Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. Frjáist.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1 )27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Móðurmálið Lofsverður er sá áhugi sem sýndur er á því að efla íslenskt mál og notkun þess. Menntamálaráðherra hefur boðað sérstakt átak í þeim efnum og Qölmiðlar hafa efnt til umræðu um eflingu móðurmálsins. Verður ekki betur séð en nokkur vakning sé hafin um aukna ís- lenskukennslu og varðveislu íslenskunnar og er það vel. Með vaxandi samskiptum við erlendar þjóðir, fleiri ljósvakamiðlum og minni lestri íslendinga hafa erlend tökuorð skotið upp kollinum í auknum mæh og mál- kennd þjóðarinnar slævst. Langmestu áhrifin stafa þó frá erlendu sjónvarpsefni, enda er sjónvarpið helsta af- þreyingin á heimilunum. íslendingar sitja daglega í margar klukkustundir og hlusta á erlent mál, einkum þó ensku, og nú á dögum eru börn og unglingar altal- andi á ensku og nota þá kunnáttu sína óspart. Á sama tíma fer ekki milli mála að íslenskukennslu í grunnskólum og framhaldsskólum hefur hrakað. Al- gengt er að ungt fólk, sem hefur gengið í gegnum aht skólakerfið og hefur jafnvel lokið háskólaprófum, kunni ekki einfoldustu málfræðireglur og hafi litla sem enga tilfinningu fyrir íslenskunni, hvorki stafsetningu né setningarfræði. Þetta þýðir aðeins eitt: skólakerfið hefur ekki lagað sig að breyttum lífsvenjum nýrrar kynslóð- ar, lífsvenjum sem meðal annars eru fólgnar í því að fólk les minna, skrifar minna og notar sífeht færri orð í mæltu máh. Þvi skortir einfaldlega æfingu í notkun íslenskunnar. Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri á Stöð tvö, gerði íslenskuna að umtalsefni í svoköhuðum leiðara stöðvarinnar síðasthðið þriðjudagskvöld. Var þar margt vel sagt og tímabært en Jón Óttar féh í þá gryfju að endurtaka ýmsan óhróður í garð dagblaðanna og sakaði þau um hortitti og ambögur og lélegt málfar. Sams kon-’ ar dylgjur hafa áður heyrst. Sannleikurinn er hins veg- ar sá að dagblöðin eru upp til hópa vönduð og vel skrif- uð. ÖU blöðin hafa prófarkalesara á sínum snærum og aðalreglan er sú að texti er tví- og jafnvel þrílesinn fyr- ir birtingu. Hér á DV ganga blaðamenn undir próf í ís- lensku áður en þeir eru ráðnir tU starfa og stífar kröfur eru gerðar um ábyrgð hvers og eins á því efni sem í blaðinu birtist. Auðvitað vhja stöku vUlur slæðast inn en miðað við það mikla magn lesefnis dagblaðanna og þann stutta tíma, sem gefst tU vinnslu þeirra, tekst oft- ast vel til. Rætur vandans Uggja ekki í dagblöðunum og þegar menn vUja efla íslenska tungu eiga þeir að láta hjá líða að hengja bakara fyrir smið. Menntamálaráðherra á að Uta eigin barm skólakerfisins sem hann ræður yflr og sjónvarpsstjórinn á að Uta sér nær á skjáinn sem hann stjórnar. íslenskunni hefur hrakað vegna slælegrar kennslu og íslenskan er í vörn vegna dagskrárgerðar í sjónvarpi sem hefur ensku í fyrirrúmi. Veikleiki tung- unnar er í hinu talaða máh, ekki í hinu ritaða. Fólk slettir og notar slanguryrði í talmáh, gerir ekki greinar- mun á þágufalh og þolfalh og hefur ekki orðaforða tU að tjá sig. Það er árangursUtið átak í þágu íslenskunnar ef kraft- urinn og áherslan beinist inn í rangan farveg og menn verði uppteknir af því að slá sig tU riddara á annarra kostnað. íslenskukunnáttan batnar ekki nema menn skUji vandann og efli þá þætti málnotkunarinnar sem lakastir eru. Ritað mál er ekki tiltakanlegt áhyggjuefni, heldur talaða máhð, hið daglega málfar götunnar. Þar er meinsemdin. EUert B. Schram „Svona stríðsleikir eru daglegt brauð í herstöðvum um allan heim án þess að fréttnæmt þyki,“ segir greinar- höfundur m.a. Varalið og varnarlið Það hefur komið mörgum á óvart að það er varalið bandaríska land- hersins sem á að æfa sig hér á landi í júní en ekki fastaherinn. En þetta er einn liður í stefnu Bandaríkja- stjómar að draga úr útgjöldum til landvama með því að nota varalið- ið meira en gert hefur verið síðustu áratugi. Nú stendur fyrir dyrum stórfelid- ur niðurskurður á útgjöldum til hermála í kjölfar gífurlegrar upp- byggingar heraflans á stjómartíma Reagans og ein leiðin til þess er að nota varaliðið. Lækkuö útgjöld Heildarútgjöld Bandaríkjastjóm- ar til hermála eru nú um 300 miilj- arðar doflara og helmingurinn af þessum hundmðum milljóna er kostnaður við laun og uppihald hermanna sem em afls um 2,2 mifljónir. Hermenn í fastahemum hafa um 1000 til 1500 doflara á mán- uði í laun og þar við bætist hús- næðis-, fæðis- ogtryggingakostnaö- ur, auk greiðslna í eftirlaunasjóði og ýmiss konar fríðindi sem her- menn njóta í herþjónustu og að henni lokinni. En þeir sem starfa í varaliðinu fá aðeins um 100 dollara á mánuöi utan þess tíma sem þeir gegna herþjónustu sem er yfirleitt þijár til íjórar vikur á ári. Varaliðið er samsett af mönnum sem margir hafa áður gegnt her- þjónustu og hafa fengið grundvall- arþjálfun. Margir þeirra sem nú era í varaliðinu gegndu herskyldu áöur en hún var afnumin áriö 1973. Síðan þá hafa allir bandarískir her- menn verið atvinnumenn. Aftur á móti er herskráningu enn haldiö áfram svo að taka megi upp her- kvaðningu á ófriðartímum. John Lehman, fyrrum flotamála- ráðherra Reagans, áætlar að með því að efla varahöið og fækka sem því svarar í fastahemum megi lækka útgjöld Bandaríkjastjómar tfl landvama um allt að 10 til 15 prósent sem gæti verið 30 til 45 milljarðar dollara á ári. Það era því engar smáupphæðir sem mundu sparast ef sú stefna yrði ríkjandi að nota varaliðið meira en nú er gert. Hershöfðingjar og skriffinnar í Pentagon vilja að sjálfsögðu ekki svo róttæka breyt- ingu en engu að síður virðist stefna í þá átt að varaliðið verði virkjað meira en hingaö til. Platúnur og divisjónir í íslensku era fá orð og ófullnægj- andi yfir þær hernaðareiningar sem tíðkast í öllum herjum og veld- ur þetta sífelldum misskilningi. Grandvallareiningin í bandaríska landhemum og öðram landheijum kallast á ensku squad, riðill, og í henni era 10 menn. Fjórar slíkar einingar kallast platoon og er ein platúna því 40 menn. Fíórar platún- ur era kompaní eða 160 menn. Fjögur til sex kompaní kaflast battaljón eða 650 til 1000 menn. Þrjár til flmm battaljónir era brig- aða eða 2800 til 5000 menn. Þijár KjaUaxinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður eða fleiri brigöður eru síðan divis- jón, sem stundum er kallaö stór- fylki. Við þetta bætist ýmiss konar lið sem aðstoöar og þjónar þeim sem era undir vopnum þannig að ein divisjón er um 20 þúsund menn. Tvær til þrjár divisjónir eru corps og tvö eöa fleiri corps kallast síðan army. Gráöur og mannvirðingar í hemum fara nákvæmlega eftir því hversu stórri einingu hver foringi má stjórna. Lægstur er staff sergeant, sem sfjórnar squad, þá lst sergeant sem stjórnar platúnu. Þeir eru undir- foringjar en yfirmaður þeirra er liðsforingi, lst lieutenant, sem hef- ur 2nd lieutenant sem fulltrúa sinn, og ræður yfir platúnunni. Kompaní er undir stjóm höfuðsmanns, kap- teins sem hefur lst lieutenant sem fulltrúa sinn. Battaljón er undir stjórn undirofursta, lieutenant col- onel, sem hefur major sem fulltrúa. Brigaða er undir stjóm ofursta col- onel en yfirmaöur hans er brigadi- er general. Divisjón er stjómað af major gen- eral, corps er undir stjóm lieuten- ant general og loks er það general sem stjómar army. Aðeins 12 slíkir fjögurra stjömu generálar eru í bandaríska hemum. Þessar einingar eru í öllum heij- um en ekki alls staðar jafnstórar. Til dæmis era sovéskar divisjónir helmingi fámennari en þær banda- rísku og því villandi að bera saman beint fjölda divisjóna Varsjár- bandalagsins og Nato. Þessi sldpt- ing er aðeins ágrip. í framkvæmd er skiptingin hvergi nærri svona regluleg en hlutfóllin skýra hinar ýmsu gráöur. í flugher og flota eru einingarnar allt aðrar en gráðum- ar samsvarandi. Af þessu má ráða að það herliö, seiii kemur hingað í júní, er tvær battaljónir sem settar eru saman í eina brigööu undir stjóm brigadier generáls í varalið- inu. ÞJálfun og liðsflutningar I fastaher landhers Bandaríkj- anna era nú 18 divisjónir og 10 í viðbót í varaliðinu. Lehman og fleiri halda því fram að þessi fasta- her sé allt of stór og nær væri að snúa hlutfollunum við. Með því til dæmis að fækka um helming í nokkram divisjónum og hafa helm- inginn af hverri einingu varalið mætti viðhalda herstyrknum nær óskertum en spara samt allt að 40 prósent á hverri divisjón og sá spamaður nemur milljörðum. Þetta gera Sovétmenn. Mikill hluti af þeirra landhersstyrk bygg- ist á varaliði. Þegar saman fara pólitískar og efnahagslegar rök- semdir er þess að vænta að breyt- ingar verði gerðar í þessa átt enda þótt yfirherstjórnin sé nú algerlega mótfallin þeim. Bush forseti verður að minnka útgjöld til hermála svo um munar og ef til vill er aukin áhersla á varaliðið skref í þá átt. En hæpið er að tala um þá þjálfun á varaliði, sem nú stendur fyrir dyrum í Keflavík, sem heræfingar og beinlínis villandi að kalla þetta mestu heræfmgar á friðartímum. Þetta er þjálfun en ekki samæfing- ar í liðsskipan sem er sá skilningur sem lagöur er í heræfmgar. Þess konar heræfingar hafa risa- veldin skuldbundiö sig til að til- kynna hvort öðra fyrirfram og þau hafa skipst á liðsforingjum í Evr- ópu til að fylgjast með heræfmgum hvort annars. Það er hlægilegt of- mat á þýðingu þessarar þjálfunar hér á landi að halda að þær skipti sambúð risaveldanna einhverju máli og tala um tímaskekkju í því sambandi. Svona stríðsleikir eru daglegt brauð í herstöðvum um allan heim án þess að fréttnæmt þyki. Nokkur kompaní af léttvopnuðum varaliðs- mönnum í Keflavík halda ekki vöku fyrir Gorbatsjov né heldur er hætta á að bakslag komi í fyrir- hugaöa kjamorkuafvopnun þeirra vegna. - Þvert á móti er þessi æfing vísbending um að varaliði Banda- ríkjanna sé ætlaö meira hlutverk en hingað til í stað fastahersins og þaö er frekar undansláttur en ögr- un. Gunnar Eyþórsson „En hæpið er að tala um þá þjálfun á varaliði, sem nú stendur fyrir dyrum í Keflavík, sem heræfingar og beinlínis villandi að kalla þetta mestu heræfing- ar á friðartímum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.