Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. Viðskipti Eigendur bensínhákanna hljóta að vera hræddir - siglum við hraðbyri inn 1 nýja olíukreppu? Eigendur bensinháka eru ekki hressir þessa dagana. Ef verðið lækkar ekki i Rotterdam kostar bensínlítrinn meira en 50 krónur á næstunni. DV-mynd GVA Eigendur eyðslufrekra bíla, bens- ínhákanna, brosa ekki breitt þegar þeir aka inn á bensínstöðvar þessa dagana. Verðið hefur snarhækkað hérlendis frá áramótum og við blasir frekari hækkun bensínverðs ef verð- ið lækkar ekki í Rotterdam á næst- unni. Og ekki er að undra þótt marg- ir spyiji sig að því hvort við séum að sigla inn í nýja olíukreppu, líkri þeirri sem kreisti og skók efnahags- líf heimsins í olíukreppunni 1979 fyr- ir nákvæmlega tíu árum. Það merki- lega er að fyrstu mánuði ársins 1979 urðu einmitt hrikalegar hækkanir á bensíni og olíu. Þróunin er hættulega lík. Samt er talið mjög ólíklegt að framundan sé olíukreppa eins og heimurinn upplifði hana 1979. Olíukreppan1979 Verð á hráolíu í Rotterdam var um 13 dollarar tunnan í nóvember 1978 og 15 dollarar í desember það ár. Síð- an féll bomban í byijun ársins 1979 er Kohmeini komst til valda í íran og olíuframleiðsla landsins hrundi. Verðiö hækkaði jafnt og þétt og var komið í um 40 dollara í nóvember þetta ár. Næstu ár á eftir lækkaði verðiö aðeins og var komið niður í um 28 dollara tunnan árið 1986. Þá féll það skyndilega niður í um 10 dollara vegna áúkinnar framleiöslu Opec. Hér á íslandi var strax farið að tala um góðæri í efnahagslífinu. Verðlínan svipuð 1989 og 1979 Verð á fullunnum olíuvörum eins og bensíni, gasolíu og svartolíu snar- hækkaði í kjölfar verðsprengjunnar á hráoliunni á árinu 1979. Verðið á bensíni var um 204 dollarar tonnið í desember 1978 en var komið í um 400 dollara í desember 1979. Þetta var 100 prósent hækkun, tvöföldun verðs. Verð á bensíni var á íslandi komið upp í um 35 krónur lítrinn síðla árs 1985 en síðan lækkaði það skarpt á árinu 1986 þegar verðið hrundi í Rott- erdam. í upphafi ársins 1987 var bensínlítrinn, 92 oktan, seldur á 26,30 krónur. Síöan hefur lítrinn hækkað í verði jafnt og þétt og var í lok síð- asta árs kominn í 36,60 krónur. Ríkis- stjómin jók þá skattheimtu sína í verðinu og hækkaði verðið um 5 krónur og 40 aura eða í 41 krónu lítr- ann. Þann 1. mars hækkaði verðið aftur í um 42,90 krónur. Von er á frekari hækkunum á næstum dög- um. Bensínbomba ofan í íslenska kreppu Bensinbomban kemur núna á sér- lega slæmum tíma fyrir íslenskt efnahagslíf sem býr við kreppu fyrir. Olíuverðhækkanir hafa bein áhrif á viðskiptakjörin. Verð á innflutningi hækkar meira en verð á útflutningi. Versnandi viðskiptakjör rýra raun- tekjur þjóðarinnar. Á árinu 1979 var þetta þannig að þjóöarframleiðslan jókst um 2,5 prósent en verri við- skiptakjör þýddu að þjóðartekjurnar minnkuðu um 1 prósent. Áhrif bensínbombunnar á við- skiptájöfnuðinn eru augljós. Hann versnar. Olíureikningur landsmann- a verður meiri, auk þess sem þjón- ustuþjöfnuðurinn versnar líka þar sem olíuverðhækkanir hafa áhrif á rekstur flugfélaganna beggja. Áhrif olíukreppunnar 1979 í olíukreppunni 1979 urðu Banda- ríkjamenn og Japanir mest fyrir barðinu á olíuhækkuninni þar sem þessar þjóðir keyptu mest af Opec- ríkjunum. Aukinn viðskiptahalli þessara ríkja vegna olíuverðshækk- ana þýddi samdráttaráhrif hjá þeim og minni getu til að flytja inn frá öðrum löndum. Endurtaki sagan sig getur það hugsanlega þýtt minni flsksölu okkar Islendinga til þessara landa. Að minnsta kosti engar verð- hækkanir í bráð. Aukinn viðskiptahaUi Bandaríkja- manna dregur líka úr styrk dollarans og lækkar hann í verði. Það kemur sér aftur illa fyrir okkur íslendinga sem fáum stóran hluta af útflutningi okkar greiddan í dollurum. Olía á verðbólgubálið Verðbólga hér innanlands hlýtur að aukast á næstu mánuðum lækki olía ekki í veröi. Hærra olíuverö fer beint inn í framfærsluvísitöluna og vörur fyrirtækja, sem nota mikla olíu, þuifa að hækka í verði til aö reksturinn gangi. Auk þess pressar aukinn viðskiptahalh og versnandi Fréttaljós Jón G. Hauksson viðskiptakjör á gengislækkun. Aukin verðbólga magnar upp læti á vinnumarkaðnum þar sem laun- þegar finna beint fyrir kaupmáttar- skerðingunni. Það hvetur til krafna um hærri laun sem aftur þýðir meiri verðbólga. Þetta er því vítahringur. Menn fastir í fjárfestingum Ekki er búist við sams konar olíu- kreppu á næstunni og árið 1979. Eftir þá kreppu lærðist þjóðum að nota minni olíu. Verðteygni olíu og bens- íns, að minnki notkun hækki verðið, er lítil. Maður, sem á Blazer-jeppa sem eyðir 30 lítrum á hundraðið, á erfitt með að skipta um vél og fá bíl- inn til aö eyða minna. Hann verður einfaldlega aö aka minna ætli hann að draga úr bensínkaupunum. Rými tekjur mannsins líka vegna vaxandi verðbólgu í kjölfar olíuverðhækkana getur svo farið aö maöurinn hafi ekki efni á að eiga Blazerinn. Áfram á þessum nótum. Mjög erfitt er að hætta að nota olíu um borð í togurum þótt verðið hækki. Menn eru því fastir í fjárfestingum sínum og geta sig lítið hreyft. Verðteygni mjög lítil Rannsóknir olíusérfræðinga sýna aö verðteygni til skamms tíma á olíu og bensíni hjá fyrirtækjum er aðeins um -0,036. Það þýðir aö ef verðið tvö- faldast getur notkun fyrirtækjanna aðeins minnkað um 3,6 prósent. Einnig tvöfaldast verðið ef framboö á olíu og bensíni frá framleiðendum dregst saman um 3,6 prósent. Rann- sóknir sýna að verðáhrifin eru mun meiri hjá einstaklingum. Notkun þeirra minnkar um allt að 20 pró- sentum tvöfaldist verðið. Olíumarkaðurinn er veikurfyrir Þetta sýnir best hve olíumarkaður- inn er veikur fyrir skyndilegum breytingum á framboði og eftir- spum. Hlýindi í Evrópu, sem eru fyrr á ferðinni en reiknáð var með, skapa umframeftirspurn eftir bens- íni og framleiðendur ganga á birgðir sínar og hækka verðið. Áhrif þess að olíuleiðslan frá Alaska, sem sér Bandaríkjamönnum fyrir fjórðungi þeirra olíu sem þeir nota, var tekin úr sambandi vegna olíuslyssins var skyndilegur skortur á olíu sem aftur hækkar verðið. Jafnframt hefur það verið yfirlýst stefna Opec um langa hríð að verðið á hráolíunni sé um 18 dollarar tunnan. Það að framboðið þurfi aðeins að minnka um 3,6 pró- sent til að snarhækka verðið sýnir að olíumarkaðurinn er hvikull markaður. Bensínlítrinn í 50 krónur Ef það bensínverð, sem nú er í Rotterdam, verður viðvarandi fer bensínhtrinn á íslandi irinan skamms yfir 50 krónur miðað við þá skattheimtu ríkisins og verðlagningu sem nú ríkir hérlendis. Lítrinn af súperbensíninu verður enn hærri. Búist er við að verðið á hráolíunni verði í kringum 17 til 19 dollara tunn- an á næstunni. Verðið var þegar komið í um 18,35 dollara í gær sam- anborið við 19,60 dollara síðustu dag- ana. Framleiösla Opec minnkar mikið Framleiðsla Opec var seint á síð- asta ári um 23 milljónir olíutunna á dag. Samkvæmt erlendum frétta- skeytum í gær er framleiðsla Opec- ríkjanna nú um 19,7 milljónir tunna á dag. Ríkin settu sér nýjan og minni framleiöslukvóta frá og með 1. jan- úar síðastliðnum. Opec hefur náð árangri. Dregið hefur úr framboði sem nemur um 3,3 milljónum olíu- tunna á dag og slíkt hefur augljóslega áhrif á verðið. Það er gott aö aka ekki um á bens- ínhák þessa dagana og eiga hangandi yfir sér 50 króna bensínverð. Krepp- an er nógu mikil fyrir. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 13-15 Vb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 11-17 Vb 6mán. uppsögn 11-19 Vb 12mán. uppsögn 11-14,5 Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb Sértékkareikningar 3-17 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3.5 Sp.Ab,- Innlánmeðsérkjörum 24 Vb,Bb Bb.Vb,- Ab Innlángengistryggð Bandarikjadalir 8,5-9 Ib.Vb Sterlingspund 11.5-12 Sb.Ab Vestur-þýsk mörk 4,75-5.5 Sb.Ab Danskarkrónur 6.75-7,25 Bb.Sp,- Ib lægst ÚTLÁNSVEXTIR (%) Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 23-27 Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18-29,5 Úb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7.75-9.25 Lb.Bb Utlán tilframleiðslu Isl.krónur 20-29,5 Úb SDR 10 Allir Bandaríkjadalir 11,75 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 7.75-8 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 24 MEÐALVEXTIR Överðtr. mars 89 16,1 Verðtr. mars 89 8.1/ VÍSITÖLUR Lánskjaravlsitala aprll 2394 stig Byggingavísitala mars 424 stig Byggingavisitalamars 132,5 stig Húsaleiguvisitala 1,25%hækkun1.apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 3,656 Einingabréf 2 2.046 Einingabréf 3 2,389 Skammtímabréf 1,264 Lífeyrisbréf 1,838 Gengisbréf 1,667 Kjarabréf 3,684 Markbréf 1,955 Tekjubréf 1,627 Skyndibréf 1.123 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóðsbréf 1 1,779 Sjóðsbréf 2 1,458 Sjóðsbréf 3 1.259 Sjóðsbréf 4 1,044 Vaxtasjóösbréf 1,2484 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv,- Sjóvá-Almennar hf. 138 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 292 kr. Hampiðjan 157 kr. Hlutabréfasjóöur 153 kr. Iðnaðarbankinn 179 kr. Skagstrendingur hf. 226 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 152 kr. Tollvörugeymslan hf. 132 kr. (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkað- inn blrtast i DV ð fimmtudögum. Kr. 45 ' 40 4 30 4 20 -f Bensínverð á íslandi 1987 1988 1989 1. nóv. 1988 1. jan. 1989 I ársbyrjun 1987 var bensínlítrinn á 26,30 krónur. Nú kostar hann 42,90 krónur og því miöur getur svo farið að 50 krónurnar verði staðreynd á næstunni. Bensínverð í Rotterdam $tonn mars apríl maí juni Bensínverðið á fyrstu mánuðum olíukreppunnar 1979 borið saman við bens- inverðið fyrstu mánuði þessa árs. Hæst fór bensínverðið í Rotterdam í 400 dollara tonnið i desember 1979. Þá náði oiiukreppan hámarki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.