Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. 11 Utlönd Gallerí með fölsunum Konrad Kujau, maðurinn sem falsaði dagbækur Hitlers, hefur nú opnað gallerí í Stuttgart í Vestur-Þýska- landi þar sem til sýnis og sölu eru fólsuð málverk. Ef ekki væri stimpill aftan á verkunum, sem gefur til kynna að um folsun sé aö ræða, gæti margur staðið í þeirri trú að það væru verk gömlu meistaranna sem héngu á veggjunum. Kpjau varð heimsfrægur er það komst upp hð hann var höfund- ur„dagbóka“ Hitiers sem tímaritið Stern keypti árið 1983 fyrir níu millj- ónir marka. Kujau var'dæmdur fyrir fals árið 1985 en dómarinn hrósaði honum fyrir hæfileika hans og Kujau gaf áheyrendum i réttarsal „eigin- handaráritun" Hitlers. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fang- elsi en var látinn laus um mitt árið 1987 eftir að hafa fengið krabbamein. Kujau skuldaði hundruð þúsunda marka og neyddist til að selja eignir sínar og safn þýskra muna frá tímum nasista. Galleríið með fölsuðu verk- unum í Stuttgart er nýjasta leið Knj- aus til þess að grynnka á skuldunum. Það tekur hann venjulega ekki nema tvo til sjö daga að mála verk eftir einhvem af gömlu meisturun- um. „Rembrandtverk“, sem er til sölu fyrir 35 þúsund mörk, tók hann þó þrettán mánuði. Kujau hefur lagt á það áherslu að hann geri ekki eftirlíkingar af verk- um sem til eru heldur sé um að ræða hans eigin mótíf með handbragði meistaranna. Frá því að hann opnaði gaUerí sitt í Stuttgart hafa margir gestir lagt leið sína þangað. Flestir viðskipta- vina hans em vel að sér um hst, aö þvi er hann segir. Verðiö á verkun- um er frá 100 mörkum og það dýr- asta, sem hann hefur selt, fór á 1800 mörk. Var það „Dali“. Tómstunda- málarar koma einnig til Kujaus til að fá hugmyndir hjá honum. Til að grynnka á skuldum sínum hefur Konrad Kujau, maðurinn sem fals- aði dagbækur Hitlers, opnað gallerí þar sem hann selur falsanir sinar. Símamynd Reuter Gerd Heidemann, blaðamaðurinn taka á móti dagbókunum fólsuðu hjá sitt á aö birta þær, er enn í fangelsi. hjá Stem sem dæmdur var fyrir að Kujau og fyrir að hafa taUð tímarit Reuter BODDÍ-VARAHLUTIR NY SENDING! Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af boddí-varahiutum í flestar gerðir bif- reiða, t.d. bretti - vélarhlífar - hurðir - hurðarbyrði - stuðara - grill - fram- stykki - svuntur - sílsa og margt fleira. Útvegum varahluti með skömmum fyrirvara. Því að kaupa notað þegar nýtt er jafnvel ódýrara? LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT! Greiðslukjör - Póstsendum Sólstofur - Svalahýsi Sýnum laugardag og sunnudag kl. 13-18 sólstofu, renniglugga, renni- hurðir, útihurðir, fellihurð o.fl. úr viðhaldsfríu PVC-efni. luggar og Gardhús hf. Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300. leinrmælui firéttingum ngarsá uokkar a< réttinciar imumafganginn VERKSTÆÐI OG SÝNINGARSALUR slðumúli i32 I Simi: 680624. umúla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.