefur veriö kosinn biskup íslands. Ólafur er fæddur 29. desember 1929 í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og lauk guðfræöiprófi frá HÍ1955. Hann var í guöfræðinámi í háskó- lanum í St. Peter í Minnesota 1955 og í skóla alkirkjuráðsins í Bossey í Sviss 1960. Ólafur var prestur ís- lenska safnaöarins í Montain í Norður-Dakota 1955-1959 og í Kefla- vík 1959-1960. Ólafur varö fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar 1960-1964 og hefur verið prestur í Bústaðaprestakalli í Rvík frá 1964. Hann var í stjórn Hins íslenska kirkjufélags í Ameríku 1956-1959 og Prestafélags íslands 1970-1979, for- maður 1974-1979. Ólafur var for- maður æskulýðsnefndar þjóökirkj- unnar 1964-1967 og í bamaverndar- ráði íslands 1975-1978. Hann hefur verið dómprófastur frá 1976 og vigslubiskup frá 1983. Ólafur kvænt- ist 18. júní 1955 Ebbu Guðrúnu Brynhildi Sigurðardóttur, f. 5. des- ember 1935. Foreldrar hennar eru Sigurður Þ. Tómasson, forstjóri í Rvík, og kona hans, Maggý Fló- ventsdóttir. Börn Ólafs og Ebbu eru Guðrún Ebba, f. 1. febrúar 1956, kennari í Rvík, gift Stefáni Halli Ellertssyni skipstjóra, Sigríður, f. 9. ágúst 1958, gift Höskuldi Hrafni Ól- afssyni, viðskiptafræðingi í Rvík, og Skúh Sigurður, f. 20. ágúst 1968, nemi. Systkini Ólafs eru Helgi, fæddur 4. september 1933, leikari, kvæntur Helgu Bachmann leik- konu, Móeiður, f. 10. febrúar 1938, ökukennari, gift Birni Bjömssyni, lögregluþjóni í Keflavik, og Ragn- heiður, f. 12. mars 1943, píanókenn- ari, gift Sævari Helgasyni, málara í Keflavík. Systir Ólafs, samfeðra, er Kristrún, f. 9. febrúar 1927, gift Þóri Geirmundssyni, verkamanni í Rvík. Foreldrar Ölafs em Skúli Odd- leifsson, umsjónarmaður í Keflavík, og kona hans, Sigríður Ágústsdóttir. Faðir Skúla var Oddleifur, b. í Lang- holtskoti í Hrunamannahreppi, Jónsson, b. á HelUshólum, Jónsson- ar, b. og dbrm. á Kópsvatni, Einars- sonar, b. í Berghyl, Jónssonar, b. í Skipholti, Jónssonar, bróður Fjalla- Eyvindar. Móðir Skúia var Helga, systir Önnu, ömmu Jóns Skúlason- ar, póst- og símamálastjóra. Anna var dóttir Skúla, alþingismanns í Berghyl, bróður Jósefs, langafa Ól- afs Isleifssonar, fyrrv. efnahagsráð- gjafa ríkisstjórnarinnar. SkúU var bróðir Þorvarðar, afa Sigurgeirs Jónssonar ráðuneytisstjóra. Annar bróðir Skúla var Hannes, langafi Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hannes var einnig langafiÁstu, móður Hólmfríðar Karlsdóttur. Þriðji bróðir Skúla var Jón, langafi Önnu, móður Hjartar Torfasonar hrl. Systir Skúla var Margrét, langamma Björgvins Vil- mundarsonar bankastjóra og Gunn- ars Arnar Ustmálara og Þórðar Steinars hrl. Gunnarssona. Önnur systir Skúla var Helga, amma Ólafs HaUdórssonar handritafræðings. Sigríður var dóttir Ágústs, al- þingismanns i Birtingaholti í Hrunamannahreppi, bróður Guö- mundar, föður Ásmundar biskups. Ágúst var sonur Helga, b. í Birtinga- holti, Magnússonar, alþingismanns í Syöra-Langholti, Andréssonar. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafs- dóttir, b. í Efri-Seli, Magnússonar, og konu hans, Malínar Guðmunds- dóttur, b. á Kópsvatni, Þorsteins- sonar, ættföður Kópsvatnsvatns- ættarinnar. Móðir Helga var Katrín Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum, Vigfússonar, ættfóður Reykjaættar- innar, langafa Sigurgeirs Sigurðs- sonar biskups, fóður Péturs bisk- ups. Móðir Sigríðar var Móeiður Skúladóttir Thorarensen, læknis og alþingismanns á MóeiðarhvoU, bróður Bjarna amtmanns og skálds. Skúli var sonur Vigfúsar, sýslu- manns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafiröi, Jónssonar, ætt- föður Thorarensenættarinnar. Fólk í fréttum Ólafur Skúlason. Móðir Skúla var Steinunn Bjarna- dóttir, landlæknis Pálssonar, og konu hans, Rannveigar Skúladótt- ur, landfógeta Magnússonar. Móðir Móeiðar var Sigríður Helgadóttir, konrektors í Skálholti, Sigurðsson- ar, og konu hans, Ragnheiðar Jóns- dóttur, systur Valgerðar, konu biskupanna Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónssonar, ömmu Steingríms Thorsteinssonar skálds og langamma Níelsar Finsen, nób- elsverðlaunahafa i læknisfræði. Afmæli Ragnhildur Dagbjört Jónsdóttir Ragnhildur Dagbjört Jónsdóttir, Miklubraut 42, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Ragnhildur Dag- björt er fædd á Rein í Innri-Akranes- hreppi og ólst upp á Akranesi, Hafn- arfirði og i Rvík. Hún söng í kórum, kirkjukórum og Tónhstarkór Reykjavíkur undir stjórn Victors Urbancic.Ragnhildur var virk í kvenfélögum og góðtemplararegl- unni. Hún starfaði síðustu árin sem heilsa hennar leyfði sem sjálfboða- liði fyrir aldraða á Norðurbrún og víðar í Rvík. Ragnhildur hefur dval- ið á Hrafnistu sl. fjögur ár. Ragn- hildur giftist 3. nóvember 1928 Böð- vari Sth. Bjarnasyni, f. 1. október 1904, d. 23. október 1986, trésmíða- meistara í Rvík. Foreldrar Böövars voru Bjami Jónsson, b. á Gerði í Innri-Akraneshreppi, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Börn Ragnhild- ar og Böðvars eru Jón, f. 2. maí 1930, cand. mag., fyrrv. skólameistari í Ytri-Njarðvík, ritstjóra Iðnsögu ís- lands, kvæntur Guðrúnu Björgvins- dóttrn- fóstru og á hann þrjú börn ogstjúpson, Vilhelmína, f. 13. júní 1932, gíft Ingólfi S. Ingólfssyni, vél- stjóra í Rvík, og eiga þau fimm börn, Valborg Soffía, f. 18. ágúst 1933, fóstra, gift Magnúsi Jósefssyni jám- smið og eiga þau þijá syni, Bjami, f. 13. nóvember 1934, trésmíðameist- ari í Rvík, giftur Þórhildi Guöna- dóttur og eiga þau fjögur börn, Böð- var, f. 23. júní 1936, trésmíðameist- ari í Rvík, og á hann þijú böm, og Sigmundur, f. 29. september 1937, lögfræöingur í Rvík, og á hann tvær dætur. Systir Ragnhildar, sam- mæðra, er Jóna Kristín Magnús- dóttir, f. 14. nóvember 1917, gift Magnúsi G. Jónssyni, fyrrv. frönskukennara í MR og HÍ og eiga þautvo syni. Foreldrar Ragnhildar voru Jón Kristjánsson Velding, b. á Rein, og kona hans, Soffía Jónsdóttir. Jón Velding var sonur Kristjáns Veld- ing, sjómanns í Hafnarfirði, Frið- rikssonar Velding, sjómanns í Hafn- arfirði, Friðrikssonar Velding, sjó- manns í Hafnarfirði, Kristjánssonar Welding, steinsmiðs og beykis í Hafnarfirði, ættfóður Veldingættar- innar, fóður Önnu, langömmu Árna, fóður Matthíasar Á. Mathies- en alþingismanns. Móðir Jóns var Kristín Þórðardóttir, vinnumanns á Vorsabæ á Skeiðum, Jónssonar, og konu hans Þórdísar, systur Aldísar, langömmu Manfreðs Vilhjálmsson- ar arkitekts. Bróðir Þórdísar var Þorsteinn, langafi Þorgerðar Ing- ólfsdóttur söngstjóra. Þórdís var dóttir Þorsteins b. á Brúnavallakoti, Jörundssonar, b. og smiðs á Laug, Illugasonar, Skálholtssmiðs, Jóns- sonar. Soffía var dóttir Jóns, útvb. í Vík á Akranesi, bróður Sigurðar, afa Sigurdórs Sigurdórssonar blaða- manns. Systir Jóns var Margrét, langamma Gunnars, fóður Hauks, gullverðlaunahafa á ólympíuleik- unum í Seoul og heimsmeistara fatl- aðra í hundrað metra hlaupi. Jón var sonur Sigurðar, b. á Bakka á Kjalarnesi, Pálssonar. Móðir Sig- urðar var Solveig Sigurðardóttir, systir Magnúsar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra. Bróðir Solveigar var Árni, langafi Sæmundar, afa Sig- hvats Björgvinssonar alþingis- manns. Móðir Soffíu var Sigríður, systir Jóns, langafa Matthíasar Ingi- bergssonar, lyfsala í Kópavogi. Sig- ríður var dóttir Ólafs b. á Litlu- Fellsöxl í Skilamannahreppi, Magn- ússonar, b. í Dagverðarnesi í Skorradal, Björnssonar, b. og smiðs á Hóli í Lundarreykjadal, Sæ- mundssonar. Móðir Ólafs var Sig- ríður Ólafsdóttir, b. á Snartarstöð- um, Hermannssonar, bróður Bjarna á Vatnshorni, langafa Guðbjarna, fóður Sigmundar háskólarektors. Móðir Sigríðar var Þóra Kaprasíus- dóttir, b. á Snartarstöðum, Gísla- sonar. Móðir Kaprasíusar var Þóra Ragnhildur Dagbjört Jónsdóttir. Kaprasíusdóttir, systir Ingibjargar, langömmu Kaprasíusar, langafa Áslaugar, móður Geirs Hallgríms- sonar. Móðir Sigríðar Ólafsdóttur var Halldóra Jónsdóttir, b. í Tungu- felli, Sigurössonar, og konu hans, Sesselju Gunnlaugsdóttur, lista- smiðs í Vogatungu, Einarssonar. Móðir Sesselju var Guðlaug Þórðar- dóttir, dóttir systur Sveinbjörns á Hvítárvöllum, fóður Þórðar dóms- stjóra, fóður Sveinbjarnar Svein- björnssonar tónskálds. Ragnhildur tekur á móti gestum á fimmtu hæð Hrafnistu í Hafnarfirði kl. 16-19 í dag. Tilmæli til afmælis- bama Blaðið hvetur af- mælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndirogupplýs- ingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast 1 síð- astalagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Bjami I. Karlsson Bjarni I. Karlsson forstjóri, Ysta- seli 1, Reykjavík, oft nefndur Radíó- Bjarni, er fimmtugur í dag. Bjarni fæddist á Seltjarnarnesi en ólst upp í Kópavogi þar til hann varð ellefu ára, er hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavikur. Hann hóf nám í útvarpsvirkjun hjá Eggert Benónýssyni 1956 og fékk meistararéttindi 1963. Bjarni stofnaði fyrirtæki sitt, Radíóþjónustu Bjarna, 1964, þá tutt- ugu og fimm ára, og hefur hann starfrækt fyrirtækið síðan. Við sam- einingu iðngreina hlaut hann einnig meistarabréf í rafeindavirkjun. Bjarni sat í stjórn Félags íslenskra útvarpsvirkja og síðan 1970 í stjórn Félags rafeindavirkjameistara. Hann hefur setið í prófnefnd út- varpsvirkja frá 1962 og veriö for- maður prófnefndar í útvarpsvirkj- un og síðar rafeindavirkjun frá 1966. Þá hefur hann setið iðnþing frá 1984. Bjarni kvæntist 3.9.1966, Þórunni Öddu Eggertsdóttur, f. 4.12.1942, en hún er ættuð frá Ólafsvík, dóttir Vilborgar Jónsdóttur og Eggerts Guðmundssonarfyrrv. verslunar- manns. Börn Bjama og Þórunnar Öddu eru Anna Ástveig, f. 23.2.1967, kaup- kona, en sambýlismaður hennar er Högni Guömundsson, nemi í raf- eindavirkjun; Arnar, f. 12.6.1970, nemi í húsasmíði, ogtvíburarnir Bragi Þór og Bjarni Freyr, f. 9.6. 1974. Systkini Bjarna: Sveina Karls- dóttir símavörður, gift ísleifi Giss- urarsyni leigubílstjóra; Páll Karls- son, vélstjóri og verkstjóri hjá Björgun hf, kvæntur Ragnhildi Jós- efsdóttur fulltr'úa; Ingibjörg Karls- dóttir bakari, gift Rafni Ámasyni prentara; Ómar Örn Karlsson stýri- maður. kvæntur Jónheiði Haralds sjúkraliða. Foreldrar Bjarna eru Karl Sveins- son, fyrrv. leigubílstjóri í Reykjavík, og kona hans Anna Ástveig Bjarna- dóttir húsmóðir. Foreldrar Karls vora Sveinn Ey- jólfsson frá Bakkakoti á Seltjarnar- nesi og Anna Guðmundsdóttir, syst- ir Páls skálds á Hjálmsstöðum í Bjarni I. Karlsson. Laugardal. Foreldrar Önnu Ástveigar voru Bjarni Tjörvason, b. í Mýrhúsum í Grundarfirði, og kona hans Ingi- björg María Jónsdóttir. Bjarni og Þórunn Adda taka á móti gestum á afmælisdaginn mfili klukkan 17 og 20 í Hreyfilssalnum að Fellsmúla 26, III hæð. Til hamingju með daginn 90 ára Sigurður Guðjónsson, Urriðaá, Álftaneshreppi. 85 ára Margrét Tómasdóttir, Liltu-Heiði, Mýrdalshreppi. 80 ára Ágústa Hróbjartsdóttir, Skúlagötu 72, Reykjavík. Hún verður aö heiman á afmælisdag- inn. Vilhelm Steinsson, Fögmbrekku, Bæjarhreppi. 75 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Álflieiraum 3, Reykjavík. Grcipur Kristjánsson, Byggöarholti 29, Mosfellsbæ. 70 ára Kristján H. Guðmundsson, Minna-Núpi, Gnúpverjahreppi. 60 ára Gróa Sigurðardóttir, Skólavegi 89, Búðahreppi. Anna Hjörleifsdóttir, Langagerði 86, Reykjavík. Gréta Finnbogadóttir, Háaleitisbraut 16, Reykjavik. 40 ára Guðmundur Hjaltason, Silfurbraut 39, Höfn í Homafirði. Haukur Tryggvason, Skálabrekku 9, Húsavík. Magnús Tryggvason, Skipholti 47, Reykjavík. Gisli S. Reimarsson, Njarðargötu 12, Keflavík. Elsa Benjaminsdóttir, Stóru-Klöpp, Mosfellsbæ. Maria Kristín Lund Jörgensen, Granaskjóh 16, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.