Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. Fréttir Tilboð í eigur Sæbliks: Verið að semja við kaupendur „Þaö eru komin viðunandi tilboð í rækjuvinnsluna og verbúðina og við erum þegar gengin tíl samninga við þann aðila,“ sagði Örlygur Hnefill Jónsson, bústjóri þrotabús fyrirtæk- isins Sæbliks hf. á Kópaskeri, í við- tali við DV. „Jafnframt eru komin nokkur tilboð í bát þrötabúsins og verið er að semja við einn af þeim sem gert hafa tilboð í hann.“ Tilboðið í<rækjuvinnslu og verbúð Sæbliks er komið frá nýju hlutafélagi sem stofnað var af einstaklingum og fyrirtækjum á Kópaskeri og Raufar- höfn. Fyrirtækið heitir Gefla hf. en nafn sitt dregur það af fjalli sem er mitt á milli staðanna tveggja, Kópa- skers og Raufarhafnar. Stærsti hluthafi í þessu nýja fyrir- tæki er Jökull hf. á Raufarhöfn. Nokkrir hluthafa eru þeir sömu og voru í Sæbliki hf. en eignarhlutur þeirra mun vera óverulegur. Að sögn Örlygs Hnefils Jónssonar kemur til með að skorta nokkuð upp á að allir kröfuhafar í þrotabú Sæ- bliks fái sitt. Ekki vildi hann þó nefna tölur í því sambandi enda væri ekki búið að selja allar eigur þrotabúsins þótt þær stærstu væru að seljast. Ingunn Stefanía Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps, sem Kópa- sker tilheyrir, sagði í viðtali við DV að staða sveitarsjóðs þar væri erfið vegna Sæbliksmálsins. Hins vegar yrði ekki ljóst hversu erfið fyrr en eigur þrotabúsins hefðu verið seldar. „Staða okkar er í lagi að öllu öðru leyti,“ sagði Ingunn, „enda fórum við strax að draga saman seglin. Við höfum til dæmis sagt úpp bæði verk- stjóra sveitarfélagsins og iðnráðu- nautar og reynt að spara eins og við höfum getað.“ -HV Ámeshreppur: Bara slindrur í grásleppunni Regina Thorarensen, DV, Gjögri; Grásleppuveiðin brást alveg á þessu vori vegna ótíðar en undan- fama daga hefur verið hægt að leggja net og vitja um einstöku sinnum. Veiði hefur verið sæmileg og em menn búnir að fá í nokkrar tunnur á Gjögri. Grásleppuveiðin á Strönd- um er mest frá 20. mars til 14. maí. Þá jafnar grásleppan sig upp með einn lítra af hrognum en eftir 14. maí minnka hrognin, þá eru þetta bara shndmr því grásleppan er búin að hrygna. Heilsufar er gott í Ámeshreppi, þar aUir glaðir og hressir, léttir í lund og lofa hverja gleðistund. Þar íþyngir þunglyndi ekki fólki þrátt fyrir rysj- ótta tíð, eins og oft vill verða í streitu þéttbýhsins. 5 íslenskar konur neyðast til að horfast í dag, á alþjóðlegum tóbaksvarnadegi í augu við þá staðreynd að þær eru sem sérstaklega er helgaður baráttunni farnar að reykja jafnmikið og karlar. gegn reykingum kvenna, eru allar konur Þetta er vafasöm upphefð þegar litið er sem reykja hvattar til að hugleiða þá til alls þess tjóns og ama sem reykingar ábyrgð sem þær bera á börnum sínum, valda. En það rofar til: undanfarin ár umhverfinu og eigin velferð - og velta hefur dregið úr reykingum, bæði hjá því fyrir sér í alvöru hvort ekki sé konum og körlum. kominn tími til að hætta að reykja. KrabbameinsfélagiÖ § TOBAKSVARNANEFND 19 Alþjóða heilbrigðismálastofnunin Keflavík - Amsterdam - SYDNEY Auðvelt og þœgilegt með Arnarflugl og KLM ■ Kynntu þér sérfargjöldln okkar AUK/SlA k99-57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.