Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989. 33 íþróttir Frétta- stúfar Tvelr Júggar I! I Metz Tveir Júgóslavar I I hafa nú gert samning | /r m | við knattspymuliöið Metz í Frakklandi. Þeir léku áöur raeð Partizan Belgrad, frægasta félagsliði Júgóslavíu. Leikmennimir, sem heita Dragoslav Bmovic, 26 ára, og Nebosja Vucicevic, 27 ára, hafa gert samning til þriggja ára. Sá fyrrtaldi er leiksíjórnandi en sá síðartaldi er framherji. Snurða hlaupin á þráðinn hjá Johnston Bftir því sem heim- Udir herma hefur nú //» hlaupið snurða á þráöinn í skiptiun knattspymumannsins Mo Johnston við félagið Celtic í Skotlandi. Ráða mátti af skoskum ftöl- miðlum fyrr í vor að Johnston, sem hefúr skoraö gríðarlega mikið með skoska landsliðinu í forkeppni heimsmeistara- mótsins, hefði gert samning við Celtic í vor. Nú hafa hins vegar þær fregnir borist frá Frakk- landi að Johnston hafi ekki hug á að snúa aftur til Skotlands. „Milligöngumaður Johnsto- nes hafði samband við mig í morgun og kvað hann John- stone ekki hafa skrifað undir neitt hjá Celtic,'' segir Bud- zinski, einn ráöamanna Nantes í Frakklandi. „Við höfum nú þegar tekiö við fé frá Celöc en erum reiðu- búnir aö greiða það til baka ef Mo vill ekki skipta. Ástæöuna fyrir því að málum er nú svo komiö vitum við ekki." Flest bendir nú til aö Mo leUii með Nantes fram í júní á næsta ári. Tveif skæðir hverfa á braut úr franska boltanum .... Frönsku knatt- spymusnillingamir /?« Dominique Rochete- au og Maxime Bossis segja skilið við íþrótt sína í dag. Félög þessara tveggja, Toulo- use og Matra Radng Paris, eig- ast viö í lokaumferö frönsku knattspymunnar f dag. „Ég vissi í upphafi þessa tímabUs aö það yröi mitt síð- asta. En ég er ekki dapur því ég held áfram aö leika mér tU gamans," segir landsliðsmað-' urinn Rocheteau. Báöir þessir leikmenn voru buröarásar i liði þvi sem Mic- hel Platini, einn mesti snilling- ur knattspymunnar, leiddi til sigurs í Evrópumóti landsliða árið 1984. Bossis, sem er 34 ára, hefur leikið 76 landsleiki. Hann hefur verið lungann úr ferli sínum hjá Nantes. Rocheteau, einn allra skæöasti framherji í franskri knattspyrnu, lék hins vegar 49 sinnum í herkiæðum franska landsliðsins. Hann Iék lengst af meö Toulouse og Paris Saint-Germain. England vann Rous , England varð í gær- kvöldi sigurvegari í /? • keppninni um Rous- bikarinn í knatt- spymu þegar Skotland vann Chile, 2-0, á Hampden Park í Glasgow. England fékk 3 stig í keppninni, Skotland 2 og ChUe l stig. Þaö vom Alan Mclnally og Murdo McLeod sem gerðu mörk Skota í gærkvöldL • Wrexham og Ortent gerðu markalaust jafntefli í gær- kvöldi, í fyrri úrslitaleik sfnum um sæti í 3. deUd ensku knatt- spyraunnar. íslendlngar leika við Sovétmenn í dag 1 forkeppni HM: Erfiðasti í riðlinum - segir Ásgeir um leikinn við Sovétmenn í dag „Ég tel að þetta verði mjög erfiður leikur og sennUega sá erfiðasti sem íslendingar leika í riðlinum. Það er því ekki hægt aö búast við miklu af liði okkar að þessu sinni. Ég á ekki von á því að Rússamir vanmeti ís- lendinga, þeir hafa í tvígang misst stig gegn okkur á síðustu árum og taka því leikinn mjög alvarlega. Hann verður fyrir bragðið margfalt erfiðari íslenska liðinu.“ Þetta sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsmaður í knattspymu, við DV í gær. Ásgeir var þá í Vestur-Þýskalandi en hann átti ekki heimangengt í leik- inn gegn Sovétmönnum í dag. Ásgeir hefur strítt við meiðsli síðustu dægr- in á ökkla og er nú í hléi frá æfingum með félagi sínu vegna meiðslanna. Engir möguleikar með eðlilegum fótboita „Ég sá leik Sovétmanna gegn A- Þjóðverjum á dögunum og þá virtust þeir gríðarlega sterkir," hélt Ásgeir áfram í samtalinu við blaöið. „Ég tel mikilvægt að halda í við þá í fyrri hálfleik en í honum léku Rúss- arnir ótnilega vel gegn Austur-Þjóð- verjum. íslenska liðið verður að spOa mjög öruggan vamarleik og beita skyndisóknum. Mikilvægt að loka svæðunum frá vörn að miöjunni svo að Rússunum opnist ekki leið aö ís- lenska markinu. Ef við förum að leika eðlilegan fótbolta gegn Sovét- mönnum á þeirra heimavelli þá eig- um við enga möguleika á hagstæðum úrslitum," sagði Ásgeir. „Ég hugsa að fá lið í Evrópu ráði yfir jafngóöum leikmönnum og rúss- neska liðiö,“ hélt landsliðsmaðurinn áfram, aðspurður um meginstyrk sovéska bjarnarins. Hvergi veikur hlekkur „Það er hvergi veikur hlekkur í þessu liði þeirra og allir einstakling- ar era toppmenn á evrópskan mæli- kvarða. Það má þó benda á að leik- menn liðsins keyra sig á stundum of mikið út í sumum leikja sinna og það kemur þá niður á spili liðsins í heild í þeim næsta á eftir.“ „Helstu kostir íslenska liðsins em hins vegar þeir baráttusömu leik- menn sem í því spila. Það er einmitt þessi barátta, og raunar hún ein, sem getur haldið okkur á floti í Moskvu." - Telur þú að íslenska liðið eigi enn möguleika á að ná langt í þessari keppni? Möguleikar litlir en þó fyrir hendi „Já, það held ég. Þótt við töpum í Moskvu þá höfum viö ekki tapaö nema sex stigum í forkeppninni. Við eigum þá þijá heimaleiki eftir og það er ipjög gott ef við vinnum þá leiki. Það er þó hreint ekki sagt að við vinnum alla heimaleikina þótt völlur okkar sé mjög sterkur. Það er einnig spurning hvað 8 stig koma okkur langt. Ef við lítum raunsæjum aug- um á möguleika okkar á að komast til Ítalíu þá ættu þeir að teljast mjög litlir en þó fyrir hendi. Ég held við ættum bara að bíða og sjá hvernig málin þróast. Ef íslenska liðið þarf ekki að leika undir pressu og miklum kröfum þá er auðveldara að leika og þá gæti árangurinn skilað sér,“ sagði Ásgeir. -JÖG Víðir slapp í vftakeppni - en Einherjar féllu úr bikarkeppninni á Seyöisfíröi Víðismenn vom hætt komnir í gærkvöldi þegar þeir mættu 4. deild- arliði Snæfells frá Stykkishólmi í 1. umferð bikarkeppni KSÍ. Leikið var í Garðinum, og hvorugt lið náði aö skora í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Eftir framlengda víta- spymukeppni vann Víðir loks sigur, 5-4, og það var Gísli Heiðarsson sem tryggði 2. deildar liðinu sæti í 2. umferð með því að veija vitaspymu frá Gunnari Ragnarssyni. # Annað lið úr 2. deild, Einheiji frá Vopnaflrði, lenti einnig í vítakeppni, og fór flatt á henni. Það var gegn 3. deildar liði Hugins á Seyðisfirði, en liðin vom jöfn eftir framlengingu, 2-2. Birgir Guðmundsson og Kári Hrafnkelsson skoruðu fyrir Hugin en Njáll Eiðsson og Hallgrímur Guð- mundsson fyrir Einherja. Huginn tryggði sér síðan sigur í vítaspymu- keppninni, 8-7. e Hafnir, sem leika í 4. deild, unnu góðan sigur á 3. deildar liöi Aftureld- ingar, 3-1. Þórir Eiríksson, Heiðar Reynisson og Helgi Sigurbjömsson skoruðu fyrir Hafnir en Örn Guð- mundsson fyrir Aftureldingu. e Annað 3. deildar lið féll fyrir 4. deildar liöi þegar Höttur sigraði Val, ReyðarfLrði, 3-2," á Egilsstöðum. Guttormur Pálsson skoraði 2 mörk og Jóhann Sigurðsson eitt fyrir Hött en Aöalsteinn Böðvarsson og Lúðvík Vignisson skoruðu fyrir Val. Árni Jónsson hjá Hetti fékk rauða spjaldið í leiknum. e Ægir tapaði, 0-2, fyrir Njarðvík í Þorlákshöfn. Guðjón Hilmarsson og Rúnar Jónsson gerðu mörkin. e Emir töpuðu, 0-1, fyrir Augna- bliki í hörkuleik á Selfossi. Sigur- mark Kópavogsliðsins skoraði Þor- valdur Jensen. # Skallagrímur úr 4. deild veitti Breiðabliki harða keppni í Borgar- nesi en tapaði 1-2. Sigurður Hall- dórsson kom Blikum yfir.en Valdi- mar Sigurðsson jafnaði fyrir Skalla- grím. Jón Þórir Jónsson skoraöi síð- an sigurmark Breiðabliks. e Völsungur vann Magna, 1-0, í bamingsleik á mölinni á Húsavík. Skúli Hallgrímsson skoraði sigur- mark Húsvíkinga. e KS vann Dalvík, 5-1, á Siglu- firði, og voru öll mörkin gerð á 20 mínútna kafla, sitt hvoru megin við leikhlé, en staðan var 4-0 í hálfleik. Hlynur Eiríksson skoraði 3 marka KS og Hafþór Kolbeinsson 2 en Guð- jón Antoníusson svaraði fyrir Dalvók úr vítaspyrnu. e Leiftur vann Reyni frá Árskógs- strönd með nokkrum erfiðleikum, 1-0, á Ólafsfirði. Hafsteinn Jakobs- son gerði sigurmarkið með glæsileg- um skalla mínútu fyrir leikhlé. e Leiknir sigraði Sindra frá Homafirði, 2-0, á Fáskrúösfirði. Bergþór Friðriksson og Helgi Inga- son gerðu mörk heimamanna. e Leik Hvatar og Tindastóls, sem fram átti að fara á Blönduósi, var frestað þar sem Eyjólfur Sverrisson, sóknarmaður úr Tindastóli, var aö spila með 21-árs landsliðinu gegn Vestur-Þjóðveijum. -ÆMK/MJ/SH/JS/KH/KB/VS HM í badimnton í Indónesíu: Broddi léttist um 5kg og Þórdís iék „undan vindi“ Einstaklingskeppni heimsmeist- arakeppninnar í badminton hófst í gær í Indónesíu. Tveir íslenskir keppendur taka þátt í mótinu, þau Þórdís Edwald og Broddi Kristjáns- son. Aðstæður em vægast sagt frum- legar í Indónesíu. Mikil maga- kveisa hefúr skotið uppkollinum og í slensku keppendumir hafa ektó fariö varhluta af henni. Þá er ekk- ert þak á íþróttahöllinni þar sem keppnin fer fram og því er oft mik- illvindur inn í höllinni. I fyrstu umferð í einliöaleik karla var lítið um óvænt úrsiil Þó tapaði hinn þekkti danstó badmintonleik- ari, Jens Peter Nierhoff, fyrir hol- lenskum keppanda, 6-15 og 11-15. Magakveisan hefur þar örugglega haft sitt aö segja en Niertioff hefúr eins og margir aðrir Evrópubúar farið illa út úr henni Broddi Kri9tjánsson iék 1 fyrstu umferðinni gegn Foo Kok Keong frá Malasíu og tapaöi 4-15 og 4-15. „Ég var mjög siappur í þessum leik og get leitóö rnvrn betur en ég gerði. En það var kannski ekki hægt að búast viö betri árangri þar sem ég hef verið mjög slæmur í maganum. Ég léttist um 5 kíló sama dag og ég lék gegn Malasíumanninum. Þá er hitinn hér óbærilegur en hann er iðulega í kringum 40 stig,“ sagði Broddi í samtali við DV í gær. • Þórdís sat yfir f fyrstu umferð en spilaði gegn Susi Susanti, frá Indónesíu, í annarri umferð. Susi | þessi er nánast þjóðhetja í Indónes- íu eftir frábæra frammistöðu í | landsliöakeppninni í upphafi móts- ins. Er skemmst frá því aö segja I aö Þórdís át±tí miklum erfiðleikum meö þessa mjöllu badmintonkonu og tapaði 2-11 og 2-11. „Ég fann mig ágætlega í þessum leik en átti einfaldlega við ofurefli aö etja. í | upphafi missti ég nokkra bolta aft- ur fyrir vöilinn því þá spilaði ég I „meö vindi“. Annars er Susi þessi tnjög sixjöll og hún á eftir aö gera | það gott á þessu móti,“ sagði Þór- dís í samtali við DV. ' -SK I • Baldur Bjarnason í höggi við einn varnarmanna Vestur-Þjóðverja í leiknum í gærkvöldi. DV-mynd Gunnar Evrópukeppni landsbða í knattspymu undir 21 árs: Glæsileg frammistaða íslensku strákanna - Vestur-Þjóðverjar heppnir að ná jaöitefb, 1-1 „Ég er ósáttur að vinna ektó þennan leik. Ef strákamir ná að sýna jafngóðan leik og þeir gerðu hér í kvöld geta þeir skákaö hvaða landsliði sem er. Strák- amir lögðu sig alla fram og uppskáru samkvæmt því. Þetta eru framtíðar- knattspymumenn íslands. Ég er stoltur af strákunum, þeir gerðu nákvæmlega eins og fyrir þá var lagt,“ sagöi Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska landsliðs- ins, skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri, í samtali við DV, eftir frækilega frammistööu liösins gegn Vestur-Þjóð- verjum á laugardalsvellinum í gær- kvöldi. Jafntefli varö Heiknum, 1-1, en leikurinn var liður í Evrópukeppni landsliða í þessum aldursflokki. Það er áhætt að taka undir orð Guðna hér að framan því íslenska liðið sýndi á köflum góða knattspymu, barðist vel og oft sást gott spil. Þegar á heildina er lit- ið geta Vestur-Þjóðverjar verið ánægðir með jafnteflið. Úrslit leiksins eru enn glæsilegri þegar haft er í huga að leik- menn þýska liðsins eru allir á samningi hjá félögunum í úrvalsdeildinni. Vest- ur-Þjóðverjar höfðu fram að þessum leik ekki tapað leik í riðlinum og ektó fengið á sig mark. í fyrri hálfleik stóptust liðin á að sækja en undir lok hálfleiksins voru íslending- ar í tvígang nærri því að skora. Eyjólfur Sverrisson var að vertó í bæði skiptin. í síðari hálfleik fór að draga til tíðinda. íslenska liðið var mun meira með knött- inn og áttu Vestur-Þjóðverjar í vök að verjast. Baldur Bjarnason og Sævar Jónsson komúst í ákjósanleg færi en Vestur-Þjóðverjar sluppu meö skrekk- inn. Gegn gangi leiksins náðu Vestur- Þjóöverjar forystunni á 69. mínútu og var Bierhoff þar að vertö með skalla. íslendingar tvíefldust við mótlætið og gerðust enn skeinuhættari. Jöfnunar- markiö lá í loftinu og þaö var staðreynd sex mínútum síðar. Haraldur Ingólfsson komst inn fyrir vöm Vestur-Þjóðveija, lék á markvörðinn og lagði knöttinn fyrir Eyjólf Sverrisson, sem skoraði af öryggi af stuttu færi. Á 78. mínútu skall hurð nærri hælum upp við mark Vest- ur-Þjóðverja. Steinar Adólfsson átti þá hörkuskot í slána, þar voru Vestur- Þjóöverjar heppnir. íslenska liðið var íslenskri knatt- spyrnu til sóma með frammistöðu sinni í gærkvöldi. Allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið' og framtíðinni er björt ef rétt er haldið á málunum. Lélegasti maöur vallarins í gærkvöldi var án efa dómari leiksins, Kim Milton Nielsen frá Danmörku. Nielsen gerði allt hvað hann gat til að eyðileggja bráð- skemmtilegan leik með fáránlegum dómum sínum. -JKS Finnland og Holland skildu jöf n - íslendingar í þriöja sæti en Hollendingar verma botninn Iþróttir ÞjáKar Jakob Eyjamenn? Eyjamanna, segir Jakob Sigurösson „Jú, ég get ektó neitað því að mér stendur til boða að þjálfa 1. deild- ar lið Eyjamanna á næsta keppn- istímabili, samhliöa aö leika með liðinu. Þessi mál eru hins vegar á algjöru frumstigi en engu að síður er þetta mjög spennandi verkefni. Þessa dagana er ég aö Ijúka prófum í Háskólanum og á meðan hafa þau forgang. Að próf- unum loknum sest ég niður og íhuga vel tilboð Eyjamanna," sagði Jakob Sigurðsson, lands- liösmaður og leikmaður með ís- landsmeisturura Vals, í samtali við DV i gærkvöldi. Eyjamenn er þjálfaralausir eft- ir að Siguröur Gunnarsson ákvað fyrir skemmstu að leika með spánska félaginu Bidasoa næsta vetur, en eins og kunngt er mun Alfreð Gíslason einnig leika með sama félagi. Sigurður náði góðum árangri, sem þjálfari Eyjamánna, en þeir héldu sæti sínu í 1. deild eins og að var stefnt. „Það er þess virði að athuga þetta tilboð. Það er speanandi > Jakob Sigurösson. dæmi að taka að sér þjálfun en jafnframt mjög erfitt Þaö þarf margt aö skoða í þessu sam- bandi, aö leika og þjálfa jafn- framt, er stórt dæmi og að auki kemur A-keppni í Tékkóslóvakíu inn í þetta. Eins og ég sagöi áður munu þessir þættir skýrast þegar prófunum lýkur en ég er aö ljúka námi í efnafræði,“ sagöi Jakob Sigurðsson, sem er borinn og bamfæddur Eyjamaður. DV hefur einnig heimildir fyrir því að erlend félög hafi sýnt Jak- obi áhuga, en eins og tlestura er enn í fersku minni sýndi Jakob mjög góða leiki með landsliðinu í B-keppninni i Frakklandi. Þar hrifust margir forráðamenn er- lendra félaga af leikni þessa snjalla homamanns. Valsraenn hafa orðið fyrir blóð- töku að undanfómu, en þrír sterkir leikmenn liösins hafa ákveðiö aö leika erlendis næsta vetur. Sigurður Sveinssson, leik- ur með Dortmund, Geir Sveins- son með spánska liðinu Granoll- ers og Júlíus Gunnarsson meö franska félaginu Racing Snayeres fráParís. -JKS/JÖG Hans til Maritim Hans Guðmundsson, markakóng- ur 1. deildarinnar í handknattleik með Breiðablitó á síðasta vetri, hefur gengið frá munnlegum samningi við spænska 1. deildar liðið Maritim frá Kanaríeyjum og leikur með því næsta keppnistímabil. Hans kannast vel við sig hjá félag- inu því hann lék með því veturinn 1985-86 og sagði í samtali við DV í gærkvöldi að hann þekkti stjórnar- menn þess þaö vel að hann hefði get- aö gengið frá samningnum símleiðis. Hann verður síðan undirritaður í ágúst þegar Hans ílytur til sólar- eynnar. „Maritim náði ektó að vinna sig upp í úrvalsdeildina í vor, en þetta er mjög gott félag og ég kunni vel við mig þar síðast. Félagið ætlar sér stóra hluti, auk mín spilar sænstó landsliðsmaðurinn Erik Hajas með því næsta vetur, það hefur fengið til sín einn af markahæstu mönnum úrvalsdeildarinnar, frá Tres De Mayo, og tvo markverði. Þá er það búið að reisa nýja íþróttahöll sem rúmar yfir 2000 manns í sæti. Áhugi fyrir handknattleik á Kan- aríeyjum er gífurlegur og næsta vet- ur leika fjögur lið þaðan í 1. deild- inni, þannig að það verður örugglega mitóð um skemmtilega leitó,“ sagði Hans Guðmundsson. -VS Finnar og Hollendingar gerðu jafn- tefli, 1-1, í riðli íslands í Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspyrnu í gær. Leikið var í borginni Salo í Finnlandi. Kim Suominen kom Finnum yfir á 16. mínútu en Michael Roelofsen jafnaði ísland..............3 0 2 1 3-42 fyrir Hollendinga á þeirri 41. Holland.............4 0 2 2 2-5 2 Staðan í riðlinum er nú þannig: Næsti leikur í riðlinum er ísland- V-Þýskaland.........4 3 1 0 7-1 7 Finnland þann 5. september. Finnland..........,„3 111 3-5 3 -VS i 3.2 * s. i As t s 2 a 3 a * i * 2 af á ft & * i • »I £ 1 s $ 1 & í 1 ii I# f i S $ £* k&llli-fts&s&É' Liðið sem mætir Rússum íMoskvuídag Landsliðshópur íslendinga í knattspymu, sem valinn var vegna HM-leiksins við Sovét- menn í dag, er þannig: Markverðir: Bjarni Sigurösson, Val....27 Guðmundur Hreiðars, Vítóngi ...2 Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson, Val......57 Ágúst Már Jónsson, Hácken .....20 Guðmundur Torfason, Rapid ...18 Guðni Bergsson, Tottenham.25 Gunnar Gíslason, Hácken...40 HaEdór Áskelsson, Val......23 Ólafur Þórðarson, Brann...29 Ómar Torfason, Fram.......36 Pétur Amþórsson, Fram......22 Rúnar Kristínsson, KR......7 Sigurður Grétarsson, Luzem....23 Sigurður Jónsson, Shef.Wed.16 Þorsteinn Þorsteinsson, Fram ....9 ÞorvatóurÖrlygsson,KA............8 Þeir Arnór Guðjoíbnsen, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Pétursson og Ragnar Margeirsson gáfu ektó kost á sér i leikinn vegna meiðsla. Þá dró Viðar Þovkelsson sig úr hópnum og Sævar Jónsson er í leikbanni. • Viðureign Sovótmanna og íslendinga verður sýnd í beinni útsendingu i Ríkissjónvarpinu og hefst útsendingin klukkan 15. ........... BH IbM iBREI Allir krakkar koma í knattspyrnuskóla Breiðabliks 1. námskeið 2. námskeið 3. námskeið 5. júní-16. júní 19. júní-29. júní 3. júlí-14. júlí Eldri krakkar (10-12 ára) kl. 10.00-12.00. Yngri krakkar (6-9 ára) kl. 13.00-15.00. Þátttakendur geta skráð sig hjá: Sigga (þjálfara 5. flokks) í síma 40558 - 43699 Jóni Óttari (þjálfara 6. og 7. flokks) í síma 44196 Sverri Davíð Haukssyni í síma 44553 - 641499 Hvert námskeið kostar 2500 kr. . en viðbótarnámskeið hjá hverjum þátttakanda kostar 2000. Knattspyrnuskólinn verður á Smárahvammsvelli og eiga þátttakendur að mæta þar. KNA TTSPYRNUDEILD BREIÐABIÆS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.