Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989.
15
Fjölmiðla-
sjóður er
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. - „Nú vill hann hærri laun fyrir
sitt fólk, til að það geti m.a. borgað hækkun afnotagjaldanna," segir
greinarhöfundur m.a.
Útvarpslaganefnd leggur til að
stofnaður verði sérstakur fjöl-
miðlasjóður. í hann á að leggja 12%
af auglýsingatekjum allra fjölmiðla
- ljósvakamiðla jafnt sem prent-
miðla.
þessi sjóðshugmynd er út í hött.
Fjölmiðlar eru ekki á framfæri eða
vegum hins opinbera (nema ríkis-
útvarpið). Óþarft er að stofna opin-
beran sjóð um rekstur sem kemur
ríkinu ekki við.
Þar að auki stenst slíkur sjóður
ekki gagnvart stjórnarskránni.
Hún tryggir prentfrelsi og leggur
bann við lögum sem tálma það á
einhvern hátt.
Eintóm sjóðsskrípi
Undanfari fjölmiðlasjóðs er
menningarsjóður útvarpsstöðva.
Menningarsjóðurinn var tóm vit-
leysa frá upphafi. Þriggja manna
stjóm hans gerði ekkert annað en
úthluta útvarpsstöðvum nokkurn
veginn því sama og þær greiddu í
sjóðinn. Þar var fært úr einum vasa
í annan.
Fjölmiðlasjóður er nýtt sjóðs-
skrípi. Þar á þó að ganga enn lengra
en með hinu fyrra sjóðsskrípi. Þar
á að færa fé úr vasa einkafyrir-
tækja til að standa undir ýmiss
konar framtaki sem verða má til
að efla tungu og menningu.
Sumt af framlagi sínu eiga fjöl-
KjáUarinn
Ólafur Hauksson
fyrrv. útvarpsstjóri Stjörnunnar
miðlar að fá til baka, annað á að
leggja í útréttar hendur menning-
arfrömuða, málspekinga og at-
vinnustyrkþega.
rugl
Tungan og menningin
Sagt er að fjölmiðlasjóðurinn eigi
að styrkja viðleitni til að efla tungu
og menningu. Þvílíkt rugl.
Það að hér skuli vera til fjölmiðl-
ar er einn af hornsteinum tung-
unnar. Fréttaflutningur og kynn-
ing í fjölmiðlum styður menningar-
viðleitni.
Fjölmiölar gera meira fyrir tungu
og menningu þessarar þjóðar en
önnur fyrirtæki.
Þeir sem hafa áhyggjur af niður-
lægingu tungunnar ættu ekki að
láta sér detta í hug að iþyngja þeim
fyrirtækjum sem gera hvað mest
fyrir hana.
Til er fávíst fólk sem endurtekur
þá tuggu að hnignun íslenskunnar
sé útvarpsstöðvum í einkaeign að
kenna. Þá mega þessar útvarps-
stöðvar heldur betur teljast áhrifa-
ríkar. Sú fyrsta tók fyrst til starfa
fyrir tveimur og hálfu ári.
Hvaða áhrif urðu þess þá vald-
andi að hinir ungu starfsmenn út-
varpsstöðvanna kunna ekki betri
íslensku en raun ber vitni?
Röng skattlagning
Hugmyndin um flölmiðlasjóð er
ekkert annað en dulbúin leið til að
stýra efni fjölmiðla með opinberu
valdboði. Slíkt brýtur í bága við
stjórnarskrána.
Það er andstætt grundvallar-
hugmyndum skattlagningar að
velja ákveðna tegund atvinnu-
rekstrar til að standa undir af-
mörkuðum opinberum verkefnum.
Menningarsjóður útvarpsstöðva
er gott dæmi. Þar eru örfá fyrir-
tæki í landinu skattlögð um 30 til
40 milljónir á ári til að standa und-
ir hluta af rekstri Sinfóníunnar.
Þessi fyrirtæki hafa ekkert um Sin-
fóníuna að segja.
Uppruni hugmyndanna
Hugmyndin um flölmiðlasjóð
verður til í nefnd sem upphaflega
bar viðurnefnið „Hjálpum þeim“
og gerði tillögur um lausn á fiár-
hagsvanda ríkisútvarpsins. For-
maður nefndarinnar, Ögmundur
Jónasson, sem jafnframt er for-
maður samtaka launþega hjá því
opinbera, fann þá lausn helsta fyrir
ríkisútvarpið að hækka álögur á
launþegana með því að hækka af-
notagjöld ríkisútvarpsins um 28%.
Nú vill hann hærri laun fyrir sitt
fólk, til að það geti m.a. borgað
hækkun afnotagjaldanna.
Svo fékk nefndin það hlutverk að
endurskoða útvarpslögin. Þó var
önnur nefnd búin aö því. En í tillög-
ur fyrri nefndarinnar vantaði for-
sjá hins opinbera. „Hjálpum þeim“
nefndin víkkaði starfssvið sitt út,
og tók alla flölmiðla í fangið. Það
er faðmlag sem enginn kærir sig
um.
Það eru forsjárhyggjumenn sem
nú kalla á öölmiðlasjóð. Frjálsir
íjölmiðlar eru til vandræða fyrir
slíka menn og þeir vilja gjarna
koma á þá beisli.
Ríkið á að láta fjölmiðla í friði.
Það hefur engan rétt til að ráðskast
með fjármuni þeirra eöa skikka þá
til að sækja um notkun á eigin fé.
Ólafur Hauksson
„Þaö eru forsjárhyggjumenn sem nú
kalla á fjölmiðlasjóð. Frjálsir íjölmiðlar
eru til vandræða fyrir slíka menn og
þeir vilja gjarna koma á þá beisli.“
Hvalamál og hryðjuverk
Grænfriðungar handteknir við komu til Islands.
Margt hefur verið rætt og ritað
um hvalamálið svokallaða síðan
vísindaveiðar íslendinga hófust
fyrir þremur árum.
Erlendir öfgahópar hafa haldið
uppi stöðugum mótmælaaðgerðum
gegn þessum vísindarannsóknum
sem stundaðar eru til að ná sem
fullkomnustum upplýsingum um
hvalastofninn og vistkerfi hafsins
hér á norðurslóðum og er liður í
allsherjar úttekt á ástandi hvala-
stofnsins sem vísindanefnd Al-
þjóðahvalveiðiráðsins er að vinna
að og mun áformað að ljúka við á
þessu ári.
Þessar rannsóknir segja vísinda-
mennirnir óframkvæmanlegar án
þess að deyða dýrin og ef veiðarnar
verði stöðvaðar nú séu rannsókn-
irnar alls ófuUnægjandi. Hins veg-
ar halda þessir þekkingarsnauðu
öfgahópar því fram að þeir viti bet-
ur og hægt sé að framkvæma rann-
sóknirnar án þess að granda dýr-
unum.
Skemmdarverkamenn
Þessir ófyrirleitnu hópar, sem
kenna sig við umhverfísvernd, hafa
víða unnið óbætanlegt tjón - lagt í
rúst atvinnuvegi heilla byggðar-
laga í Grænlandi, Alaska og víðar.
Síðan þeir luku þessu ætlunar-
verki hafa þeir ráðist gegn grind-
hvaladrápi í Færeyjum og vísinda-
veiðum íslendinga.
Færeyingar afgreiddu þessa
hryðjuverkamenn á mjög svo
skemmtilegan og eftirminnilegan
hátt. Hröktu þá út úr færeyskri
lögsögu, svo þeir máttu sneypast
heim við lítinn orðstír. - Færeying-
ar munu líka hafa staðið þétt sam-
an. Ekki heyrðist talað um að með-
al þeirra fyndust svikarar sem
æptu ókvæðisorð að löndum sínum
fyrir að veita viðnám.
Hver vísaði veginn?
íslendingar fengu líka heimsókn
hryðjuverkamanna sem hins vegar
voru afgreiddir á allt annan hátt.
KjaUarinn
Aðalheiður Jónsdóttir
verslunarmaður
Hér tókst þeim að framkvæma alls
konar skemmdarverk - sökkva
skipum og vinna að sama skapi
gífurlegt tjón í landi.
Hvernig útlendingum, ókunnug-
um aðstæðum hér, gat tekist að
koma öllu þessu til leiðar, ferðast
að næturlagi, leita uppi hvalstöð-
ina og rústa þar öllu er lítt skiljan-
legt. En þeir eru reyndar ekki vina-
lausir á íslandi.
Og víst er um það að hvalavinir
eða græningjar hér hafa lýst yflr
fullum stuðningi við þessa
skemmdarverkamenn.
Það verð ég að segja að heldur
snautleg fannst mér frammistaða
íslenskra yfirvalda að láta þessa
óbótamenn fara úr landi sem sigur-
vegara.
Áróðursstríð
Greenpeace og græningja
Þessir ófyrirleitnu hópar, sem
telja sig eiga að stjórna því hvernig
þjóðir nýta auðhndir sínar, hafa
náð svo sterkum tökum víða um
heim að ótrúlegt má kalla. Margar
milljónir styðja Greenpeace sam-
tökin, segja hvalavinir hér, og sýni-
lega skortir þá hvorki fjármuni til
blekkingaáróðurs né hryðjuverka.
Enda fjáröflunarleiðir margvísleg-
ar, svo sem að láta auðugt fólk arf-
leiða eða ættleiða hvali. Þetta er
vesturheimska og miðevrópska
hámenningin, sem græningjar eða
hvalavinir hér lýsa samstöðu með
og ganga um froðufellandi af lotn-
ingu. Þrátt fyrir öll þeirra skemmd-
arverk og allar tilraunir þeirra til
að koma íslensku efnahagshfi í
rúst.
Það er ekkert undarlegt þó að
Greenpeace hafi tekist að þjarma
að íslendingum. Er ekki mest af því
sem heyrst hefur héðan „óp“
hvalavina sem halda uppi áróðri
með Greenpeace og segja að vís-
indaveiðarnar séu aðeins blekk-
ing? Meira að segja hafa sumir Al-
þingismenn gengið hart fram í
þeim siðlausa áróðri.
Merkilegt framtak
En nú hefir reyndar merkilegur
atburður gerst sem mér virðist að
sé ómetanlegt framlag í baráttunni
gegn skemmdarverkamönnunum.
Kvikmyndin Lífsbjörg í norður-
höfum hlýtur að vekja þá til um-
hugsunar sem á hana horfa um það
sem er að gerast í þessum málum
þó að þeir hafi ef til vill ekkert
hugleitt það áður.
Ég vil hér með taka undir það
þakklæti sem Magnús Guðmunds-
son hefur fengið fyrir sitt mikla
framtak og ánægjulegt er hve já-
kvæða dóma myndin hefur fengið
hér. Þessi mynd kemur mér fyrir
sjónir sem merkileg heimildar-
kvikmynd. Og væri þess virði fyrir
ríkisvaldið að láta eitthvað af hendi
rakna. Ég er viss um að því mundu
margir íslendingar fagna. Og ein-
hverja styrki og gjafir hefur ríkið
veitt þar sem ólíkara var - og er
ekki langt að minnast.
Þáttur aldarinnar
Viðræðuþátturinn að lokinni
sýningu myndarinnar var fyrir
neðan allar hellur og verður trú-
lega lengi í minnum hafður. Hvers
vegna þuldi sjónvarpsmaðurinn
upp allar svívirðingarnar sem Gre-
enpeace hafði soðið saman um höf-
und myndarinnar? Er slíkt afsak-
anlegt? Var þetta eigin ákvörðun
Helga H. Jónssonar eða æðstu
máttarvalda þar á bæ? Var þörf á
slíku þar sem þeim stóð til boða að
mæta í þáttinn en þorðu það ekki?
Og átti Greenpeace ekki þrjá full-
trúa eða stuðningsmenn í þættin-
um? Þar á meðal forseta Sameinaðs
Alþingis?
Stjórnun þáttarins var svo furðu-
leg að engu líktist sem áður hefur
sést. Greinilega var stjórnandinn
mjög hlutdrægur og haldinn þeirri
meinloku -að hann þyrfti sjálfur
alltaf að hafa orðið ef forsvarsmenn
Greenpeace þögnuðu. Þau Guðrún
Helgadóttir og Þorleifur Einarsson,
maðurinn með trektina, komu
strax fram eins og öskureið. Hlust-
uðu ekki á rök en reyndu að kæfa
það allt niður með ómerkilegu
bulli.
Athyghsverðast var þó kannski
aö forseti Sameinaðs Alþingis
skyldi kalla ríkisstjórn íslands
skemmdarverkamenn. Er svona
framkoma til að auka virðingu Al-
þingis? Eftir að hafa horft á þennan
þátt skil ég alveg hvers vegna þess-
ar manneskjur styðja Greenpeace.
En eitt er athyghsvert við allt
þetta, að einmitt í viðræðuþættin-
um tókst þessum unga manni að
vinna annað þrekvirki. Svo frábær
var hegðun hans og háttvísi, hvað
sem yfir hann dundi frá andstæð-
ingunum. Upp frá því öhu stóð
hann sem glæstur sigurvegari.
Þrátt fyrir það hve sjaldan hann
fékk að hafa orðið.
Vonandi verður Helgi H. Jónsson
ekki framar látinn stjórna við-
ræðuþáttum í sjónvarpi. Að
minnsta kosti ekki nema hann
valdi verkefninu.
Aðalheiður Jónsdóttir
„Athyglisverðast var þó kannski að
forseti sameinaðs Alþingis skyldi kalla
ríkisstjórn íslands skemmdarverka-
menn.“