Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1989, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. MARS 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Fjörutíu ára sönnun í gær voru fiörutíu ár liðin frá þeim sögulega degi að Alþingi íslendinga samþykkti aðild íslands að Atl- antshafsbandalaginu. Þann dag kom til uppþots og óeirða á Austurvelli og eru það mestu róstur sem um getur á okkar tímum hér á landi. Mannsöfnuður gerði aðsúg að Alþingishúsinu og lögregla og hvítliðar stökktu fólkinu á burt með táragasi. Þessi atburður lýsir vel þeim djúpstæða klofningi sem ríkti meðal þjóðarinnar. Hvor fýlkingin sakaði hina um landráð og andstæðingar Natóaðildarinnar höfðuðu mjög til þjóðernistilfinningar og sjálfstæðisbaráttu og töldu að íslendingar væru að afsala landinu og framtíðinni í hendur útlendinga. Það verður aldrei dregið i efa að átökin á Austur- velli og önnur skipuleg andstaða gegn Atlantshafs- bandalaginu var að undirlagi manna sem sjálfir tóku sér fyrirmyndir og forskriftir frá útlöndum. íslenskir kommúnistar voru jafn sannfærðir byltingarsinnar og skoðanabræður þeirra annars staðar og það hefur verið löngu sannað að alþjóðahreyfmgu kommúnista var fíar- stýrt frá Kreml. En hitt er einnig rétt að í hópi andstæðinga Atlants- hafsbandalagsins voru þúsundir manna sem létu ekki stjómast af öðru en eigin sannfæringu um að hlutleysi væri íslandi fyrir bestu. Þessu fólki var annt um sjálf- stæðið og óttaðist setu erlends herhðs, með öllum þeim áhrifum og afleiðingum,sem slíkt hefur 1 för með sér. Margur var einnig þeirrar skoðunar.að jafn örlaga- ríka ákvörðun og aðUd að hemaðarbandalagi skyldi bera undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þannig vom það ýmis sjónarmið sem réðu afstöðu þeirra sem börðust gegn Natóaðildinni og tóku sér stöðu á Austurvelli fyrir fjörutíu ámm. Lýðveldið var ennþá ungt að ámm, kalda stríðið geisaði og stutt var frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Lýðræðið átti í vök að verjast og Evrópa var enn í sárum. Atburðirnir á Austurvelli verða að skoðast í þessu ljósi. Lýðfrjálsar þjóðir báðum megin Atlantshafsins tóku þá ákvörðun að mynda bandalag gegn yfirgangi Sovét- ríkjanna og kommúnismans. Þrír stærstu stjómmála- flokkamir á íslandi beittu sér fyrir því að ísland tæki þátt í því bandalagi. Gegn þeim beindist grjótkastið og landráðabrigslin. Sagan hefur sannað að Atlantshafsbandalagið átti rétt á sér. Sagan hefur staðfest að aðild íslands varð þjóðinni til blessunar. Við njótum enn sjálfstæðis og sjálfræðis og hvorki þjóðerni né þjóðleg menning hefur goldið fyrir þátttöku okkar í Nató. Hrakspámar hafa ekki ræst. Þvert á móti má fullyrða að 1 áranna rás hafi samstaða Vesturlanda í bandalaginu styrkt stöðu smáþjóðanna og sameiginlega hefur frelsisunnandi fólki tekist að brjóta á bak aftur yfirgang einræðisaflanna. Nýir tímar hafa mnnið upp og jafnvel í Sovétríkjunum sjálfum er smám saman verið að snúa við blaðinu. 30. mars 1949 er dagur sem ekki má gleymast, ekki til þess að gera lítið úr þeim sem stóðu fyrir gijótkast- inu né heldur þeim föðurlandsvinum sem í sakleysi sínu héldu að verið væri að selja landið. Þrítugasti mars á að lifa í minningunni til marks um þá framsýni og þann styrk sem lýðræðisöflin sýndu. Fjörutíu ára saga hefur sannað að ákvörðunin um aðild íslands að Nató var réttmæt. Hún hefur orðið þjóðinni til góðs, styrkt frelsi og lýðræði og stuðlað að friði um okkar daga. Ellert B. Schram Alræði og lýðræði Allt síöan 1918, þegar bolsévíkar leystu upp nýkjöriö stjómlagaþing, hefur lýðræðið í Sovétríkjunum verið nafhið tómt og stjómarfarið í raun verið alræði minnihlutans, það er kommúnistaflokksins. Samt hefur ekki skort á lýðræðis- leg formsatriði, kosningar hafa verið haldnar og þing hafa verið kosin, en í þeim kosningiun hefur ekki verið um neitt val að ræða, annaðhvort hafa menn greitt at- kvæði með opinberum frambjóð- anda eða á móti honum. Allt fram til kosninganna nú hef- ur það verið þegnskylda að greiða atkvæði, og kosningaúrslitin hafa verið aðhlátursefni á Vesturlönd- um, sjaldgæft var að nokkur fram- bjóðandi fengi minna en 99 prósent atkvæða. Nú standa fyrir dyruro- grundvallarbreytingar á skipulag- inu og kosningamar á sunnudag- inn eru fyrsta stóra skrefið í lýð- ræðisátt sem stigið hefur verið í Sovétríkjunum allt frá 1918. Þær breytingar, sem nú er verið að gera í framhaldi af aukaþingi kommúnistaflokksins í fyrrasum- ar, era djúpstæðar kerfisbreyting- ar sem marka tímamót, hvert sem framhaldið verður. Kosningamar vora þó ekki að öllu leyti eftir höfði Gorbatsjovs, hann haíði viijað al- veg opnar kosningar, en flokkur- inn vill ekki hætta of miklu í fyrstu atrennu. Kjörmannaþing I kosningunum á sunnudaginn vora kosnir 1500 fulltrúar af 2250 á nýtt kjörmannaþing, en 750 fulltrú- ar vora útnefndir af hinum ýmsu stofnunum ríkis og flokks. Af þeim 1500 sætum, sem kosið var um, var aðeins einn frambjóðandi um 384 sæti, og vitaskuld opinber fram- bjóðandi flokksins, en í kosningun- um um hin sætin var valið milli tveggja eða fleiri frambjóðenda og nú var ekki nauðsynlegt að allir frambjóðendur væru í flokknum. Kommúnistaflokkurinn tilnefndi 100 fulltrúa, Vísindaakademían 20 og hin ýmsu opinbera verkalýðs- félög og valdastofnanir nokkra hver, eða alls 750. Þessir 2250 kjör- menn eiga síðan að velja úr sínum hópi nýtt æðstaráð eða þjóðþing 542 manna sem verður, að minnsta kosti að formi til, æðsta valdastofn- un Sovétríkjanna. Kjörmannaþingiö á einnig að velja nýjan forseta sem í senn verð- ur æðsti embættismaður sovéska ríkisins og þjóðhöfðingi, aðalritari kommúnistaflokksins og forseti forsætisnefndar hins nýja æðsta ráðs 542 þingmanna. Þessi maður verður Mikhail Gorbatsjov og þetta nýja embætti er miklu valdameira en núverandi embætti hans. Hann er að vísu forseti en forsejaembætt- ið í núverandi mynd er lítið annað en valdalaus vegtylla. Með þessari breytingu mun Gor- batsjov hafa enn fleiri valdatauma í sínum höndum en áður og þetta virðist treysta hann mjög í sessi. Mesta valdastaðan verður eftir sem áður staða hans sem aðalritara kommúnistaflokksins, enda er flokkurinn sem fyrr hin eiginlega valdastofnim. Hið nýja æðstaráð, sem á að koma saman innan tveggja mánaða, verður áfram skipað flokksbundn- um kommúnistum að yfirgnæfandi Kjállariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður batsjovs gefa fyrirheit um að þess háttar raunverulegt lýðræði sé ekki ýkja langt undan, það er að segja ef afturhaldsöfl í flokknum koma ekki í veg fyrir það. Afturhaldsöflin Úrslit kosninganna á sunnudag- inn era ótvíræður sigur fyrir Gor- batsjov og perestrojku en jafnframt geta þau skerpt andstæðumar í flokknum og skert athafnafrelsi hans. Það sem mesta athygli hefur vakið er að róttækir umbótasinnar, þeir sem vilja miklu meiri og örari breytingar en Gorbatsjov telur raunhæfar, hafa unnið mikið fylgi. Þekktastur þeirra sem kjörnir voru á sunnudag er Boris Jeltsin sem vikið var frá völdum í Moskvu 1987 fyrir að vilja ganga miklu lengra en Gorbatsjov. Hann hefur nú fengið uppreisn æra í blóra við vflja flokksins og Gorbatsjov og hefði það einhvem tímann þótt saga til næsta bæjar. Víða um land vora þeir frambjóð- endur kosnir sem lengst vildu ganga í umbótum en hin gamla valdaklíka varð hart úti. Litið var á kosningamar fyrirfram sem eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu um kommúnistaflokkinn og niðurstað- an verður ekki túlkuð öðravísi en sem vantraust á hann. Fólk kaus mjög víða á móti valdhöfum og mótmælti þannig þeirri stöðnun og kyrrstöðu sem ríkir, þrátt fyrir perestrojkuna. Vilji kjósenda virðist vera að hraða perestrojkunni en það telur Gorbatsjov aftur á móti óhyggilegt. Of örar breytingar gætu leitt til „Þær breytingar, sem nú er verið að gera í framhaldi af aukaþingi komm- únistaflokksins í fyrrasumar, eru djúp- stæðar kerfisbreytingar sem marka tímamót, hvert sem framhaldið verð- ur. meirihluta og einræði flokksins er ekki í neinni hættu. Það er svo annað mál hvort að því kunni að koma áöur en langt um líður að fleiri stjómmálaflokkar en komm- únistaflokkurinn geti starfað og boðið fram. - Breytingar Gor- „Úrslit kosninganna á sunnudaginn eru ótvíræður sigur fyrir Gorbatsjov og perestrojku", segir í greininni. upplausnar og vandræða segir hann og á þá viðað ekki verði öllu hrint í framkvæmd samtímis. En kjósendur era eitt, valdastofn- anir flokksins annað. Þrátt fyrir að Gorbatsjov virðist hafa alla valda- tauma í hendi sér er mikil andstaða við hann innan flokksins. Hið gam- algróna íhaldssama flokkskerfi, sem hann sækir völd sfti til, er ekki á því aö leggja sjálft sig niöur. Kerfisöflin í flokknum, með Gregor Lágatsjov í broddi fylkingar, eru andvíg mörgum þáttum í umbóta- stefnu Gorbatsjovs og beita sér gegn þeim eftir mætti. A hinn bóginn hefur hinum, sem vilja hraða breytingum, vaxið mjög ásmegin við úrslit kosninganna. Af þessu gæti leitt nýja valdabar- áttu í flokknum, þar sem Gor- batsjov yrði á milli tveggja elda. Gorbatsjov getur ekki leyft sér aö hunsa algerlega sjónarmið íhalds- aflanna, né heldur er víst að hann sé að öllu leyti ósammála þeim. Eldhugar eins og Jeltsín, sem vilja gjörbreyta öllu strax, hjálpa hon- um ekki, heldur setja hann í varn- arstöðu gagnvart flokkseigendafé- laginu. Því má búast við háværum um- ræðum og miklu opnari og hrein- skilnari skoðanaskiptum en hingað til hafa þekkst þegar hið nýja æðst- aráð kemur saman í vor. Þrátt fyr- ir allt era þetta sögulegar kosning- ar og stærsta skref sem stigið hefur verið í lýðræðisátt í Sovétríkjunum síðan stjómlagaþingið 1918 var leyst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.