Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. MAl 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Timburmennirnir Bandalag opinberra starfsmanna hefur fengiö eftir- þanka. Þaö er aö renna upp fyrir forystu bandalagsins aö samningarnir eru sýnd veiöi en ekki gefin. í álykt- un, sem BSRB hefur sent frá sér, er ríkisstjórnin vöruö við afleiðingum verðhækkana og því haldiö fram að rík- isstjórnin virðist ekki taka nýgeröa kjarasamninga nægilega alvarlega. Tíöar verðhækkanir, gengisbreyt- ingar og skattahækkanir rýra kaupmáttinn jafnt og þétt og opinberir starfsmenn minna á að í samningunum sé gert ráö fyrir aö launamál opinberra starfsmanna taki miö af verðlagsþróun og samningar séu allir til endurskoöunar ef mál fara úr böndum. Þaö kemur ekki á óvart þótt BSRB bregðist viö með þessum hætti. Blekið er vart þornað á undirskriftum samninganna en veröhækkanir dynja yfir og kaup- mátturinn rýrnar. Opinberir starfsmenn hljóta sömu- leiöis aö naga sig í handarbökin þegar þeir sjá samn- inga við háskólamenntaða starfsbræður sína sem sömdu með allt öörum og ólíkum hætti en bandalagið. Meðan opinberir starfsmenn fengu fasta krónutöluhækkun var samið um prósentuhækkun á alla línuna hjá háskóla- mönnum. Þeir samningar eru bein ögrun gagnvart opin- berum starfsmönnum og þvert á þá stefnu sem fjármála- ráöherra þóttist vera aö marka þegar hann gekk til samninga viö BSRB. Það er öllum ljóst nema þá kannske viðsemjendunum sjálfum aö þeir samningar, sem gerðir hafa veriö í landinu aö undanfomu, em langt umfram skynsamleg mörk. Hvorki ríkissjóður né heldur atvinnureksturinn hafa efni á þessum samningum. Og er þá ekki verið aö efast um að launafólk hafi þurft á þessari hækkun að halda. Samningar ríkisins viö opinbera starfsmenn mddu brautina, opnuöu flóðgáttina, og þeir vom örlát eftirgjöf af hálfu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinn- ar. Allir sáu aö þetta gekk aldrei upp, samningamir spengdu rammann, settu ríkissjóð úr skorðum, shguðu fyrirtækin og buðu verðhækkunum og skattahækkun- um heim. Nú em timburmennimir að koma fram. Fylhríið er að segja th sín. Þetta gátu menn sagt sér. Einhvers stað- ar verður að taka peningana og auðvitað fylgja verð- hækkanir í kjölfarið á umtalsverðri launahækkun í landinu. Lögmál efnahagshfsins breytast ekki við það að Ögmundur tekur við stjórnvelinum hjá BSRB. Það spretta ekki peningar í ríkissjóði þótt Ólafur Ragnar gerist úármálaráðherra. Gengisbreytingar verða óhjá- kvæmilegar þegar fiskvinnslunni er gert að greiða laun sem bætast við tap fiskvinnslunnar. Aht þetta mátti sjá fyrir og nú, þegar opinberir starfs- menn kvarta undan rýmandi kaupmætti og svikum á samningum, em þeir í rauninni að súpa seyðið af eigin kröfugerð. Þeir em að taka við afleiðingunum af eigin verkum. Það má auðvitað skamma ríkisstjómina fyrir ábyrgðarleysi í kjarasamningunum. Þá má kasta öhum syndum á bak við sig. En ásakanimar verður forysta opinberra starfsmanna að skrifa að hluta til á eigin reikning. Hún getur varla verið shkt barn að halda að kaupmáttur verði tryggður þegar þjóðfélagið gengur í gegnum kohsteypu eins og þær launahækkanir sem átt hafa sér stað. Áhyggjur BSRB em skiljanlegar. En þær em sjálf- skaparvíti, timburmenn sem vom fyrirsjáanlegir. Sér grefur gröf þótt grafi. EUert B. Schram Allt er breytingum háð og enginn þarf að láta sér detta í hug að ver- öldin standi óbreytt, ekki einu sinni æviskeið. Spurningin er hins vegar sú hvaða breytingar eru æskilegar fyrir eina þjóð og hveijar eru það ekki? Þjóðarrembingur? Við sem erum af þessari „68- kynslóð" munum vel eftir því hvernig reynt var að gera lítið úr eða nema burt öll helstu gildi mannlegs samfélags, s.s. fjölskyld- una, hjónabandiö og hina kristnu trú. Sem betur fer er fjölskyldan í ís- lensku þjóðfélagi svo sterk að hún hefur að mestu leyti staðið þetta af sér. Það er víst upp og ofan meö hjónabandið, eins og allir þekkja, en stjömudýrkun, austurlandatrú- boð og austurlandaheimspeki hef- ur því miður víða komið í stað hinnar kristnu trúar þó að hún eigi að vísu ennþá sterka málsvara sem því miður koma sjaldnast úr röðum þjóðkirkjupresta. Svo var það eitt orð sem „68- kynslóðin“ uppgötvaði en það var þjóðarrembingur og nú má varla dásama neitt sem íslenskt er utan íslenska framleiðslu, þ.e. eitthvað sem hægt er að selja og þá helst erlendis, án þess að það sé nefnt þjóðarrembingur með tilheyrandi hæðnishlátri. Hvaða vígi á þjóðin þá eftir til að veija fyrir ásókn er- lendra afla þegar ekkert er lengur mikilvægt, enda virðist þar með Margrét Tatcher, forsætisráðherra Breta. - Hún hefur átt í harkalegum deilum við aðalumboðsmann Evrópubandalagsins, segir greinarhöfund- ur. Hvert stefnir íslensk þjóð? vera búið að undirbúa grundvöll- inn vel fyrir það sem koma skal. Ýmislegt við EB að athuga Nú er umræðan um Evrópu- bandalagið í algleymingi. Stjóm- málamenn segja: „Við eigum ekki að ganga í Evrópubandalagið að svo stöddu, aðeins að fylgjast vel með og aðlaga okkur öllum þess viðskiptaháttum." EB-menn þykj- ast ekki þurfa eða kæra sig neitt um fiskimiðin okkar, allt er bara á umræðustigi, ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Þeir em eins og góðir laxveiði- menn, bara að þreyta laxinn, þar til hann er snögglega dreginn á þurrt land. Ef við lítum líka á landbúnaðinn, sem ætíð hefur verið tahnn kjöl- festa hverrar þjóðar, má lika sjá undirbúninginn þar í verki og á ég þar við hinn stórfellda niðurskurð og tal um innflutning þessara vara í staðinn. Ég held að hin yfirborðslega og stofnanamálfarslega umræða, sem hér hefur átt sér stað um Evrópu- bandalagið að undanfömu, sé vel til þess fallin að blekkja og koma upp áhugaleysi almennings fyrir þessu annars mikilvæga máli. Ég tel að við ættum nú þegar og á þess- ari stimdu að kynna okkur vel reynslu Breta af Evrópubandalag- inu þennan stutta tíma sem þeir hafa verið aðilar að því. Ýmislegt hefur komiö í ljós sem ekki var gert ráð fyrir, má þar t.d. nefna stórkostleg fjársvik, sem tal- in eru nema allt að 6 milljörðum sterlingspunda. í dagblaðinu Times 7. febr. sl. er fjallað um þetta mál og þar er því lýst m.a. hvemig útflutningur landbúnaðarafurða hefur verið settur á sviö og skjöl fólsuð til þess að komast yfir niðurgreiðslur, eft- irlit með útflutningi þessum er í lágmarki og óttast er að fé þetta hafi mnnið til samtaka eins og IRA eða jafnvel Mafíunnar. Komið hef- ur í Ijós að einungis 1% af öllum nautakjötsfórmum frá Bretlandi, írlandi, Vestur-Þýskalandi og Frakklandi em athuguö. Kjallariim Margrét Eggertsdóttir húsmóðir og kaupmaður Mjög em nú skiptar skoðanir um Evrópubandalagið í Bretlandi og hefur andstaðan við það jafnvel aukist á síöustu mánuðum, en á þeim tíma hefur Margrét Tatcher, forsætisráðherra Breta, átt í harka- legum deilum viö aðalumboðs- mann Evrópubandalagsins, M. Jaques Delors. Það má hka geta þess að nýlega hafa heyrst efasemdarraddir frá V-Þýskalandi um ágæti þessarar hörðu stefnu Evrópubandalags- forkólfa. Má þar nefna iðnjöfurinn dr. Karlheinz Kaske (Siemens), sem telur rétt að ahar þessar breyt- ingar gangi mjög hægt fyrir sig, þykja skoðanir hans mjög í sam- ræmi viö skoðanir Tatcher, sem fram komu í ræðu hennar í Brugge. (Times 19. apríl 1989). Það er áreiðanlega margt fleira að athuga í sambandi við EB fyrir okkar þjóð. Það var athyglisvert að heyra útvarpsviðtal um daginn við þau Kjartan Jóhannsson og Ragnhildi Helgadóttur um menn- ingarmál innan Evrópubandalags- ins, en þar kom m.a. fram að þegar væri orðið erfitt fyrir námsmenn utan þjóða Evrópubandalagsins að komast að viö háskóla innan þess því að háskólamir yrðu að láta stúdenta bandalagsþjóðanna ganga fyrir. Eins var útvarpsfrétt nú nýlega þess efnis að þeir sem vildu gerast starfsmenn Evrópubandalagsins yrðu að þreyta inntökupróf en svo virtist sem þjóðemi skipti máh hvort fólkið næði prófinu því að rómönsku þjóðimar næðu þar miklu betri árangri en hinar. Ekki hef ég samt trú á að þeir mennti sitt fólk betur en t.d. Danir eða Þjóðverjar. Það er engu líkara en hið foma rómverska heimsveldi sé að vakna upp á nýjan leik, en segja má aö sótt sé að á tvennum vett- vangi, hinum efnalega og hinum andlega. Aht á þetta að gerast á hinn ljúfasta máta, með samning- um og sameiningu, samhygð, sam- úð og sam-ég-veit-ekki-hvað. Páfinn og góðmennskan Og nú eigum við von á páfanum í Róm. Hvað er hann að vilja hing- að? Það eru ekki mörg ár síðan Rómarkirkjan vildi ekkert með mótmælendur hafa að gera, kallaði þá villutrúarmenn. Enginn hefur neitt við þetta að athuga því að all- ir vilja vera svo góðir og samvinnu- þýðir. Svo ætla menn að taka þátt í samkirkjulegri athöfn á Þingvöll- um og enginn hefur neitt við stað- arvahö að athuga. - Hvemig skyldu landvættirnar bregðast við? Já, það vakna margar spurning- ar, en ég vil bara benda fólki á að hta í hina helgu bók og lesa í Opin- berunarbókinni 22. kafla, 8.-9. vers áður en það fer til þess aö horfa á páfann lúta jörðinni í stað þess að fóma höndum til himins. Margrét Eggertsdóttir | „Eg tel aö viö ættum nú þegar og á þessari stundu að kynna okkur vel reynslu Breta af Evrópubandalaginu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.