Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989.
33
Lífsstíll
Raflagnir í eldri húsum:
Dulin brunahætta
Misjafn endingartími
Endingartími á raflögnum fer eftir
aðstæöum, að sögn Bergs Jónssonar,
rafmagnseftirlitsstjóra ríkisins. Úr
hverju þær eru, hversu vandað er til
uppsetningar þeirra svo og umhirða
hefur áhrif á endinguna.
„Fólk verður strax vart við ef ofnar
bila eða niðurföll stíflast og lætur
lagfæra það,“ sagði Bergur. „Á sama
hátt á að hugsa um raflagnirnar í
húsinu því slys af völdum rafmagns
gera ekki boð á undan sér. Hita-
myndun getur orðið í raflögn þar
sem fólk sér ekki til og eldur brotist
út“
Samkvæmt reglugerð um raforku-
virki eiga rafveitur að skoða raflagn-
ir í húsum á ákveðnum fresti. Sá
frestur fer eftir húsnæðinu en er á
milli 12 og 24 ár fyrir íbúðarhús-
næði. Þessi reglugerð miðar við nýrri
raflagnir en að sjálfsögðu hefur raf-
magn verið lagt í hús frá fyrstu ára-
tugum þessarar aldar. í eldri húsum
getur því verið um töluverða hættu
að ræða hafi raflögn ekki veriö end-
urnýjuð á síðustu árum.
Veruleg slysahætta
Þó að rafveitum sé skylt að skoða
raflagnir húsa reglubundið er
ábyrgðin á viðhaldi og úrbótum á
þeim í höndum eigenda eignarinnar.
Því borgar það sig að leita til fag-
manna ef fólk grunar að eitthvað sé
varhugavert við raflagnir húss síns.
„Oft á tíðum er augljóst ef eldri
raflagnir og greinitöflur eru í slæmu
ástandi og þarfnast viðgerða,11 sagði
Baldur Hannesson rafverktaki í sam-
tali við DV. „í gömlum töflum geta
postulínshausarnir utan um öryggin
brotnað og vírar trosnað. Slíkt skap-
ar verulega slysahættu, ekki síst þar
sem börn eru á ferð því þau eru gjörn
á að pota fmgrunum í bera varhausa.
í sumum gömlum húsum er farið
að hitna mikið í tenglum og sé ekk-
ert að gert getur eldur brotist út. Þá
skapa loftljós einnig nokkra eld-
hættu en mörg eldri húsa eru með
pappaklæðningu í lofti. Það myndast
oft mikifl hiti í loftdósum þvi perur
hita frá sér. Það veldur því að vírinn
þornar smátt og smátt, einangrunin
um hann molnar og eldur getur brot-
ist út.“ Mikilvægt er að fólk noti rétta
perustærð í ljós og lampa. Á lömpum
er perustærð skýrt tekin fram.
Rafveitur skoða raflagnir húsa
fólki að endurgjaldslausu. „Hafi fólk
grun um að raflagnimar í húsinu séu
famar að gefa sig á það hiklaust að
leita til fagmanna, rafveitna eða raf-
verkfyrirtækja um aðstoð. Síðastlið-
in ár hefur verið mikið um nýbygg-
ingar á íslandi og því erfitt að fá raf-
verktaka til viðhaldsverka af slíku
tagi. En nú hefur orðið vart sam-
dráttar í nýbyggingum og því ætti
að vera auðveldara um vik,“ sagði
Baldur.
Fimmtíu þúsund króna verk
í verstu tilfellunum, þar sem bæði
tafla og raflagnir eru illa farnar, þarf
að skipta um allt, að sögn Baldurs.
Slíkt getur reynst fólki kostnaðar-
Gömlu rafmagnstöflurnar geta reynst varhugaverðar og í raun stórhættulegar. Baldur Hannes-
son rafverktaki vill brýna fyrir fólki að leita ráða hjá fagmönnum áður en ráðist er í umfangs-
miklar viðgerðir. DV-mynd Brynjar Gauti
samt. Sé miðað við þriggja herbergja,
75 fermetra gamia íbúð þar sem
skipta þarf um bæði lagnir og töflu
er efniskostnaður um 17 þúsund
krónur. Stærsti kostnaðarliðurinn
er skipting á víralögnum, um fjögur
þúsund krónur, og skipting rofa, um
þrjú þúsund. Ofan á það bætist síðan
vinnukostnaður, tæplega 33 þúsund.
Verkið í heild myndi því kosta um
50 þúsund.
Verndun mannslífa
„Tjón af völdum rafmagns eru of
tíð,“ sagði Bergur. „Ekki þarf meira
til en að skrúfa losni einhvers stað-
ar, við það verður hitamyndun í
tenglum og eldur brýst út. Því er
full ástæða til að brýna fyrir eigend-
um eldri húsa að láta skoða raflagnir
hafi þeir minnsta grun um að eitt-
hvað sé varhugavert við þær, láta
laga það sem ekki er í lagi og setja
lekastraumsrofa í eldri töflur. Brun-
um af völdum rafmagns hefur fækk-
að síðan lekastraumsrofar voru
teknir í notkun á íslandi um 1970 og
því brýnt að fólk láti setja þá í. Það
veitir bæði mönnum og eignum
vernd." _StB
A síðustu árum hefur æ oftar orðið tjón af vöidum rafbúnaðar eins og sést
á þessu súluriti. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársskýrslu Rafmagnseftir-
lits ríkisins.
Vamaraðgerðir í hláku
Nú þegar hlýnar í veðri er mikil Lágpunktar neðst í brekkum og upp og getur hindrað framgang
hætta á vatnsflóðum. Snjór hefur hjá kjöllurum húsa eru varhuga- vatns.
legiö yflr mestöllu landinu síðustu verðirþvíþarerhættaáuppsöfnun Garðslangan og heitt vatn geta
mánuði og þykkt íslag á mörgum vatns. Því er ástæöa til að moka komið aö góðum notum þegar
svæðum. En fólk getur tekið til allan snjó frá Kíallaratröppunum bræða þarf ís í kringum niðurfóll.
ýmissa ráða til að varna flóðum við og annars staðar þar sem jarðlög Nauðsynlegt er að veita vatninu
hús sín og á lóðum. halla að húsi. greiða leið að niðurfóllunum og er
Brýnt er að húseigendur moki frá Til að varna því að niðurfóll stifl- auðvelt að búa til vatnsrás í ísinn.
öllum niðurfóllum á eignarlóðinni ist er þjóðráð að setja matarsalt í Ef fólk lendir í vandræðum er
til að veita vatnselgnura greiðari þau og á svæðið í kring. Ristum er neyðarvakt Reykjavíkurborgar op-
leið. Flestir vita hvar niðurfóll eru hægt að halda hreinum með því að in allan sólarhringinn í síma 27311.
á lóðum sínum en því núður vill skara ísinn en þó er er ekki talið -StB
þaðoftmisfarastaðfólkhaldiþeim ráðlegt að taka ristarnar upp.
hreinum, Snjókrap í niðurfóllum hleðst oft
Endurnýjun og viðhald á
raflögnum í gömlum húsum
Við komum og metum ástand
raf/agnarinnar þér að kostnaðarlausu
Eingöngu vanir fagmenn
Vönduð vinnubrögð
Sím i 35600
lOggiltur rafverktakI
30
25
20
15
10
5
0
DVJfíJ
Tjón af völdum rafbúnaðar 1976-86
I Háspenna
□ Lágspenna
Brunar af völdum rafmagns eru of
tíðir á íslandi. Samkvæmt upplýsing-
um Rafmagnseftirhts ríkisins urðu
tjón frá rafbúnaði tæplega 30 talsins
árið 1986 og er það um helmings
aukning frá árinu 1976.
Mörg eldri húsa á landinu eru
brunagildrur vegna lélegra raflagna.
Hús byggð á fyrri hluta aldarinnar
eru mörg hver með úreltar, var-
hugaverðar raflagnir sem geta
reynst fólki og eignum dýrkeyptar.
Raflagnir, eins og aðrir húshlutar,
eldast og bila en þrátt fyrir hættuna,
sem stafar af iila útleiknum raflögn-
um, er fólk gjarnt á að láta viðhald
og endurbætur sitja á hakanum. Það
hugsar með sér að nægur tími sé til
að huga að þessu seinna. En það er
of seint að huga að raflögnum eftir
að kviknar í.
Heimilið