Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 15
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. 15 Fjölmiðlabylting og fjölmiðlalæsi Sl. flmm ár eða svo hafa ljósvaka- fjölmiðlar og glanstímarit sprottið upp á íslandi eins og gorkúlur á haug. Útþensla og breyting eru orð- in sem lýsa ástandinu á vettvangi fiölmiðla (best. Útvarps- og sjón- varpsstöðvar, ný blöð og tímarit, gamalt blað eða tímarit í nýjum búningi, myndbandstæki og tölvur. Ekkert af þessu þykir lengur í frá- sögur færandi á íslandi. Og ekki er það svo að við höfum verið neitt sérlega fátæk af t.d. dagblöðum. Fjölmiðlar fara yfir á fleiri og fleiri svið. Símtækni gerir sam- skipti gegnum tölvur og síma afar einfold. Hægt er að halda fundi gegnum síma og aðgangur að upp- lýsingabönkum er auðveldur. Eng- inn er óhultur fyrir fjölmiðlum. Blöð og tímarit Uggja frammi víðs vegar. Útvarpið er í gangi hér og þar. Sjálfviljug „hlustum" við á þijár útvarpsstöðvar í einu á með- an við lesum dagblað. Fjölmiðlar eru í brennideph nútímans. Fjölmiðlalæsi Fjölmiðlarnir sjálfir eru býsna meðvitaðir um áhrif sín og ólmast um eins og naut í flagi. Það er afar brýnt að brugðist sé við af okkur KjaUaiinn Ingólfur Á. Jóhannesson, sagnfræðingur, leiðbeinandi kennaranema í Wisconsin- háskóla, Bandaríkjunum skólafólki, þ.e. að við fylgjum eftir því sem er að gerast núna þegar teknar eru ákvarðanir um hvað á að kenna. Hvernig á að fjalla um flölmiðla í skólum? - er grundvall- arspuming. Svarið felst einkum í að leggja áherslu á það sem ég nefni hér fjölmiðlalæsi, þ.e. að kanna hvernig efni fjölmiðla verður til og hvemig við sjálf notum fjölmiðla og efni þeirra okkur til fróðleiks og skemmtunar. Fjölmiðlar sýna okkur flókið samspil veruleika og ímynda. Goð- sögnin um að fjölmiðlar endur- spegli veruleikann er röng, fjöl- miðlar klippa viljandi og óviljandi, einhver ákveður hvaða „fréttum“ eða viðfangSefnum á aö gera skil. Ekki einu sinni „bein“ útsending er óhult. Við sjáum allt saman í gegnum myndavélarauga. Sá/sú sem á myndavélinni heldur ákveð- ur hvert vélinni er beint og mynd- stjómandi velur milli nokkurra véla - allt fer þetta eftir því hvað þeir/þær telja að stöðin þeirra vilji. Fjölmiðlalæsi er forsenda þess að sjá í gegnum boðskap auglýsinga og pólitíska umfjöllun fjölmiðla. Dagblöðin voru t.d. flest nátengd stjómmálaflokkum en á sl. áratug hefur losnað um tengsl blaðanna við stjómmálaflokka og því orðið erfiðara að sjá í gegnum þau. Tengsl fjölmiðla við eigendur inn- flutnings- og sölufyrirtækja er enn- erfiðara að sjá því að það er ekki merkimiði á auglýsingum þeirra sem segir að þau eigi í þessu eöa hinu blaðinu eða útvarpsstöðinni. Fjölmiðlalæsi verður ekki kennt sem einfóld tækni. Kennsla í tækni- hlið fjölmiðla (blaðaskrif og -út- gáfa, útsending útvarps o.s.frv.) er samt afar þýðingarmikil og má ekki slíta hana úr tengslum við fjöl- miðlarýni. Fiölmiðlar eru alls stað- ar og þeim er hægt að gera skil í öllum námsgreinum. Greinarhöf- undur kenndi t.d. valgrein um al- þjóðastjórnmál þar sem nemendur kynntu sér umfjöllun fjölmiðla. Aðrir kennarar hafa kennt nem- endum að nota sjónvarpsmynda- vélar og þar fram eftir götunum. í báðum tilvikum nýtur sín sköpun- argáfa og gagnrýnin hugsun og eykur möguleika á virku lýðræði. Fjölmiðlar og lýðræði Fjölmiðlafræðsla, þar sem nem- endur búa sér til sinn eigin fjölmið- il, gæti verið skref til þátttökulýð- ræðis og sameinað tæknilegu hlið- ina og þá hlið sem snýr að gagn- rýni og greiningu hugmynda. í gamla daga notuöum við skólablöð til að gagnrýna skólayflrvöld. Al- menningsfjölmiðlar geta einnig gert sitt og ýmislegt virðingarvert hefur verið gert í átt til þátttöku almennings, t.d. í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins. Þótt það sé harla lítið lýðræðis- legt við að fá verðlaun fyrir að vera fimmtugasti hringjandi má þó ekki taka slíka iðju sem dæmi um að nútímafjölmiðlar séu forheimsk- andi í eðli sínu. Strangt tekið hafa fjölmiðlar ekkert eðh heldur eru fjölmiðlar það sem eigendur þeirra, starfsfólk og neytendur ákveða í sameiningu. Hefðir ráða miklu um það hvað er ofan á og það er illa farið með góða möguleika ef ráð- andi fjölmiðlun byggist upp á kjaft- æði um mismunandi lélega tónhst eða þegar helsti mismunur út- varpsstöðva er hvort stöðin sphar þrjú, fimm eða tíu lög í syrpu (þess má geta að ein útvarpsstöðin hér í Madison sphar nítján lög í syrpu!). Hugmyndin að baki Rótar er ein- mitt sú að auka þátttökulýðræði, að ahs konar hópar fólks eigi að- gang að útvarpi á svipaðan máta og flestir geta skrifað í blöð. Ingólfur Á. Jóhannesson Svar við kjallaragrein Péturs H. Ólafssonar: Gæðamál lagmetis Pétur H. Ólafsson, fyrrverandi fiskmatsmaður, skrifaði 4. aprh sl. grein í blaðið undir fyrirsögninni „Gæðaslys í útflutningi lagmetis". Þar er vegið að undirrituðum og þeirri stofnun sem hann veitir for- stöðu með þeim hætti að ekki verð- ur undir því setið. Pétur gerir th- raun th að búa th stórkostlegt „gæðaslys" sem byggðist fyrst og fremst á misskilningi milh kaup- enda og seljanda á íslenskri niður- soðinni rækju en hefur ekkert með opinbert gæðaeftirht að gera. Þau sýni, sem stofnuninni bárust af „grænu rækjunni", stóðust lág- markskröfur um heilnæmi og gæði sem söluhæf vara. Ég tel að al- mennt sé vel staðið að opinberu gæðaeftirhti með lagmeti hér á landi þótt ávallt megi eitthvað færa th betri vegar. Þá sýna framleið- endur nú meiri thburði en áður til að treysta eigið gæðaeftirht. Eftirlitsmál Pétur H. Ólafsson virðist ekki gera sér grein fyrir því að virkt gæðaeftirht fer fyrst og fremst fram inni í verksmiðjunum. Opinbert gæðaeftirht með lagmeti hér á landi hefur á undanfomum árum minnkað mjög að umfangi og er fyrst og fremst staðfesting á þeim gæðum sem framleiðandinn er bú- inn að sannreyna sjálfur. Pétri H. Ólafssyni og lesendum th upplýsingar ætla ég að reyna í stuttu máh að gera grein fyrir eftir- htsmálum lagmetisiðnaðarins á ís- landi. Reglugerð um útflutning á fisk- lagmeti gerir ráð fyrir tvenns kon- ar eftirhti: í fyrsta lagi eru lagðar skyldur á herðar verksmiðjunum varðandi húsnæði og búnað og að við þær starfi fagmaður sem ann- ast daglegt gæðaeftirht og ferir niðurstöður th bókar. í öðru lagi er um að ræða opinbert eftiriit en það annast tvær stofnanir, Rann- KjaHarinn Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins sóknastofnun fiskiðnaðarins og Ríkismat sjávarafurða. Fyrrnefnda stofnunin skoðar af- urðir verksmiðjanna og gefur út útflutningsvottorö þar sem ná- kvæmlega er thgreint hvaða próf- anir hafa verið framkvæmdar og hveijar niðurstöðurnar voru. Einnig er gerð grein fyrir því hvaða aðhi tók sýnin sem niðurstaðan byggist á. Ríkismat sjávarafurða gefur út vinnsliheyfi fyrir lagmetis- verksmiðju að minnsta kosti einu sinni á ári, gengur úr skugga um að tæki og búnaður sé í lagi og fylg- ist með því að innra eftirht sé fram- kvæmt og að við verksmiðjuna starfi lögghtur framleiðslustjóri sem ber ábyrgð á gæðum fram- leiðslunnar. Samkvæmt núghdandi reglugerð geta samtök framleiðenda einnig fengið leyfi th að gefa út eigin gæðavottorð að ákveðnum skhyrð- um uppfyhtum og hafa Sölusamtök lagmetisiðnaðarins fengið slíka heimhd enda hafa þeir á að skipa eigin rannsóknarstofu með full- nægjandi búnaði og aðstöðu. Pétur H. Ólafsson gerir mikið úr því í grein sinni að „gæðaákvæði sölu- samninga skuh liggja fyrir skjalfest hjá eftirhtsaðila áður en útflutn- ingsvottorð eru gefin út“ samanber 7. grein lagmetisreglurgerðarinn- ar. Að sjálfsögðu hggja shk gæðaá- kvæði fyrir á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Það sem ég hef gagnrýnt hjá Sölusamtökum lag- metisiðnaðarins og virðist hafa misskihst lijá Pétri H. Ólafssyni er að samtökin skuli ekki skhgreina gæði yfir lágmarksgæðum fari kaupandi ekki fram á það sjálfur. Því gilda í reynd lágmarksgæðaá- kvæði þótt algengt muni vera að munnlegir samningar um gæöi séu fastmælum bundnir mihi kaup- anda og seljanda. Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins vottar gæði út- flutningssýna samkvæmt lögum og reglum svo og þeim gögnum sem fyrir hggja frá útflytjanda eða framleiðanda. Öll varan verður að standast lágmarksgæði svo og önn- ur gæðaákvæði sé þeirra getið í skriflegum sölusamningum. Lág- marksgæði metur stofnunin á eftir- farandi hátt: 1) Varan verður að uppfylla kröfur um öryggisatriði, þ.e. að hún sé unnin úr óskemmdu hráefni, hún sé næganlega vel soð- in eöa rotvarin á annan hátt og að umbúðir séu traustar. 2) Að mat- vælalöggjöf viðkomandi lands sé virt hvað varðar samræmi mhh umbúðamerkinga og innihalds, rotvarnarefna og annarra aukefna, lágmarks suðugildi o.s.frv. 3) Að varan sé almennt boðleg á neyt- endamarkaði og einkennandi fyrir þá vöru sem seld er. Útflutningsvottorð Útflutningsvottorð eru fyrst og fremst staðfesting á því að varan sé örugg, hæf th manneldis og boð- leg sem markaðsvara. Standist hún ekki þessar lágmarkskröfur er eðh gahans metið samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum. Sé gahinn al- varlegur (öryggi eða hráefnis- gæðum ábótavant) er útflutningur bannaður og í flestum tilfehum er varan eyðilögð undir opinberu eft- irliti. Sé um minni háttar galla að ræða er eðli hans skýrt thgreint á útflutningsvottorði. Þá hefur út- flytjandi um það að velja að flytja vöruna út með athugasemd á út- flutningsvottorði eða að endur- flokka hana en sá kosturinn verður eðlilega oftast fyrir vahnu. Leggi útflytjendur.fram gögn um gæðaá- kvæði umfram lágmarksgæði framfylgir stofnunin þeim og gerir athugasemdir standist þau ekki. Að öllu jöfnu annast verksmiðj- urnar sjálfar sýnatöku vegna út- flutningsvottorða því frá og með 18. júlí 1988 var aflögð dagleg sýnataka í verksmiðjunum á vegum Ríkis- mats sjávarafurða. Sýnin voru tek- in af áikveðnum starfsmanni verk- smiðjunnar sem jafnframt var trúnaðarmaður Ríkismatsins. Starfsmenn Ríkismats sjávaraf- urða koma nú í verksmiðjumar öðru hvoru, venjulega að beiðni Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, og taka sýni sem hluta af opin- beru gæðaeftirliti. Þannig hefur meiri ábyrgð verið færð yfir á framleiðendur enda eru það fyrst og fremst þeir sjálfir sem gjalda fyrir ef mistök veröa. Lykilhnn að gæðum framleiðslunnar er því í höndum framleiðenda sjálfra. Sá tími er hðinn að „alsjáandi auga ríkisvaldsins" vaki yfir þessum mönnum eins og Pétur H. Ólafsson virðist halda. Slíkt nægði ekki í hans tíð th að tryggja gæði þeirrar Nígeríuskreiðar sem hann hafði um tíma eftirht með, jafnvel þótt hver einasti fiskur væri metinn, og þaö tryggir heldur ekki gæðin í lag- metisiðnaðinum. Að hrópa á meira og öflugra5 ríkiseftirht er tíma- skekkja að mínum dómi. Framleið- andinn einn verður að bera ábyrgð á sinni framleiðslu. Ég læt fylgja hér með niðurstöður gæðamats Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á niðursoðinni rækju fyrir árið 1988. Taka ber fram að hér er um að ræða niður- stöður fyrir margar verksmiðjur. Af 764 framleiðsludögum var 10 hafnað vegna alvarlegra galla, en 57 fengu athugasemdir vegna minni háttar gaha. Rækja með al- varlega gaha er undir innsigh og verður eyðhögð takist ekki að end- urflokka hana á fuhnægjandi hátt. Það verður hver að meta fyrir sig, þó einkum lagmetisframleið- endur, hvort ofangreindar upplýs- ingar beri vott um nægjanlega góð- an árangur. Þeir hafa a.m.k. verk að vinna við að fækka göhum og færa framleiðsluna th betri vegar, enda munu þeir gera það. Þá veit ég að þeir munu í framtíðinni skh- greina gæðin betur í sölusamning- um, þó ekki sé nema th þess aö bæya frá æsingum og rógburði af því tagi sem grein Péturs felur í sér. Grímur Valdimarsson „Leggi útflytjendur fram gögn um gæðaákvæði umfram lágmarksgæði framfylgir stofnunin þeim og gerir at- hugasemdir standist þau ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.