Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Page 25
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. 33 Sviðsljós Ólyginn sagði Cybill Shepherd hefur útilokað mann sinn frá upptökustað Moonlighting þátt- anna sem hún leikur í. Ástæðan er sú að þau hjónin standa nú í skilnaði og beijast um forræði bamanna. Cybill og eiginmaður- inn, Bruce Oppenheim, eiga tvö ung böm, tvíburana Ariel og Zack, og vilja bæði fá forræði. Cybill hefur látið þau boð út ganga að ef Oppenheim láti sér ekki segjast og reyni að fá aðgang að bömunum að henni forspurðri skuh henda honum út með það sama. Stefanía Móna- kóprinsessa hefur samþykkt að koma fram í fjórum til sex þáttum Dallas, hinum vinsæla framhaldsþætti. Prinsessan mun leika vellauðuga prinsessu (hvað annað) sem verð- ur ástfangin af Bobby Ewing. Ætlunin er að þau skötuhjú eigi í ástarsambandi og reyni í sam- einingu aö koma J.R. Ewing á kné. Framleiðendur vonast til að með því að hafa alvöru prinsessu í þáttunum aukist vinsældir þeirra. Stefanía sjálf fær hátt í þrjár milljónir króna fyrir hvem þátt, ekki amalegt það. Roseanne Barr - hin íturvaxna leikkona úr gamanþáttimum Roseanne - hef- ur aldrei legið á meiningu sinni. Fyrr á árinu rak hún einn fram- leiðanda þáttanna vegna „sam- skiptaörðugleika" og nú nýverið fékk leikstjórinn, Ellen Falcon, að fjúka. Að sögn kunnugra hefur frægðin stigið Roseanne til höf- uðs og vill hún fá að ráða í einu og öllu. Framleiðendur og leik- stjórar þora vart að mótmæla henni því þeir gætu hreinlega misst starfið. Konur í upphlutum sem Snorri saumaði. DV-mynd Sigrún Egilsstaöir: Verkin lofa meistarann íslenska óperan: Brúðkaup Fígarós íslenska óperan frumsýndi Brúð- kaup Fígarós eftir Wolfgang Amad- eus Mozart um síðustu helgi. Það er vel við hæfi að halda upp á 16. verk- efni óperunnar og tíunda starfsár hennar með þessu verki en Brúð- kaup Fígarós er hin fyrsta af fjórum stærstu og þekktustu óperum Moz- arts. Var hún fiumsýnd í Vínarborg árið 1786 við góðar undirtektir. Flutningur íslensku ópenmnar tókst í alla staði vel og tóku frumsýn- ingargestir verkinu með virktum. Um uppfærsluna á þessu verki sá Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og er það ein rósin enn í hnappagat hennar. Aðalhlutverkin voru í höndum fimm afburða söngvara, þeirra Krist- ins Sigmundssonar, Ólafar Kolbrún- ar Harðardóttur, Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur, John Speight og Hrafnhildar Guðmundsdóttur. Auk þeirra tóku fjölmargir aðrir þátt í sýningunni. Frumsýningargestir tóku frumflutningi íslensku óperunnar á brúðkaupi Fígarós vel. Á myndinni eru Ragnar Stein- arsson tannlæknir ásamt eiginkonu sinni, Emilíu Sigmarsdóttur, og hjónin Þórður Pálsson bóndi og Ágústa Þor- kelsdóttir frá Refsstað. DV-myndirGVA Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstoðum; Nýlega er látinn Snorri Gunnars- son á Egilsstöðum í Fljótsdal, rúm- lega áttræður að aldri. Jarðarfór hans var gerð frá Valþjófsstað laug- ardaginn 18. mars. Snorri var ágætur smiður og stundaði smíðar, lengst af á Jökuldal og í Fljótsdal. Þekktast- m- var hann þó fyrir sauma sína. Hann saumaði fiölmarga þjóðbún- inga á konur um Hérað og víðar á Austurlandi. Við útfór hans klædd- ust margar konur upphlutum sem hann hafði saumað og sex af þeim báru kistu hans úr kirkju. Fjöldi manns var við útforina og var hún sérstaklega virðuleg. Sóknarprestur, séra Bjami Guðjónsson, jarðsöng. Jeppi Ljónsstaðabræöra i öllu sínu veldi og við hlið hans venjulegur bill. DV-mynd Kristján Búningarnir í Brúðkaupi Fígarós settu punktinn yfir i-ið í uppfærslu íslensku óperunnar. Ekki var þó allt- af auðvelt aö klæðast þeim eins og Hrönn Hafliðadóttir fékk að reyna. Fjallabíll í Flóanum: Tætt á torfæru- túttum Að mörgu ber að hyggja fyrir frumsýningu óperu á borð við Brúðkaup Fíga- rós. Á myndinni eru leikstjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir, og búningahönnuð- urinn, Alexander Vasiliev, að virða fyrir sér lokaundirbúninginn. Knstján Einarssan, DV, SeHossi: Þegar fannfergið er eins mikið og verið hefur í vetur er eins og jeppa- bílar spretti úr hverjum skafli. Að minnsta kosti er betur tekið eftir þeim í tíð sem þessari. Ekki er nóg að vera á venjulegum jeppa, það verður að breyta tækinu aðeins til að það sé nothæft við íslenskar að- stæður. Á þeirri skoðun eru bræð- umir Ólafur og Tyrfmgur Leóssynir frá Ljónsstöðum í Flóa enda hafa þeir atvinnu af því að breyta og end- urbæta torfæratæki af ýmsum gerð- um. Auðvitað eiga þeir endurbættan jeppa, LandCruiserinn þeirra fékk heldur betur uþplyftingu áður en hann var talinn hæfur til átaka. Ofan á vélina var sett túrbína til að auka vélarkraftinn, fiaðrir settar upp á hásingar, khppt var úr brettum og gríðarleg dekk prýða tækið. Bræð- umir urðu að lækka drifhlutfallið efdr að þessi stóra dekk, 44"X18 -5"X15", komu undir. Loftlæsingar era á báðum drifum og þarf aðeins að ýta á takka inni í bílnum til að læsa drifum þegar stórátök era fram- undan. Fullkominn fiarskiptabúnað- ur er í bílnum. Auk venjulegrar miðstöðvar er í bílnum öflug olíumiðstöð, staðsett í vélarsalnum, til upphitunar þegar gist er í bílnum. Hún eyðir 7 lítrum af eldsneyti á sólarhring. Aðalljós kvikna þegar rafall framleiðir raf- magn og slokkna þegar tekið er í handbremsuna. Viðar Gunnarsson er hér snyrtur og snurfusaöur áður en frumsýning hefst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.